Væri það virkilega til að stórauka tekjur af afla - að innkalla allan kvóta, síðan bjóða hann upp á ári hverju?

Það er út af umræðu sem ég lenti í, sem ég fór að velta þessu máli fyrir mér - eina ferðina enn. En ég hef töluvert lengi verið efins um það, að þessi hugmynd - allur kvóti á uppboð; mundi raunveruleg leiða til þess. Að stórfellt auknar tekjur mundu berast til almennings.

 

Fyrst skulum við aðeins velta upp núverandi ástandi!

Það augljóst skapar verulegan hagnað hjá útgerðarfyrirtækjum, sem og hjá eigendum útgerðarfyrirtækja. Þetta telja áhugamenn um "uppboð" sönnun þess að þarna sé mikið magn fjár sem unnt sé að sækja með uppboðs aðferðinni.

En af hverju framkallar fyrirkomulagið hagnað?

  1. Fyrirtækin hafa öruggan kvóta ár hvert, sem þau geta gengið að sem vísum. Það þíðir að þau geta gert langtímaáætlanir um nýtingu þess afla sem þau vita að þau hafa aðgang að. Þetta þíðir ekki síst - - > Að þau geta gert framvirka sölusamninga við seljendur. Þ.e. selt framtíðar fisk óveiddan, einnig selt gert langtíma sölusamninga við sömu aðila. Punkturinn við þetta atriði - - > Er að þetta tryggir þessum útgerðaraðilunum betra verð en þau ella mundu fá. Ef þau gætu ekki tryggt öruggan fisk. Ástæða hagnaðar nr. 1.
  2. Öruggur kvóti, þíðir einnig "öruggar tekjur" sem leiðir til þess, að fyrirtækin teljast tiltölulega áhættulítil þegar kemur að lánaviðskiptum við banka eða fjármálastofnanir. Það þíðir að sjálfsögðu hagstæðari kjör á lánum, og einnig að bankarnir eru tilbúnir að lána til lengri tíma en þeir annars væru sennilega tilbúnir til. Þetta þíðir m.a. að þessi fyrirtæki eiga auðveldar með að "fjármagna fjárfestingar" sbr. kaup á skipum, endurnýjun skipa og búnaðar - þannig að efla starfsemi sína, ekki síst að tryggja að skipin séu ekki of gömul og léleg, búnaður úr sér genginn. Ástæða hagnaðar nr. 2.
  3. Öruggur kvóti þíðir einnig að auki, að útgerðarfyrirtæki geta hagað veiðum eftir því sem "hentar mörkuðum" til að hámarka verð, tryggja að ekki verði verðfall vegna offramboðs. Ástæða hagnaðar no. 3.
  • Því má ekki gleyma að góður hagnaður fyrirtækjanna, hefur skilað góðu verði á hlutafé - þannig háu markaðsvirði margra af þessum fyrirtækjum.

 

Þá er það spurning, hvaða áhrif það hefði, að setja kvóta á markað, og hafa uppboðin árleg?

Augljóst er þá búið að afnema "öryggið" hvað aðgang að afla varðar, og það auðvitað hefur nokkrar afleiðingar.

  1. Rökrétt séð, ætti það að leiða til þess, að útgerðarfyrirtæki geta ekki lengur tryggt "áreiðanlegt" framboð af fiski til seljenda. Svo að rökrétt afleiðing yrði sennilega - að þeir langtímtasölusamningar sem mörg betri stæð útvegsfyrirtækin hafa í dag "tapast" - -> Sen rökrétt ætti að leiða til þess, að mögulegur hagnaður útvegs fyrirtækja minnkar, vegna þess að þau verða af "tekjum." Ástæða minnkun hagnaðar nr. 1.
  2. Næsta rökrétta afleiðing, væri að lán til útvegsfyrirtækja yrðu dýrari en áður. En með því að breyta öryggi um afla í - óvissu um afla. Þá mundu þau hætta að verða eins traustir lánþegar. Sem ætti þá að gera banka og fjármálastofnanir mun tregari en áður, að veita þeim lán til langs tíma og að auki má reikna með hærri vöxtum. Þetta ætti rökrétt séð, að gera þeim erfiðar að fjármagna stórar mikilvægar fjárfestingar sbr. endurnýjun skipa, ný skip, eða ný tæki - eða útþenslu. Það má því reikna með því að flotinn mundi eldast, endurnýjun verða hæg. Þau mundu hætta að hafa efni á skilvirkustu tækni í boði hverju sinni. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 2.
  3. Þar sem kvótaeignin er ekki lengur örugg til langs tíma. Grunar mig að fyrirtækin muni leitast við að veiða hann upp sem fyrst - svo þau brenni ekki hugsanlega út með ókláraðan kvóta. Og það gæti aukið líkur á því, að afli berist á markaði þegar það síður hentar - þannig að verðfall verði vegna offramboðs. Þ.e. markaðsstýring sjávarfyrirtækja mundi verða síður skilvirk. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 3.
  • Svo má ekki gleyma því, að markaðsvirði útvegsfyrirtækja mundi hrynja verulega við slíka breytingu.
  • Mig grunar að það gæti leitt til þess, að mörg þeirra yrðu minna virði en eigin skuldir.
  • Það ofan í aukna óvissu um tekjur - mundi leiða til þess að bankar mundu innkalla lán, og kalla fram gjaldþrot margra þeirra.
  • Við slíkar aðstæður gæti einnig orðið verlegur eignabruni hjá útvegsfyrirtækjum þ.e. hrap eigna í andvirði. Þannig að lánatap yrði verulegt.
  • Spurning hvaða áhrif það hefði á heilsu fjármálakerfisins.

 

Punkturinn sem ég vildi koma að - - er að ég sé ekki að uppboðsfyrirkomulagið skili endilega meiri tekjum til almennings

Mér virðist eiginlega að hlutir geti æxlast alveg á hinn veginn.

  1. En vegna þess að mér virðist tekjumöguleikar útvegs fyrirtækja umtalsvert skertir, við það að framkalla óvissu um framtíðar afla og tekjur.
  2. Auk þess að fjárfestingakostnaður yrði verulega meiri að miklum líkindum.
  • Þá blasir ekki endilega við mér, að þau yrðu fær um að greiða mjög há verð fyrir kvóta á uppboðum.
  • Þvert á móti gæti það farið þannig, að verulega veikari fyrirtæki með mun slakari fjárfestingagetu - - mundu einmitt ekki geta greitt sérdeilis há verð.

En sumir ímynda sér að slíkir uppboðsmarkaðir stórfellt auki tekjur almennings af fiskveiðum.

 

Niðurstaða

Það hafa sumir verið hrifnir af þeirri hugmynd að setja allan kvóta á uppboð, sem haldin væru reglulega - jafnvel árlega. Í þessum pistli tók ég fyrir rökréttar alfeiðingar þess, að setja allan afla á markað og hafa þau uppboð - tíð. Þ.e. einu sinni á ári.

  1. Það er á hinn bóginn unnt að hugsa sér mun mildari uppboðs leið.
  2. Að einungis hluti kvóta sé á uppboði í hvert sinn, t.d. 20%.
  3. Og að kvóti sé til 5 ára a.m.k. En 20% regla mundi leiða til 5 ára reglu.

Það væri einnig unnt að miða út frá 10% og 10 ára reglu. Það má vera að sá kostur komi skárst út. En þá væru fyrirtæki enn fær um að bjóða langtíma sölusamninga, og áfram fær um að skipuleggja veiðar fram í tímann, og fjárfesta án þess að það verði óskaplega óhagstæð kjör. Þau ættu þá að hafa sæmilega getu til að bjóða í kvóta.

  • Ég skal ekki útiloka að skynsamt uppboðs fyrirkomulag geti leitt til eitthvað aukinna tekna af sjávarútvegi til almennings.
  • En á sama tíma er ég þess fullviss, að hugmyndir sumra um gríðarlega tekjuaukningu til almennings - séu of háleitar.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hefurðu nokkuð velt því fyrir þér að kvótakerfið er = mannlíf í sjávarbyggðum á uppboðsmarkaði?

Kvótinn á markað er ómerkileg hjáleið við ljótustu blekkingi Íslandssögunnar.

Fólk á að hafa þau mannréttindi í þem byggðarlögum sem byggðust upp með fiskveiðum - að mega sækja sér lífsbjörg í sameiginlega auðlind.

Kvótakerfið er ónauðsynlegt og ómenneskjulegt.

Ef ástæða er til að takmarka sókn í nytjastofna á að nota sóknarmarkið - dagakerfið sem Færeyingar nota.

Árni Gunnarsson, 9.12.2014 kl. 10:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

 "Það er ekki á vísan að róa", segir gamalt máltæki.
Hvar finnast sögur af útgerðaröryggi?

Er skylda að trúa þeim áróðri að verðmætir markaðir séu í hættu?

Venjulega felur "tryggur markaður" í sér að seljandinn fellst á að SLÁ af verði ef kaupandinn lofar að kaupa tiltekið magn sem seljandinn þarf að afsetja.

Úrvalsvara selst alltaf fyrir hæsta verð.

Kvótakerfið er bein afleiðing markaðslögmálsins sem tryggir þeim milljarðahagnað sem hætta í útgerð og selja kvóta og skip.

Kvótakerfið ber í sér alla þá óhagræðingu, mismununun og mannréttindabrot sem þekkist hér á landi og að auki skipar það sjómönnum fyrir um brottkastið sem ekki þekkist að sjálfsögðu í sóknarmarki dagakerfi.

Árni Gunnarsson, 9.12.2014 kl. 10:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er ósammála þér hvað kvótakerfið varðar, tel reynsluna af sóknardagakerfinu slíka frá fyrri tíð, svari öllum spurningum um það hvort kerfið er heppilegra þ.e. skynsamara - þá ég ég við, hvort kerfið kemur út betur tekjulega fyrir fyrirtækin og landsmenn.

Auðvitað tapar e-h, þannig fer það alltaf, en Ísland getur ekki rekið fiskveiðar með fyrst og fremst "félagslegri nálgun" Noregur getur það en Noregur hefur aðra auðlynd, sem heldur landinu uppi - - ef við eignumst olíu má vera að við getum hætt að treysta á fiskveiðar sem grunnatvinnuveg, og höfum þá efni á að fara þá leið sem þú vilt fara, að notast við miklu mun kostnaðarlega séð óhagkvæmara kerfi sem og kerfi sem veitir mun lakari tekjur - en er félagslegra séð vænna þ.e. vænna fyrir mannlíf á afskekktum stöðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.12.2014 kl. 11:25

4 Smámynd: Kristinn Geir Briem

ágæt grein.það sem ég vil að stjórninn afnemi veðsetníngu hvóta . þá myndast vonandi rétt verð á hvota. eins er á að bannaa framsal hvóta. ef menn nýta ekki hvótan fer hvótin til ríkisins sem úthlutar honum aftur. ef skip eru seld eru þau seld án hvóta. en hvótinn fer til ríkisins. auðvitað fara margar útherðir á hausin en lánastofnanir eiga lána útá rekstur en ekki vegna veða,

Kristinn Geir Briem, 9.12.2014 kl. 11:53

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    • Galli eitt, er að sóknarkerfi skilar stórfellt lakari afkomu, sbr. að ofan þá ertu ekki með tryggan kvóta, því eru öll atriðin sem ég nefndi að ofan "óviss" eins og útskýrt að ofan - lakari verð fyrir afla - afli streymir ójafnt á markaði þ.e. skortur þegar aflinn er búinn síðan ofnótt á markði þegar allir hamast við að veiða samtímis þannig verð falla, þú getur ekki fengið langtímasölusamninga því þú getur ekki tryggt tiltekð magn hvert ár - síðan bætist við að óvissa um afla þíðir óvissum um tekjur þess sem rekur skip þannig að fjármögnun verður eins og útskýrt að ofan mun dýrari fjármálstofnanir tregar til að lána til langs tíma, því erfiðar að fjármagna endurnýjun sem þíðir eldri og óhagkvæmari flota, ekki síst að rekstrarfélög verða fjárhagslega veik og óburðug til að fjárfesta.

    • Svo bætist í ofanálag offjárfestingin sem kerfið leiðir til, því vegna þess að aflinn kemur inn svo ójafnt þarf umfram afskastagetur verulega til að tryggja hann náist inn, og að auki umfram vinnslugetu - það gerir kerfið einni gmun kostnaðarsamara - ofan í lakari afkomu.

    Eins og ég sagði, þá höfum við ekki efni á þessu.

    ------------------------------

    Það sem við getum hugsanlega gert er að skilja hluta aflans eftir t.d. 10%. Og hafa það aukreitis fyrir félagslegt kerfi til að tryggja afskekktar byggðir.

    Þá getum við haft sóknarstýringu á þau 10%.

    Það höfum við sennilega efni á.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 9.12.2014 kl. 11:55

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Kristinn, já það finnst mér allt vel koma til greina.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 9.12.2014 kl. 11:56

    7 Smámynd: Árni Gunnarsson

    Félagsleg nálgun! og "reynslan af sóknardagakerfinu"! Ertu að segja mér frá einhverri reynslu af sóknardagakerfinu sem mér er ekki kunnugt um?
    Góðan daginn! Og er það "félagsleg og ópraktisk nálgun" að virða mannréttindi fólks?

    Ég held að þú hefðir gott af því að fá námskeið í stjórnun fiskveiða hjá Færeyingum sem nota sóknarmarkið af því að þeir gáfust upp á að stjórna með íslenska aflamarskerfinu sem þeir prófuðu í tæp tvö ár aður en þeir gáfust upp. Þeir vilja nefnilega ekki henda fiski og þeir telja það ljótt.

    Hvaða reynslu hefur þú af verslun með fisk sem segir þér frá þessu með langtímasamninga?

    Það er greinilega kominn tími á að bjóða ykkur þessum fiskveiðihagfræðingum upp á spjall um hagkvæmni kvótakerfisins í sjánvarpsútsendingu.

    Ertu til í það að verja þetta bull um hagkvæmni aflamarkskerfisins og hættuna sem er því samfara að færa fólkinu á landsbyggðinni mannréttindi á ný og biðja það fólk afsökunar á því að hafa kalla' mannréttindi þess "félagslega nálgun"? Sannleikur er hinsvegar í þessu máli og hann er þannig í laginu að íslenska þjóðin hefur greitt stórlega með kvótasettu útgerðinni. Og sú meðgjöf er í formi mannlífs, mannlegrar hamingju, atvinnuleysi í kvótalausum sjávarbyggðum, vannýttri auðlind sem nemur milljarðatugum- eða milljarðahundruðum á ársgrundvelli, hrundu fasteignaverði á landsbyggðinni o.s.frv. Þú segir mér engar nýjar sögur af árangri fiskveiðistjórnunar. Ég hef fylgst með þessu máli af brennandi áhuga í sextíu ár. 

    En ég endurtek: Ertu reiðubúinn í umræður um hagkvæmni fiskveiðstjórnunar með kvótakerfi fyrir framan alþjóð?

    Árni Gunnarsson, 9.12.2014 kl. 14:40

    8 Smámynd: Kristinn Geir Briem

    no. 6 alt er spurníng um tilgang er tilgangurin samgirmi er min leið fær. ef leitast er eftir hamarksgróða ríkisins er ekki víst að hún sé góð því góðar útgerðir munu halda í sína hvóta. að selja hvóta t.d.20%. á ári  gétur ríkið grætt tvent hámarkað gróðan og komið hreifíngu á hvótan sem í sjálfu sér er gott vandin við þessa leið eru smábátarnir á líka að taka af þeim munu þeir fá forgang um kaup á hvóta eins er að selja hvótan aftur svæðisbundið austan eða vesta. norðan eða sunnan. nú var bróvaður uppoðsmarkaður á mjólkurhvóta þar sem var blint uppoð verðið fór úr 400.kr.lt. í um 200.kr. lt. ef ég man rétt þá er ekki hægt að hagræða hvótaverði                       

    Kristinn Geir Briem, 9.12.2014 kl. 17:19

    9 Smámynd: Árni Gunnarsson

    "Galli eitt er að sóknarmarkskerfi skilar stórfellt lakari afkomu". Lakari fyrir hvern? Kannski lakari afkomu fyrir þann sem þarf að geta veðsett bankanum sameiginlega auðlind þjóðarinnar. 
    Mér finnst menn dálítið roggnir að taka til máls um eitt heitasta umræðuefni þjóðarinnar af efnahagslegum toga og hefa nákvæmlega ekkert til málanna að leggja annað en gamlan blekkingaáróður hagsmunatengdra álitsgjafa.
    Hvaða rök liggja til þess að afkoma fólks sé einskis virði ef það býr við einhæf atvinnuskilyrði en í nánd við auðlind sem því er meinað að nýta?

    Árni Gunnarsson, 9.12.2014 kl. 18:39

    10 Smámynd: Hörður Þórðarson

    Alveg sammála þér, Einar. Núverandi kvótakerfi leiðir til hagræðis og stuðlar að því að skapa tekju sem koma allri þjóðinni til góða.

    Ég tel samt að stórkostleg mistök hafi orðið þegar kerfinu var komið á, en það er því miður búið og gert. Að gefa mönnum kvóta ókeypis var sennilega stórkostlegasti þjófnaður í sögu Íslands.

    Hörður Þórðarson, 9.12.2014 kl. 19:08

    11 Smámynd: Árni Gunnarsson

    Heldurðu ekki, Hörður að þeta kerfi komi sérstaklega til góða fólkinu sem býr í kvótalausum sjávarþorpum og þarf að flytjast búferlum frá óseldum fasteignum?
    Og getið þið útskýrt í fáum orðum þá hagræðingu sem felst í að veiða í 200 mílna fiskveiðilögsögu bara helming þess afla sem við veiddum með frumstæðum veiðarfærum í þriggja og fjögra mílna fiskveiðilögsögu?
    Getið þið útskýrt hvaða hagsbót við stöndum nú frammi fyrir eftir þorskastríðin?
    Guðmundur Kjærnested skipherra sagði, kominn á efri ár að hann kæmi ekki auga á til hvers hann hefði lagt sig og áhöfnina í lífshættu í þessum stríðum þegar útkoman væri sú að fáeinar fjölskyldur væru búnar að ná mestum hluta auðlindarinnar.
    Auðvitað stendur ekki steinn yfir steini í þessu skelfilegasta dæmi pólitískrar spillingar í sögu þjóðarinnar.
    Með hroðalegu og óbætanlegu tjóni fyrir land og þjóð. 

    Árni Gunnarsson, 9.12.2014 kl. 19:44

    12 identicon

    Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir þínir !

    Eianr Björn / Kristinn Geir og Hörður !

    Hafið þið - nokkrir ykkar: komið að persónulegri vinnzlu þeirra verð mæta / sem hér eru til umfjöllunar, yfirleitt ?

    Árin: 1983 - 1991,(Apríl til Apríl: sitt hvors árs / og þar á milli, eða í 8 ár - var búinn að vera liðléttingur þar stöku sinnum áður) var ég birgðavörður freðfiskjar hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf,(í minni gömlu heimabyggð) og sá alveg í hendi mér: sem og annað samstarfsfólk mitt í hvað stefndi: með hinni skelfilegu upptöku kvótakerfis í Sjávarútvegi - og hversu allt hrörnaði skjótt: í áður blómlegri atvinnugrein: þegar græðgisöfl Háskólagenginna ''fræðinga'' og annarra afætna þ.m.t.stjórnmálamanna náðu tangarhaldi sínu, á veiðum og vinnzlu fisktegundanna - og óboðlegu braski, þar með.

    Þið ættuð 3menningar: að gaumgæfa betur orð - sem og útskýringar míns kæra fornvinar:: Árna Gunnarssonar / áður en þið takið frekar til við, að hæða hann - og spotta hans gagnmerku frásögu.

    Hraðfrystihús Stokkseyrar: var einn þeirra fjölmörgu fyrrum vinnu staða minna / þar sem mig hlakkaði til komandi Mánudags nýrrar vinnu viku - í lok þeirrar líðandi: hvers Föstudags.

    Kannski: þið getið ekki:: spreng ''lærðir'' mennirnir - skilið viðhorf okkar Lifsins skóla gengnu manna / okkar Árna Gunnarrsonar - eða hvað ?

    Er - við því að búast: mögulega ?

    Með beztu kveðjum til Árna - af Suðurlandi: fremur snubbóttum, til ykkar hinna 3ja, að þessu sinni að minnsta kosti /

    Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 23:55

    13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Árni, þú ert að miða við þann tíma þegar stunduð var stórfelld ofveiði í ísl. lögsögu er flotar hollendinga, englendinga, þjóðverja, spánverja - voru hér að veiðum; og þær veiðar voru stjórnlausar.

    Sú veiði sem er stunduð í dag er sú veiði sem stofnanir bera - eftir ofveiði fyrri ára hefur tekið þá langan tíma að rétta við sér að nýju að fullu og öllu. En vonandi næst það einhvern tíma.

    En náttúran er alltaf óviss. Með gætinni notkun á henni eins og síðari ár - er a.m.k. unnt að forða því að valda frekari tjóni. Það að sjálfsögðu má aldrei aftur endurtaka þá óábyrgu stefnu að hefja að nýju stjórnlausar veiðar - - það væri að það að pissa fjöregginu niður að nýju.

    -------------------------

    ""Galli eitt er að sóknarmarkskerfi skilar stórfellt lakari afkomu". Lakari fyrir hvern?"

    Lakari fyrir alla, Árni. Fyrir alla. Lægri lífskjör þjóðar afleiðing. Þ.e. þ.s. lægri tekjur af fiskveiðum og aukinn rekstrarkostnaður við veiðar - mundi leiða af sér.

    Sóknarkerfið var óskaplega óhagkvæmt, að taka það upp að nýju mundi valda mjög verulegri kjarakserðingu - sennilega eins mikilli og þeirri sem varð við hrunið 2008.

    ---------------------------

    "Og er það "félagsleg og ópraktisk nálgun" að virða mannréttindi fólks?"

    Við höfum hreinlega ekki efni á því - - þegar verðið væri það að lækka kjör meirihluta landsmanna. Ég held að afskaplega margir mundi þá væla um þann órétt, að lækka enn frekar í kjörum en orðið er.

    Hér verðum við að taka rétt meirihlutans framyfir. Svo einfalt er það.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 9.12.2014 kl. 23:55

    14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Óskar, það blasti við frá upphafi, að það mundi valda einhverjum sárindum að auka hagkvæmni veiða - sem augljóst fólst í því að fækka þeim sem stunda veiðar samtímis því að skipum mundi að auki fækka sem og þeim stöðum þ.s. vinnsla afurða fer fram.

    Þ.e. hugtakið stærðarhagkvæmni, að færri en stærri aðilar taki að sér verkið, að stærri skip veiði megnið af aflanum svo færri hendur geti séð um það verk að draga aflann að landi, og síðan að færri en stærri verkunarhús með aukinni sjálfvirkni mundu fullvinna.

    En með þessu náðist samtímis, minnkun kostnaðar við sjósjókn þ.e. afla tekna fyrir þjóðarbúið með veiðum, og auknar tekjur af þeim veiðum þegar þeir sem sáu um að draga aflann úr sjó - - gátu gengið að því vísu að geta fiskað þegar hentar markaðinum, að geta tryggt seljendum afla fram í tímann fengið hærri verð með langtímasamningum. Síðan með færri en hagkvæmari verkunum, þá einnig minnkar kostnaður við vinnslu án þess að tekjur tapast.

    Allt þetta stórfellt bætti afkomu veiða og vinnslu, leiddi til þess að heildartekjur þjóðarinnar af veiðum og vinnslu, hafa aukist verulega.

      • Þjóðin sannarlega fórnaði einhverjum fyrir þetta, þeim stöðum sem hafa misst kvótann frá sér, vinnuna frá sér.

      • En á móti, hefur tekist að hífa upp kjör meirihluta þjóðarinnar.

      Hvort það sé of mikið óréttlæti fólgið í því að bæta kjör allra, á sama tíma og sannarlega hefur sumum verið fórnað - - verður hver fyrir sig meta.

      En sú fórn var ekki til einskis. Hvort það dugar sem plástur á það sár, að vita að fórnin skuli hafa leitt til betri kjara meirihluta þjóðar. Það má vera það geri það ekki í augum þeirra, sem sáu eftir vinnunni.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 10.12.2014 kl. 00:07

      15 identicon

      Afsakið: innsláttar villur mínar / á stöku stöðum - hér efra.

      ÓHH

      Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 00:07

      16 identicon

      Sælir - á ný !

      Einar Björn !

      Hvaða ''hagkvæmni'' ?

      ''Hagkvæmni'': einka gróða púkanna / og áhangenda þeirra kannski: Einar minn ?

      Reyndu ekki - að snúa þér út úr alvarleika málefnisins: með einhver jum luralegum orðhengilshætti, síðuhafi góður.

      Við erum - að tala um lífsbjargir fjölda Sjávarbyggða / hringinn í kringum landið - en ekki einhvern loftbólu gróða Kuaphallar hvítflibb anna - svo fram komi líka !

      Með sömu kveðjum - sem þeim seinustu / 

      Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 00:13

      17 Smámynd: Kristinn Geir Briem

      aldei hef ég komið á sjó né unnið í frystihúsi gét ekki sé að ég hafi nokkra skoðun á arna gunnarssini. þekki nokkuð viðskipti með hvóta gét ekki metið hvort aðrir eru að tala hann niður. þó menn séu með skoðanskipti um mál þíðir það ekki að menn séu að gera lítið úr fólki fólk verður að skiptast á skoðunum til að komast að skinsamlegri niðurstöðu

      Kristinn Geir Briem, 10.12.2014 kl. 08:25

      18 Smámynd: Árni Gunnarsson

      Ég hélt að þú teldir þér skylt að rökstyðja mál þitt Einar Björn en það var misskilningur. 
      Það er lítill bragur yfir gildishlöðmnum fullyrðingum um ofveiði, hagnað og/eða tap ef engin rök fylgja.
      Það er ekki ígildi rökfærslu að ganga erinda hagsmunasamtaka og slá fram með bra oflætis því sem hagsmunasamtökunum hentar.
      Kannski ættirðu að byrja á því að lesa bókina "Fiskleysisguðinn" eftir Ásgeir Jakobsson til að komast nær raunveruleikanum í umræðuefninu.
      En kannski hefurðu ekki kjark til þess.
      Ég hef gaman af rökræðum en mér hundleiðist órökstutt blaður um dýrmætustu auðlind þjóðarinnar. Auðlind sem nærði mannlíf á Íslandi um aldir en var tekin til einkanytja handa útvöldum fjölskyldum.
      Fiskveiðar þjóðarinnar - nýting og afrakstur auðlindarinnar - eru ekki launungarefni. Þar eru allar þær hagtölur sem máli skipta aðgengilegar.
      Um það - og um rauveruleikann snýst þetta og engu máli skiptir hversu margar langlokur eru skrifaðar. Sannleikurinn er mikið hrekkjasvín og hann stendur skellihlæjandi upp úr öllu fullyrðinga-og blekkingablaðri.

      Árni Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 07:50

      19 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

      www.youtube.com/watch?v=WSo1CyGccrI

      Ólafur Örn Jónsson, 11.12.2014 kl. 11:08

      20 Smámynd: Árni Gunnarsson

      Það er auðvitað bullandi hagnaður fyrir sægrsifana sem fá aflaheimildirnar gefins en leigja trillukörlum "leyfi til að veiða þorskkílóið" á allt upp í 250-270 krónur! 

      Árni Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 11:09

      21 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

      Einar þú ert samur við þig og veður áfram með rakalaust kjaftæði. Það hefur bara einu sinni verið stunduð ofveiði í íslenskri landhelgi síðustu 50 ár og það voru árin 1985 til 1990. Og veiðin hrundi í 130 þus tonn.

      Flotar hollendinga og Spánverja??? Hvar sástu þessa flota Einar? Þú bullar alltaf.

      Sóknarmarkið skilar lakari kjörum fyrir alla! Aldrei hefur verið meiri uppgangur í íslensku þjóðfélagi en árin í sóknarmarki. Meiri uppbygging launa, þjóðartekna, íbúðarhúnæði einstaklinga stór jókst tog hefur aldrei vaxið hraðar fyrr né síðar. Byggðu okkar eigin sjúkrahús Borgarsjúkrahúsið og rákum öflugra heilbrigðiskerfi en núna. Varðandi útgerðina voru hér flestar útgerðir togara með ágætis rekstur þrátt fyrir að hafa verið að eignast ný skip sem heldur betur eru búin að halda gangandi kvótakerfinu. Þessi skip voru borguð í Sóknarmarkinu. Þú getur ekki slitið umræðuna í sundur og sleppt að tala um togstreituna milli þjóðar og útflutnings og reiptoginu um gengi krónunnar. Slíkt er bara kjánagangur. 

      Að hafa gangandi fiskveiðistjórnkerfi sem aldrei veiðir aflaárin og lætur fiskinn synda hjá garði er bara gott fyrir þá fáu sem varðir eru bak við EINOKUN án allrar samkeppni. Það er staðreynd að þjóðin hefur tapað yfir 400 milljörðum á óveiddum fisk frá hruni. 

      Ekki veit ég hvaðan þú færð þínar upplýsingar til að far fram og tjá skoðanir þínar á fiskveiðistjórn Einar en maður sem tekur engum rökum heldur heldur áfram að fara með staðlausa stafi hlýtur að ganga eitthvað til.

      Ólafur Örn Jónsson, 11.12.2014 kl. 11:26

      22 Smámynd: Jack Daniel's

      Má til með að leggja orð í belg og benda þér á 2 pistla sem ég hef skrifað um kvótamálin.
      Sú fyrri sem ég set hérna inn ásamt upplýsandi myndböndum ætti svo sannarlega að vera fólki umhugsunarefni.
      Í fyrsta myndbandinu er nefnilega farið yfir kvótakerfið og hvernig það stuðlar hreinlega að svinldi og brottkasti svo fátt eitt sé nefnt, þar er talað við sjómenn sem þekkja til og þá aðila sem hafa komið að þessum málum og gjörþekkja til.  Einnig er þar sýnt hvernig viktartölur eru falsaðar, afli "litaður" og margt fleira sem er búið að staðreyndaprófa.

      Í myndbandi tvö er talað við Færeyinga og þeirra reynslu af kvótakerfinu og af hverju þeir hentu því og tóku upp sóknardagakerfið.

      Í þriðja myndbandinu er síðan talað við íslenska ráðherra og fleiri sem að sjálfsögðu þræta fyrir að kvótakerfið sé gjörspillt og handónýtt.

      Í fjórða myndbandinu kemur svo fram hverjir "eiga" kvótann á íslandi og það eitt og sér er sláandi að horfa á enda eru þetta einstaklingarnir sem græða á auðlindinni sem landsmenn allir eiga í raun.

      Hér er slóðin á pistilinn.  http://jack-daniels.is/index.php/hundrudum-milljarda-verdur-stolid-af-thjodinni-nai-frumvarp-um-nytingarrett-utgerda-fram-ad-ganga/

      Síðan langar mig að benda þér á að lesa þennan hérna líka http://jack-daniels.is/index.php/vist-er-thad-haegt-ef-vilji-er-fyrir-hendi/  en þar eru mínar persónulegu pælingar og hugmyndir um hvernig best væri að sækja í veiðistofnana og hvernig það mundi nýtast allri þjóðinni tekjulega séð en ekki bara einhverjum örfáum vildarvinum sjallana.
      Þeir sem hafa lesið þetta hafa sagt mér að þetta sé einföld lausn, kosti ekki mikið en skili fullum arði til þjóðarinar sem og útgerðana og allir mundu hagnast af því að taka þetta upp.  Hef átt í samtölum við nokkra Færeyinga sem þekkja vel til þessara mála bæði í Færeyjum sem og á Íslandi.  Allir hafa þeir sagt að þetta sé rétta leiðin sem ég sting upp á.

      Jack Daniel's, 11.12.2014 kl. 12:28

      23 Smámynd: Árni Gunnarsson

      Einar Björn hefur auðvitað fengið nóg af því að fylgjast með ofveiði Hollendinga og Breta á fiskimiðum okkar.
      Reyndar var það nú allmörgum árum fyrir fæðingu hans. 

      Árni Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 13:37

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (20.1.): 10
      • Sl. sólarhring: 10
      • Sl. viku: 65
      • Frá upphafi: 859307

      Annað

      • Innlit í dag: 10
      • Innlit sl. viku: 57
      • Gestir í dag: 10
      • IP-tölur í dag: 10

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband