22.12.2014 | 13:14
Að baki þeirri grátbroslegu sögu, að N-Kórea er að hindra að grínmynd verði sýnd í kvikmyndahúsum, að N-Kórea hefur byggt upp öflugt hakkarateymi
Sjálfsagt hafa flestir frétt af því, að N-kóreanskt hakkarateymi á vegum hers N-Kóreu, virðist hafa brotist inn á vef Sony Pictures - stolið miklu magni af gögnum, þar á meðal handritum af óloknum myndum, persónuupplýsingum leikara, starfsmanna og lykilorð ásamt persónuupplýsingum notenda vefsins - - öllu dreift um vefinn.
En kannski er það áhugasamasta að þetta sýni fram á tilvist skipulagðs hakkarateimis N-kóreska hersins. Sumir sérfræðingar, eru hræddir við það fordæmi sem "Sony Pictures" hafi auðsýnt, með því að - - hætta að frumsýna myndina "The Interview."
Fyrir áhugasama, trailer á "The Interview" með Seth Rogen, myndin virðist fljótt á litið "skemmtileg vitleysa" - dæmi hver fyrir sig:
- "Testimony from North Korean defectors points to the development of a complex and highly organised cyber warfare capacity since 1998, when then leader Kim Jong-il reportedly ordered a vast expansion of computer education in the Korean Peoples Army."
- "According to research by Kim Duk-ki, a South Korean navy officer, potential hackers are identified at around the age of 12 and subjected to years of high-level training before being assigned to specialised institutions and military units. "
- "Being a hacker is a dream job for many young North Koreans because they are relatively well-paid and respected, says Jang Jin-sung, a former North Korean government official who claims that hacking has become a significant source of foreign currency for the regime."
Ef þetta er rétt hjá Kim Duk-ki - - > Þá er N-Kórea farin að ástunda skipulagða glæpastarfsemi í fjárplógsskyni í gegnum vefinn.
Ekki bara það, að brjótast inn á síður til að - skemma.
En sjálfsagt ætti ekkert að koma manni á óvart með N-Kóreu, land sem viðheldur "skipulögðu þrælahaldi" í formi vinnubúða þ.s. miklum fjölda N-Kóreumanna er haldið bakvið gaddavír, rafmagnsgyrðingar með banvænum straumi, og vélbyssuhreiður - ásamt vörðum með skipanir um að skjóta til að drepa. Fólkinu þrælað þangað til að það megnar ekki meir, endar þar síðan ævina sennilegast.
Land þ.s. hundruð þúsunda létu lífið fyrir rúmum áratug, í hungursneið - landið viðheldur samt milljón manna her, eldflaugaprógrammi - smíðar eldflaugar sem geta flogið langleiðina til Bandaríkjanna, og ekki má gleyma kjarnorkuprógrammi - - samtímis að stór fjöldi íbúa er vannærður.
- Grínið er eiginlega - grátbroslegt; því þó að myndin slái bersýnilega öllu í grín.
- Þá er ljóst, að stjórnendur N-Kóreu eru að leitast við að gera allt sem þeir geta, til að hindra að grínmynd sem snýst um tilraun til að drepa leiðtoga N-Kóreu, verði sýnd.
- En fyrir þeim, er bersýnilega sjónarspilið tengt persónudýrkun á leiðtoganum - - dauðans alvara.
Niðurstaða
Ef það er kaldhæðni í tilraun N-Kóreu til að drepa myndina "The Interview" þá ef til vill liggur það í því, að með því að málið hefur komist á forsíður heims pressunnar, þá hefur myndin fengið gríðarlega ókeypis auglýsingu. Samtök leikara og leikstjóra, fjöldi manns í samfélaginu - hafa að auki mótmælt því að "hætt sé við að sýna myndina" í bíóhúsum yfir jólahátíðina.
Það er aldrei að vita, nema að öll þessi "óvænta auglýsingaherferð" verði til þess að eigendur kvikmyndahúsa. Komist yfir hræðsluna yfir hótunum N-Kóremanna, um að ráðast að vefjum kvikmyndahúsa þeirra - - þegar þeim líklega verður ljóst að öll þessi kynning mun sennilega auka mjög aðsókn, þannig þeirra gróða af sýningu "The Interview."
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Shit! Auglýsingaherferð Norður Kóreu er margfalt betri en treilerinn. Þessi treiler lætur myndina virka ansi glataða.
Ásgrímur Hartmannsson, 22.12.2014 kl. 22:12
Alltaf spurning þegar kemur að aulahúmors myndum, þær eru alltaf steypa af einhverju tagi - skemmtileg eða bara glötuð, verður að vera persónuleg skoðun.
Það getur verið að auglýsingaherferð NK sé betri, eins og þú segir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.12.2014 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning