Hætt við þingkosningar í Svíþjóð - blasir við tilraun til þess að útiloka Svíþjóðar Demókrata frá landsstjórnmálum

Þetta kemur fram á vefjum Reuters of Financial Times. En ef marka má þær fréttir, þá hefur náðst samkomlag milli ríkisstjórnar Svíþjóðar og stjórnarandstöðuflokka. Sem gerir ríkisstjórn Stefan Lofven það mögulegt - - að halda áfram störfum.

Í samkomulag flokkanna - virðist fela í sér að hætt er við nýjar þingkosningar.

Swedish centre-left do eight-year deal with opposition to avert snap election

Sweden’s prime minister cancels snap elections

Sweden's Prime Minister Stefan Lofven speaks during a news conference at the Chancellery in Stockholm December 2, 2014.  REUTERS/Pontus Lundahl/TT News Agency

Líklegt er að einhverju hafi ráðið, að það stefndi í verulega fylgisaukningu Svíþjóðar Demókrata

Það virðist gæta óánægju með ákvörðun "hefðbundnu flokkanna" innan raða Svíþjóðar Demókrata - - ásakanir um ólýðræðisleg vinnubrögð.

Ég er aftur á móti ekki endilega sammála því - nema að hluta, en sænska þingið var kosið sl. haust - - þannig að umboð þess frá kjósendum var nýlegt.

Kjósendur voru að sjálfsögðu að kjósa sína fulltrúa, til þess að stýra landinu nk. 4 ár, sbr. hefðina um 4-ára kjörtímabil.

Kjósendur höfðu því vart, réttmætar væntingar þess, að kosið yrði aftur fáum mánuðum síðar.

  • Ef núverandi þing, hefði gefist upp á að stjórna landinu.
  • Þá að mínum dómi, hefði það þing átt það sannarlega skilið, að vera rækilega kaghýtt af kjósendum.

Með því, að hafa náð samkomulagi, sem geri stjórninni fært að starfa - - hafi þingið þar með tekið ákvörðun um að, standa við sitt hlutverk - - sem þeir þingmenn voru kosnir til eftir allt saman.

----------------------

Á hinn bóginn, má finna aðra þætti í þessu samkomulagi - sem má fetta fingur út í frá lýðsæðislegu sjónarmiði.

En samkomulagið virðist skuldbinda hefðbundnu hægri flokkana, til þess að standa hjá þegar ríkisstjórnin tekur meiriháttar ákvarðanir út þetta kjörtímabil.

Ríkisstjórnin fær þá hlutleysi þeirra, stjórnar þá eins og meirihlutastjórn.

Á móti, þá virðast stjórnarflokkarnir hafa samþykkt, að ef næsta þing verður aftur með þeim hætti, að hvorki hefðbundnu hægri flokkarnir fá meirihluta, né hefðbundnu vinstri flokkarnir.

Þá fái hefðbundnu hægri flokkarnir stjórnarumboð - - og hefðbundnu vinstri flokkarnir muni þá lofa hefðbundnu hægri flokkunum að stjórna landinu - - jafnvel þó að hefðbundna hægri fylkingin endi með ívið færri þingmenn.

  • Það sem samkomulagið virðist fela í sér, er - - samantekin ráð hefðbundnu flokkanna, að útiloka Svíþjóðar Demókratana frá landstjórnmálum.

 

Niðurstaða

Samkomulag hefðbundnu flokkanna, virðist fela í sér samkomulag um að - deila völdunum í Svíþjóð ekki einungis út þetta kjörtímabil, heldur það næsta einnig. Þetta sé því afar áhugavert samkomulag, svo meir sé ekki sagt.

Felur að því er best verður séð í sér tilraun til þess að útiloka Svíþjóðar Demókratana.

Það verður auðvitað áhugavert að fylgjast með því hvað gerist síðar meir, ef þetta samkomulag heldur t.d. á nk. kjörtímabili.

  • En mér virðist alveg hugsanlegt, að slík samantekin ráð - - geti reynst vatn á myllu Svíþjóðar Demókrata.
  • Það geti gert Svíþjóðar Demókrötum það mögulegt, að skilgreina hefðbundnu flokkana sem "samráðsflokka."
  • Þ.e. að þeir séu í einhverjum skilningi, sama tóbakið.

Auðvitað ef fylgi Svíþjóðar Demókratanna heldur áfram að vaxa við slíkar aðstæður, þá mun líklega ekki verða mögulegt fyriri hefðbundnu flokkana alfarið að hundsa vilja þeirra kjósenda - - sem gæti þítt að á einhverjum enda, þá taki hefðbundnu flokkarnir upp nægilega mikið af vinsælustu stefnumálum Svíþjóðar Demókrata til þess að slá á fylgi þeirra.

En það fer auðvitað eftir þvi, hvort að Svíþjóðar Demókrötum tekst að vinna sigur í áróðursstríðinu framundan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í raun má segja að það séu þrír flokkar á sænska þinginu.  Það er að segja fyrrverandi stjórnar andstaða og fyrrverandi stjórn og svo Svíþjóðar kratarnir.  Að halda því fram að þeir séu sjö er bara orðaleikur, eða sjónhverfing.   

Á íslandi er þetta alveg eins, tveir íhaldsflokkar og einn trosnaður kommúnista flokkur.  Þetta sannar að þrír flokkar eru nóg þar sem fleiri skapa bara vandamál, sem náttúrulega eru ekki eru til á Íslandi og í Svíþjóð.

      

Hrólfur Þ Hraundal, 28.12.2014 kl. 21:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er sjálfsagt nokkuð til í þessu, að það sé til staðar 3-flokkur.

Einu sinni var reyndar Framsóknarfl. miðjufl. og gætti þess ávalt að vinna með vinstri og hægri til skiptis, til að halda þeirri stöðu. Hann gæti orðið það aftur - - en ég er farinn að hallast að því núverandi forysta sé of höll undir hægri, til að hann geti aftur orðið að þeim miðju flokki er hann einu sinni var undir henni.

Framsóknarflokkurinn sé því enn á því fari að þróast í mið-hægri flokk.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.12.2014 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband