28.1.2015 | 22:24
Varðandi vangaveltur Lars Christensen í gjaldmiðilsmálum Íslands
Þá verð ég að taka það rækilega fram - að alveg sama hvaða leið við förum. Þá getur sú leið ekki haft trúverðugleika. Nema að efnahagsmál hér gangi upp.
Hann virtist hrifnastur af því að "út-vista peningastefnuna á Íslandi" því þá taldi hann hana verða "fyrirsjáanlegri."
Hann nefndi að slík útvistun hefði gengið vel í Danmörku - með tengingu við evru.
En hann nefndi einnig svokallað currency board fyrirkomulag - sem hann taldi hafa gengið vel í Hong-Kong.
- En útvistun er náttúrulega sú aðgerð.
- Að afsala sér sjálfstæðri peningastefnu.
Vandinn við hans tillögur er sá, að þ.e. ekki til sú aðferð sem ekki hefur brugðist einhvers staðar
- Það eru til dæmi um allar helstu leiðir í peningastjórnun - þ.s. þær hafa gengið upp.
- En það einnig þarf að íhuga hin dæmin, þ.s. sömu aðferðir hafa ekki gengið upp.
Eins og ég skil vanda Íslands, þá snýr hann megin atriðum að - - ítrekuðum viðskiptahallavanda.
Ég fullyrði að það sé 100% öruggt, að hvaða leið við kjósum, þá muni þær allar bregðast - - ef okkur tekst ekki að forðast "viðskiptahalla."
-------------------------
currency board - - þegar maður talar um þá aðferð, verður að nefna Argentínu. En þessi aðferð er í reynd, tenging við annan gjaldmiðil, en með þeim hætti að sú tenging verður - - órjúfanleg.
En þá er tekið upp kerfi, þ.s. sama magn er alltaf til af "heima-gjaldmiðli" og "þeim sem tengt er við."
Þannig að heimagjaldmiðill er alltaf 100% - "convertible" eins og þ.e. kallað.
Að því marki, svipar það til hugmyndar um "gullfót." En í gullfót á alltaf að vera nægilegt gull, til þess að ætíð sé unnt að skipta peningum fyrir gull.
Það má segja, að í stað þess að "tengja við gull" sé "tengt við gjaldmiðil X sem verði þá ígildi gulls."
- Gjaldþrot Argentínu varð árið 2000, í lok tímabils svokallaðs "ofurdollars" er hófst á seinni hl. 10. áratugarins. En þá varð gríðarlegt ris í gengi dollars.
- Það varð til þess, að útflutningsatvinnuvegir Argentínu - urðu ósamkeppnisfærir. Og þá varð fjöldi útflutningsfyrirtækja, að smám saman að hætta starfsemi.
- Við það minnkaði útflutningur landsins, það skapaðist viðskiptahalli - - við það fór að halla undan kerfinu, en þá "fóru dollarar að streyma nettó úr landi."
- Vegna þess að í currency board verður gjaldmiðillinn að vera 100% "convertible" sköpuðust svipuð áhrif og innan "gullfótarins" í Evrópu á 4. áratugnum, þ.s. grípa varð til þess - - að minnka peningamagn í umferð eftir því sem "dollarasjóðurinn" minnkaði.
- Og það eins og þegar peningamagn var minnkað stöðugt, þegar gullfóturinn komst í vanda í kreppunni á 4. áratugnum í Evrópu - - var ákaflega "samdráttarmagnandi."
- Samanlögð áhrif - - minnkandi útflutnings. Vaxandi viðskiptahalla. Og minnkandi peningamagns. Var yfir 20% samdráttur í argentínska hagkerfinu. Á endanum varð argentínska ríkið greiðsluþrota.
currency board - kerfið varð að gildru.
Til þess að losna út úr því - framkvæmdi Argentína á endanum gjaldmiðilsskipti. Tók upp nýjan.
En loka mánuðina, varð orðinn slíkur skortur á peningum í umferð - - að fyrirtæki voru unnvörpum farin að "gefa út sína eigin einkagjaldmiðla" voru á tímabili sennilega margir tugir slíkir í umferð - óformlega.
- Þegar við veltum fyrir okkur valkostum - - þá þarf alltaf að íhuga, hvernig allt getur farið til andskotans.
- Svo við getum vegið og metið líkur þess, að sambærileg atburðarás geti orðið hér.
Ísland hefur margítrekað lent í viðskiptahalla vanda - - þannig að ég met það verulega líklegt að argentínskt ástand geti skapast.
En höfum í huga, að Argentína er að því lík Íslandi, að vera einnig - - auðlyndahagkerfi.
Eins og á við um rekstur okkar helstu auðlyndar - - þá er fastur kostnaður verulegur, og erfitt um vik að spara þar um. Þess vegna hefur oft þurft að gengislækka til að bjarga málum.
En ég sé alveg fyrir mér, að ef það væri ekki hægt, gæti það sama gerst og í Argentínu - að fj. fyrirtækja loki í starfsgreininni, og þá fari útflutningur í hraða minnkun, og þá minnki innkoma í gjaldeyri verulega og ef þá skapast viðskiptahalli, verði að minnka peningamagn í umferð til þess að viðhalda "full convertibility."
En reglur currency board eru ákaflega stífar.
Eins og á við um "gull-tengingu."
-------------------------
Lars benti einnig á Kanada dollar, taldi það ekki galna leið, þó hann hefði sagst hafa fyrst hlegið að henni er hann fyrst frétti af - - aftur er útvistun á peningastefnu.
Augljós galli er einnig sá - - eins og í currency board að kaupa þarf mikið magn af erlendum gjaldeyri. Það hækkar skuld landsins.
Í þessu tilviki getur einnig skapast vandi - - ef gengi gjaldmiðilsins erlenda hækkar verulega, og útfl. atvinnuvegir verða ósamkeppnisfærir.
Þá getur einnig skapast - - viðskiptahalli, ef útfl. fyrirtæki hætta rekstri, og útfl. minnkar.
- Þá einnig kemur sá vandi - - að peningamagn minnkar í umferð.
Í báðum tilvikum, er unnt að kaupa meiri gjaldeyri - - þ.e. ríkið getur það, til þess að glíma við vandann, að gjaldeyrir sem annað af tvennu er grundvöllur currency board eða er notaður sem lögeyrir, sé að - nettó flæða úr landinu.
En ríkið getur einungis gert það með - aukinni skuldsetningu í gjaldeyri.
Og á enda, ef ekki tekst að stöðva -hnignun útfl. atvinnuvega- þannig að halli sí vaxi.
Og ef ríkið stöðugt kaupir gjaldeyri - þá getur það ekki annað en fyrir rest, endað með því að ríkið tapar lánstrausti, ef ekki tekst að stöðva hnignun atvinnuveganna.
- Ef við gerum ráð fyrir því, að ekki takist að leysa samkeppnishæfni atvinnuveganna.
Þá á endanum, eins og í currency board tilvikinu að málin leysast ekki, þá verður "þurrð á fé í umferð."
- Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að ekki geti mögulega farið eins og í Argentínu, að það verði svo lítið fé í umferð, að fyrirtæki fara að redda sér - - með því að búa til eigin gjaldmiðla.
Á endanum gæti dæmið endað eins og í Argentínu - að landið mundi neyðast að nýju, til þess að taka upp sinn eigin gjaldmiðil.
Til þess að binda endi á það, að fjöldi einkagjaldmiðla sé í umferð. Og að almenningur sé farinn að nota þá hér og þar, í staðinn fyrir lögeyrinn. Vegna þess að almenningur getur ekki útvegað sér nægilegt magn af lögeyrinum. Sama um fyrirtækin.
-------------------------
Ef við tölum um að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla.
Þá hafa hingað til allar tengingar mistekist fyrir rest af sömu ástæðu.
- Ef skapast viðskiptahalli, þá minnka gjaldeyrissjóðir landsmanna. Þeir sem Seðlabankinn þarf að eiga til að geta varið tenginguna.
- Á endanum tæmast þeir, ef hallinn er ekki afnuminn í tæka tíð, og tengingin fellur.
-------------------------
Meginástæða þess, að gengið fellur - - er sögulega séð vegna viðskiptahalla.
Þá gerist það, að gjaldeyrissjóðir minnka, og á endanum er ekki nægilega mikið til þess að tryggja innflutning.
Þá eru valkostir að fella gengi eða taka upp innflutningshöft.
Gengi er þá fellt.
Niðurstaða
Punkturinn er sá, að það skipti engu máli hvað við reynum.
Ef við höfum ekki komið okkur saman um nægilega skilvirka aðferð til þess að halda viðskiptahalla í skefjum - sem mundi fela í sér útleið þegar slíkur verður til.
Þá muni ekkert það peningakerfi sem við gerum tilraun með - ganga upp til lengdar.
- Engin nefndra leiða skapi trúverðugleika í sjálfu sér, hann sé ekki eigindlegur þ.e. "intrinsic" neinni tiltekinni leið.
- Það sem gengur upp er trúverðugt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning