Sennilega er mikilvægasta niðurstaða skýrslu bandaríska þingsins um pyntingar á vegum CIA sú að þær pyntingar hafi ekki skilað nothæfum gögnum

Þetta hefur verið vitað lengi, að fólk sem er pyntað - segir hvað sem er til að losna við þjáninguna. Fer að babbla og spinna. Skv. frétt NYTimes þá kemur fram í skýrslunni, að leitin af Osama Bin Laden - leiddi ekki til niðurstöðu vegna gagna sem aflað var í gegnum pyntingar. Heldur var að þakka, hefðbundnum aðferðum við gagnaöflun - þ.e. að fylgjast með grunsamlegum einstaklingum, leita upplýsinga frá öðrum leyniþjónustum, og ekki síst þegar menn nálguðust sporið að hlera síma þeirra sem taldir voru grunsamlegastir.

Senate Report Rejects Claim on Hunt for Bin Laden

Ef það er einhver ástæða að ætla, að þær pyntingar sem stundaðar voru í tíð Bush forseta verði ekki endurteknar, þá er það sennilega sú niðurstaða að þær séu gagnslausar.

Það er ef til vill kaldhæðið að segja þetta - en mig grunar að þetta sé megin ástæða þess, að pyntingar hafi almennt séð fallið í ónáð; þ.e. ekki vegna þess að þær séu taldar rangar, heldur að þær skili ekki gagnlegum upplýsingum.

Því miður hef ég það dökka sýn á manninn - - að ég tel, að ef annað gilti um, að pyntingar raunverulega virkuðu - - > Þá stunduðu öll ríki heims, pyntingar enn þann dag í dag. Gagnrýnisraddir væri settar til hliðar, ekki á þær hlustað.

 

Mannréttindalögfræðingar vilja að höfðuð verði dómsmál!

Ég tek algerlega undir það, en að mínum dómi væri það mjög sterkur leikur fyrir Bandaríkin - - sem mundi fara mjög langt með það, að lagfæra þann álitshnekki sem Bandaríkin hafa orðið fyrir síðan Bush forseti tók þá ákvörðun að hefja "ólöglegt" stríð í Írak - og ekki síst er hann heimilaði pyntingar.

En þegar Íran-Contra skandallinn, fór hátt í tíð Reagan, þá lyktaði hann með því, að dómsmál voru höfðuð og þau leiddu til sakfellingar.

CIA torturers should be prosecuted, say human rights groups

Amid Denuciations of Torture, Some Praise for U.S. Openness

Obama hefur ef til vill það sem mætti kalla - lokatækifæri til að sýna að einhver töggur sér í karlinum. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri, þegar 2-ár eru eftir að síðara kjörtímabili.

Hann hefur vel efni á því, að taka slíka ákvörðun - bandaríska þingið eftir allt saman getur ekki orðið honum andsnúnara en það þegar er.

Þó að flestir Repúblikanar virðast gagnrýna skýrsluna, þá vakti athygli að McCain gerði það ekki, heldur þakkaði höfundum fyrir gott verk - - > Enda varð hann sjálfur fyrir pyntingum er hann var flugmaður eftir að hafa verið skotinn niður yfir Víetnam.

  1. Bandaríkin mega eiga að það er út af fyrir sig - sigur að skýrslan kom fram, fékkst birt.
  2. Ég skal segja, að ég býð þess með eftirvæntingu að Pútín fyrirskipi sambærilega rannsókn innan Rússlands, á hegðan eigin leyniþjónustu :)

 

Niðurstaða

Vonandi hefur Obama smávegis hugrekki, til þess að fyrirskipa formlega dómsrannsókn á athæfi starfsmanna CIA. En þ.s. ætti að gera dómsmál möguleg er ekki síst það atriði, að í fjölda tilvika virðast starfsmenn CIA hafa gengið lengra - - en útgefin viðmið Bush stjórnarinnar formlega heimiluðu.

Að hefja dómsrannsókn, væri sennilega besta vítamínssprauta sem Bandaríkin gætu framkvæmt, til að lagfæra þann álitshnekki sem Bandaríkin urðu fyrir í tíð Bush.

Það væri sérdeilis gagnlegt, nú þegar -nýtt Kalt Stríð er líklega að hefjast- fyrir Bandaríkin að nýju, að hækka sig í áliti annarra þjóða.

En Bandaríkin munu þurfa á velvild annarra þjóða að halda, þ.s. þau munu þurfa á samvinnu annarra þjóða að halda, eins og í síðasta "Kalda Stríði."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband