8.12.2014 | 00:10
Evrópa að snúast gegn dísil bílum?
Það hefur vaknað töluvert hávær umræða í Evrópu gegn bifreiðum með dísil vélar. Margir halda að dísil vélar mengi minna, en þ.e. ekki alls kostar rétt. Málið er að Evrópa hefur sl. 20 ár valið að fókusa á "gróðurhúsalofttegundir" sem dísil bílar sannarlega búa til minna af vegna minni eldsneytiseyðslu. CO2 aftur á móti hefur engin neikvæð áhrif á heilsufar fólks.
Það aftur á móti gerir nytur-oxíð mengun frá dísil bílum, en dísil vélar gefa frá sér verulega mikið meir af slíkri loftmengun: Health | Nitrogen Dioxide | US EPA
- "NOx react with ammonia, moisture, and other compounds to form small particles. These small particles penetrate deeply into sensitive parts of the lungs and can cause or worsen respiratory disease, such as emphysema and bronchitis, and can aggravate existing heart disease, leading to increased hospital admissions and premature death."
- "Ozone is formed when NOx and volatile organic compounds react in the presence of heat and sunlight. Children, the elderly, people with lung diseases such as asthma, and people who work or exercise outside are at risk for adverse effects from ozone. These include reduction in lung function and increased respiratory symptoms as well as respiratory-related emergency department visits, hospital admissions, and possibly premature deaths."
Eins og kemur fram á síðu umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, þá magnar nytur-oxíð upp astmavandamál hjá fólki, en einnig önnur öndunarfæravandamál - síðan er þetta viðbótar álag á lungun ofan í aðra rykmengun.
Það virðist erfitt að sanna þetta sem krabbameinsvald, vegna þess að önnur loftmengun getur einnig verið krabbameinsvaldandi.
En það sé sannarlega aukinn kostnaður af öndunarfærasjúkdómum þegar mikið er af nytur-oxíð í umhverfinu. Líklega - aukin dánartíðni af völdum öndunarfærasýkinga.
Það er einnig áhugaverð Wiki-síða: Diesel exhaust
Það er líka meira af hættulegum "sótögnum" í pústi dísilvéla. Það hefur sjálfstæð neikvæð áhrif á lungu og því á öndunarfærasýkingar - sem auðvitað bætist ofan á hitt vandamálið.
- "The main particulate fraction of diesel exhaust consists of fine particles. Because of their small size, inhaled particles may easily penetrate deep into the lungs. The rough surfaces of these particles makes it easy for them to bind with other toxins in the environment, thus increasing the hazards of particle inhalation."
- "Long-term exposures could lead to chronic, more serious health problems such as cardiovascular disease, cardiopulmonary disease, and lung cancer."
- "Mortality from diesel soot exposure in 2001 was at least 14,400 out of the German population of 82 million, according to the official report 2352 of the Umweltbundesamt Berlin (Federal Environmental Agency of Germany)."
Vandamál er að rannsóknir á langtíma heilsufarsvandamálum af völdum sótagna eru ekki enn langt komnar - þó að sérfræðingar séu almennt á þeirri skoðun, að þær skapi alvarleg lungna vandamál, jafnvel krabbamain.
Það virðist hafa verið vísvitandi val í Evrópu, að líta á gróðurhúsahitun sem meginvanda, þannig gefa vissan afslátt á þau heilsufarsvandamál sem því óhjákvæmilega fylgir - - að gera dísil bíla hagstæðari kost en bensínbíla fyrir flesta ökumenn.
En gríðarleg fjölgun dísilbíla hefur orðið í Evrópu sl. 20 ár, sem rökrétt er að ætla að sé nú að birtast í aukinni tíðni heilsufars vandamála tengd öndunarfærum, og sennilega aukinni dánartíðni af völdum slíkra vandamála.
Í Bandaríkjunum aftur á móti, hefur alveg frá ca. 1970 verið mikil áhersla á að lágmarka "nytur-oxíð" mengun sem og sótmengun, meðan að í Evrópu hefur mun minni áhersla verið á "nytur-oxíð" mengun, en svipuð á sótmengun.
Fyrir bragðið, hafa kröfur í Bandar. verið umtalsvert strangari alveg fram á þennan dag, þegar kemur að því hve mikil "nytur-oxíð" mengun er heimil, en í dag skilst mér að reglur um sótmengun séu svipaðar.
- Í Bandaríkjunum þarf dýrari hvarfakúta - með dísilvélum, hannaða til að draga úr nytur-oxíð.
- Dýrleiki þess búnaðar sennilega skýrir af hverju, dísil vélar eru almennt ekki í boði á bandar. markaði í fólksbílum.
Paris mayor declares war on diesel cars
Þetta mun auðvitað breyta evrópska bíla markaðinum ef það skapast stemming meðal evrópskra borga um að banna alfarið dísil bíla a.m.k. í miðborgum
Í Bandaríkjunum, hafa dísil fólksbílar ekki verið samkeppnisfærir, þess vegna hefur Toyota Prius verið svo stór sölubíll innan Bandaríkjanna. Og þeim fer hratt fjöldandi í boði sambærilegum bílum, er svo komið að hver einasti framleiðandi hefur í boði "blendingsbíla" eða "hybrid" af margvíslegum stærðum og gerðum.
Þeir fullkomnustu má nota sem rafbíla innan borgarmarka, ef vegalengdir eru ekki lengri en á bilinu 20-40km. og eigandi er duglegur í því að setja bílinn sem tíðast í samband að notkun aflokinni.
Rafbílar eru töluvert dýrari kostur, vegna kostnaðar við rafhlöður - þó Nissan Leaf virðist kosta svipað hérlendis og sambærilegur Nissan bensín bíll. Er það vegna þess að öll gjöld eru felld niður. Verð með gjöld væri sennilega nærri 7 millj. en ekki rúmlega 5.
- Það er unnt að sjá fyrir sér blendingsbíla, draga mjög verulega úr loftmengun í borgum.
Ég velti fyrir mér hvort Evrópa hafi ekki gert mistök, með því að hvetja til fjölgunar dísil bíla, með því að gera dísil bíla ódýrari í rekstri en sambærilega bensín bíla - vegna þess að gjöld á mengun taka ekki tillit til "nytur-oxíð" megunar.
"In an interview on Sunday, Anne Hidalgo said..." - "Apart from bikes, buses and taxis, the only vehicles allowed will be residents cars, delivery vehicles and emergency vehicles" - > Sem sagt, miðborg Parísar. - "I want diesel cars out of Paris by 2020,"
Ég hef heyrt að umræða er um takmarkanir á dísil bílum í London, síðan að bann taki gildi eftir einhvern árafjöld.
- Vegna ESB-regla sl. 20 ár, eru meirihluti bíla skilst mér í París, með dísil vélum, fólksíla einnig.
Þetta mundi því þvinga fram töluvert dramatíska breytingu á samsetningu bílaflota í einkaeigu.
Líklega mundi endursöluverð dísilbíla, sérstaklega fólksbíla - hríð falla.
Spurning um Ísland: En þ.e. ekki nema á allra síðustu árum, að dísil bílum fer hratt fjölgandi.
Ef París er að reiða á vaðið með þessar hugmyndir - mun það hafa veruleg áhrif.
Því eftir allt saman er höfuðborg Frakklands, töluvert áhrifamikil borg enn þann dag í dag.
Þetta getur ítt á London, að taka hugmyndir um sambærilega hluti -á umræðustigi- lengra, en borgarstjóri Lundúna kvá vera áhugasamur um takmarkanir eða jafnvel bann á dísil bílum, a.m.k. í miðlægum svæðum Lundúna. Ef ekki úthverfum.
Niðurstaða
Það virðist vera að skapast hreyfing innan evrópskra borga gegn dísilbílnum, sem hefur svo fjölgað að hlutfalli í heildarbílaflota Evrópumanna sl. 20 ár. Svo að mér skilst að í dag sé meira en helmingur allra fólksbíla með dísil vélum á meginlandi Evrópu.
Það séu vaxandi kvartanir vegna loftmengunar, sem hafi hrundið af stað þessari hreyfingu. Og þ.e. að auki sennilegt, að nú 20 árum eftir að farið var með reglum í Evrópu, að hvetja til fjölgunar dísil bíla, sé þess farið að gæta í tíðni öndunarfæra sjúkdóma að auki.
Í framtíðinni gæti Evrópa orðið líkari Bandaríkjunum, sem ávalt síðan upp úr 1970 hafa viðhaft mjög strangar takmarkanir við "nytur-oxíð" mengun, sem hefur skapað það ástand að fólksbílar í Bandaríkjunum eru almennt ekki búnir dísil vélum.
Þess í stað hefur myndast í Bandaríkjunum mjög stór og hratt vaxandi markaður fyrir "blendings bíla" þ.e. bíla með bensínvél og einnig rafmótor, sbr. Toyota Prius. Í dag séu allir framleiðendur með sambærilega bíla og Prius í boði, auk þess að þeir eru í dag innan Bandaríkjanna fáanlegir af öllum stærðum og gerðum.
Sennilega hafa Bandaríkin fetað hinn skárri veg - eftir allt saman.
Kv.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Strangt til tekið er rétt að díselvélar menga minna. Vegna þess að þær nota minna eldsneyti fyrir sömu afköst. Og þar sem minna er brennt brennt fyrir þessi X afköst, er mengunarmagnið minna, þó vissulega sé það öðruvísi mengun.
Sem er einmitt það sem fólk virðist engan vegin skilja.
Prius er líka mistök. Það er vélbæunaður sem virkar bara betur við vissar aðstæður.
Ef þetta væri látið í friði, þá væri þetta ekkert vesen: engir nema leigubílstjórar sæju sér hag í að vera á disil-fólksbílum, einungis fólk sem býr við endalausar umferðarteppur væri á hybrid-bílum, fólk í smábæjum æki um á rafbílum, og allir aðrir væru á bensínknúnum bílum.
En nei, það þarf að vera að hafa vit fyrir fólki, stjórna því.
Alltaf eins...
Ásgrímur Hartmannsson, 8.12.2014 kl. 08:24
Nei, spurning hvað þú átt við með minna, þeir eyða minna eldsneyti og því spúa þeir minna af gróðurhúsalofttegundum - - á móti inniheldur reykur þeirra meira af varasömum loft tegundum.
Svo þú getur samtímis haldið því fram að þeir mengi minna, og þeir mengi meira.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.12.2014 kl. 09:26
Þetta hefur aldrei snúist um neitt annað en viðskipti. Allir tæknimenn sem standa undir því nafni hjá bílarisunum í Evrópu vita að díselvélar í smábílum er hvorki hagkvæmt né umhverfisvænt. Það hinsvegar þjónar þeirra hagsmunum að selja opinberum aðilum dýrustu lausnina. (Hið opinbera í Evrópu niðurgreiðir dýru lausnina). Og það grátlega er að stjórnsýslan í nær allri Evrópu er nógu innilega léleg og græn til að kaupa þvæluna.
Guðmundur Jónsson, 8.12.2014 kl. 17:38
Aldrei þessu vant er ég algjörlega sammála Ásgrími!
Gunnar Heiðarsson, 8.12.2014 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning