30.12.2014 | 00:10
Hinn róttæki vinstri flokkur Syriza gæti komist til valda í Grikklandi á útmánuðum 2015, spurning hvað það þíðir fyrir evruaðild Grikklands
Syriza er alvöru róttæklinga vinstri flokkur - þ.e. róttæki armur Vinstri Grænna á Íslandi, er sjálfsagt eitthvað nærri. Þarna er ekki um að ræða -gamla komma- heldur þá nýbylgju vinstri róttækni, sem hefur risið upp í samhengi við svokallaða "anti globalism" hreyfingu.
Hún er þá mjög andstæð, með öðrum orðum, alþjóða stórfyrirtækjum.
Stórum alþjóða bönkum þá að sjálfsögðu einnig.
Syriza hefur talað um að, krefjast lækkunar skulda Grikklands.
Hafandi í huga, að skuldastaða Grikklands er ca. aftur eins mikil og hún var orðin, er síðast var talin þörf á að afskrifa skuldir þess lands - - þá virðast hagfræðileg rök fyrir afskrift. Burtséð frá afstöðu Syriza.
En mér virðist samt sem áður, ólíklegt að Tsipras leiðtogi Syriza hafi erindi sem erfiði, hafandi í huga - - að til þess að fá kröfu sinni framgengt, mundi hann þurfa að neyða leiðtoga annarra aðildarríkja til þess að afskrifa skuldir, sem eru í eigu skattborgara þeirra eigin landa.
Fyrri afskriftir voru pólitískt auðveldari, því þá var verið að afskrifa skuldir í eigu alþjóðlegra einkafyrirtækja, og fjárfesta - - ekki í eigu ríkissjóða.
En með veitingu neyðarlána, fé sem ríkissjóðir aðildarlanda hafa lagt fram, og samtímis að einka-aðilar hafa fengið að blæða - - þá er meirihluti skulda Grikklands nú í eigu opinberra aðila.
- Og þá verður allt málið til mikilla muna pólitískt séð erfiðara.
- Það getur nefnilega vel verið, að aðildarríkin, kjósi frekar "GREXIT" en að taka þá pólitískt séð erfiðu ákvörðun, að samþykkja skulda-afskrift.
- En punkturinn er sá, að ef Grikkland í staðinn, fer í greiðsluþrot - - þá munu pólitísk stjv. hvers lands, geta bent á grísk stjv. sem sökudólg þegar tjón þeirra eigin skattgreiðenda kemur samt sem áður fram. Pólitíkusar hinna landanna, þannig geta þá varpað sök af sér, það verði sennilega val evr. stjv. - - ef Tsipras bakkar ekki með kröfuna fyrir sitt leiti um afskrift skulda Grikklands.
Greece Heading to Early Elections After Presidential Vote Fails
Greece faces early election after PM loses vote on president
Fears for fresh Greek crisis after poll called
Alexis Tsipras formaður Syriza
Ástæða þess að Tsipras er líklegur til valda á næstu mánuðum
Er eins og kemur fram í fréttum. Hefur Antonis Samaras forsætisráðherra, formaður aðal hægri flokks Grikklands, neyðst til þess að rjúfa þing og boða til nýrra þingkosninga.
Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnst Syriza flokkinn með fremur öruggan sess, sem stærsti flokkurinn. Þó auðvitað að eina skoðanakönnunin sem gildi, sé sú er fer fram á kjördag.
Og það sé ekki unnt að slá því föstu, að Syriza muni vinna þegar til kastanna kemur. Virðast samt líkurnar aldrei hafa verið meiri á þeirri útkomu.
- Sú merkilega regla er til staðar í Grikklandi, að stærsti flokkurinn fær alltaf að gjöf frá kosningakerfinu, 50 viðbótar þingmenn.
- Þetta var hugsað til þess, að hámarka líkur á sterkum meirihluta stjórnum.
- Það hefur áður leitt til eins flokks meirihluta - - þrátt fyrir hlutfalls kosninga kerfi.
Það er a.m.k. hugsanlegt, að Syriza með hjálp 50 viðbótar þingmanna. Nái hreinum þingmeirihluta, og þurfi því ekki að stjórna landinu í samvinnu við annan flokk.
Þó einnig sé hugsanleg sú útkoma, að Syriza verði að stjórna ásamt einhverjum öðrum flokki - - í því tilviki gæti verið gerð önnur tilraun til þess að mynda meirihluta stjórn án Syriza.
- Það gæti einnig hugsanlega komið fram þing, þ.s. ekki væri unnt að mynda stjórn án einhvers róttæks flokks - - andstæðinga svokallaðrar björgunaráætlunar.
- En samtímis, væri einnig ómögulegt, að mynda stjórn án einhvers af hefðbundnu flokkunum.
En hafa ber í huga - - að róttækir vinstri menn í Syriza, geta að sjálfsögðu ekki myndað stjórn með Ný-nasistum.
Það áhugaverða er, að þeir einnig fyrirlíta gömlu kommana í kommúnistaflokki Grikklands.
Þetta er því ekki endilega svo ólíkleg útkoma, að Syriza verði stærsti flokkurinn - - - en samtímis, að Syriza verði að semja við einhvern af þeim flokkum, sem standa nær miðju grískra stjórnmála.
Það er þó a.m.k. umtalsverðar líkur á því. Að ESB lendi í þeirri klemmu, að í fyrsta sinn síðan kreppa hófst í Evrópu 2008. Þá komist til valda í Evrópulandi, róttækur flokkur andstæðinga svokallaðra björgunaráætlana.
- Ég á þó ekki von á því, að ef mál æxlast með þeim hætti, að Grikkland endi utan við Evru, að þá leiði það til alvarlegrar evru-kreppu.
- En mér virðist að Seðlabanki Evrópu sé kominn það nærri því þegar að fá fulla prentunarheimild, að við þær aðstæður - - mundu síðustu hömlurnar gegn því að veita honum fulla heimild til prentunar sennilega bresta. Og Seðlabankinn geta því staðið sem veggur að baki hverri þeirri fjármagnshreyfingu sem hugsanlega verður.
- Vegna þess að ég tel líklegra en ekki að við þær aðstæður fái "ECB" fulla prentunarheimild, úr því sem komið er - þá muni ekki heldur það gerast, að vaxtakrafa á einstök aðildarlönd fyrir utan Grikkland - - hækki úr öllu valdi.
- Á hinn bóginn, geti "GREXIT" eigi að síður, skapað fordæmi - markað þau spor, að unnt sé að hætta í evrunni, án þess að hætta í ESB.
- En lagatæknilega, þá mundi þurfa að hætta að vera meðlimur að ESB til að losna undan evrunni. En þ.s. að ekki er til neitt það ákvæði í sáttmálum ESB sem gerir það mögulegt fyrir aðildarríkin að reka eitt af aðildarríkjunum úr sambandinu, ef það vill ekki þaðan fara sjálfviljugt. Þá virðist mér líklegra en ekki, að "GREXIT" geti farið fram, án þess að Grikkland hverfi úr sambandinu.
Síðan mundi það sennilega ráðast mjög af því, hvernig Grikklandi mundi vegna eftir "GREXIT" hvort að það fordæmi Grikklands - - mundi hafa þau áhrif, að hvetja fleiri ríki til dáða eða ekki.
En þ.e. að sjálfsögðu hvorki gefið, að Grikklandi mundi vegna vel eftir "GREXIT."
Né að því mundi vegna illa eftir "GREXIT."
Fer alveg eftir því hvernig stjórnvöld halda á sínum spilum.
Niðurstaða
Það getur stefnt í áhugavert ár framundan, þ.e. kreppa í Rússlandi - - og líkur á að kreppa skapi þrýsting á stjórnvöld Rússlands, til þess að beina sjónum sinna landsmanna að deilum við önnur lönd. Því gæti það farið svo, að ef kreppa í Rússlandi er farin að skapa sýnilega umtalsverða óánægju meðal rússnesks almennings - - þá fari stjórnvöld þar í frekari ævintýramennsku í utanríkismálum. Spenna milli Vesturlanda og Rússlands gæti því vaxið.
Á sama tíma, gæti staða Grikklands skapað nýja spennu innan ESB, sérstaklega í samhengi evrusvæðis. Þó að ég telji það líklegra en ekki að "GREXIT" muni ekki valda alvarlegri evrukreppu, þá er það á sama tíma ekki heldur algerlega örugg útkoma.
Aftur virðist stefna í að ár hefjist með vaxandi spennu framundan. Þó að á endanum hafi 2014 endað heilt yfir tiltölulega friðsamlegt á efnahagssviði heimsmála, þá hefur spenna í alþjóðastjórnmálum sannarlega farið vaxandi.
Lægra olíuverð sennilega mun auka hagvöxt heiminn vítt - en á sama tíma virðist líklega að spenna í alþjóðastjórnmálum haldi áfram að hlaðast upp.
Og í samhengi evrusvæðis - eins og ég sagði, gæti orðið ný spenna vegna Grikklands.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning