13.12.2014 | 00:21
Hinar miklu olíuverðslækkanir munu líklega leiða til hágengis Bandaríkjadollars, það hágengi gæti hugsanlega startað kreppu í einhverjum nýmarkaðslöndum
Málið er að það stefnir sennilega í verulega aukningu neyslu almennings í Bandaríkjunum, vegna olíuverðs lækkana. Þó að eldsneytisverð sé lægra í Bandaríkjunum en í Evrópu, þá vegur á móti að vegalengdir innan Bandaríkjanna eru verulegar -annars vegar- og -hins vegar- að opinber samgöngukerfi innan Bandaríkjanna eru almennt til muna lakari en í Evrópu.
Svo þrátt fyrir lægra eldsneytisverð - hefur olíuverðlagslækkun sennilega stærri neyslueflandi áhrif innan Bandaríkjanna en innan Evrópu.
"Brent crude...has plunged 45 per cent since mid-June, fell...to $61.73 a barrel."
Eins og sést á tilvitnun að ofan, er olíuverð nú að nálgast 60$ mörkin, miðað við hve hratt það hefur lækkað - - gæti það sigið niður í 50 og eitthvað.
- Þegar eru menn að spá verulegri neyslubylgju í Bandaríkjunum á nk. ári, því verulegum viðbótar hagvexti + ekki síst, verulegri fjölgun starfa í verslunargeiranum.
- Það má einnig reikna með aukinni eftirspurn í eignum almennt, ekki síst fasteignum - og þá því að fasteignaverð fari að rísa - - sem hefur þá viðbótar "auðs áhrif."
- Þess vegna, má fastlega reikna með því sem fullkomlega öruggu nú, að "US Federal Reserve" muni hætta prentun fyrir árslok.
- En ekki einungis það, heldur því má vænta að vextir í Bandaríkjunum fari upp fyrir "0" mun fyrr - - en haldið var t.d. fyrir 6 mánuðum.
Olíuverðlagslækkunin er að breyta verulega myndinni hvað varðar efnahag landa. Þeirra sem kaupa olíu og nota hana. Hún hljóti að efla hagvöxt í heiminum, nema að til komi undirliggjandi veikeikar sem kollvarpi slíkri niðurstöðu.
Það má vænta að gengi dollars muni rísa verulega á nk. ári
Áhugaverð aðvörun kom frá "Bank of International Settlements" á þeim nótum, að hækkun dollars gæti skapað vandræði innan svokallaðra "rísandi hagkerfa" eða "emerging economies."
Sjá: Quarterly Review
Það sem horft er á, er að árin þegar dollarinn hefur verið mjög lár þ.e. 2008-2013, var mjög mikið um það að einkafyrirtæki í "ný-markaðslöndum" eða "rísandi hagkerfum" væru að notfæra sér það að lántökur í dollar voru sérlega hagstæðar þau ár - - meðan að vaxtaumhverfið var mjög lágt þegar prentun Seðlabanka Bandar. var á fullu.
- Sömu ár var gengi dollars einnig sérlega hagstætt - miðað við gjaldmiðla þessara landa.
- En rísandi gengi dollars mun skekkja þá mynd, þ.e. þá hækka dollaralánin í andvirði miðað við andvirði þeirra fyrirtækja í nýmarkaðslöndum er tóku lán í dollar.
- Að auki, verða dollaralánin meira virði miðað við gjaldmiðla þeirra landa.
Íslendingar sáu þetta mjög vel - þegar gengi krónunnar lækkaði mikið í kjölfar bankahrunsins, að þá urðu þeir aðilar er höfðu tekið erlend gjaldeyrislán - - margir fyrir slæmu áfalli.
Þetta er þ.s. "BIS" er að vara við, að hækkun dollara geti skapað vandamál.
"...emerging market borrowers had issued a total of $2.6tn of international debt securities, of which three-quarters were denominated in dollars. International banks cross-border loans to emerging market economies amounted to $3.1tn in mid-2014, mainly in US dollars, the BIS added..."
- Ný lán árin 2008-2013 voru upp á ca. 2.000 milljarða dollara til fyrirtækja í nýmarkaðslöndum skv. þessu.
- Heildarumfang dollaralána sé ca. 3.100 milljarðar dollara.
- Menn hafa áður orðið vitni að því, að stórar sveiflur í gengi dollars, skapi vandamál í öðrum löndum. Gjaldþrot Argentínu 2000 er sennilega með frægari afleiðingum hækkun dollars á seinni hl. 10. áratugarins.
- En frægari er þó Asíufjármálakrísan sem varð á seinni hl. 10. áratugarins, þá í nýmarkaðslöndum Asíu.
BIS getur auðvitað ekkert fullyrt.
En engar upplýsingar liggja fyrir um - dreifingu þessara lána, sem hafa verið tekin af einkaaðilum.
En mörg þeirra voru ekki veitt með "dæmigerðum hætti" heldur með "útgáfu skuldabréfa" sem vestrænir fjárfestar í leit að "rentum" keyptu á markaði að því er virðist, umhugsunarlítið.
Þetta leiðir til þess, að engin leið er að spá fyrir um það - hver hættan er.
Heldur erum við að feta okkur inn í myrkrið, vitum ekki hversu alvarlegt þetta er, eða verður.
Niðurstaða
Bandaríkin munu líklega hafa góðan hagvöxt á nk. ári - þó það gagnist ekki Obama forseta sem á 2-ár eftir. Þá getur þetta gagnast Demókrötum þegar dregur að nk. forsetakosningum. En efnahags uppgangur -jafnvel þó að ríkjandi stjórnvöld séu ekki raunverulega að búa þann hagvöxt til- oftast nær gagnast þeim flokki sem er við völd.
Góður hagvöxtur á nk. ári, batnandi árferði næstu 2-misseri, gæti tryggt Demókrötum næsta forseta Bandaríkjanna. Hvort það verður "frú Clinton" á eftir að koma í ljós.
- Á móti kemur óvissa um hugsanlega neikvæðar afleiðingar hækkandi dollars, en hann mun sannarlega hækka verulega, ef þetta allt rætist - sem mun efla kaupmátt Bandaríkjamanna enn frekar.
- Ef það verður svo, að góður hagvöxtur skellur á í Bandaríkjunum nk. 2 ár.
Það þarf þó ekki að fara svo, að þó að aðvörun "B.I.S" reynist rétt, að kreppa skelli á í einhverjum "nýmarkaðslanda" - > að það leiði til neikvæðra efnahagslegra boðafalla, er mundu ná alla leið til Bandaríkjanna.
Á hinn bóginn, gæti verið þess virði, að fylgjast með Evrópu á sama tímabili - en lækkandi olíuverð þó það ætti einnig að vera að nokkru leiti efnahagslega jákvætt fyrir Evrópu. Getur hugsanlega dugað til að hrinda af stað verðhjöðnun í Evrópu. Þá reynir á viðbrögð Seðlabanka Evrópu - - það virðist loksins stefna flest í þá átt að "ECB" hefji sambærilega seðlaprentun á við þá sem Seðlabanki Bandar. stundaði um árabil. En á sama tíma, er það ekki enn algerlega víst - - of veik viðspyrna gæti leitt til verðhjöðnunarspírals í Evrópu.
Og því óvæntrar kreppuhættu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi hagvöxtur er falskur, því engin aukin viðskipti af hálfu bandaríkjanna á sér stað. Þetta "fiktional" hagnaður, sem er einungis bóla ... þessi sama bóla mun hafa neikvæð áhrif á útflutnings getu Bandaríkjanna, og að auki eru stærstu gróðrar aðilar þessara aukinna gilda bandaríkjadollar ... KÍNVERJAR.
Ástæða hagvaxtarins, er ólían ... sem ekki er bandarísk, en bandaríkjamenn reyna að drýgja tekjurnar með að taka prósentur af öllum olíu kaupum sem eiga sér stað.
Næsta skref bandaríkjanna, er að reyna að frysta eignir Kínverja, vegna þess að þeir eru hræddir við að Kínverjar muni setja "dollaraflóð" af stað, sem getur gert algerlega útafvið Bandaríkin, fyrir fullt og allt. Á svipaðan hátt og Soviet. Þetta er aðal ástæða þess að bandaríkin rændu Rússa á Malta og Kýpur, til að koma í veg fyrir að Rússar myndu nýta sér auðæfinn til að setja af stað dollaraflóð. En eins og þu "veist" sjálfsagt, þá gerðu Bandaríkjamenn lofstlags tilraunir á sínum tíma, sem höfðu í för með sér langtíma skort á hveiti og hveiti uppskeru þar eystra. Sem bretar fylgdu eftir, með Rúblu flóði ... þetta tvennt, var ástæða þess að Soviet ríkin hrundu. Bandaríkjamenn óttast "hefnd", en hverju Kínversku barni er kennt í skóla hvernig vesturveldin myrtu og auðmýktu þá, svo að það er enn stærri hætta á Kína-henfd.
Með öðrum orðum vinur ... svaðið er eina framtíðin.
Vegna þess að Bandaríkin eru kjarnorkuveldi, mun enginn beita Bandaríkin valdi ... en heimurinn mun beita "vini" þeirra refsingu fyrir hroðaverk þeirra. Hér, í Evrópu ... og þar með Ísland.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 12:24
Bjarne, hvað varstu að reykja :) Virkilega, ef dollarinn lækkar í virði - þá tapar enginn meir á því en Kíverjar sjálfir. En þá hefur það sömu áhrif og gengislækkun krónunnar hér, að stórfellt gera innflutt dýrara. Sem þíddi að Kanar mundu kaupa miklu minna af kínv. vörum. Laun mundu líka lækka, þar með útfl. Bandar. vaxa. Bandar. fyrirtæki gætu orðið samkeppnisfær v. kínv. útfl. fyrirtæki. Það eru ekki Bandar. sem færu í rúst.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.12.2014 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning