Seðlabanki Rússlands hefur ákveðið að tryggja greiðslur erlendra lána rússneskra ríkisfyrirtækja sem falla á gjalddaga á nk. ári

Það hefur vakið athygli hve gjaldeyrissvarasjóður Rússlands hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Í upphaf árs var hann yfir 500ma.$ - - en skv. fréttum lækkaði hann í 398,8ma.$ í vikunni fyrir jól. Er með öðrum orðum, fallinn niður fyrir 400ma.$.

Ef marka má fréttir, þá falla 120ma.$ af gjaldeyrislánum ríkisfyrirtækja á gjalddaga á nk. ári.

"The bank said it would lend dollars and euros to major companies that were willing to put up their foreign borrowings as collateral." - - Það virðist mér þíða að Seðlabanki Rússlands tekur þær skuldir þá yfir. En ríkisfyrirtækin -líklega þau sem annars væru í greiðsluvanda- fá rúblulán á móti.

Russia to help large borrowers as S&P mulls junk rating

  • Þetta þíðir ekki endilega, að öll upphæðin 120ma.$ sé yfirtekin af Seðlabankanum, þ.s. örugglega einhver þeirra ríkisfyrirtækja sem eiga í hlut - - hafa nægt tekjustreymi í gjaldeyri til að ráða við greiðslur.
  • Á hinn bóginn, sennilega staðfestir þessi aðgerð Seðlabanka Rússlands - - > Að til staðar séu ríkisfyrirtæki, sem lenda í greiðsluvanda - vegna viðskiptabanns aðgerða Vesturvelda. Og er annars mundu verða greiðsluþrota - - > Svo að þeirra skulda þá falla hvort sem er á ríkið.
  • Seðlabankinn á þá ekki neina undamkomu auðið frá því, að gefa þetta vilyrði.

Það þarf þó að taka tillit til þess, að fjármagnsflótti frá Rússlandi hefur verið umtalsverður 2014 eða 134ma.$ að andvirði.

Það er að sjálfsögðu ekki unnt að vita, að hvaða marki hann heldur áfram á nk. ári.

En margir óttast að útflæði gjaldeyris - þ.e. fjármagnsflótti, muni aukast frekar en hitt.

  1. Menn munu því óhjákvæmilega halda spurningunni á lofti varðandi gjaldeyrisstöðu Rússlands - - nú þegar sjóðurinn gæti alveg farið vel niður fyrir 300ma.$ á nk. ári.
  2. Hafandi í huga, að heildarskuldastaða ríkisfyrirtækja virðist í kringum 600ma.$.

 

Þetta getur skýrt af hverju Standards&Poors hefur ákveðið að setja mat á greiðsluhæfi Rússlands í neikvæðar horfur - - eru nú öll matsfyrirtækin með Rússland á neikvæðum horfum, einu þrepi fyrir ofan ruslflokk

Russia on Verge of Junk as S&P Puts Rating on Negative Watch

"The move “stems from what we view as a rapid deterioration of Russia’s monetary flexibility and the impact of the weakening economy on its financial system,” S&P said."

Skv. þessu, virðast öll matsfyrirtækin meta það a.m.k. hugsanlegt - að Rússland lendi í greiðsluvandræðum með gjaldeyrislán.

Rúblan styrktist töluvert í sl. viku - - í kjölfar inngripa Seðlabank Rússlands, er kostuðu 15,7 ma.$, stendur nú ca. 10% hærra en vikuna á undan, þ.e. heildarfall sl. 12 mánuði um ca. 40% í stað 50%.

Russia's Defense of the Ruble Cuts Reserves by $15.7 Billion in Week

Á hinn bóginn veit enginn - hvort að þessi ívið skárri staða sé verjanleg.

Rússneski Seðlabankinn getur augljóslega ekki ástundað þetta kostnaðarsama vörn - - viku eftir viku.

 

Niðurstaða

Mér virðist fréttir þær sem ég vísa í, staðfesta skilning minn á stöðu Rússlands - að hún sé með þeim hætti. Að gjaldeyrisstaða rússneska ríkisins sé -Neikvæð- ekki -Jákvæð- þ.s. sennilega neyðist rússn. ríkið til þess, að beita Seðlabankanum fyrir vagn sinn. Og láta hann taka að sér að verja stöðu skuldugra ríkisfyrirtækja - - er skulda mikið fé í gjaldeyri.

Það verður ákaflega forvitnilega að fylgjast með því, til hvaða úrræða verður gripið til á nk. ári.

En margir -málsmetandi- eru farnir að spá "gjaldeyrishöftum" í Rússlandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband