Ef Grikkland endar utan evrunnar á árinu, gæti Ítalía verið næst - árið eftir kannski

Ég sá ágæta grein á vef Financial Times þar sem vandamál Italíu sem Matteo Renzi forsætisráðherra þarf að glíma við - voru talin upp: Renzi is the last hope for the Italian elite.

Einna áhugaverðasti punkturinn var sá, að svokallaðir "andstöðuflokkar" fá í dag um 50% mælt fylgi, samanlagt - á Ítalíu. Þeir eru af mjög margvíslegu tagi.

"It is that practically half the political spectrum — from Silvio Berlusconi’s Forza Italia party to Matteo Salvini’s Northern League and the Five-Star Movement — is represented by forces that espouse eurosceptic or anti-euro policies."

--------------------------

Ekki bara "5-stjörnu hreyfing" Peppe Grillo, sem er mótmælahreyfing gegn flokkakerfinu á Ítalíu, sjá Wikipedia: Five Star Movement.

Um margt minnir þetta mig á "Borgarahreyfinguna" sem spratt upp 2009. En það virðist að kjörnir þingmenn, séu -starfsmenn hreyfingarinnar- þ.e. án eiginlegra valda -hluti af hugmynd um að afnema völd pólitíkusa- heldur séu þeir háðir ákvörðunum sem teknar séu á "umræðuvef" rekinn af hreyfingunni þ.s. félagar greiða atkvæði um tillögur og frumvörp -síðan greiða þingmenn hreyfingarinnar atkvæði í samræmi við þann vilja." Borgarahreyfinging ísl. klofnaði þegar þingmenn hennar, sættu sig ekki við það, að vera "valdalausir" að það væru ekki þingmennirnir sem á endanum réðu því hvernig þeir greiddu atkvæði. Margir félagar þeirra litu á þingmennina sem svikara. -ég auðvitað tek enga afstöðu-

Svo eru þeir með hugmyndir um -svokölluð græn störf- í nöp við stór iðnað.

Þessi hreyfing fékk atkvæði á bilinu 20-25% þ.e. í kosningum til Evrópuþings, efri deildar ítalska þingsins, og neðri deildar þess.

--------------------------

Forza Italia og Norðurbandalagið - - munu líklega ekki geta unnið með 5-stjörnu hreyfingunni.

Á hinn bóginn - - mun hún líklega ekki heldur geta unnið með nokkrum öðrum flokki.

Og ég sé ekki að hún sé fær um að stjórna landinu, hvort sem er.

  • Punkturinn er auðvitað sá, að þó svo enginn flokkur mundi geta unnið með henni.
  • Þá gæti tilvist hennar, ásamt vaxandi fylgi við andstöðu á hægri vængnum við evruna og ESB sjálft - - gert það ómögulegt að mynda meirihlutastjórn er væri ESB og evru vinsamleg.

Á móti kemur, þarf alls ekki vera að mögulegt væri heldur að mynda meirihluta sem hefði hina skoðunina - - að taka Ítalíu út úr evru.

Sem gæti þítt, pólitíska lömun.

  1. Varðandi efnahags vandamál Ítalíu, slær mig mest að "iðnframleiðsla" hafi dregist saman um 25% sl. 6 ár.
  2. Skuldir ítalska ríkisins upp á 133% væru ekki eins hættulegar, ef ítalski iðnaðurinn væri í vexti og það væri sambærilegur viðskiptaafgangur á ítalska hagkerfinu, og Japan bjó við samfellt milli 1990-2010.
  3. Þá auðvitað væri ekki 40% atvinnuleysi meðal ungs fólks.

Renzi virðist a.m.k. vera hæfari foringi heldur en flestir sem hafa verið áberandi á Ítalíu seinni ár.

En á sama tíma, glímir hann við þau stjórnmál sem eru til staðar - hann virðist hafa merkilega gott samstarf við Berlusconi.

Hann virðist hafa tekið þá afstöðu, ef hann á að koma nokkru til leiðar, þurfi hann samkomulag við karlinn.

En karlinn hefur sagst vilja Líruna að nýju.

Það virðist ekki sérdeilis líklegt -miðað við það að hann býr við sama þingið of forveri hans í embætti Enrico Letta- að hann í reynd komi miklu til leiðar.

Hann hafi tekið áhættu, með því að velja að knýja ekki fram kosningar, því ef hann nær litlu fram af því sem hann stefnir að ná fram - þá mun hann hafa verið miklu af sínu pólitíska kapitali til lítils.

Kjósendur gætu þá í örvæntingu leitað í auknum mæli til þeirra flokka, sem segja að von Ítalíu liggi í því að endurreisa sinn fyrri gjaldmiðil. Þá er "and evru meirihluti" a.m.k. hugsanlegur.

Það mun auðvitað ráðast mikið af því, hvernig mál spilast á Grikklandi. Þ.e. hvort t.d. ef Syriza kemst til valda, og ef í kjölfarið á því Grikkland tekur að nýju upp drögmuna; hvort eftir það einhvers konar efnahagslegt kaos mun ríkja eða hvort að Syriza mun auðsýna a.m.k. lágmarks stjórnunarhæfilega. Því betur Grikklandi þykir vegna í kjölfarið, því í meira mæli muyndi sú útkoma styrkja þá sem vilja taka lönd eins og jafvnel Frakkland eða Ítalíu út.

 

Niðurstaða

Út af miklu atvinnuleysi og afar hægum hagvexti. Sem fátt bendi til að muni minnka atvinnuleysið á meginlandi Evrópu að ráði í nokkurri bráð. En fyrstu efnahagstölur sem eru að berast frá lokamánuðum sl. árs - - benda ekki til þess að hagvöxtur hafi glæðst síðasta fjórðung sl. árs í Evrópu. Heldur hafi ástandið einkennst af sömu stöðnuninni.

Þá hefur örvænting atvinnulausra farið vaxandi. Og eins og margir sáu fyrir, hefur fyrir bragðið fylgi við flokka - sem aðhyllast lausnir sem eru utan við meginstraum stjórnmála farið vaxandi.

Kosningar sem fara fram 2015, gætu skilað áhugaverðum úrslitum. Grikkland stendur frammi fyrir kosningum. Og þ.e. alveg hugsanlegt að ef slitnar upp úr stjórn Renzi á Ítalíu. Að þar verði einnig kosið. Á hinn bóginn, getur einnig verið að hún haldi áfram út árið - en ef hún skilar litlu þá mundu vinsældir hennar dala hratt. Og líklega fylgi við lausnir utan við meginstraum stjórnmála - - vaxa að sama skapi.

Ítalía gæti þá orðið næsta land á eftir Grikklandi, hvort sem það verður á þessu ári eða því næsta, þ.s. flokkar sem aðhyllast efnahagslausnir utan við svokallaðan meginstraum komast til valda.

Ef það gerist væri það töluverður jarðskjálfti í Evrópu. Svo eru auðvitað forsetakosningar í Frakklandi 2017. Þær gætu orðið mjög áhugaverðar, sérstaklega ef flokkar utan við -núverandi meginstraum- ráða ríkjum á Ítalíu þegar það ár kemur.

Þá gætu menn horft bæði til Ítalíu og Grikklands.

  1. Tek fram að ég hef aldrei litið svo á, að endalok evrunnar -ef þau yrðu- þíddi endilega endalok ESB.
  2. En það gæti leitt til annars konar ESB en í dag. Þá eru svo margar mögulegar útkomur, allt frá því að það leiddi til minni miðstýringar og smækkunar miðjunnar í ESB. Völd yrðu færð aftur til aðildarríkjanna. Yfir í að evruklúbburinn minnkaði, en þau lönd sem eftir væru mundu - - taka yfir stofnanir sambandsins og þá gæti sambandið sem slíkt minnkað einnig. Það mætti einnig hugsa sér samband lausara í reipum, með 2-gjaldmiðilssvæði. Eða jafnvel, að löndum utan evru mundi fjölga, evruklúbburinn minnka, og það leiddi til þess að jafnvægið milli evruklúbbs og landa utan evru mundi breitast löndum utan evru í hag. Það yrðu litlar breytingar á skipulagi samstarfsins - - > Kannski er það síðasta líklegasta útkoman.

Sambandið tel ég getur vel haldið áfram án sameiginlegs gjaldmiðils. Eins og það var til áður en sá kom til. Að sama skapi, ef ríkjum í evrunni fækkar - - þarf það ekki endilega að vera tilvistar ógn við sambandið heldur.

Samstarfið þarf ekki bara að þróast skv. "reiðhjólakenningunni" ávalt í eina átt, það getur einnig stigið til baka. Eða ég sé ekki af hverju það ætti ekki geta gerst. Og af hverju þá mundi það endilega leiða til endaloka sjálfs samstarfsins.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þar sem innflutningur á afurðum og iðnaðarvörum streymir hindrunarlaust landa á milli með ærnum flutningskostnaði- dettur niður innlend starfsemi og atvinna.

  Smáriki lifa það ekki af að halda uppi atvinnulausu fólki í áratugi fyrir þessa sirkus hringekju !

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.1.2015 kl. 17:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þau verða að finna starfsemi sem getur keppt. Þannig séð sambærilegt fyrir fyrirtækja umvherfi þ.s. eru risafyrirtæki en einnig smá. Þ.e. eðlilega rétt hjá þér, að þau lenda óhjákvæmilega í því að flytja ákaflega mikið inn.

Þá þarf auðvitað sú starfsemi sem þau sérhæfa sig í, að veita nægar útfl. tekjur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.1.2015 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband