Bankakrísa framundan í Grikklandi?

Financial Times sagði frá þessu að verulegt hrun hefði orðið í verðum hluta grísku bankanna eftir kosningarnar sl. sunnudag og valdatöku samsteypustjórnar Syriza flokksins. Á sama tíma - gæti flótta innistæðna að nýju.

Greek bank crisis leaves time short to strike debt deal

Syriza and voodoo economics

Ákveðin kaldhæðni liggur í því að grísku bankarnir allir með tölu - stóðust þolpróf Seðlabanka Evrópu sem haldið var á sl. ári - fengu góða einkunn.

Á hinn bóginn, þá liggja vandræði þeirra í þetta skiptið frekar í stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar landsins - - en flótti innistæðna er algerlega rökréttur, ef fólk telur það yfirvofandi að Grikkland lendi utan evru.

En ástæða er að ætla, að -Seðlabanki Evrópu- verði tregur til að veita grísku bönknum -neyðarfjármögnun- meðan að ekki liggur fyrir, hvort Syriza stjórnin mun halda áfram að greiða af skuldum landsins við Evrópuríki - - þar með, við Seðlabanka Evrópu.

  • "Since last weekend’s election, the shares of the four banks have lost as much as 40 per cent of their value." - "The only fundamental short-term impact on their business has been a steady flight of deposits." - "Two bankers familiar with the matter reckon something between €700m and €1bn a day has been withdrawn this week, mostly in cash, out of a private sector deposit base estimated by Moody’s at €164bn." - "An estimated €50bn or so may be available through the Greek central bank’s Emergency Liquidity Assistance fund..."

Þó útflæðið sé ekki mikið enn samanborið við heildar magna innistæðna - - þá telur það yfir tíma.

Og þetta eru fyrstu viðbrögð - hin eiginlega paník sé ekki sennilega hafin enn.

  1. Miðað við þetta séu bankarnir sennilega ekki að hrynja á nk. dögum, jafnvel ekki vikum.
  2. Eiginlega viðræður nýrrar ríkisstjórnar Grikklands og aðildarríkja um skuldavanda landsins - eru ekki hafnar enn.
  3. Sjálfsagt bíða margir eftir því, að sjá hvernig þær ganga fyrir sig - áður en stórfelldur peningaflótti hefst.

En ef það kemur frekar fljótlega í ljós að of víð gjá sé milli aðildarríkjanna - - og óska ríkisstjórnarinnar, um eftirgjöf í skuldamálum.

Þá gæti verið að ekki sé langt að bíða eftir stórfelldum flótta innistæðna.

Alexis Tsipras, accompanied by members of his government, poses for a group picture outside the parliament in central Athens.

Alexis Tsipras, accompanied by members of his government, poses for a group picture outside the parliament in central Athens. Photograph: Lefteris Pitarakis/AP

 

Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru áhugaverðar - hrint í framkvæmd nú þegar

Greece’s new young radicals sweep away age of austerity

  • "Then it was announced that privatisation schemes would be halted and pensions reinstated.
  • And then came the news of the reintroduction of the €751 monthly minimum wage,
  • the scrapping of fees for prescriptions and hospital visits,
  • the restoration of collective work agreements,
  • the rehiring of workers laid off in the public sector,
  • the granting of citizenship to migrant children born and raised in Greece.
  • Within minutes of the new energy minister, Panagiotis Lafazanis, announcing that plans to sell the public power corporation would be put on hold, Greek bank stocks tumbled."

Áhugavert að muna að í febrúar nk. - er svokallað "Þríeyki" með eina af sínum reglulegu "athugunum" á því hvernig grískum stj. gengur að fylgja "prógramminu" - - ef Grikkland er talið standa við skuldbindingar sínar.

Þá fær gríska ríkið - - aukið fé, að láni.

  1. Haft var eftir fulltrúum AGS á "Davos" ráðstefnunni, að gríska ríkið hafi sennilega fé til júní nk. Án viðbótar fjármagns frá þríeykinu.
  2. En það má vera þó, að þeir hafi ekki reiknað með "ofangreindum" aðgerðum Syrisa - - sem flestar hverjar auka útgjöld ríkisins, nánast samstundis.

Síðan auðvitað - - munu a.m.k. sum aðildarlandanna, líta á fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar Syriza - - sem að stjórnin sé að "senda þeim fingurinn."

  • En mikilvæg aðildarlönd hafa krafist harðra sparnaðaraðgerða - og fyrirfram hafnað að lækka skuldir.
  • Aðgerðir sem augljóst auka rekstrarútgjöld gríska ríkisins - - lengja að sjálfsögðu það bil sem Grikkland þarf að brúa "skv. prógramminu" ef geta gríska ríkisins til að greiða sínar skuldir, á að vera fyrir hendi.
  1. Miðað við þetta - - gæti útspil ríkisstjórnarinnar þegar á fyrstu starfssdögum.
  2. Nánast gulltryggt það, að stjórnin nái ekki samkomulagi við aðildarríkin, sem dugar til þess að Grikkland haldist innan evrunnar.

 

Niðurstaða

Aðgerðir hinnar nýju ríkisstjórnar Grikklands, geta bent til þess - að landið sé næsta örugglega á útleið úr evrunni. En ég fæ vart séð annað, en að þær aðgerðir, minnki líkur á samkomulagi milli ríkisstjórnar Grikklands, og ríkisstjórna aðildarlanda ESB um lækkun skulda landsins.

Ef það verður fljótlega ljóst, einnig að þríeykið, láni ekki frekara fé til Grikklands.

Gæti skollið á allsherjar fjármagnsflótti - sem væri rökrétt útkoma, ef innistæðueigendur telja nær fullvíst að landið sé á útleið úr evrusamstarfinu.

Til þess að forða hruni bankanna, yrði ríkisstjórnin þá sennilega að endurreisa drögmuna - jafnvel þegar fyrri hl. sumars í ár.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband