Rússneska rúbblan búin að falla tæp 50% - rúbblan féll 10% í kjölfar spár seðlabanka Rússlands um samdrátt 2015

Skv. mínum útreikningum þá er gengisfall rúbblunnar nú orðið 49,3%. Sem er rétt tæp 50%. Sjá: XE Currency Charts (RUB/USD).

Samkvæmt spá Seðlabanka Rússlands, þá stefnir í samdrátt einhvers staðar á milli 4,5-4,7% ef olíuverðlag helst nærri 60$ fatið út 2015.

Eins og sést á myndinni fyrir neðan - hefur þróun rúbblunnar sl. vikur verið afskaplega hröð. Síðan bætist við gengishrap dagsins.

Rouble tumbles on fears for Russian economy

 

Sjá - - graf fyrir 1 mánuð

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/rouble_fall.jpg

Ef einhver man eftir gengishrapi krónunnar 2008

Rúbblan er nú búin að falla mjög nálægt því jafn mikið og krónan gerði.

  • Þ.s. er enn áhugaverðara, er að þegar Rússland lenti í efnahagsvandræðum undir lok 10. áratugar, sem endaði í gjaldþroti - - þá féll gengi Rúbblunnar um 50%.

Efnahagshrunið 1998 leiddi Pútín til valda - en það veikti til muna þá aðila er höfðu staðið að baki efnahagsstjórnun Rússlands árin eftir 1991.

Það þarf að hafa í huga, að efnahagshrunið 1998 stóð í tengslum við tímabundið lágt olíuverð, tengt Asíu-fjármálakreppunni á sínum tíma.

Efnahagsuppgangur og hrun Rússlands, virðist ávalt tengjast verðlagi á olíu. En uppgangurinn í kjölfar valdatöku Pútíns, hafði alveg örugglega nærri því allt - að gera með það að verðlag á olíu fór samfellt hækkandi árin eftir 1998 alveg fram til þess að efnahagskreppa hófst 2008.

Síðan rétti olíuverð við sér fljótlega að nýju, kreppan í Rússlandi 2008 varð ekki djúp.

En ljóst er, af því hvað er að gerast nú, að sú kreppa sem no vomir yfir - - verður sennilega til muna dýpri.

  • Þá er það stóra spurningin - - hvaða áhrif þessi nýja djúpa kreppa, hefur á stuðning almennings í Rússlandi við Pútín?

En munum, að hrunið 1998 leiddi Pútín til valda, þegar stuðningur við fyrri stjórnvöld og þá flokka er stóðu þeim að baki - hrundi.

Ég sé ekki af hverju, slíkt geti ekki endurtekið sig.

 

Niðurstaða

Ég held að Rússland sé landið sem allir ættu að fylgjast með 2015. En á því ári fer lífskjarahrapið væntanlega að verða verulega tilfinnanlegt fyrir almenning. Og þá ætti að koma í ljós, hvaða áhrif það kjarahrap hefur.

En almenningur hefur aldrei hingað til síðan Pútín komst til valda, upplifað kjarahrap. Skammvinnur samdráttur 2008, stóð of stutt - til þess að hann skilaði tilfinnanlegum neikvæðum áhrifum til almennings.

Það gengishrap sem hefur nú orðið á Rúbblunni - virðist mér stærra, en efni standa til. Ef einungis er litið til ca. 45% lækkunar olíuverðs. Þannig að til staðar séu væntanlega viðbótar áhrif af völdum deilu Pútíns við Vesturlönd út af Úkraínu.

Þar um er auðvitað spurning hverjum Rússar munu um kenna. Pútín og hans fylgismenn, munu að sjálfsögðu benda á Vesturlönd. Á hinn bóginn, má vera að rússneskur almenningur muni að það var Pútín sjálfur - sem hóf þá deilu.

En ég sé möguleika á óróa innan Rússlands - þ.e. mótmælum gegn lífskjarahrapi.

Þá verður mjög forvitnilegt að vita - hver viðbrögð stjv. þá verða við slíkum mótmælum.

En gríðarlega harkaleg viðbrögð, gætu haft svipuð áhrif og þegar lögregla síðasta rússakeisara, réðst með frægum hætti gegn mótmælagöngu þannig að fjöldi manns lá í valnum. En í kjölfarið á þeim atburði - magnaðist mjög upp róttækni í Rússlandi. Og andstaða gegn stjórnvöldum.

Spurning hvort að Pútín endurtaki þau mistök - eða ekki.

----------------------------

PS: Skv. allra nýjustu fréttum, hefur Seðlabanki Rússland ákveðið að hækka stýrivexti í 17%, þetta nálgast þær hæðir sem Seðlabanki Íslands fór með stýrivexti á Íslandi - í kjölfar gengisfalls krónunnar:

Moscow lifts interest rate to 17%

----------------------------

PS2: Rúbblan fór aftur upp um 8% í kjölfar hækkunar vaxta í 8%, eftir að markaðir opnuðu í morgun, það á þó eftir að koma í ljós hvort að hún heldur þeirri stöðu er markaðir loka seinni partinn í dag:

Rouble gains 8% after Russia’s midnight rate rise

----------------------------

PS.3: Sk. nýjustu fréttum, hefur mikið rót verið á gengi Rúblunnar, fyrstu viðbrögð morgunsins að gengið hækkaði, eins og ég sagði frá, en síðan hefur gengið jó jóað til og frá, og nú skilst mér að gengið hafi fallið aftur og sé staða þess - lægri en í gærkveldi. Þannig að þá er Rúbblan sannarlega fallin þá heil 50%.

----------------------------

PS. 4: Skv. gengisstöðu Rúblu við lok dags, þá hefur hún fallið miðað við hápunkt sl. 12 mánaða um 53,97%.

Rúmlega 50% gengissfhrap virðist staðfest.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband