Ég held að Steingrímur J. - hafi selt Arionbanka og Íslandsbanka, á röngum tíma

Það er gjarnan vanmetið - - að tímasetningar skipta máli. En þegar Steingrímur J. seldi Arionbanka og Íslandsbanka til skilanefnda Kb Banka og Glitnis - sumarið 2009. Þá var Ísland statt í dýpsta kafla kreppunnar sem skall á landinu, í kjölfar hrunsins.

Það voru út af fyrir sig - skiljanleg markmið að baki sölunni:

  1. Ríkið slapp við 250ma.kr. eiginfjárinnspýtingu í bankana 2-er þeir voru afhentir skildanefndunum tveim.
  2. Og ekki síst, að fjármagna kaup á lánapakka fyrir báða banka, upp á líklega töluvert hærri upphæð.

Ríkið auðvitað munar um það hvort það skuldar 5-600ma.kr. meir, eða minna.

Á móti kemur, að sala í -dýpsta hluta kreppunnar- augljóst framkallar verulega lægra söluverð, en t.d. af sömu bankar hefðu verið seldir sumarið 2011.

Síðan virtist allt málið unnið í "miklum flýti" þ.e. ríkisstjórnin tók við um vorið, búið var að ganga frá sölunni ca. 2-mánuðum síðar. Höfum í huga, að Svavars samningurinn "alræmdi" sýndi okkur "hvað það getur verið dýrt að semja um mikilvægt mál í miklum flýti."

 

Hvað ef Arionbanki og Íslandsbanki hefðu verið seldir í júlí 2011?

  1. Það hefði þítt, að ríkið hefði komið öllum 3-bönkunum í rekstur samtímis, með "fjármögnun" og auk þess "kaupum á lánapökkum."
  2. Því hefði fylgt sá "stóri kostur" a.m.k. út frá hagsmunum "skuldara" að ríkið hefði getað "samræmt aðgerðir um meðferð skulda almennings sem og fyrirtækja."
  3. Það hefði unnist tími - til að eyða óvissu um gæði lánasafna.
  4. Það hefði verið unnt að "framkvæma samræmda lána-afskrift" ef vilji hefði verið fyrir hendi.
  • Auðvitað hefði ríkið - - yfir þetta tímabil, skuldað þann viðbótar kostnað, er hefði aukið verulega á skuldir ríkisins - á meðan.
  • En það hefði ekki endilega þurft að "hækka vaxtagjöld ríkisins" því - ríkið ætti að hafa verið mögulegt, að ganga þannig frá skuldabréfum að "greiðslur mundu ekki hefjast fyrr en eftir júlí 2011 t.d."
  • Nú, ef sala bankanna gengur síðan fram, áður en það gerist - - og það núllar út þau skuldabréf. Þá hefði tæknilega verið unnt að ganga þannig frá málum, að ríkið í reynd - - borgaði ekki krónu fyrir.
  • Þá meina ég, að aldrei hefðu peninga skipst um hendur. Ríkið hefði "afhend skuldabréf" síðan við sölu "væru þau rifin."

Kostir við að selja 2011 eru margir, t.d. að eftir er búið að eyða óvissu um gæði lánapakka, þá er sú óvissa ekki lengur - - að lækka söluverð.

Síðan auðvitað - - eru engir utanaðkomandi sem "hirða hagnað til sýn" af endurmati lánapakkanna, sem hefði þá farið fram á meðan að ríkið átti þá.

Ef samræmd "niðurfærsla lána hefði farið fram skv. hugmynd Framsóknarfl. um 20%" þá væri 2011 meir en ár liðið síðan þeirri aðgerð var lokið. Og áhrifa þeirrar aðgerðar væri því farið að gæta innan efnahagslífsins.

2011 var óvissa í efnahagslífinu einnig miklu mun minni en sumarið 2009. Traust á hagkerfinu hafði styrkst til muna - menn óttuðust ekki lengur, yfirvofandi gjaldþrot.

  1. Þetta hefur auðvitað allt áhrif á söluverð, þ.e. minni óvissa í efnahagsmálum, bætt traust, sýnilegar vísbendingar - að hagvöxtur sé að hefjast að nýju.
  2. Einnig, að búið er að rýna í gegnum lánasöfnin og síja út slæmu lánin.

Það sem ég er að meina, er að - - > Söluverð hefði getað verið mun hagstæðara 2011.

Jafnvel þó að "20% leiðrétting lána hefði farið fram" -sem gæti tæknilega hafað lækkað söluverð með því að minnka virði lánasafna- þá vegur á móti - - > Bætt gæði lánasafna og mun minni óvissa um efnahagsmál - bætt til muna traust miðað við 2009.

 

Niðurstaða

Hin eiginlegu mistök Steingríms J. - geta legið í því, að flýta sér við það verk, að losa ríkið við Íslandsbanka og Arionbanka. En mig grunar, að til muna hagstæðara hefði verið fyrir alla landsmenn. Ef salan hefði þvert á móti, farið fram 2-árum síðar.

En bankastofnanir eru mjög háðar almennu efnahagsástandi, sem hefur mikil áhrif á gæði lánasafna, sem og eftirspurn eftir lánsfé. Skárra efnahagsástand - bætt traust á hagkerfinu - mun minni ótti um framtíðina miðað við 2009; allt þýðir hærra verð.

Sama þíðir, að hafa tekið tíma í að eyða óvissunni um gæði lánasafna. Ekki síst, að samræma meðferð skuldamála almennings og fyrirtækja - yfir þessi 2 ár þ.e. 2009 - 2011.

Ríkisstjórnin var í "paník" andrúmslofti vorið og sumarið 2009. Í slíku samhengi, er varasamt að taka "stórar afdrifaríkar ákvarðanir" - - sbr. Svavars samningurinn alræmdi.

Ef menn eru að flýta sér um of, er hætt við "dýrum mistökum." Sbr. að færa yfir til bankanna, lánasöfn er innihéldu "gengistryggð lán" sem fljótlega síðar voru dæmd ólögleg.

Ef menn hefðu afgreitt þessi mál á "lengri tíma" þá hefði verið unnt að forða flestum þessara mistaka, og mig grunar að sú biturð sem varð eftir í samfélaginu vegna skuldamála - það hefði stórum hluta verið unnt að komast hjá henni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

ágæt grein þó það hafi verið fljótaskrift á þessu hjá steingrími ætla ég honum ekki það að hafa géfið bankan viljandi eins og sumt fólk vill vera láta. var undir þrýstíngi frá öllum áttum líka frá samstarfsflokknum sem sem ekki þorði að stikja ferlið með aðildarviðræður um inngöngu í evrópubandalagið.  

Kristinn Geir Briem, 3.2.2015 kl. 10:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er rétt, á hinn bóginn þá ætti það ekki að hafa skipt máli í því samhengi, þó bankarnir væru seldir 2011 í stað 2009. Sammála því að sennilega hafi Steingrímur J. ekki vísvitandi ætlað sér að láta mál misfarast - það hafi sennilega verið sjálfur flýtirinn er mestu um það hafi ráðið, að kostnaðarsöm mistök urðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2015 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband