27.1.2015 | 21:33
Fjöldi flóttamanna vegna stríðsins í Úkraínu alls 1.5 milljón skv. gögnum SÞ 23. Jan. 2015
Sjá hlekk á gagn SÞ: UKRAINE Situation report No. 24 as of 23 January 2014. Ég hef ekki lesið þessar skýrslur fyrr - - en tölurnar eru áhugaverðar:
- Heildarfjöldi flóttamanna frá Úkraínu 1.5 milljón.
- Fjöldi Úkraínumanna á flótta innan Úkraínu, undir vernd ríkisstjórnar landsins, 900.000.
- Meðan að 600.000 hafa flúið til annarra landa, þá öll lönd talin.
Ekki kemur fram í þessu gagni, tölur fyrir einstök lönd utan Úkraínu.
En þetta er veruleg fjölgun flóttamanna miðað við tölur frá Des. 2014, er fj. flóttamanna innan Úkraínu var sagður 500.000.
Spurning hvort að þá hafi ekki verið - verulega vantalið.
Myndin að neðan, tekin úr gagni SÞ
Takið eftir að 326.945 njóta flóttamanna-aðstoðar á vegum ríkisstjórnar Úkraínu í Kíev, innan Donetsk héraðs. Það er áhugavert - - hve rosalega margir íbúa þess héraðs. Hafa valið að flýja í Vestur - frekar en að leggja á flótta til Austurs.
En áróðurinn hefur verið á þá leið -gjarnan- að ríkisstjórn landsins sé svo hræðileg, að fólk sé unnvörpum á flótta til - - Rússlands.
Síðan er verulegur fjöldi einnig flúinn inn á svæði stjórnarhersins í Luhansk héraði, ekki þó þessi svakalegi fjöldi og í Donetsk héraði.
- Spurning hvað þetta segir um stjórnarhætti uppreisnarmanna í Donetsk, að svo margir íbúa hafi frekar kosið flótta inn á svæði undir stjórn Kíev?
- En þ.e. áhugavert - að þeir kalla þing sitt "supreme soviet" sama nafn og þing Sovétríkjanna hafði. Og þingforseti fór ekki leynt með að vera aðdáandi Sovétríkjanna sálugu man ég í viðtali er ég sá á sl. ári - get komið með hlekk á það ef e-h óskar þess.
- Öryggislögregla uppreisnarmanna í Donetsk eða "Donetsk Peoples Republic" kallar sig "óformlega" NKVD þ.e. dökkur húmor að sögn þingforsetans af hálfu þeirra sem þar starfa, en NKVD var nafnið á leynilöggu og morðsveitum Stalíns - - annað dæmi um hugsanlega dýrkun á fyrrum Sovétríkjunum?.
- Svo er það einnig nafniðs sjálft á þeirra sjálfstjórnarsvæði þ.e. "Peoples Republic" en kommúnistaríkin - - kölluðu sig ávalt "Alþýðulýðveldi."
- Ef þessar nafngiftir gefa vísbendingar - - þá er þetta sjálfstjórnarsvæði undir stjórn uppreisnarmanna - - með hugmyndir uppi um einhverskonar endurvakningu á eiginlegum kommúnisma. Fyrst að þeir nota "NKVD" nafnið -óformlega þó- á öryggissveitum sínum, gæti það verið nær því að vera endurvakning á - Stalínisma.
Ef það sé rétt lýsing á þeirra stjórnarháttum - - sé það ef til vill, ekki furðulegt. Að svo margir íbúa einmitt þess héraðs. Hafi flúið í Vestur frekar en í Austur.
Árétta að auki, að SÞ hefur birt alvarlegar ásakanir um brot á mannréttindum í þessu sjálfstjórnarsvæði, sem gæti einnig passað inn í þá heildarmynd, um það hvers slags öfgamenn stjórni þar. Ef einhver vill, get ég einnig komið fram með hlekk á þær ásakanir.
- Ef einhverjum finnst þessar útleggingar ósanngjarnar gagnvart uppreisnarmönnum í Donetsk - þá svari þeir því "af hverju supreme soviet" en ekki "duma" sem er það nafn sem maður mundi reikna með að væri valið á þing rússnesku mælandi þjóðernissinna? Það vantar þá skýringu þess, af hverju "supreme soviet" höfðaði frekar til þeirra.
Það virðist ljóst að uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk, hafa ákveðið að -fram halda stríðinu
En skv. gagni SÞ, kemur fram að veruleg fjölgun flóttamanna sé í gangi. Og að hörð átök standi nú yfir - - á nokkrum svæðum í A-Úkrainu.
"The conflict is particularly intense in the vicinity of Donetsk and Luhansk cities, as well as Avdiyivka, Debaltseve, Slovyanoserbsk, Schastia, Stanitsa Luhanskaya and Zymohirya." - "Entering and exiting Crimea has also become more compli cated as railway and bus connections have stopped , and the movement of private vehicles is often restricted. There has been a substantial increase in the number of people crossing by foot or by taxi, which now provide services at higher prices than usual. Continuous monitoring is needed to understand the impact this can have on persons wanting to flee."
Eins og þarna kemur fram - virðast samgöngur að vera að "brotna niður" sem lýsir ástandi, sem hratt sé að verða sennilega afskaplega alvarlegt.
"Since August, Russia has sent 11 convoys, reportedly carrying 14.5 thousand tonnes of humanit arian assistance to areas of Donbas region controlled by non - state actors. The United Nations has kindly requested a full inventory of the assistance provided and data on distribution of material."
Þetta er áhugavert - því án óháðra upplýsinga um innihald þeirra bíla - er engin leið að útiloka að a.m.k. einhverju verulegu leiti hafi verið um "vopnasendingar að ræða."
Þannig að ásakanir stjórnarinnar í Kíev, séu á rökum reistar ef til vill.
Ég lít svo á að uppreisnarmann, hafi ákveðið að halda stríðinu áfram, vegna þess að þeir telja sig í sterkri hernaðarlegri stöðu til þess að vinna lönd
Ég bendi á, að friðartilboð Poroshenko forseta - var frekar rausnarlegt.
Poroshenko virðist bjóða uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, sjálfstjórn og fulla sakaruppgjöf!
"...the Ukrainian government submitted a draft law to Parliament on Monday that would grant special status to the breakaway Donetsk and Luhansk regions for three years."
- The main points include amnesty for those who participated in the events in those regions;
- the right to use Russian as an official language;
- the election of local councils;
- funds for social and economic development from the state budget;
- and the right to form local police forces. "
Skv. tilboðinu - átti sjálfstjórn svæða undir stjórn uppreisnarmanna vara í 3-ár, þegar gert var ráð fyrir að við tæki, fyrirkomulag sem um hefði samist.
Í þessu tilboði fólst ekki - varanleg sjálfstjórn. Heldur tímabundin sjálfstjórn og þátttaka í viðræðum, um varanlegt framtíðar fyrirkomulag á stjórnun Luhansk og Donetsk héraða, innan Úkraínu.
Gert ráð fyrir - auknu sjálfforræði - en ekki "fullri sjálfstjórn."
Kannski var það - ásteitingarsteinninn.
- Að Uppreisnarmenn - - telja sig svo hernaðarlega sterka.
- Að þeir þurfi ekki um neitt að semja, geti hrifsað til sín fulla sjálfstjórn með "vopnavaldi" auk þess að telja sig geta hrakið stjórnarherinn af þeim svæðum, sem þeir "vilja ráða yfir."
Ef Þetta er réttur skilningur - þá sé það ákvörðun uppreisnarmanna einfaldlega að halda átökum áfram.
Því þeir telja sig geta unnið sigur, með aðstoð Rússa -sem umdeilt er akkúrat hve mikil- en þó ómdeilt að er fyrir hendi.
Rússar kalla - þá vopnuðu einstaklinga er berjast með uppreisnarmönnum og eru rússneskir ríkisborgarar - - frjálsa einstaklinga er hafa ákveðið að eigin frumkvæði að berjast með uppreisnarmönnum.
Athygli vekur þó, að þeir séu A)Mjög vel vopnum búnir, B)Mjög vel þjálfaðir.
Það sé hæsta máta grunsamlegt, svo meir sé ekki sagt, að "frjálsir einstaklingar" geti komið yfir landamærin - - svo harðvopnaðir og svo þrautþjálfaðir.
- Mig grunar að það sé raunverulega satt - að um rússneska hermenn sé að ræða.
- Þó þeir fari um í einkennisklæðum - sem séu án merkinga.
- En það virðist einkenni beitingar rússlandsstj. í þessum átökum á liði, að senda liðsveitir á vettveng "ómerktar" Rússlandi. Og síðan afneita því, að liðsmenn sem líti að öllu öðru leiti út eins og liðsmenn rússn. hersins - séu það.
- Sumir eru farnir að kalla þetta "hybrid warfare" þ.e. að Rússar séu að beita "skæruliða-taktík." En með eigin liðssveitum.
- Eins og þeir séu að teigja á skilgreiningunni á þátttöku í stríði.
Niðurstaða
Það sem er að gerast eða virðist að gerast, var eitt af því sem ég óttaðist er ég ræddi um það hvað gæti gerst á þessu ári.
En það virðist ljóst að Rússland er í djúpri kreppu - vegna olíuverðslækkunarinnar og vegna refsiaðgerða NATO landa. Talið er að óbreyttu, geti Rússland orðið greiðsluþrota 2016. Standard&Poors, lækkuðu um daginn lánshæfi Rússlands niður í rusl flokk.
Ein af þeim viðbrögðum sem ég óttaðist, var að Pútín mundi - - bregðast við kreppunni heima fyrir. Með því, að herða átökin í A-Úkraínu. Í stað þess að draga í land, mundi hann - auka áhættuna, kannski í von um að það leiði til þess að NATO lönd bakki.
Önnur ástæða getur verið, að nota stríðið til þess, að beina sjónum almennings í Rússlandi, frá krepputali innan Rússlands - frá því að hugsa um versnandi kjör heima fyrir.
Auðvitað er ekki algerlega fullvíst að Pútín stjórni svæðum uppreisnarmanna, en hafandi í huga að þeir eiga tilverugrundvöll sinn sem stjórnendur þeirra svæða sem þeir í dag ráða yfir - algerlega undir Pútín komið. Á ég erfitt með að trúa því, að þeir hlíði ekki skipunum Pútíns um tilhögun átaka.
Aðildarþjóðir ESB a.m.k. fyrir utan Ungverjaland og nýja stjórn Grikklands - - virðast sama sinnis. Og umræða er nú uppi - - um stórhertar refsiaðgerðir.
- Með öðrum orðum, stefni í sennilega ákaflega hörð átök í Úkaínu.
- Og frekari versnun samskipta Rússlandsstjórnar og aðildarlanda ESB, og Bandaríkjanna.
- Það mundi ekki koma mér á óvart, að NATO þjóðir - bregðist við harðnandi átökum, með því að - - hefja vopnasendingar til Kíev stjórnar. En hingað til, hefur NATO ekki sent Úkraínustjórn vopn. Þó langsamlega flest bendi til þess, að Rússlandsstjórn vopni uppreisnarmenn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.1.2015 kl. 10:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning