11.12.2014 | 23:54
Hrun yfirvofandi í Venesúela? Skuldatryggingaálag landsins tæp 38%, á Íslandi fór það hæst í rúmlega 11%
Markaðurinn skv. þessu telur gjaldþrot landsins bersýnilega yfirvofandi, en sennilega var ekkert land í heiminum viðkvæmara fyrir lækkun olíuverðs. Skv. nýjustu fréttum er verð fyrir fat að nálgast 65$, en verðið var ca. 115$ júní 2014.
Sósíalista bylting Hugo Chavez hefur verið ákveðinn kyndilberi fólks með viðhorf langt til vinstri - gríðarlega mikið af fyrirtækjum hafa verið "þjóðnýtt" þ.e. yfirtekin af ríkinu. Þannig hefur sósíalistaflokkur landsins skipulega lagt í rúst, stétt fyrirtækjaeigenda í landinu - hina eiginlegu kapítalista.
Á sama tíma hefur sífellt meiri byrði í formi samfélagslegra útgjalda verið lögð á ríkisolíufyrirtækið, í formi beinna félagslegra styrkja af margvíslegu tagi - allt frá niðurgreiðslum á eldsneyti, yfir í niðurgreiðslur á mat, leigu - lífeyrisgreiðslur.
- Landið var þegar með verulegan fjárhagslegan halla, áður en olíuverð fór að lækka sl. sumar.
- Að auki, virðist ríkissjóður landsins vera staddur í mjög alvarlegri stöðu skuldalega, sérstaklega í formi gjaldeyrisskulda.
Það einfaldlega þíðir - - fullkominn storm. Þegar gjaldeyristekjur landsins skreppa saman, þá sverfur að þeim sem hafa fengið greiðslur meira eða minna beint í gegnum olíutekjur landsins, sem skapar nýja samfélagslega óánægju - - og samtímis minnka þær tekjur er standa undir ríkisskuldum landsins.
Venezúela getur því orðið fyrsta fórnarlamb - olíuverðs lækkana þeirra er hafa átt sér stað undanfarna mánuði.
Venezuelan default protection cost hits record high
Skv. fréttum, er verðbólga yfir 50% nú þegar, mikill og vaxandi skortur er á innfluttum varningi í verslunum, hratt vaxandi örbyrgð hafi skapað glæpabylgju!
- Ástæðan fyrir skortinum - virðast tilraunir Nicolás Maduro núverandi forseta til þess að halda aftur af verðhækkunum.
- En stjórn sósíalista hefur gjarnan gripið til þeirra aðgerða að "banna verðhækkanir" og síðan að - yfirtaka verslanir sem brjóta bannið, þ.e. þjóðnýta.
Þetta breytir ekki þeim grunn efnahagslegu sannindum, að þegar gengi gjaldmiðilsins er að hrynja stórt í tengslum við fall gjaldeyristekna - - að þá er enginn mannlegur máttur sem getur komið í veg fyrir að innfluttar vörur hækki.
Verslanir hætta þá að selja "innfluttar vörur" í hillum sínum sem þíðir væntanlega að verslanir er selja raftæki hafa lítið upp á að bjóða frammi við búðarborðið, sem þá þíðir þess í stað að þær vörur færast yfir á svartan markað - eða eru seldar út um bakdyrnar.
Það verður þá eins og í A-Evrópu eða Sovétríkjunum síðustu árin, að selt er í gegnum bakdyr af lagerum eða í gegnum einhver önnur skúmaskot.
- Það gengur í dag verulegt spillingarorð, af þeim mikla ríkisrekstri sem stundaður er vegna hinna fjömörgu yfirtaka fyrrum einkafyrirtækja af margvíslegu tagi.
- Þannig var það í Sovét einnig - - þ.e. eins og að Chavez hafi reynt að endurtaka sovétríkin, en með fjármögnun af olíutekjum.
Sennilega er það sama að gerast og gerðist í Sovét, að spillingin hleðst upp og óstjórnin - - síðan þarf einhvern "trigger" atburð til að hrunið hefjist.
- Það virðist ekki ólíklegt að sá trigger sé nú að koma í formi yfirvofandi þjóðargjaldþrots, en skuldatryggingaálag í slíkum hæðum, hlýtur að benda til þrots sem sé fremur skammt undan og talið að ríkissjóður eigi litla möguleika til undankomu.
- Spurning hversu slæmt þetta verður? En það virðist a.m.k. hugsanlegt, að það verði borgarastríð - þegar hrunið hefst fyrir alvöru.
En mikill klofningur virðist innan samfélagsins, þ.e. fjölmennir hópar enn styðja stjórnina þrátt fyrir allt - - meðan að andstæðingum hefur þó fjölgað verulega í seinni tíð.
Þegar forsetakosningar fóru fram síðast, þá fór sú kosning mjög nærri 50/50. Landið væri klofið ca. í jafn stórar fylkingar. En það var fyrir olíuverðfallið.
Hratt versnandi kjör - glæpahrynan sem líklega tengist hratt versnandi kjörum. Getur hafa breytt hlutföllunum þannig, að meirihlutinn sé nú loks andvígur stjórninni.
- Þjóðargjaldþrot getur síðan steypt landinu í mjög raunverulega upplausn.
Niðurstaða
Það getur verið stutt í mjög harkalega lendingu í Venezúela, en þjóðargjaldþrot mun leiða til þess að landið mun ekki geta flutt inn erlendan varning nema gegn staðgreiðslu, en þá tapar það öllu "kredit." Það má reyndar vera, að þegar séu seljendur farnir að krefjast fyrirframgreiðslu. Sem getur útskýrt af hverju vöruskortur sé ef til vill að ágerast þessar vikurnar.
En þegar Ísland var með "CDS" eða skuldatryggingaálag yfir 1.000 punktum og það fór aldrei hærra en rúmlega 1.100 punktar, þá var Ísland í því ástandi tímabundið - að það var erfitt með innflutning. Einmitt út af þess konar kröfum um staðgreiðslu. Flugleiðir meira að segja lentu stundum í vandræðum, þegar krafist var fyrirframgreiðslu á eldsneyti.
Venezúela er með "CDS" í 3.776 punktum eða 37,76%. Það þíðir að ef landið fær 100 Dollara að láni, fær það í reynd eingöngu 62,24 Dollara. En skuldar samt 100 Dollara. Restin fer í áhættuþóknun til þess er lánar.
Skuldir landins hljóta þegar vera að seljast gegn hressilegum afföllum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hrun í venesúela? getur það verið einar - þeir eru ekki í ljóta bandalaginu ESB
Rafn Guðmundsson, 12.12.2014 kl. 00:39
ESB er hvorki trygging á velsæld né örugg leið í glötun. Ég sé þó ekki alveg hvað það kemur inn á þetta tiltekna mál.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.12.2014 kl. 04:11
Sósíalisminn lætur ekki að sér hæða.
Eftir því sem mér skilst eru skuldir Venesúvela seldar á í kringum 40 sent á dollar og á niðurleið.
G. Tómas Gunnarsson, 12.12.2014 kl. 08:19
Því get ég vel trúað. Þetta hrun getur orðið ljótt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.12.2014 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning