Samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum hafa a.m.k. 700.000 manns gerst flóttamenn af völdum stríðsins í A-Úkraínu!

Þetta eru áhugaverðar tölur sem koma frá Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna: Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency. Þessar tölur staðfesta þó ekki fullyrðingar þess efnis sem ég hef heyrt af vefnum að -hvorki meira né minna en- ein milljón flóttamanna séu flúnir til Rússlands. En skv. SÞ er fjöldi flóttamanna í Rússlandi rúmlega 200.000 sem er töluvert langt frá milljón. Á sama séu rýflega 500.000 flóttamenn innan heima lands, þ.e. hafa flúið inn á svæði innan Úkraínu undir stjórn stjórnarhersins. Til að halda öllu sanngjörnu má nefna að innan Rússlands eru Úkraínumenn sem starfa í Rússlandi, og ca. 300.000 af þeim hafa óskað eftir "visa" þ.e. búseturétt í Rússlandi, óttast því hugsanlega að snúa heim eða telja sig betur komna áfram innan Rússlands, þó þessi hópur teljist ekki skv. reglum SÞ til flóttamnna.

  1. Samkvæmt því, eru 500.000 sannarlega flúnir innan Úkraínu og eru á svæðum undir stjórn stjórnvalda í Kíev, fá aðstoð þar.
  2. Og 200.000 hafa flúið til Rússlands frá A-Ukraínu. Síðan eru 300.000 af þeim Úkraínumönnum er hafa starfað innan Rússlands, að íhuga að vera áfram innan Rússlands.

Þetta er töluvert önnur saga - en ég hef séð í ásökunartón af netinu.

En skv. honum, á stjórnarherinn að vera svo hræðilegur - að milljón manns hafi flúið undan honum.

En en hverjar eru þær sannanir sem við blasa?

 

4.000 mmanns hafa fallið í Úkraínu

Þetta er skv. SÞ, en hafið í huga að þetta telur alla fallna - ekki bara almenna borgara heldur einnig þátttakendur í átökum, þ.e. hermenn stríðandi fylkinga sem fallið hafa.

Og ef við viljum komast nærri tölu almennra borgara sem fallið hafa, þá sannarlega þarf fyrst að fjarlæga úr tölur fallinna hermanna.

  1. Skv. Úkraínska stjórnarhernum er mannfall hans komið í ca. 1.000. Vanalega dragar herir úr frekar en að þeir ýkji eigið mannfall. Þannig að við getum tekið það trúanlegt að mannfall stjórnarhersins sé a.m.k. 1.000.
  2. Ég trúi því ekki, að uppreisnarmenn hafi misst færri, þannig að þá drögum við 2.000 frá a.m.k. heildartölunni upp á 4.000. Svo eftir er þá 2.000 eða e-h innan við 2.000.
  3. Þá þarf auðvitað að geta þess, að báðar fylkingar hafa verið að skjóta á fullu á hina, og innan þéttbýlis. Og þ.e. sama hve varfærinn þú ert, það fara alltaf einhverjar kúlur annað en þær áttu að fara - - > Þannig að við getum gert ráð fyrir að báðar fylkingar hafa valdið mannfalli meðal almennra borgara.
  4. Með öðrum orðum, að mannfall almennra borgara sé á sameiginlegri ábyrgð beggja herja, í dreifingu á milli þeirra - - sem einfaldlega er óþekkt.

Ég bendi fólki á að borgarastríðið í Bandaríkjunum, er enn mannskæðasta stríð sem Bandaríkin hafa háð, og þar var mannfall almennra borgara miklu mun meira.

Ekki fyrir löngu síðan, batt ríkisstjórnin á Sri Lanka enda á uppreisn svokallaðra Tamíl Tígra sem vildu stofna svokallað "Tamil Eelam" á svæðum á Sri Lanka þ.s. tamílar eru í meirihluta - - skv. fréttum á sínum tíma, getur mannfall hafa verið nærri 40.000 lokamánuðina er stjórnarherinn murkaði lífið úr uppreisnarhernum og af því virðist mörgum þeirra sem studdu hann. Ath - við erum að tala um 10-falt mannfall.

Svo auðvitað er það stríðið í Tétníu, fyrst að við erum að tala um Rússa og Rússland, er ágætt að muna eftir því þegar Pútín batt endi á uppreisn Téténa innan Rússlands, með gríðarlega mikilli hörku, þannig að e-h í kringum 10% þjóðarinnar sem var ca. ein milljón áður en átökin hófust "létu lífið" og önnur 20% neyddust til að verða flóttamenn í nágrannahéruðum innan Rússlands. Ef einhverjum finnst talan of há, þá bendi ég á að áætlað er að um 50.000 hafi látið lífið í átökunum um Grosny höfuðborg Tétníu, en síðan fóru átökin um allt land, og skv. frásögnum sjónarvotta stóð varla steinn yfir steini í nokkurri borg eða bæ innan landsins er átökum lauk - - > Borgir og bæir landsins voru nánast allir jafnaðir við jörðu, landið leit út eins og Þýskaland leit út eftir Seinna Stríði var aflokið.

Mér finnst full ástæða til að ryfja upp önnur sambærileg átök, þegar fólk er að hneykslast á netinu yfir hegðan stjórnarhers Úkraínu.

Þvert á fullyrðingar, benda tölur yfir mannfall til þess að stjórnarherinn hafi verið ákaflega varfærinn, í því hvernig hann hefur hegðað sér í þessum átökum.

Því að mannfall verður að segjast að er fram að þessu óvenju lítið þegar maður ber saman þessi átök við sambærileg átök í öðrum löndum á öðrum tímum.

  • Hafið í huga að þegar Ísraelsher réðst inn í Gaza fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá féllu u.þ.b. 2.000 manns, flestir almennir borgarar. Það áhugaverða er, að í þeim átökum var mannfall almennra borgara meirihluti þeirra er féllu.
  • Á sama tíma, virðist meirihluti fallinna í Úkraínu vera - hermenn beggja fylkinga. Sem er, þvert á fullyrðingar um annað, sterk vísbending þess að stjórnarherinn hafi farið eins varlega og sennilega framst er unnt við það að takmarka mannfall almennra borgara.

 

Niðurstaða

Flóttamannastraumurinn frá átakasvæðum innan Úkraínu sýnir fram á að þetta eru raunveruleg alvarleg innanlandsátök sem eiga sér stað innan Úkraínu. 700.000 flóttamenn skv. tölum SÞ er verulegur fjöldi flóttamanna.

Á hinn bóginn, þegar þ.e. haft í huga að 500.000 flóttamenn hafast við á svæðum undir vernd og stjórn ríkisstjórnar Úkraínu.

Á sama tíma og skv. tölum SÞ hafa 200.000 Úkraínumenn stöðu flóttamanna innan Rússlands.

Þá er það stórlega ýkt sú frásögn sem er að fljúga um netið þessa dagana. Að um milljón manns hafi flúið ógnaröld stjórnarhers Úkraínu í öruggt skjól til Rússlands.

Ef tekið er tillit til þeirra 300.000 sem hafa unnið í Rússlandi, og vilja ekki snúa heim til Úkraínu heldur dvelja áfram innan Rússlands. Má teigja sig upp í 1.000.000.

En þá skiptist sá fjöldi í 50/50 milli svæða stjórnarhersins og Rússlands.

Nú, ef þ.e. mæling á stuðningi við uppreisnarmenn vs. stuðning við stjórnarherinn, hvert flóttamenn hafa valið að flýgja - - þá virðist val flóttamanna sýna fram á umtalsverðan klofning íbúa Luhansk og Donetsk héraða, þ.e. að ca. jafn fj. íbúa þar styðji stjórnarherinn -- en hinn helmingur uppreisnarmenn og Rússa.

Þetta sé þá borgarastríð á þeim svæðum - - vilji íbúa A-Úkraínu sé þá bersýnilega klofinn. Ekki þannig að íbúar A-Úkrainu standi sem einn maður baki uppreisninni og í andstöðu við stjórnarher Úkraínu.

Ég einmitt vel trúað því að margir íbúa A-Úkraínu séu þreyttir á átökum, og séu alveg til í að taka sáttartilboði stjórnvalda, um aukna sjálfstjórn héraðanna í A-Úkrainu; hafi fengið sig fullsadda á þeim átökum sem tilraun uppreisnarmanna til að rjúfa samband Luhansk og Donetsk héraða við Úkraínu hafi hrundið af stað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband