3.12.2014 | 19:28
Ætli að Svíþjóðar Demókratarnir vinni annan kosningasigur?
Sjálfsagt hafa einhverjir aðrir en ég :) frétt af því að sænska ríkisstjórnin sé fallin - eftir einungis 2 mánuði við störf. Það skilst mér að sé næst styttsti tími sem ríkisstjórn hefur setið í Svíþjóð. Auk þess sé þetta í fyrsta sinn í 50 ár, að forsætisráðherra velur að rjúfa þing og efna til kosninga - áður en kjörtímabili er lokið.
Mér finnst reyndar merkileg þessi ákvörðun - að rjúfa þing
Stefan Lofven hafði einungis 158 sæti af 349 þrátt fyrir stuðning flokks sænskra græningja. Það að Svíþjóðar Demókratarnir fengu 13% í kosningunum í september, sem tryggði þeim oddastöðu milli meginfylkinga sænskra stjórnmála. Þannig að hvorug þeirra gat náð meirihluta.
Hefði átt að leiða til þess að hverjum þeim sem reyndi við stjórnarsamstarf væri það ljóst - að tilgangslaust væri að gera tilraun til þess að -> Þvinga fram fjárlög.
Þau gætu einungis átt möguleika í víðtækri sátt milli fylkinganna.
- Samt virðist forsætisráðherra hafa lagt í slíka tilraun.
- En hægri flokkarnir þá komu fram með sitt eigið fjárlagafrumvarp.
- Síðan virðast Svíþjóðar Demókratarnir hafa komið fram með þá "óvenjulegu leikfléttu" að - lísa yfir stuðningi við fjárlagafrumvarp hægri flokkanna. Sem væntanlega þíddi að það hafði þá "þingmeirihluta."
Þegar þetta hafi verið ljóst - virðist forsætisráðherra hafa gert tilraun til 11-stundar samkomulag við hægri flokkana, til þess að fá einhverjar af áherslum ríkisstjórnarinnar inn í fjárlögin - - en við verðum að reikna með því, að þeir fundir hafi ekki skilað þeim árangri er forsætisráðherra gat sætt sig við. Svo hann valdi þess í stað - þingrof.
Ég vil eiginlega meina að ábyrgðin hljóti að liggja hjá forsætisráðherra, sem hefði átt að vinna málið í sáttarfyrirkomulagi við stjórnarandstöðuflokkana frá upphafi. Og ekki lagt fram frumvarpið - fyrr en samkomulag væri fyrir hendi um stuðning.
Sem hefði auðvitað leitt til frumvarps er væri einhverskonar "moðsuða."
En miðað við skipan þingsins, hefði öllum átt að vera fyrirfram ljóst, að "moðsuða" væri það eina í boði.
Af hverju gætu Svíþjóðar Demókratarnir grætt?
Ég hugsa að þeir geti alveg sett málið fram gagnvart kjósendum - sem klúður "gömlu" flokkanna. Þeir hafi að auki sýnt fram á mátt sinn og megin, með því að eiga þátt í að fella stjórnina. Ekki síst, að þeir haldi sig fast við þær áherslur - sem þeir voru kosnir á þing til að framfylgja.
Þau umkvörtunaratriði sem Svíþjóðar Demókatarnir voru kosnir út á, séu enn í óbreyttu fari - - sú óánægja er veitti þeim 13% fylgi fyrir tveim mánuðum sé örugglega enn til staðar þar af leiðandi.
Þannig gæti hugsanlega fylgi þeirra aukist enn frekar. Ef frekara óánægjufylgi rennur til þeirra, eftir klúðrið í tengslum við fjárlögin.
Meginspurningin sé þá - hver fær á baukinn fyrir það klúður af hálfu sænskra kjósenda? Mig grunar -eins og ég sagði- að kjósendur séu líklegir til að kenna gömlu flokkunum um það.
Þannig að Svíþjóðar Demókratarnir standi þá enn sterkari að vígi eftir þingkosningarnar sem væntanlega verða haldnar innan nk. 2-ja mánaða.
Niðurstaða
Ef grunur minn reynist réttur að Svíþjóðar Demókratarnir græða enn meira fylgi. Þá gæti alveg ný staða risið upp í sænskum stjórnmálum. Þó það mundi virðast sjálfsagt nánast helgispjöll í augum flokksmanna - þá væri rökrétt að slík staða leiddi til - - > Hægri/vinstri stjórnar.
Sem gæti verið eina mögulega meirihlutastjórnin án Svíþjóðar Demókratanna.
Síðan mundi það fara eftir því hvernig það stjórnarsamstarf mundi ganga, hvernig fylgi Svíþjóðar Demókratanna mundi þróast þaðan í frá.
En t.d. ef það væru stöðugar deilur í stjórnarsamstarfinu - - get ég séð fyrir mér hugsanlega enn frekari fylgisaukningu Svíþjóðar Demókrata. Á móti, ef stjórnarsamstarfið mundi ganga vel, gæti þveröfug þróun orðið.
Engin leið að spá fyrir um það fyrirfram.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning