Færsla opinberra stofnana er sennilega versta mögulega leið sem unnt er að fara, til þess að efla starfsemi á Landsbyggðinni

Með þessari færslu árétta ég þ.s. ég skrifaði þann 1.12. sl. þegar ég fjallaði sérstaklega um færslu á Fiskistofu til Akureyrar. En nú hafa komið fram tillögur sérstakrar nefndar ríkisstjórnarinnar fyrir NV-land, þ.s. ef marka má fréttir:

RARIK á Krókinn og Gæslan í Skagafjörð- "Rarik á Sauðárkrók, Gagnaveita á Blönduós og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð."

Verða 3-viðbótar tilfærslur á starfsemi ríkisins frá höfuðborgarsvæðinu.

  1. Við ættum að þekkja rifrildið um flutning Fiskistofu - sem langt í frá er búið.
  2. Ráðherra hefur samþykkt að styrkja starfsmenn til að flytja.
  3. Þannig að tryggja að ekki þurfi að endurreisa rekstur stofnunarinnar á "0" punkti á hinum nýja stað.
  4. Sem auðvitað verulega magnar upp kostnað við aðgerð.

http://www.photo.is/k/40.gif

Það má að sjálfsögðu reikna með því að -starfsmenn- geri kröfu um sambærilega tilhliðran, ef á að færa Rarik á Sauðárkrók, Gagnaveituna á Blönduós og síðan rekstur skipa Landhelgisgæslu í Skagafjörð.

  • Í fréttum hefur komið fram "óánægja sveitastjórnarmanna" á þriðju-svæðum, t.d. Vestfjörðum, en einnig Austurlandi.
  • Mér virðist blasa það við, að aðrir landshlutar -utan höfuðborgarsvæðis- geri kröfu um að einnig fá opinberar stofnanir til sín með sambærilegum hætti.

Hafandi í huga að enn er ekki búið að hrinda færslu á rekstri Fiskistofu til Akureyrar í framkvæmd, þá virðist ljóst að það stefni nú í langvarandi rifrildi um opinberan rekstur á landsbyggðinni.

Og ekki síst um flutninga á störfum út á land, með þeirri aðferð að flytja opinberar stofnanir - - sannarlega með ærnum tilkostnaði.

  1. Höfum í huga að ríkið er með hallarekstur, enn.
  2. Þó að fjárlög geri ráð fyrir því að vera hallalaus, hefur Hagstofa látið okkur vita, að hagvöxtur sl. 9 mánaða hafi einungis verið 0,5% Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014.
  3. Sem er miklu mun lakara en reiknað var með - - > Það þíðir að forsendur fjárlaga um tekjur standast sennilega ekki. Þannig að þau séu líklega með halla.
  4. Svo að, það má þá virkilega velta því fyrir sér, hversu snjallt það er - - að verja hugsanlega milljörðum í flutninga á stofnunum út á land. En ég reikna með því að ef stefni í framkvæmd tillagna Landshlutanefndar fyrir NV-Land.
  5. Þá rísi fólk á Vestfjörðum, Suðurlandi og á Austurlandi - upp. Og gerir einnig kröfur til ríkisins um störf - og eflingu starfa í þeirra landshlutum.
  6. Þannig, að ef það lýtur út fyrir að tillögur Landshlutanefndar stefni á framkvæmdastig - - opnist visst Pandórubox.

Það má líkja þessu einnig við - > Leiðréttingu launa kennara.

En sú aðgerð virðist einnig hafa opnað, Pandórubox krafna annarra hópa.

  1. Ríkisstjórnin er nú í augljósum vandræðum með deilu við lækna.
  2. Sem krefjast "leiðréttingar" eins og kennarar.
  3. Nú, ef ríkið samþykkir tuga prósenta hækkanir til lækna, eins 2-ja stafa launahækkanir til kennara voru samþykktar - - > Þá mun hún á útmánuðum nk. árs fá yfir sig deilu við ASÍ - sem hefur lofað eigin félagsmönnum, að taka tillit til samninga sem hafa verið frágengnir 12 mánuðina á undan, þegar ákvörðun verður tekin um kröfugerð.

Það er nefnilega málið með Íslendinga - að við erum ávalt í samanburði hvert við annað.

Það er, hópar launamanna.

En einnig, ef tillögur Landshlutanefndar ná fram að ganga, þá er ég þess fullviss, að þá mun rísa upp alfarið sambærileg deila þ.e. rígur milli landshluta.

Og nú ríkisstjórnin glímir við, í tengslum við stéttafélög launamanna.

  • Það mun þá hellast yfir hana, kröfugerðir landsbyggðarfólks, sem mun rífast hvert um annað þveran - - um störf, sem það mun þá heimta að færð verði til þeirra frá ríkinu.
  • Sá kostnaður að sjálfsögðu bætist ofan á þann kostnað, sem lendir á ríkinu vegna hækkana launa hópa starfsmanna ríkisins.

Í öllum þessum látum að sjálfsögðu - tínast þá hagsmunir ríkisins.

Og það verður afar fjarri á enda, að fjárlög verði án halla!

 

Hvernig á þá að aðstoða landsbyggðina? Með skattaúrræðum!

  1. Ég er að benda á sama lærdóminn, og af samningum á vinnumarkaði. Þann að það gerist ávalt, að önnur stéttafélög krefjast sambærilegra hækkana. Ef þau telja að eitt félag sé að fá meira en þau.
  2. Þannig, að reynslan er að það þarf að samræma kröfugerð, síðan að sníða úrræði sem geta samtímis nýst sem flestum. Með öðrum orðum, þetta gengur ekki upp - - > Nema allir fái það ca. sama.
  3. Að þá þurfi að beita svipaðri hugsun þegar kemur að vanda landsbyggðar vs. þéttbýlis. Að ekki gengur að fara eins að og þegar kennarar fengu "leiðréttingu" að "leiðrétta stöðu eins landshluta." Því þá munu aðrir landshlutar fyrir utan höfuðborgarsvæðisins, með sambærilegum hætti. Gera kröfur um það að þeirra staða verði jöfnuð - með þeim hætti að þeir fái sambærilega tilhliðran. Sem þíðir þá að sjálfsögðu að ríkið drukknar undan kostnaðinum við þá kröfugerð. Eins og stefnir í drukknun ríkisins undan kröfugerð Lækna, síðan næstu hópa þar í framhaldi, ef læknar fá sínar kröfur í gegn, eins og kennarar fengu sitt fram.
  4. Það verði með öðrum orðum --> Að laga stöðu landsbyggðar með einni samræmdri aðgerð. Svo sambærilegi rifrildi við þ.s. ríkið nú glímir við gagnvart hópum launamanna. Sé forðað, þ.e. að landshlutar einstakir fari að togast um opinber störf og fyrir rest drukkni ríkið einnig undir þeirri kröfugerð - einnig.
  • Ég er að tala um, lægri tekjuskatt almennings í skilgreindum jaðarsvæðum, sem getur verið - stiglækkandi.

En ég mundi leggja til, að svæði landsins verði greind. Síðan skv. þeirri greiningu, sveitafélögum skipt upp í hópa skv. greinanlegum viðmiðum. Hugmyndin að hópaskipting fari eftir greiningu á - stigversnandi óhagræði, sbr. gæði samganga - smæð vs. stærð atvinnusvæðis - hvort um sé að ræða svokallað "kalt svæði" eða ekki - fjarlægð frá kjarna landsfjórðungs með öðrum orðum hversu afskekkt.

  • Ég geri einnig ráð fyrir því, að tekjuskattur fyrirtækja - geti verið lægri, a.m.k. á einhverjum hinna skilgreindu svæða, t.d. köldum svæðum.
  1. Málið með skattaleg úrræði er einmitt - að þau hafa þau áhrif að "auka það fé sem verður eftir í vösum fólks" sem og "fyrirtækja."
  2. Það þíðir, að slík úrræði fela það í reynd í hendur hvers og eins, sem og hvers og eins rekstraraðila - - að hagnýta sér þau bættu tækifæri sem úrræðin fela í sér.
  • Það er ekki verið - - að sækja úrræðin til ríkisins.
  • Eða sækja björgina - - til einhvers "bjargvætts."

Heldur væri þetta, almenn aðgerð, sem einmitt mundi gera þ.s. SDG hefur sjálfur talað um á góðum dögum, skapa jákvæða hvata.

  1. Með "skattalegum úrræðum" er hægt að mæta því vandamáli, að laun eru ívið lægri almennt á landsbyggðinni en á SA-horninu.
  2. Að auki er unnt að bæta fólki upp viðbótar galla t.d. á "köldum svæðum" með því að hafa afslátt á tekjuskatti ívið meiri þar.
  3. Að auki er unnt að hvetja til atvinnu-uppbyggingar á landsbyggðinni með skattalegum úrræðum, hvetja til fjárfestinga þar, og þar með fjölgunar starfa. Sem á endanum mundi einnig bæta lífsskilyrði og laun þar.

Í stað þess að færa einstaka stofnanir - - með miklu rifrildi í hvert sinn.

Væri málið leyst með einum rykk - - í almennri aðgerð. Og í leiðinni, efling atvinnulífs sett í hendur fólksins sjálfs sem býr úti á landi.

Ég held að það sé vel unnt að fá samþykki fyrir því að skattalegt umhverfi komi til móts við landsbyggðina - - ef málið er sett fram með nægilega sannfærandi hætti.

Þá meina ég, eftir greiningarvinnu, þ.s. sýnt væri fram á tiltekin mælanleg einkenni, sem unnt væri að hafa sem -óumdeild viðmið.-

Skiptingu einstakra sveitafélaga milli skilgreindra "hópa" væri unnt að láta sæta endurskoðun t.d. einu sinni per áratug, eða einu sinni annan hvern áratug.

 

Niðurstaða

Mér líst afar illa á þá leið sem virðist stefna, að efla atvinnulíf á landsbyggðinni með tilfærslu starfa. Það virðist mér ákaflega skilvirk leið til þess að framkalla ríg, rífrildi og leiðindi. Það er við starfsmenn ríkisins og milli einstakra landshluta. Rifrildi milli þeirra um opinber störf. Þeir eru líklegir að heimta að sinn hlutur sé réttur ef þeim virðist annar landshluti vera að fá meira. 

Þetta auðvitað bætist ofan á deilur þær sem ríkið þegar stendur í við einstaka hópa um kaup og kjör - - sbr. læknadeiluna, er ríkið virðist standa nánast ráðalaust gagnvart. Og er alveg fyrirfram vitað, að ef ríkið samþykkir þær kröfur, að þá koma næstu hópar launamanna og heimta einnig stórfelldar prósentu hækkanir.

Ríkið -eins og ég benti á- skóp að verulegu leiti sér þennan vanda, er það samþykkti 2-ja stafa launakröfur til kennara. Svokallaða -leiðréttingu launa þeirra- sem að sjálfsögðu hefur kallað fram kröfur annarra hópa launamanna um sambærilegar hækkanir eða "leiðréttingu."

Ríkið gæti verið við það - - að opna á sambærilegt "Pandórubox" þegar kemur að landshlutaríg, ef farið verður að tillögu Landshlutanefndar.

  • Í öllum þessu látum - tínist markmiðið um hallalausan ríkissjóð.
  1. Ríkið verður að átta sig á því, að eins og með vinnumarkaðinn þá gengur það ekki að "taka eitt svæði út" eins og það gengur ekki að taka einn hóp út fyrir sviga.
  2. Heldur verður í báðum tilvikum - - að bjóða upp á "samræmd úrræði."

Vanda landsbyggðar verði að leisa með almennum hætti, ekki einungis til að forða því allsherjar rifrildi sem annars verður og þeim kostnaði sem kröfur og gagnkröfur geta leitt á ríkið.

Heldur ekki síst, vegna þess að það sé mun skilvirkara að fela það í hendur hvers og eins einstaklings, eða fyrirtækis - - að leysa vanda síns svæðis. Því að þeir einstaklingar sem búa á hverjum stað, sem og rekstraraðilar starfandi þar - - hafa mun meira vit á því, hvað sé skilvirk fjárfesting þ.s. þeir eru - en ríkið eða pólitíkusar, þó þeir telja sig starfa fyrir viðkomandi svæði.

  1. Að úrræði til leiðréttingar stöðu svæða, felist fyrst og fremst í skattalegum úrræðum - - þannig að - -> Ríkið sé ekki að ákveða hver fær hvað, þegar kemur að störfum og atvinnu.
  2. Heldur sjái frjálsir einstaklingar og atvinnulíf, sjálft um það að skapa þau störf.

Ekki síst, er það málið - - að ég er ekki hrifinn af þeirri hugsun, að verið sé að sækja störf til ríkisins, björg til ríkisins - - það bæli sjálsbjargarviðleitni, sú hugsun að ríkið færi okkur björgina.

Ég vil frekar, beita úrræðum - sem efla sjálfsbjargar viðleitni. Sem hvetja til þess, að fólk taki málin í sínar hendur. Hvetja það til þess, að skapa störf á þeim svæðum þar sem það sjálft býr.

  • Ég er reyndar smávegis hissa á Framsóknarflokkknum - að vera að einblína á ríkisstörf.
  • Ég hefði búist við því frá, VG.

Í stað þess að horfa til skattalegra úrræða, sem mundu hjálpa fólki á svæðum með þeim hætti, að það hafi aukið fé milli handa - - svo það geti sjálft ákveðið hvað skal gera.

Ég hefði talið það standa Framsóknarflokknum nær, að efla sjálfsbjargarviðleitni. Skapa jákvæðar hvatir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Góð grein drengur. Efla atvinnu gerir maður með því að búa eitthvað til,rækta land eða byggja hús. Er auðvelt fyrir alla Íslendinga að sjá hverskonar aumingjar þarna sitja núna og "ráða" Vörpum þessari embættismannaklíku fyrir borð núna snöggvast og landið fer á augabragði á réttan kjöl.Meina nú strákarnir eins og venjulega.

Eyjólfur Jónsson, 15.12.2014 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband