Sérfræðingar spá því að næsta verðbólgumæling Seðlabanka Evrópu sýni verðhjöðnun

Þetta virðast fyrst og fremst fyrir tilstuðlan olíuverðs lækkana undanfarið. En skv. fréttum dagsins, er "Brent Crude" komið í 53 USD: Wall St burnt by falling crude price

Á sama tíma hefur evran ekki mælst lægri gagnvart dollar í 9 ár: Euro falls to 9-year low

  1. Heilt yfir er ég þeirrar skoðunar að lækkandi gengi evrunnar,
  2. ásamt lækkandi oliuverði - - séu góðar fréttir fyrir Evrópu.

Ég er eiginlega farinn að búast við því, að "ECB" hefji "QE" prógramm fljótlega. Eftir að mælingar sýna meðalverðbólgu í lágri mínustölu.

Og þá ætti gengi evrunnar að lækka enn frekar - - á sama tíma og dollarinn mælist í sinni hæstu stöðu í 9 ár: Dollar hits 9-year high on rate rise hopes

Lága olían er þegar farin að skila sér í auknum hagvexti í Bandaríkjunum, en nýlega var sagt frá því að vöxtur í okótber, nóvember og desember 2014, hafi mælst 5%.

Hæsta hagvaxtarmæling í Bandaríkjunum einnig örugglega í mörg ár.

Þetta sést einnig í stórfelldri aukningu á sölu bifreiða: Cheaper fuel drives ‘stellar’ US car sales

Skv. frétt var aukning í sölu hjá GM 19% í desember miðað við sama mánuð árið á undan. Meðalaukning sölu bifreiðafamleiðenda 13% í desember.

Reiknað er með - - verulegri neyslusprengingu í Bandaríkjunum á þessu ári.

  • Talið er líklegt að olíuverð eigi eftir að lækka enn frekar, jafnvel niður fyrir 50 USD per fatið.
  • Þó þessi verð haldist ekki endilega í mörg ár.
  • Hafa sérfræðingar bent á, að tilkoma "Fracking" hafi breytt sennilega olíumarkaðnum.
  • En auðvelt er að auka dælingu með þeirri aðferð, þannig að meðan "Oil shale" æðið innan Bandar. endist - - þá getur það leitt til þess að olíuverð verði tiltölulega lágt um nokkurt árabil.
  • Þ.e. ef olíuverð hækkar verulega - - vaxi framleiðslan í Bandaríkjunum á móti.

Þá er það spurning - - hve lengi endist olían úr þessum "sandsteinslögum"?

En olíuverð gæti hugsanlega nk. 20 ár eða svo, sveiflast á verðbilinu 40 - 80 USD fatið.

Í stað þess sem var orðið um hríð, að það var að sveiflast milli 80 og rúmlega 100.

Meðan að olíuverðið helst þetta lægra - - þá getur það hjálpað verulega hagvexti í heiminum.

 

Niðurstaða

Evran hefur þegar lækkað rúmlega 13% sl. 12 mánuði. Hún gæti vel náð því að lækka rúmlega 20% ef full prentun hefst hjá Seðlabanka Evrópu. Þessi þróun - ætti að efla mjög viðskipti Bandaríkjanna og Evrópu, þ.s. evrópskar vörur verða þá - - ódýrar í dollurum.

Að vísu sennilega græðir Þýskaland einna helst á því. S-Evrópa mun síður, vegna mun minni hlutfallsleg útflutnings til Bandaríkjanna.

En næstu ár, hlýtur Evrópa að leggja stóraukna áherslu á Bandaríkjamarkað. Meðan að við siglum inn í tímabil - sterks dollars.

  • Það verður afar forvitnilegt að fylgjast með því, hvaða hagvaxtartölur koma frá Evrópu á þessu ári - - en vöxtur er enn að mælast afar slakur miðað við nýlegar mælingar.
  • Gengissveifla evru hefur verið mun smærri gagnvart asískum gjaldmiðlum - - sem einnig hafa verið tiltölulega veikir upp á síðkastið. Þannig að Evrópa græðir þar mun síður útflutningslega séð.

Það má vel vera, að evrópskir útflytjendur -sem hafa verið að fókusa á Asíu allra síðustu ár. Verði svifaseinir að bregðast við útflutningstækifærum til Bandaríkjanna.

Fyrir utan kannski Þjóðverja.

Þá gæti hagvöxtur í S-Evrópu enn haldist undir væntingum.

Lægra gengi evru - - gagnast að sjálfsögðu lítt í viðskiptum innan evrusvæðis. Mörg af Evrópulöndum, eru með ákaflega lítilfjörleg utanríkisviðskipti til landa utan ESB.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband