27.12.2014 | 01:52
Pútín óttast skipulagðan undirróður gegn utanaðkomandi afla
Ég sá þessa frétt á vef FT.com, en í henni kemur fram ný "stefnumörkun" rússneskra stjórnvalda þegar kemur að skilgreiningu þeirra á þeim helstu "ógnum" sem Rússland stendur frammi fyrir, gagnvart eigin öryggi.
New Putin doctrine emphasises threat of political destabilisation
- It can be observed that military dangers and threats are moving into the information sphere and the domestic sphere of the Russian Federation,
- The establishment in states neighbouring the Russian Federation of regimes, especially through the overthrow of legitimate institutions of state power, whose policies threaten the interests of the Russian Federation
- subversive activities of special services and organisations of foreign states and their coalitions against the Russian Federation
- "The doctrine warns of attempts to undermine historical, spiritual and patriotic traditions in defence of the Fatherland, especially among young Russians."
- "It also for the first time names foreign private military companies in areas adjacent to the borders of the Russian Federation and its allies as a military danger. "
-----------------------
Mér finnst sérstaklega áhugaverð - aðdróttunin um "erlend áhrif" á rússneska æsku.
En rússnesk æska, eins og æska annars staðar í tækniþróuðum löndum, er orðin "netvædd." Það auðvitað þíðir, að rússn. æska hefur kynnst straumum og stefnum - frá öðrum áttum.
Það getur auðvitað skapað umtalsvert - kynslóðabil í Rússlandi. Milli hinnar nýju netvæddi kynslóðar. Og þeirra eldri.
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt við þau viðbrögð - að bregðast "neikvætt" við breytingum á hegðan "yngri kynslóðar" í samanburði við hegðan og hugsun þeirra eldri.
- Ég get vel trúað því, að yngsta kynslóðin, sú sem hefur alist upp sl. 20 ár - sé ekki eins innrömmuð í dæmigerða rússn. þjóðernishyggju.
- Og kynslóðirnar á undan, sem ólust upp við - ögun Sovétríkjanna.
Þetta finnst mér skynja úr þessum orðum - líklegt kynslóðabil innan Rússlands.
Ég hef einmitt heyrt í gegnum árin, að rússn. æska sé orðin mjög útsmogin í því, að - - forðast herþjónustu.
Ég get vel trúað því, að hinir eldri - skynji andlega afturför.
Hvað aðra þætti varðar, þá virðast þeir snúa að - - Úkraínumálinu. En eins og ég skil málið, þá hófst málið á tilraun Pútíns - - til þess að leiða fram aðra stefnumótun um framtíð Úkraínu, en Úkraínumenn sjálfir vildu. En úkraínsk stjv. höfðu samið samfellt í 7 ár við ESB um "aukaaðild" sambærilegan samning við EES, þegar samningum var nærri alveg lokið - - hófu rússn. stjv. að beita forseta landsins og stjórn hans, þrýstingi - - efnahags refsiaðgerðir, stigversnandi - þar til að forseti landsins sannfærðist um að láta að kröfum rússn. stjv., skrifa þess í stað undir sáttmála við Rússland um inngöngu í svokallað "Asíusamband" undir stjórn Rússlands.
- Gallin við þann gerning, er að sá hefði bundið endi á - efnahagslegt sjálfstæði Úkraínu. Sett efnahagsmál landsins, að stærstum hluta undir yfirráð Rússlands.
- Pútín lætur sem að það sé það gersamlega sama, og það að vera í t.d. EES og - taka við reglugerðum frá Brussel.
En þ.e. ekki rétt, Ísland sem dæmi, getur hvenær sem er, sagt upp EES. Þ.e. formlega aðferðin, er að forsætisráðherra sendi formlegt bréf um afsögn til "sameinuðu EES nefndarinnar." Það erindisbréf - tekur formlega gildi nákvæmlega einu ári eftir móttaka þess er dagstimpluð.
Afsögn er því - - algerlega einhliða aðgerð af Íslands hálfu.
Að ganga í EES, felur því ekki í sér - - eftirgjöf fullveldis, sem ekki er afturkræf.
- Til samanburðar, þá taka aðildarlönd að Asíusambandinu, við lögum og reglugerðum ákveðin af rússn. þinginu - þ.s. það þing er stimpilpúði valdaflokks Pútíns og co.
- Ég stórfellt efa að samn. um aðild að "Asíusambandinu" kveði á um "einhliða uppsögn."
Síðan vildi úkraínska þjóðin, ekki sætta sig við þá útkomu - - að Rússland þ.e. Pútín, gæti ákveðið fyrir þeirra hönd, hvaða framtíðar fyrirkomulag mundi gilda fyrir þeirra land.
Sem ég skil afskaplega vel!
- Bendi á til sbr. að ég að sjálfsögðu mótmælti tilraun Breta og Hollendinga, til þess að "troða upp á Ísland svokölluðum Icesave-greiðslum" skv. þeirra einhliða túlkun.
Að Íslendingar mótmæltu þvingunum Breta og Hollendinga, langsamlega flestir hverjir. Virðist mér skýr vísbending þess, að í sömu sporum og Úkraínumenn - - hefðu Íslendingar brugðist eins við.
Ég bendi á að auki, að Íslendingar knúðu "hrunstjórnina" til afsagnar - - þá sem lét undan Bretum og Hollendingum. Ég held það hafi örugglega verið hluti af reiði almennings. Að ætla að semja við Breta og Hollendinga um, Icesave greiðslur - - eftir þeirra þvingun.
Pútín aftur á móti heldur á lofti þeirri söguskýringu, að utanaðkomandi öfl - þ.e. Vesturlönd, hafi búið til uppreisn gegn lögmætri stjórn Úkraínu, byltingin hafi verið "valdarán" með aðstoð utanaðkomandi afla!
Ég skynja framsetningu hans, að erlendur undirróður sé ein af lykilhættum Rússlands, ekki síst í innanlandsmálum - - sem framhald af þeirri áróðurssyrpu sem mér virðist Pútín hafa rekið alveg frá þeirri stund er stjórninni í Úkraínu var bylt; og landið fært aftur af byltingarstjórninni til baka á hinn fyrra kúrs - þ.e. að semja við ESB um aukaaðild.
- En þ.e. ekki bara það, heldur grunar mig að þessi orð séu vísbending þess - - að ef andstöðuhreyfing gegn núverandi stjórn Rússlands, rís upp - í kjölfar efnahagshrunsins sem er að steypast yfir Rússland.
- Að slíkar andstöðuhreyfingar verði stimplaðar, sem einhvers konar, handbendi - erlends undirróðurs.
- Sem gæti því þítt, að Pútín og Co, hyggist mæta slíkri hreyfingu, með fyllstu hörku. Ef slík hreyfing kemur fram.
Það getur auðvitað verið, að ég sé að lesa of mikið í þessi orð!
Niðurstaða
Ný öryggisstefna Pútíns, bendir til þess að sjónir hans beinist nú gegn meintum erlendum undirróðri innan Rússlands sjálfs - - sbr. vísun hans til þess að erlend öfl hafi steypt lögmætum stjórnum, að hans mati, í nágrannaríkjum.
Þessi orð slá mig dálitlum óhug - því að mig grunar að í ljósi efnahagsvandræða, sem almenningur muni finna fyrir á nk. ári. Þegar lífskjarahrapið ætti að verða tilfinnanlegt.
Þá gæti það orðalag sem fram kemur, gefið vísbendingu þess efnis - að Pútínsstjórnin gæti verið líkleg til þess. Að stimpla hverja þá móttstöðu sem kann að gjósa upp, sem handbendi erlendra undirróðurs afla.
Þannnig, að líkur væru þá á því, að slíkt gæti orðið - réttlæting fyrir valdbeitingu.
Þannig að Rússland Pútíns, gæti ef til vill endurtekið mistök síðasta keisara Rússlands, Nikulásar, er hann mætti svipaðri aðstöðu í upphafi 20. aldar. Lögregla keisarans framdi þá fræg voðaverk, er varð þvert á móti til þess - - að andstaðan magnaðist til mikilla muna. Svæ nærri lág að keisarastjórnin félli 1905.
Það verður að koma í ljós hvað gerist. Ef til vill er öryggislögrelan í dag, öflugari en öryggislögregla keisarans.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem flækir Úkraínu málið er m.a. þetta:
1) Úkraína er klárlega gjaldþrota.
2) Beggja vegna landamæra Rússlands og Úkraínu eru gríðar stór svæði með „blönduðum fjölskyldum“
3) N.austursvæðið hefur verið í miklum viðskiptum við Rússa um langa tíð.
4) N.austursvæðið hefur verið gróskumesta svæði Úkraínu.
5) N.austursvæðið barðist með Rússum í síðari heimsstyrjöld.
6) Þessvegna hefur verið vægast sagt rígur á milli þessara svæða Úkraínu.
7) Að ætla að halda þessu svæði utan samninga og ætla að skjóta það til hlýðni er fáránlegt !!?
Snorri Hansson, 27.12.2014 kl. 16:08
Úkraína hefur alla tíð verið með svo snúið og flókið samband við Rússland að það tekur jafnvel fram sambandi Kanada og Bandaríkjanna. Áratugum saman framleiddu Úraínumenn, einkum í Donetsk héraðinu í austurhluta lendsins, margar af frumframleiðsluvörum Sovétríkjanna og herbúnaði, svo sem kjarnorkuvopn og stærstu herflugvélar þeirra auk drjúgs hluta bíla þeirra.
Efnahagslegt samband Rússlands og Úkraínu hefur verið mun nánara og flóknara en samband þeirra við nokkra aðra nágrannaþjóð.
Ef kortinu af Rússlandi vestan Úralfjalla og Úkraínu er snúið á haus, kemur út spegilmynd af Bandaríkjunum og Kanada.
Þetta verður að skoða til þess að reyna sð skilja sjúklegan ótta og tortryggni Pútíns.
Ómar Ragnarsson, 27.12.2014 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning