31.1.2015 | 02:38
Við ræðum hér frumvarp til laga um heimild til að staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.
Fyrirsögn tekin úr áhugaverðri þingumræðu.
Það hefur opnast skrítin umræða um það hvort ríkið átti bankana alla með tölu "um skamma hríð" eða ekki, í tenglum við umræðu þá er hefur vaknað í kjölfar ásakana Víglundar Þorsteinssonar - - þ.e. meint svik sem hann telur hafa kostað þjóðina milli 300-400ma.kr.: Stórfelldasta svika- og blekkingarmál sem sögur fara af hér á landi
Sjá einnig: eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf., 1. umræða.
Hlekkurinn er á áhugaverða þingumræðu þ.s. verið er að ræða tillögu - að veita stjórnvöldum heimild til þess að ráðstafa bönkunum þrem, þ.e. eignarhlut ríkisins í þeim bönkum.
Eins og flestir ættu muna, þá á endanum "seldi Steingrímur J." eignarhlut ríkisins -sem þá var 100%- til þrotabúa Glitnis og KB Banka.
Greinargerð fjármálaráðherra vegna umræðu um bankaskýrslu
Eins og þarna kemur fram, þá taldi Steingrímur J. -hróðugur- sig hafa framkvæmt mjög góðan gerning með sölu bankanna 2-ja til þrotabúanna - - - þ.e. sparnaður ríkisins upp á 250ma.kr.
Hvernig gat það verið - - að Steingrímur J. væri að afla sér heimildar til þess að selja 2-banka í eigu ríkisins.
Ef ríkið átti þá ekki í fyrsta lagi?
En hvað með ásökunina um 300-400ma.kr. tjón?
Sjá nokkra reiðilestra:
Friðþæging með framvirkum samningum síðari grein
--------------
Það sem mér finnst merkilegast - er andstaðan frá stjv. við niðurfærslu lána -meðan ríkið átti þá alla- sem sagt er frá í greinum "Óðins" og þeirra "Jón Scheving Thorsteinssonar og Sigurðar Berntssonar".
Þeir Jón Scheving og Sigurður, telja ríkið hafi hlunnfarið sig á "sölu" til kröfuhafa um litla 307ma.kr.
- Hinn bóginn er rétt að taka tillit til þess, að ríkið við söluna slapp við fyrirhugaða eiginfjárinnspýtingu upp á 250 ma.kr.
Það auðvitað -ef Jón Scheving og Sigurði reiknast rétt- lækkar þá tjónið í, 57 ma.kr.
-----------------------
Ég held að það sé ekki rétt hjá þeim félögum að 5 gr. neyðarlaganna hafi verið brotin, þ.s. mér virðist hún afar "óljóst orðuð":
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka í sínar vörslur þær eignir sem mæta eiga skuldbindingum fjármálafyrirtækis og láta meta verðmæti eigna og ráðstafa þeim til greiðslu áfallinna krafna eftir því sem þörf krefur.
- Þarna segir ekkert beinum orðum, að mat skuli vera óháð.
- Ekki heldur, að ekki megi framkvæma annað mat, og nota það í staðinn síðar.
- Eða, að ekki megi taka tillit til krafna kröfuhafa - um hærra verð á lánapakka.
Áhugavert er, að ríkið virðist hafa litið svo á, að "gríðarlega mikilvægt væri fyrir ríkið" að hafa sem - best samskipti við kröfuhafa.
Mig grunar að sú afstaða "standi að baki andstöðu stjv. á þeim tíma við hugmyndir þess efnis að lækka höfuðstól skulda meðan það var tæknilega hægt er ríkið var eigandi allra bankanna."
- Kröfuhafar virðast hafa fengið bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, þ.e. -ríkið hafi í reynd borgað með þeim.-
- Kröfuhafar fengu þá með lánapökkum inniföldum, "án þess að höfuðstóll lána væri niðurfærður." Það auðvitað gerði eign "kröfuhafa" umtalsvert verðmeiri - - en annars hefði orðið.
- Svo ekki síst, fengu þeir greiddan út arð, þegar bankarnir reiknuðu lánin upp í fullt andvirði - þó þeir hafi fengið þau ca. á hálfvirði, að meðaltali.
Á móti má taka tillit til þess, að ef lánin hefðu verið "niðurfærð" t.d. skv. tillögu Framsóknarflokksins um 20% niðurfærslu:
- Þá má reikna með því, að bankarnir tveir hefðu verið -minna hagstæð eign- sem hugsanlega hefði leitt til - - enn óhagstæðari sölu ríkisins á þeim. Þ.e. meiri meðgjafar.
- 20% leiðin hefði kannski ekki verið alveg ókeypis fyrir ríkið, á hinn bóginn er alls ekki víst að ríkið hefði tapað á því "heilt yfir" ef tekið er tillit til áhrifa á hagkerfið, sem líklega hefði leitt af "skárri stöðu heimila" í landinu.
Mér virðist samt sem áður - - að ríkið hafi gengið frekar langt í því, að tryggja umtalsverðan hagnað "þrotabúanna" og þannig þeirra kröfuhafa er voru eigendur stærstu krafna.
Að baki því, gæti staðið "sektarkennd" en ég man eftir umræðu á "vinstri væng stjórnmála" þau ár sem síðasta ríkisstjórn stjórnaði - - > Að þjóðin hefði verið "meðsek" þ.e. eigendum bankanna er hrundu, því hún hafi notið ágóðans af bankabólunni er hún blés út - og samtímis hafi þeir í hennar augum verið hetjur er allt lék í lyndi.
Eins og þekkt er, þá urðu eigendur krafna í ísl. bankana fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni - - þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að þessi "sektarkenndar hugsun" -sem mér fannst t.d. birtast töluvert í umræðunni um Icesave þ.e. hjá þeim sem sögðu réttlátt að þjóðin borgaði- hafi leitt stjórnarliða til þess að vera fremur fulla af samúð - gagnvart kröfuhöfum.
Kannski litið svo á, að það væri réttmætt, að bæta þeim upp -að litlum hluta- þeirra tjón, með því að selja þeim bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, svo vægt sé til orða tekið, auk þess að tryggja þeim þann arð er þeir fengu út úr því, er bankarnir færðu upp lánin og notuðu þ.s. rök fyrir arðgreiðslum.
Stjórnarliðar - hafi litið svo á, að þeir væru að breyta rétt.
Það þurfi ekki að vera - að baki þeirri breytni, hafi legið -spilling.-
Niðurstaða
Ég ætla ekki að reyna að slá tölu á það - hvað skuldugir landsmenn misstu af miklu fé. Þegar 20% leiðin var ekki farin, á þeim tíma er hún var sannarlega vel framkvæmanleg.
Ég árétta þá sektarkenndar umræðu, sem virtist gegnsýra stjórnarflokka sl. kjörtímabils - þ.e. áhersla á það að vera fullir sektarkenndar vegna tjóns þess er eigendur krafna í hrundu bankana - - sannarlega urðu fyrir, og var gríðarlegt.
Umræða sem einnig kom fram þegar rifist var um "Icesave" í ummælum þeirra, sem töldu Íslendinga - siðferðislega séð - eiga að borga skv. kröfu Breta og Hollendinga.
Það var eins og, að í þeim tiltekna fókus, þá misstu menn dálítið "fókusinn" á líðan skuldugs almennings hér á landi.
Ekki hafi sennilega ráðið "illska" þeim ákvörðunum - er leiddu til þess, að kröfuhafar fengu "að því er sannarlega virðist" hagnað umfram þ.s. þeir hefðu fengið.
Ef 20% leiðin hefði gengið fram.
Ég efa að hún hefði leitt til "nettó" taps ríkisins, þó ríkið hefði sennilega þurft að hafa eigin fjár innspýtingu í Landsbanka - - ýfið stærri. Hugsanlega hefði söluverð hinna bankanna orðið óhagstæðara - - > Þó það geti verið að sá gerningur hafi verið það "Svavars samningalegur" þ.e. hvort sem er - alltof hagstæður, þannig að ekki hefði verið ástæða til að borga meira með þeim.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2015 kl. 14:20 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í öllu þessu máli er eitt sem ég aldrei gat skilið, og skil ekki enn:
Hvers vegna var ekki bara farið að lögum? Lög ná yfir gjaldþrot og skifti eigna eftir slík.
Sem veldur því að allir þessir gerningar verða að teljast vafasamir, og voru vissulega skaðlegir, vegna þess að ef þetta hefði bara verið tekið til gjaldþrotaskifta hefði þetta ekki bitnað svona á þjóðinni.
Það sem gerðist er að ríkið bókstaflega stal skuldum, og lét okkur borga þær.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2015 kl. 16:02
Flækjan við gjaldþrotaskipti er hið gríðarlega umfang fjárhæða í spilum - ef greitt er út í gjaldeyri þá skilst mér að ekki sé nóg til af honum - sem þíðir stórt gengisfall, og ef greitt væri út í krónum "sem kvá vera löglegt meira að segja fyrir upphæðir sem skilgreindar eru í öðrum gjaldmiðlum" þá leiddi það til svipraðrar niðurstöðu - en það má gera ráð fyrir því að flestir mundu vilja skipta þeim krónum í gjaldeyri - - > Nema menn stækki skaflinn af krónum föst að baki höftum og geri höftin enn illleysanlegri.
Þetta sé ástæðan að ekki hafi verið greitt út hingað til.
Eiginlega eru þrotabúin í reynd hluti af skaflinum, þ.e. kvað eignir þeirra varðar hérlendis.
Menn hafa verið með tilraunir til þess, að fá "kröfuhafa" til þess að afskrifa eignir í þeirra eigu hérlendis. En eignir þrotabúa erlendis - - eru mun stærri að verðmæti. Ég veit ekki almennilega af hverju þeir samningar hafa ekki verið á neinni sjáanlegri hreyfingu allt kjörtímabilið.
Ríkisstjórnin hefur hingað til hafnað því að vera aðili að þeim viðræðum.
Allt virðist hafa setið fast. Eins og kröfuhafa bíði eftir einhverju útspili, telji sig hafa efni á þeirri bið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.1.2015 kl. 20:13
Maður á að líta þeta mál þeim augum er við blast þegar neyðarlögin voru sett. Þá voru tryggðar innistæður fólks í föllnu bönkunum og þær yfirfærðar að fullu til nýju bankana. Lánin voru færð með að meðaltali 30% afföllum frá föllnu bönkunum yfir í þá nýju. Þarna var staðið vörð fyrir innistæðueigendur og að maður hélt skuldara.
Að vísu nutu einungis um 5% landsmanna rúmlega 90% innistæðutrygginga, meðan hin aðgerðin, verðfelling lána, hefði fært um 70% landsmanna tryggingu gegn bamkahruninu.
Hvers vegna sú ríkisstjórn og það þing sem setti neyðarlögin sá ekki til að þau virkuðu sem skyldi, er enn óskýrt. Kannski má segja að sú ríkisstjórn hafi ekki haft nægann tíma til að klára málið.
Hitt er með öllu óskiljanlegt, hvers vegna sú ríkisstjórn sem við tók, skildi þá ekki taka af skarið. Þvert á móti vann hún þvert gegn hugsun neyðarlaga og vel hugsandi þvert gegn þeim lögum. Reyndar er ég ekki löglærður og vil ekki kveða úr um lagabrot, en hugsun og tilgangur neyðarlaganna var skýr.
Neyðarlögin voru sett í þeim eina tilgangi að halda landinu á floti og gera uppbyggingu þess mögulega, á sem styðstum tíma. Að ekki skyldi vera farið að þeirri hugsun lagann tafði uppbyggingu landsins um a.m.k. 4 ár.
Vissulega hefðu bankarnir ekki sýnt þann hagnað sem bækur þeirra hafa sýnt frá hruni, en engu að síður hefðu þeir að öllum líkindum lifað þetta af og vel það. Eini munurinn að sá litli hagnaður sem þeir hefðu þá fengið væri vegna umsvifa í landinu, þ.e. heilbrigður hagnaður. Ekki óheilbrigður hagnaður byggður á endurmati lánasafna!
Það er allt of mikið um að menn skoða þetta mál út frá einhverjum forsendum sem urðu til löngu eftir að neyðarlögin voru sett, í stað þess að horfa á þær forendur sem lágu fyrir þegar setning þeirra fór fram.
Þegar það er gert efast enginn um að málflutningur Víglundar er hárréttur.
Gunnar Heiðarsson, 31.1.2015 kl. 23:36
Það eru dálítið harkalegt að nota orðalagið "svik." Það voru deildar meiningar um "neyðarlögin." Sumir voru ákaflega t.d. óánægðir með það - hve langt var gengið í því að tryggja innistæður.
Við skulum ekki endilega líta á þ.s. svik "í sjálfu sér" að vilja raska að einhverju marki - - markmiði neyðarlaganna.
Frekar spurning um - - hverju er verið að raska "akkúrat."
Sjálfstæðisflokkurinn, hlýtur að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun, að yfirfærsla "innistæðna" skuli hafa verið - - > Án þaks.
Fyrir bragðið, varð ríkið "augljóslega" að kaupa stærri lánapakka á móti, á alla bankana sem voru endurreistir.
Þegar menn eru að ræða "hundruð" ma. tjón - - held ég að það sé alveg rétt að halda þessu atriði til haga - - > Einnig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.2.2015 kl. 01:38
ágæt grein. en á rikið ekki vont með að semja beint vegna hugsamlegrar skaðabótarskildu hitt er annað að seðlabankinn á aftur á móti betra með það vegna þess að ef samið er þá mun þurfa samþykis seðlabanka fyrir útstreimi fjármagns en ekki hægt að koma sökinni á ríkisjóð svo þettað virðist snúast um formið læra af mistökum argentínu
Kristinn Geir Briem, 1.2.2015 kl. 12:02
Seðlabankinn er í eigu ríkisins - > útstreymi hefði mjög miklar efnahagslegar afleiðingar -sbr. veruleg gengislækkun sem væri mjög sennileg- svo að áhrif þess væri mjög verulegt á stjórnmálin, einnig á efnahagsmál út af þeirri verðbólgu er þá gengi í gegnum hagkerfið - - > "þannig að ég sé ekki að slík ákvörðun geti verið ópólitísk."
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að ræða beint við kröfuhafa.
Ríkið sé hvort sem er, aðili máls, þ.s. engin leið sé að höggva á hnútinn - - nema að ríkið ákveði - - > Hvaða afleiðingu það getur sætt sig við.
Ég hef dálítið verið að pæla í því - - hvort hægt væri að veita þeim aðilum "rétt til að fjárfesta á Íslandi" skattfrjálst?
Þannig að enginn skattur væri tekinn af hverju því sem þeir mundu fjárfesta í - - t.d. í 10 ár.
Það mundi auka þeirra hagnað - - > Ekki búa til skuldsetningu á ríkið - - > Við sleppum kannski við stóra gengisfellingu - - > Það skapar störf, ef þ.e. fjárfesting í starfsemi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.2.2015 kl. 14:32
stundum sínist mér að sumir stjórnmálamenn og embætismen skilji ekki að í raun eru þettað sami aðilinn seðlabankinn og ríkið, en á pappír eru þettað sitthvor aðilinn, svo það er nokkur munur á að semja við seðlabankan heldur en beint við ríkið. það er þess virði að skoða þessa fjárfestíngaleið, ef draumar stjórnarliðar um stóryðju uppyggíngu eru þarna fjárfestíngar með tékjur í gjaldeyri, flestir græða.
Kristinn Geir Briem, 2.2.2015 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning