Blaðamenn New York Times birta áhugaverða rannsókn á atburðum tengdum falli Yanukovych

Það sem kemur fram, er í samræmi við þá skoðun sem ég myndaði með mér á sl. ári þegar stjórn Victors Yanukovych féll að því er best varð séð "afar snögglega" forsetinn flúði í útlegð og flestir ráðherrar stjórnarinnar; síðan skipaði þing Úkraínu - stjórn til bráðabirgða.

Tæknilega mega þingmenn ákveða að umbera hvaða ráðherra sem er, lagatæknilega - þurfa þeir ekki að vera þingmenn eða tengdir nokkrum flokki.

Ukraine Leader Was Defeated Even Before He Was Ousted

"Riot police set up water cannons to shoot at protesters in Kiev last February"

 

Blaðamenn NY-times tóku viðbtöl við fyrrum liðsmenn BERKUT sveita innanríkisráðuneytis Úkraínu

Spurningin er - - > Af hverju BERKUT sveitirnar flúðu snögglega af vettvangi þann 21. febrúar 2014?

En eftir að öryggissveitir innanríkisráðuneytisins voru flúnar, þá stóð forsetinn frammi fyrir þeim valkosti að vera handtekinn eða leggja á flótta - - hann valdi seinni kostinn.

Um kvöldið föstudaginn hinn 21. febrúar 2014, var Yanukovych flúinn frá Kíev á þyrlu.

"Andriy Tereschenko, a Berkut commander from Donetsk who was holed up with his men in the Cabinet Ministry, the government headquarters in Kiev..." - "Around 2 p.m. that Friday,..., Mr. Tereschenko received a call from a deputy interior minister, Viktor Dubovik, with an order to leave the city." - "Mr. Dubovik, he said, put him in touch with the opposition lawmaker Mr. Pashinsky, who escorted the Berkut commander and his 60 or so men to the edge of town, from where they drove overnight by bus to Donetsk."

"Mr. Pashinsky estimated that in all, he arranged escorts out of the city for more than 5,000 officers from the riot police, Interior Ministry forces and other security units, like the special operations unit, Alfa." - "He said Mr. Dubovik was just one of the officials he worked with on the mass evacuation, but added that he did not know where the order to retreat had originated."

  1. Þarna er vísbending um - - svik aðstoðar innanríkisráðherra við forsetann!
  2. Af hverju var þingmaður stjórnarandstöðuflokks í samstarfi við aðstoðarráðherrann, við það verk - að koma liðsmönnum sveita innanríkisráðuneytis, út úr höfuðborginni?

Á fimmtudag virðist ríkisstjórn Yanukovych hafa misst sinn þingmeirihluta.

Í kjölfarið á þeim atburði, virðist Yanukovych hafa gert 11.stundar tilraun, til þess að semja um frið - við andstæðinga stjórnarinnar á götum Kíev.

En á föstudagskvöld, virðist brottflutningi öryggissveita Innanríkisráðuneytis hafa lokið, það sama kvöld virðast verðir Yanukovych sjálfs - - hafa yfirgefið hann.

  1. "Radoslaw Sikorski, who signed the truce deal as an observer. “It was astonishing. Within 45 minutes of the signing, after some prayer, we were walking out of the building, and all the riot police were leaving as we left the building,” Mr. Sikorski recalled. “Not just from the presidential compound, but from all the government buildings.”"
  2. "When Russia’s foreign minister, Sergey V. Lavrov, later complained to him that Mr. Yanukovych had been ousted in an armed coup, Mr. Sikorski told him that “this wasn’t a coup. The government was abandoned.” Mr. Lavrov, according to Mr. Sikorski, responded that “the police were without the power to shoot, so they were afraid of Maidan, so they left.”"

Ég hef aldrei heyrt um -vopnaða byltingu- sem fer fram með þeim hætti, að liðssveitir stjórnarinnar flýja af vettvangi án þess að sína lit til að berjast.

Síðan labba andstæðingar án fyrirstöðu inn í byggingar sem hafa verið yfirgefnar.

"Protesters invading the grounds of the residence of President Viktor F. Yanukovych on Feb. 22, 2014, after he fled Kiev."

  1. Rás atburða virðist hafa verið hröð, í kjölfar atburðar er varð miðvikudag, sömu viku í febrúar 2014 - - er skothríð fór fram af þökum opinberra bygginga; nokkur fjöldi lét lífið meðal mótmælenda. Þessi atburður virðist hafa leitt til þess að stjórnin missti þingmeirihluta - - "Inna Bogolovskaya, (fyrrum þingmaður flokks forsetans)...said the retreat was merely a response to a resolution adopted late Thursday that week by the Ukrainian Parliament that ordered all Interior Ministry troops and police officers to return to their barracks." - "Ms. Bogolovskaya said that the Thursday night vote sent an emphatic message to Mr. Yanukovych and his last backers that Parliament...had given up on him." - "This was the moment that Yanukovych realized that he no longer had even Parliament on his side,”"
  2. Það getur verið að liðsmenn öryggissveita, hafi túlkað ákvæði -friðarsamkomulags- sem Yanukovych reyndi að gera á síðustu stundu - - > Með þeim hætti, að forsetinn ætlaði að setja alla sök af rás atburða dagana á undan; á liðsmenn öryggissveitanna. Þeir því rétt upp fingurinn með því að fara af vettvangi - "security officers said in interviews that they were alarmed by language in the truce deal that called for an investigation of the killing of protesters. They feared that a desperate Mr. Yanukovych was ready to abandon the very people who had protected him, particularly those in the lower ranks who had borne the brunt of the street battles."
  3. Liðsmenn forsetans, hafi litið á 11-stundar tilraun forsetans, til að semja um frið - - sem uppgjöf. Forsetinn væri að gera tilraun til að bjarga eigin skinni, með því að "selja eigin liðsmenn" - þá hafi brostið allsherjar flótti í liðsmenn forsetans.

"One of the units that pulled out on Friday afternoon was a 30-man Berkut squad from Sumska, a region east of Kiev. Its acting commander, who asked to be identified only by his first name, Vladimir..." - "“The minister had disappeared, and nobody was taking calls,” he recalled. He finally reached a middle-ranking official at the ministry. Advised to leave as “all the chiefs are running away,” Vladimir contacted Mr. Pashinsky and requested an escort out of town. “We were all worried about being hung out to dry,” he said. He said he was not ordered to leave but simply told that he and his men could go if they wanted."

"But Mykhalo V. Dobkin, a Party of Regions baron who had for years worked closely with Mr. Yanukovych,...said he spoke with a senior presidential official whom he declined to name..." - "The official, Mr. Dobkin said, had looked out of his window in the presidential administration building on Friday afternoon and, shocked to see the police “laying down their shields and getting on buses,” rushed to see the president to ask what was going on. Told by Mr. Yanukovych that he had issued no order for a withdrawal, the official, according to Mr. Dobkin, then left the building, never to return."

 

Hrun ríkisstjórnar Victors Yanukovych kom mörgum í opna skjöldu því að gerðist svo snögglega

Mér virðist þurfa að skoða - af hverju þingið sneri baki við Victor Yanukovych. En það þíðir að fjöldi þingmanna hans eigin flokks - - hljóta að hafa svikið lit, og það snögglega.

Sá atburður gerist í kjölfar voða-atburðarins er nokkur fjöldi fólks var skotinn af leyniskyttum.

  • En eftir að ráðherrar stjórnarinnar voru flúnir, og forsetinn sjálfur.
  • Skipaði þetta sama þing, nýja stjórn.

Þ.e. lagatæknilega ekkert rangt við það - að sitjandi þingmenn skipi aðra stjórn. Og hún þarf ekki lagatæknilega séð að vera skipuð ráðherrum sem eru þingmenn.

Þingið virðist hafa samið við andstæðinga Victors Yanukovych á götum Kíev - - eftir allt saman skipuðu þeir fulltrúa mótmælenda í þá nýju stjórn.

Ég geri ráð fyrir því, að einstakir þingmenn hafi verið að - hugsa um eigið skinn.

  1. En hvernig sem ég lít á málið - - þá eru engin lög augljóslega brotin við það. Að þing landsins skipi nýja stjórn með nýjum ráðherrum.
  2. Eftir að ráðherrar fyrri stjórnar eru flúnir úr landi.

Ákaflega sérstök "stjórnarbylting" sem fer fram alfarið í samræmi við lög og líklega einnig stjórnarskrá.

En ég kem ekki auga á nein augljósa laga- eða stjórnarskrárbrot, við þá ákvörðun þingsins.

Eftir að bráðabirgðastjórn er sett eða skipuð, þá gilti áfram venjuleg þingræðisregla. Að þingið samþykkir lög.

  1. Það má hugsanlega halda því fram, að þingmenn hafi óttast um eigið líf.
  2. En hafið í huga, að þingmennirnir virðast taka þessa ákvörðun, að snúa baki við forsetanum - - á miðvikudag. Öryggissveitirnar leggja á flótta á föstudag.
  3. Það gefur a.m.k. líkur á því, að samkomulag hafi þá þegar legið fyrir milli sitjandi þingmanna, og andstæðinga - um að þeir þ.e. þingmennirnir mundu söðla um.

Mér virðist að það hafi verið - - svik hluta þingmanna flokks Victors Yanukovych, sem hafi ráðið úrslitum.

Strangt til tekið - - eru slík svik; ekki stjórnarbylting.

En flokkar hafa t.d. klofnað á Íslandi - - stjórnir fallið. Eða flokkar yfirgefið stjórnir t.d. þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, eina skiptið sem Þorsteinn Pálsson var ráðherra og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins; klofnaði - ný vinstri stjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar var skipuð í staðinn, og Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi formaður Alþýðubandalags gerðist fjármálaráðherra.

Ég hugsa að sumir Sjálfstæðismenn - - hefðu verið til í að kalla það stjórnarbyltingu.

 

Niðurstaða

Ég fylgdist ákaflega vel með rás atburða í Úkraínu síðustu dagana áður en forsetinn flúði landið. Það sem kemur fram í viðtölum blaðamanna NYTimes kemur heim og saman. Að það hafi verið -flótti eða brotthvarf öryggissveita Innanríkisráðuneytis frá Kíev- sem hafi neytt Victors Yanukovych til að flýja land.

Sitjandi þing í Kíev, síðan skipaði nýja stjórn - sem var réttur sitjandi þings eftir allt saman.

Ég kem ekki auga á nokkur lög sem augljóslega hafi verið brotin, eða á nokkur augljóst stjórnarskrárbrot.

Þingið þó augljóslega - skipaði stjórn úr liði þeirra sem stóðu fyrir mjög fjölmennum götumótmælum er höfðu staðið samfellt í a.m.k. 3 mánuði á undan.

Það verður að reikna með því, að þingmenn hafi samið við þá hópa - - þingið síðan sat áfram. Ríkisstjórn skv. þingræðislegri reglu var háð því að þingið samþykkt lög.

Það má þó reikna með því, það að hópar hafa haldið áfram að sitja á "Sjálfstæðistorginu" geti hafa viðhaldið einhverjum þrýstingi á þingið.

  • Rétt að halda þó á lofti, að t.d. er þingið hafnaði tillögu Svoboda flokksins, að gera úkraínsku að löggildu tungumáli landsins - - sýndi þingið -tel ég- fram á að það væri ekki undir stjórn götumótmælenda.
  • Þingið hefur örugglega verið undir þrýstingi frá þeim hópum, en Svoboda fékk ekki sitt fram - - þetta varð aldrei að lögum. Eða stefnu stjórnarinnar.

Það hefur eigi að síður verið mikið notað af anstæðingum Kíev stjórnarinnar - þessi tillaga Svoboda flokksins, þó hún hafi verið felld af þinginu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sannarlega athyglisvert, en enn þarf að kanna fleira í þessu efni, t.d. hverjar leyniskytturnar voru – hvorum megin þær stóðu í raun. Vel hafa þær verið vopnaðar, frá hverjum? Var þeim plantað þarna til að æsa menn upp gegn Janúkóvitsj og steypa stjórn hans?

Minnistu nokkuð á samkomulagið sem gert var um, að hann skyldi ljúka forsetatíð sinni seint á árinu 2014 og þá kosinn nýr forseti? Sannarlega var það eftirgjöf af Janúkóvitsj hálfu og aðilar ýmsir að samkomulaginu, þ.m.t. þingið, Rússar og einhver V-Evrópuríki, en svo var allt svikið.

Ég fæ því ekki betur séð en að þarna hafi verið framið valdarán ... og tel líklegt, að Evrópusambandið og klókir skipulagsmenn þar hafi átt sinn stóra þátt í þessu, enda eftir miklu að slægjast fyrir Brusselmenn; og hún er ekki skárri músin sem læðist (og lætur sér fátt um finnast, að mannslífum sé fórnað) en hin sem stökkur opinberlega á bráð sína.

Og aðeins einfeldningar halda, að Esb. geti ekki gert neitt af sér af þessu tagi. Þið kennið ekki gömlum stórveldum að sitja með því að ætlast til þess og búast við því að þau sýni fyllstu kurteisi. Hart lögmál alþjóðastjórnmála hefur ekki verið á þá lund hingað til og verður ekki.

Jón Valur Jensson, 5.1.2015 kl. 02:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Spurning akkúrat hvaða samkomulag þú átt við, en það voru flr. en ein tilraun til samkomulags - samkomulagstilraun sú sem nefnd er hér að ofan fór út um þúfur þegar allir hans menn flúðu.

Stjórnin - - hrundi er ráðherrar og varnarlið flúði. Og forsetinn stóð allt í einu uppi með samstarfsmenn sína flesta flúna, og verðina er vörðu forsetabústaðinn - horfna einnig.

    • Það virðist blasa við, að hluti af hans fólki, hefur gert samkomulag við andstæðingana - - sem birtist þegar þingið allt í einu ályktar að varðliðar Innanríkisráðuneytis skuli fara til búða sinna.

    • Sem þeir gera, daginn eftir.

    Spurning hvað þú átt við með byltingu - án þessarar rýtingsstungu hluta af hans fólki; er erfitt að sjá að andstaðan hefði unnið.

    Á hinn bóginn, var allt útlit fyrir - hratt versnandi átök.

    Spurning hvort að hluta af ástæðu fyrir "svikum" hluta þingmanna flokks forsetans - - liggi í ótta um það hvað væri framundan; er fregnir bárust af því að fjöldi vopna hefði verið stolið úr vopnabúrum hersins og þau vopn væru á leið til Kíev.

    Það má alveg vera, að þeir hafi litið svo á, að líf þeirra gæti verið í hættu - - ef þeir söðluðu ekki um snarlega. 

    Þetta eru auðvitað bara vangaveltur.

    Óvíst að það verði nokkru sinni nákvæmlega vitað - - af hverju stjórnin hrundi svo skyndilega. Eina sem við vitum fyrir fullvíst, er að hún hrundi.

      • Þingið síðan samdi við uppreisnarfólkið - eða var þegar búið að því.

      • Þ.e. nefnilega málið, stjórnin hrundi - innan frá.

      • Líklegast virðist, að þeir sem sömdu við uppreisnarmenn, hafi tekið þá ákvörðun út frá eigin persónulegu hagsmunum.

      • Þingið sat síðan áfram, og þeir þingmenn "sem sviku lit."

        • Þetta er ekki dæmigerð stjórnarbylting, þ.s. eftir allt saman situr þingið áfram.

        • Og það skipar stjórnina - lagaformlega.

        Þ.e. a.m.k. ekki venja, að kalla það stjórnarbyltingu ef "fyrri stjórn hrynur" og síðan - > Ný er skipuð af sama þingi.


        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 5.1.2015 kl. 11:51

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Jan. 2025
        S M Þ M F F L
              1 2 3 4
        5 6 7 8 9 10 11
        12 13 14 15 16 17 18
        19 20 21 22 23 24 25
        26 27 28 29 30 31  

        Eldri færslur

        2025

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (22.1.): 2
        • Sl. sólarhring: 6
        • Sl. viku: 34
        • Frá upphafi: 859313

        Annað

        • Innlit í dag: 2
        • Innlit sl. viku: 33
        • Gestir í dag: 2
        • IP-tölur í dag: 2

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband