Gjarnan kvartað yfir fábreyttu atvinnulífi á Íslandi, hvað segir það um stjórnendur Rússlands og Venesúela að svipað ástand ríki þar?

Rússland hefur 143 milljón íbúa, Venesúela 30 milljónir. Bæðir ríkin eru olíuríki - skv. fréttum Vestrænna fjölmiðla sl. 2 vikur. Blasa við áhugaverðar staðreyndir:

  1. ca. 70% útflutningstekna Rússlands, koma frá olíu og gasi.
  2. ca. 90% útflutningstekna Venesúela, koma frá olíu og gasi.

Ísland, hefur í dag 3-megin undirstöður, gjaldeyristekjur virðast í dag nokkuð jafnskiptar milli þessara 3-ja greina:

  1. Sjávarútvegur.
  2. Orkufrek stóryðja.
  3. Ferðamennska.

Samanlagt skaffa þessar greinar ca. 90% gjaldeyristekna.

 

Ólíkt Rússlandi og Venesúela, hefur Ísland - gilda afsökun

Ég er að tala um - smæð Íslands. Að vera einungis 300þ. manns. En það þíðir að ekki er grundvöllur fyrir mikið af starfsemi, sem getur -tæknilega- blómgast í fjölmennum löndum. Vegna þess að -stór heimamarkaður- skapar grundvöll fyrir þá starfsemi.

Þó eru íslenskir stjórnmálamenn gjarnan skammaðir fyrir þá meintu "skammsýni" að atvinnulíf á Íslandi, sé ekki fjölbreyttara en það er.

  • Það þarf að horfa á, að Ísland er örrýki - það virkilega þíðir, að afar erfitt er að skapa grundvöll fyrir mikið af framleiðslustarfsemi.

En ég get ekki séð, að Rússland hafi "gilda afsökun" - staða Rússlands, að 70% útfl.tekna komi frá olíu og gasi - - lísir sér í að mörgu leiti sambærilegum óstöðugleika Rúblunnar og hefur verið til staðar, á íslensku krónunni.

  1. Þessi staða, hlýtur að vera mjög stórfelldur - áfellisdómur á stjórnendur landsins.
  2. Að þeim skuli ekki hafa takast, að efla fjölbreytni útfl. atvinnuvega landsins.

Rúblan virðist vera að -gengisfalla af sömu ástæðu og krónan oft hefur gengisfellið- sérstaklega á árum áður er -sjávarútvegur var 70% útfl. tekna.- þá fór gengi krónunnar eftir þörfum sjávarútvegs.

Með öðrum orðum, gengi rúblunnar - virðist fara stórum hluta eftir þörfum gas- og olíuvinnslu.

  1. Síðan hefur verið stefnan, að efla aðrar útflutningsgreinar en sjávarveg.
  2. Sem hefur skilað þeim árangri, að nú eru 2-viðbótar gjaldeyrisskapandi greinar, sem í dag standa jafnfætis ca. sjávarútvegi. Landið stendur því á 3-súlum. Í stað einnar.
  3. Þetta mun hafa minnkað gjaldmiðilssóstöðugleika á Íslandi.

En ég get ekki séð merki þess, að stjórnendur Rússlands - hafi alvarlega gert tilraun sl. 20 ár, til þess að draga úr þvi ástandi, hve efnahagsur Rússlands sé háður - > Olíu og gasi.

Með því að efla aðrar gjaldeyrisskapandi greinar.

  • Það er ekki fyrr en núna, er Rússland er skollið í alvarlega kreppu.
  • Að Pútín, talar um þörf fyrir að "auka fjölbreytni framleiðslu til útflutning."

Ég skal alls ekki segja, að það sé ómögulegt fyrir Rússland að auka fjölbreytni framleiðslu.

Ég get bent á það þegar - Japan hóf uppbyggingu á 6. áratugnum, eða þegar S-Kórea hóf sína á 7. áratugnum, eða er Kina hóf sína á 9. áratugnum.

  • Ef við miðum við Kína - þá hefur það tekið landið nærri 30 ár að ná núverandi stöðu.
  • Þ.e. ekkert sem fær mig til að trúa því, að það taki Rússland skemmri tíma en 20 ár. Að skapa fjölbreytta framleiðsluatvinnuvegi, á fjölbreyttum hátæknigrunni.

Ég bendi á að Pútín hefur stjórnað í 20 ár.

Ég því eðlilega vantrúaður á þetta átak, þó það sé tæknilega mögulegt, því að -sömu stjórnendur Rússlands- sem hafa svo herfilega klúðrað málum þar, þykjast ætla að gera betur á nk. árum.

Mig grunar frekar, að þessar yfirlýsingar þeirra, séu til þess - að dreifa gagnrýni á þeirra óstjórn árin á undan, frekar en að þeim sé veruleg alvara með það, að hefja slíka uppbyggingu.

--------------------

Venesúela - hefur verið dæmi um aðeins aðra tegund af óstjórn en Rússland. En óstjórn Venesúela hefur verið "vísvitandi" þ.e. sósíalistaflokkur Venesúela hefur -skipulega- lagt í rúst nánast alla aðra starfsemi í landinu, heldur en útflutning á olíu og gasi.

Og þeim atvinnuvegi, er herfilega stjórnað - einnig. Þ.e. of lítið fé lagt í þróun nýtingar þeirrar auðlyndar. Nánast allt fé sem fæst sé lagt til ríkisins.

  1. Það hefur verið hugsunin, endurdreifa auðnum.
  2. Án þess að skapa nýjan.
  3. Í því skyni, hefur nánast allt einka-hagkerfið verið þjóðnýtt, til þess að endurdreifa auðnum.
  4. Og þau fyrirtæki lögð í hendur flokksdindla, með vafasama þekkingu á rekstri. Það má líkja þessu við stjórnun Robert Mugabe í Zimbabve. Svo slæmt hafi þetta verið.
  • Niðurstaðan er sú, að Vensúela hafi nánast ekki neitt hagkerfi annað en, útflutning á olíu og gasi sbr. rúml. 90% gjaldeyristekna.

 

Niðurstaða

Ég get ekki sagt annað, en að það sé gríðarlegur áfellidsómur á stjórnendur Rússlands og Venesúela, að í Rússlandi séu 70% gjaldeyristekna frá olíu og gasi, og hinsvegar að fyrir Venezúela gildi að þar komi rúmlega 90% gjaldeyristekna frá sömu áttum.

Í samanburði, hafa stjórnendur Íslands - afsökun að atvinnulíf hér sé ekki fjölbreyttara en það er, þ.e. örsmæð landsins.

Sérstaklega er kemur að stjórnendum Rússlands, þ.e. Pútín og co., - sé ég ekki að þeir hafi nokkra gilda afsökun fyrir því, að hafa ekki sl. 20 ár skipulega fylgt þeirri stefnu að efla fjölbreytni atvinnulífs.

En þ.e. ekki eins og ekki hafi blasað við þeim, dæmi um velheppnaða slíka uppbyggingu -hringinn í kringum þá, sömu ár. Þ.e. þeir hafa orðið vitni að uppbyggingu fyrrum A-tjalds ríkja er gengið hafa í náið efnahagssamtarf við Vesturlönd.

Á A-landamærum, hefur við þeim blasað, tilraun Kína sem heppnast hefur vel, við það að byggja upp fjölbreytt og vel heppnað atvinnulíf.

  1. Þ.e. ekki fyrr en núna, er allt er líklega of seint, þegar landið er dottið í djúpa kreppu.
  2. Sem sömu stjórnendur er bera ábyrgð á þeirri óstjórn, tala um að auka fjölbreytni atvinnulífs.

Ég verð að segja, að mér finnast þær yfirlísingar skorta trúverðugleika, er þær koma frá þeim sem hefur ráðið landinu í 20 ár - og fram að þessu, augljóslega ekkert gert til þess að efla aðra starfsemi í Rússlandi en olíu og gas.

Grunar að hann sé frekar, að dreifa gagnrýni - en að það beri að taka yfirlísingar nýverið fram komnar, alvarlega.

Þetta er einnig ábending til aðdáenda Pútíns, að hann sé ekki aðdáunarverður stjórnandi, alls ekki snillingur - - heldur sé ástand Rússlands vottur um afar herfilegt klúður af hans hálfu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Rússar geta frammleitt allt fyrir innanlandsmarkað úr rússnesku hráefni, því ætti að vera jákvæður viðskiptajöfnuður hjá Rússum og því skipta útflutningsverðmætin ekki sköpum. Erfitt verður hinnsvegar að borga fjárfestingar í olíuiðnaði, með minnkandi hagnaði af olíuafurðum.

Venesuela er aftur á móti mjög háð innflutningi, sem og Ísland

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.12.2014 kl. 14:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hallgrímur, Rússland er ákaflega háð innflutningi eins og Venesúela og Ísland. Þeir hafa meira að segja verið að flytja mikið inn af matvælum. Að sjálfsögðu geta þeir -tæknilega séð- framleitt margt af því sem í dag er innflutt - - en einunigs á matvælasviðinu að það gæti tekið einungis fáein ár að skipta öllum innflutningu út fyrir innlenda framleiðslu. Um annað trúi ég því ekki, að þeir verði fljótari en 20 ár í besta falli. Og ég hef verulega mikla vantrú á því að stjórnendum sem hafa haft 20 ár og ekkert gert að þessu leiti - sé alvara með sínar yfirlísingar í dag. Ég sé afskaplega fátt sem bendi til þess í raun og veru, að Pútín og co. ætli að framkvæma þeir umbætur á "viðskiptaumhverfi" sem meira að segja Kína hefur hrint í verk fyrir mörgum árum, en án þeirra umbóta er erfitt að sjá að Rússland laði -eins og Kína hefur gert- að sér erlendar fjárfestingar, til slíkrar uppbyggingar. Ef draumurinn er um einhvers konar -ríkisstyrkta uppbyggingu- á sama tíma og háir tollamúrar væru til 3-landa. Þá væru menn að endurtaka uppbyggingar-aðferð þá er S-Ameríka gerði tilraun með á 8. áratugnum, og endaði í S-amerísku kreppunni frægu á 9. áratugnum. En sá iðnaður sem byggður var upp - reyndist ekki samkeppnisfær. Fyrirtækin urðu mjög spillt, stórir "mógúlar" reistu stór fyrirtæki í gegnum fyrirgreiðslu sem þeir fengu í gegnum pólit. sambönd, og þau fyrirtæki risu upp án samkeppnisumhverfis, og höfðu virtist ekki byggt sig upp á skilvirkan hátt - framleiðslan var líka á lélegum gæðastandard, samtímis dýr. Mér virðist hætta á að Rússl. leiðist inn í sambærilegt umhverfi, þ.s. Rússl. þegar hefur slíkt kerfi - þ.e. ofasíka einstaklinga með sterk sambönd, sem líklegir séu að sjá hagnað í því, að hefja framleiðslu "undir tollvernd" - þá væri líklegt að dæmið mundi fara svipað. Að ekki væri samkeppnisumhverfi, þau yrðu eins og í S-Ameríku, spillt og ósamkeppnisfær, varan dýr í lélegum gæðum. Eins og í S-Ameríku, væru þau ekki að skapa - - nettó samfélagslegan hagnað. Þess vegna hrundi það dæmi í S-Ameríku fyrir rest, samfélögin þar lentu fyrir rest í mjög erfiðri skulkdakreppu. En mál æxluðust svo, að pólit. tengd fyrirtæki, fengu ríkisstyrki til að hrynja ekki - ríkin skuldsettu sig til að halda þeim uppi. Svo þegar allt féll á endanum, voru ríkissjóðirnir einnig skildir eftir á kúpunni - við tók kreppa S-ameríska skuldakeppan er stóð yfir í meir en áratug.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2014 kl. 16:00

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Atvinnulífið er fábreytt vegna þess að því er of-stjórnað.  Það gildir um allar þessar þjóðir, og fleiri til.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2014 kl. 18:10

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sem oft áður hafa greiningar þínar frekar pólitískan tilgang frekar en að vera upplýsandi.

Listinn gæti litið nokkurn veginn svona út varðandi útflutning:

Rússland 70,29%

Noregur  69,78%

Saudi Arabia 86,89 %

Nigeria 84%

Þessi hópur er stærri

Til gamans má geta að olía er um 16% af þjóðarframleiðslu rússa en 20% af þjóðarframleiðslu norðmanna og norðmenn eru töluvert háðari innflutningi en rússar.

Ef þú skoðar þennan lista sérðu kannskii hvað þessi ríki eiga sameiginlegt.

Það sem þú gerir í þessari grein er að taka tvö lönd út úr hópi ríkja sem eins er ástatt um og reyna að kasta rýrð á ríkið og stjórnendur þess.

Það er einnig áhugavert að sjá að greinin fjallar einmitt um þau tvö ríki sem eru efst á listanum hjá bandaríkjunum yfir þau ríki sem þau vilja kollvarpa ríkisstjórnum ,hvað sem það kostar.

Þessi greining þín er á engan hátt upplýsandi ,þjónar aðeins pólitískum markmiðum

Borgþór Jónsson, 21.12.2014 kl. 21:58

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL, Boggi - Noregur hefur 5 millj. íbúa, Rússl hefur 143 millj. íbúa. Rússl. á þar með að hafa miklu mun fjölbreyttara atvinnulíf.

Saudi Arabía, er einmitt annað dæmi -sem Rússl.- um stórt fjölmennt land, þ.s. fámenn "klíka" á allar auðlyndir landsins, og rekur þær sér til hagsbóta, auk þess að einoka stjórn landsins.

Brandari að þú sért að nefna 3-heims landið, Nígeríu - eða kannski er það réttmætur samanburður, viltu meina - að Rússl. sé 3-heims land.

---------------------

"Það sem þú gerir í þessari grein er að taka tvö lönd út úr hópi ríkja sem eins er ástatt um og reyna að kasta rýrð á ríkið og stjórnendur þess."

Það vill svo til, að bæði löndin eru samtímis í efnahags erfiðleikum, meðan að - - hin löndin sem þú nefnri, eru ekki a.m.k. enn í vandræðum.

Síðan vill svo til, að Saudi Arabía, valdafjölskyldan þar - hefur ekki heldur staðið sig í stykkinu, við það að - skapa aðra atvinnuvegi í Saudi Arabíu.

Fremur en "valdaklíkan eða valdaelítan" í Rússlandi hefur. Þ.e. þ.s. Rússl. og Saudi Arbía eiga sameiginlegt, á hinn bóginn er svo ódýrt að vinna olíu í Saudi Arabíu - að olíuvinnsla þar þolir ágætlega lágt olíuverð.

Meðan að vinnsla í Rússlandi er til muna - kostnaðarsamari, vegna erfiðari náttúrfars aðstæðna.

-----------------

Á hinn bóginn, hafna ég því alfarið - að ég sé með ósanngjörnum hætti, að kasta rýrð á stjórnendur Rússlands og Vensúela.

Ég dreg ekkert til baka, af þeim ásökunum sem ég kem með, að stjórnendur þessara tveggja landa - hafi alls ekki staðið sig í stykkinu.

Við það að "skapa fjölbreytt atvinnulíf."

    • Þegar þú nefnir hlutfall af þjóðarframleiðslu, þá er þar tekið með - gervöll samneysla.

    • Sem oft er í nútímaríkjum, ca. 40%. Líklega eru þá hernaðarútgjöld einnig í samneyslu.

    • Aftur á móti - heldur samneyslan hagkerfinu ekki beint uppi, heldur rekstur atvinnulífs - er skapar verðmæti þ.e. "framleiðsla."

      • Stór hl. iðnaðar í Rússl. er enn í dag, á sviði hernaðarframleiðslu.

      Ef við mundum undanskilja hann að auki - þ.s. sá er ekki heldur beint að skapa framleiðsluverðmæti.

        • Þ.e. einfaldlega ekki til staðar - - verulegur iðnaður í Rússlandi, sem framleiðir í friðsömum tilgangi, fyrir utan nokkra framleiðslu bifreiða sem lítt eru fluttir út í dag, fyrir heima markað eingöngu, og mér skilst að þeirra markaðs hlutfall sé minna en helmingur.

        Þá er þessi 17% tala töluvert villandi.

        Rússland vantar mjög alvarlega - samkeppnishæfan iðnað.

        Að slíkur hafi ekki verið framkallaður, er sannarlega verðugt að fordæma, meðan að fj. landa allt í kring, hefur verið að nútímavæðast af miklum móð allt í kringum Rússland.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 21.12.2014 kl. 23:37

        6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Ásgrímur, þ.e. sennilega alveg rétt hjá þér. Að þessum löndum hafi verið ofstjórnað.

        Fyrst að Boggi nefndi Nígeríu "annað mjög spillt land" og síðan Saudi Arabíu - - þá er spilling og ofstjórnun sameiginlegt einkenni.

        Noregur með 5 millj. íbúa, er ekki beint sambærilegt v. lönd með 30 millj. íbúa og þaðan af meira.

        Stór lönd eiga að hafa fjölbreytta atvinnuvegi. Þau hafa enga góða afsökun.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 21.12.2014 kl. 23:39

        7 Smámynd: Borgþór Jónsson

        Einar.

        Það er nákvæmlega sama hvað þjóðin er stór.Ástæðan er alltaf sú sama.

        Þegar kemur upp atvinnugrein sem hefur algjöra yfirburði hvað hagnað varðar og jafnframt hærri launagteiðslur leitar allt fjármagn og vinnuafl út í þessa grein.

        Aðrar atvinnugreinar verða ekki lengur samkeppnishæfar. Í tilfelli bæði rússa og norðmanna gerist nákvæmlega það sama,gengi gjaldmiðilsins verður hærra en annar iðnaður ræður við.

        Þarna skiftir stærðin engu máli.Norski orkuiðnaðurinn er líka lítill miðað við þann rússneska.

        Nú eru breyttir tímar og það er ekki nokkur vafi að nú fer rússneskur og norskuur iðnaður að taka við sér í skjóli lægra gengis.Nú fer að verða hagstæðara að fjárfesta í öðru en olíu.

        Möguleika Rússlands eru sérlega miklir af því að þeir hafa stóran heimamarkað ,menntunarstigið er hátt og það er löng hefð fyrir iðnaðarframl í landinu.

        Ekki veit ég hvaða möguleikar eru í Venesuela.

        Það er þó nokkur hópur af þjóðum sem eins er ástatt um í þessum efnum,töluvert stærri en ég taldi upp.Ástæðan er hugsanlega ekki alltaf olía,það getur í raun verið hvaða vara sem er. .Þegar þú pikkar út þessar tvær þjóðir og gerir hríð að þeim sérstakleg og getur þess í engu að t.d. norðmenn eiga við nákvæmlega sömu erfiðleika að stríða,þá fer ekki á milli mála að tilgangurinn er pólitískur en ekki tilraun til að skilja af hverju þessi hagkerfi eru svona sett.

        Borgþór Jónsson, 22.12.2014 kl. 13:14

        8 Smámynd: Kristinn Geir Briem

        áta mig ekki á þessari ofstjórnun í russlandi. tel reindar að ríngulreið hafi rígt þar frá lokum valdatíma komunista þar til nú þar sem valdaklíkur á hverjum stað mergsjúga samfélagið. það má að hluta seigja líka um venesuela. þar vita atvirekendur ekki hvort þeir verða með sin atvinurekstur dagin eftir það hvetur ekki til nýsköpunar þar í land. hvort velhepnað atvinulíf í kína er rauninn á eftir að koma í ljós nú þegar laun þar eru að fara upp skilst þar sé uppyggíng svipuð og í öðrum löndum byggt á lánsfé að mestu 

        Kristinn Geir Briem, 22.12.2014 kl. 14:25

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Jan. 2025
        S M Þ M F F L
              1 2 3 4
        5 6 7 8 9 10 11
        12 13 14 15 16 17 18
        19 20 21 22 23 24 25
        26 27 28 29 30 31  

        Eldri færslur

        2025

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (20.1.): 10
        • Sl. sólarhring: 10
        • Sl. viku: 65
        • Frá upphafi: 859307

        Annað

        • Innlit í dag: 10
        • Innlit sl. viku: 57
        • Gestir í dag: 10
        • IP-tölur í dag: 10

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband