Vangaveltur um grískt gjaldþrot hratt vaxandi, eftir að fjármálaráðherra Grikklands hafnaði endurnýjun svokallaðrar "björgunar Grikklands"

Björgunarprógramm Grikklands rennut út í lok febrúar - þannig að ef grísk stjórnvöld endurnýja ekki það prógramm, þá fá þau ekki meira "lánsfé." Þessari spurningu standa stjv. Grikklands frammi fyrir, svokallað Þríeyki átti að koma í heimsókn á næstu dögum. Og þá stóð til að fara yfir stöðu Grikklands, og áætla hve mikið af viðbótar lánsfé Grikkland þyrfti.

Áhugavert að íhuga að Grikkland skuldar þegar um 177%. Svipað og er síðast var skorið af skuldum landsins.

Og að hingað til, hefur Grikklandi verið lánað, til þess að -endurfjármagna í reynd þá erlendu banka sem höfðu lánað Grikklandi fé."

Margir hafa bent á þetta, að ef Grikkland hefði orðið gjaldþrota árum fyrr - - hefðu löndin sem eiga þá banka, þurft að sjálf - - redda þeim.

Vilja meina, að ósanngjarnt sé að leggja þann kaleik á grísk bök!

Yanis Varoufakis - sjá mynd

Greece will no longer deal with ‘troika’, Yanis Varoufakis says

Hann er nýskipaður fjármálaráðherra Grikklands, þekktur bloggari skilst mér, að auki hefur komið fram - að hann ætlar að blogga áfram þó hann verði einnig ráðherra.

Hann hefur sem sagt, lýst því yfir - - að björgunarprógramm Grikklands verði ekki endurnýjað fyrir mánaðamót febrúar/mars.

Þannig að þá rennur það prógramm út. Grikkland fær ekki frekara lánsfé.

  1. Þá er einungis spurning um tíma, hvenær Grikkland verður greiðsluþrota.
  2. Það er gjarnan sagt, líklega í maí/júní nk. Eða júní nk.

Eurozone alarm grows over Greek bailout brinkmanship

Margir spá algeru "kaosi" á Grikklandi, ef það keyrir fram af bjargbrúninni?

 

Verður kaos í Grikklandi ef það fer í þrot?

Augljósa svarið er - - já það getur orðið, en nei - - það þarf ekki verða.

  1. Augljóslega mun Grikkland þurfa að setja upp gjaldeyrishöft, nokkru áður. Annars mun stefna í of mikinn peningaflótta frá Grikklandi - - þegar nær dregur og aðilar verða sannfærðir um það að virkilega stefni í þrot.
  2. Síðan mun þurfa að "drögmuvæða hagkerfið" þ.e. skipta öllum innistæðum og lánum yfir í drögmur innan fjármálakerfis Grikklands. Þá getur seðlabankinn tryggt að bankarnir rúlli ekki.
  3. Þá getur ríkið borgað laun, haldið uppi þjónustu, borgarð bætur til fatlaðra og aldraðra sem og þeirra sem eru atvinnulausir.
  • Það væri óheppilegt af ríkinu að reka sig með "halla" því þá safnar það nýjum skuldum, eða eykur verðbólgu með prentun.
  • En gríska ríkið hefur náð -rekstrarafgangi- sem einfaldar málið. Nema auðvitað að stjórnin auki svo mikið eyðslu að afgangurinn verði að halla.
  • Augljóslega mun dragman gengisfalla - þangað til að nægur afgangur myndast í gjaldeyrisflæði, til þess að landið eigi fyrir innflutningi.
  • Þá eins og hér, ætti ekki að þurfa "innflutningshöft" en verið getur -eins og hér rétt eftir hrun- að erlendir aðilar muni heimta staðgreiðslu, þannig að vandræði verði með innflutning einhverja hríð í kjölfarið.
  • En nægilega lágt gengi, ætti fyrir einhverja rest, að endurreisa normal ástand í tengslum við innflutning.

Það þarf ekki að verða - óðaverðbólga. Nema að ríkisstjórnin hegði sér ákaflega óskynsamlega - - þ.e. viðhafi launahækkanir langt út fyrir þ.s. gengur upp, og auki eyðslu ríkisins langt út fyrir tekjurammann.

Með einhverri lágmarks skynsemi í hagstjórn - ætti verðbólga -eins og hér eftir hrun- smám saman að deyja út, hverfa á ca. 2-árum.

Varðandi hagvöxt eða ekki, þá auðvitað ætti Grikkland að verða mjög hagstætt fyrir ferðamennsku, þannig að eins og hér hefur verið eftir hrun og stórt gengisfall, ætti að verða sæmilega góð fjölgun ferðamanna - - og fjölgun starfa í þeirri grein.

Það þíðir ekki endilega að Grikkland verði að tígur hagkerfi - - en Grikkland hefur "mjög slakan útflutning" mér skilst ekki nema ca. 23% af heildarhagkerfinu, þegar hann er t.d. rétt rúmlega helmingur hér.

  1. Ég á eiginlega hvorki von á því, að Grikklandi gangi svakalega vel.
  2. Né því, að Grikklandi gangi svakalega illa.
  • Þegar öldur lægja - - geti menn sest niður og farið að ræða hvað Grikkland getur raunverulega borgað.
  • En þá ætti staðan - hver hún raunverulega er - að birtast smám saman.

Ég hugsa ekki að Grikkland leiði til - endaloka evrunnar.

Á hinn bóginn, getur brotthvarf Grikklands - aukið þrýsting á aðildarlönd evru, að taka meir tillit til "skuldugu landanna" svo flr. velji ekki "grísku leiðina."

Brotthvarf Grikkland - gæti þá leitt til þess, að umræðan um skuldamál, komist upp úr núverandi fari, og menn fari að ræða "skulda-afskriftir" af einhverri alvöru.

 

Niðurstaða

Líkur á greiðslufalli Grikklands virðast hratt vaxandi. Dómsdagspár fljúga gjarnan nú um sali - þær sem beinast að Grikklandi, gjarnan spá gríðarlegu hruni í Grikklandi í kjölfarið. Síðan gjarnan halda þeir sem eru andvígur evru, að brotthvarf Grikkland geti leitt til endaloka hennar - jafnvel.

Ef til vill er líklegasta útkoman - hvorugt. Það er, að hvorki verði meiriháttar kaos í Grikklandi, né innan evru - ef Grikkland herfur út.

Brotthvarf Grikklands, gæti þó sett þrýsting á lönd í N-Evrópu sem eiga mikið til skuldir S-Evrópulanda, að afskrifa þær skuldir a.m.k. að hluta.

En brotthvarf Grikklands, gæti skapað þá freystingu að fara eins að, ef sýn aðila er sú að Grikklandi hafi tekist að forða meiriháttar vandræðum. Sé a.m.k. ekki verra statt.

Umræðan um skuldir landanna í S-Evrópu, gæti þá opnast upp á gátt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hvernig kemur nýi 

The New Development Bank

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

 inn í þetta Grikklands dæmi?

Þarna virðast einhverjir fjárfestar hafa lánað út í vitleysu.

Hversvegna á fólkið að bjarga fjárfestinum?

Það er ekki skinsamlegt að, "vegna heimsku fjárfesta"

fái Gríska þjóðin ekki að halda bókhald um vinnu fólksins í landinu.

Þá er ég að segja að "bókhaldið er notað til að hafa yfirdýn,

um vinnu hvers og eins, hann fær kvittanir, peninga fyrir vinnuna,

og lætur verslunina fá þessar kvittanir, bókhaldið, það er peninginn

fyrir vörurnar sem hann kaupir.

Ef Grikkinn fær ekki bókhald, kvittanir, peninga fyrir vinnuna, þá getur hann ekki keypt í matinn.

Grikki dauður úr sulti framleiðir ekki vörur og veitir ekki þjónustu.

Þetta er svo einfalt að fljótlega fara frammhaldsskólanemar að kenna

hámentuðum háskóla mönnum og okkur hinum til að þurfa ekki að lifa við

þessi bókhaldsvandræði.

Egilsstaðir, 02.01.2015 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.2.2015 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband