Evran hefur lækkað um 19,5% miðað við hágengi sl. 12 mánaða gagnvart dollar

Það kom ekki á óvart að evran lækkaði, eftir að kynnt var um stóra prentunaraðgerð Seðlabanka Evrópu. Ég er eiginlega á því - að líkur séu á að evran geti náð niður á 1:1 gengi við dollar, áður en árið er á enda. En skv. sveiflu föstudags, endaði evran í 1,12093 - en var hæst sl. 12 mánuði í 1,39306 sem gerir lækkun um 19,49880%. Ef maður notar sama fj. aukastafa.

XE Currency Charts (EUR/USD)

 

The Greater lira? Eða líran hin meiri!

Ég sagði, 11.11.2013 - Klofningur innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu vekur athygli!, að það væri ekki ósennilegt, að evran -ef hún ætti að lifa af- að þá yrði hún að vera veikur gjaldmiðill.

Evran hefur lengi vel, virst miðast við þarfir Þýskalands. En í þessari færslu 2013, benti ég á að "Þýskaland væri ekki eina nauðsynlega aðildarland evru."

Ítalía væri ekki síður - nauðsynleg. Því að skuldsetning Ítalíu er sú langsamlega stærsta af einstökum löndum, þó svo að þær séu ekki hæstar miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu - - þá skuldar ekkert aðildarland evru. Stærri heildar upphæðir en Ítalía.

Þetta séu það stórar upphæðir - - að ekkert annað aðildarland geti bjargað Ítalíu.

Hrun Ítalíu í ástand gjaldþrots - - líklega þíði: endalok evru.

 

Í reynd hafi spurningin um að -prenta- eða -ekki prenta- verið spurningin um það hvort evran á að halda áfram, eða ekki

Sú niðurstaða stórs meirihluta bankaráðs Seðlabanka Evrópu - - ætti því ekki að koma á óvart. En ef evran hefði lagst ef, hefði "ECB" ekki haft neinn tilgang lengur. Sú stofnun hefði lagst af.

Að prenta, hafi verið nauðsynleg aðgerð fyrir -tilveru evrunnar- þegar ljóst var orðið við upphaf þessa árs - - - að það var hafin verðhjöðnun á evrusvæði.

En í ástandi verðhjöðnunar - - var ekki spurning, að ekkert aðildarland evru í S-Evrópu, væri líklega "greiðslufært" til lengdar.

Og á sama tíma var það ljóst, að evran gæti ekki lifað það af, ef Spánn eða Ítalía, eða Spánn og Ítalía - - yrðu greiðsluþrota.

 

Niðurstaðan hafi orðið sú, að gengi evrunnar verði að miðast við þarfir S-Evrópu

Vegna þess að það sé eina leiðin til þess, að tryggja áframhaldandi framtíð evrunnar. Það þíði aðvitað að evran verður ekki - - sterkur gjaldmiðill eins og gamla þýska markið var. Heldur líklega í framtíðinni - - veikur gjaldmiðill meir í ætt við það hvernig líran var.

 

Niðurstaða

Ég geri mér greið fyrir því, að það verður hund-óánægja með það í löndum eins og Þýskalandi, Austurríki, eða Hollandi - - að evran verði veikur gjaldmiðill. En sl. 10 ár var hún oft að sveiflast á bilinu 1,4 - 1,5 á móti dollar. En eins og ég benti á að ofan, nú með gengi við 1,12 og prentun rétt ný hafin. Þá tel ég líklegt að það sé aðeins upphafið af gengislækkun evrunnar miðað við dollar. Hún fari líklega í 1:1 fyrir nk. áramót. Og síðar hugsanlega enn lægra. Jafnvel í 0,9 eða 0,8.

Eða á endanun nægilega lágt, til þess að S-Evrópa geti átt möguleika til þess að vaxa upp úr sínu skuldum.

Meðan verði prentað á fullu.

Það yrði auðvitað töluvert gengisfall, t.d. ef hún nær 1:1 fyrir nk. áramót, væri það lækkun um 28% miðað við hástöðu gengis evru við dollar sl. 12 mánuði.

----------------

Það gæti orðið forvitnilega að fylgjast með því, hversu óánægðir Þjóðverjar verða fyrir rest.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband