Flutningur Fiskistofu virðist virkilega vera slæm hugmynd

Ég hvet ráðherra Framsóknarflokksins, og sérstaklega nánar tiltekið -varaformann Framsóknarflokksins- til þess að falla frá tilfærslu Fiskistofu til Akureyrar. Eins og fram kemur í frétt RÚV þá er áætlaður umtalsverður kostnaður við þá tilfærslu:

Hundruð milljóna í flutning Fiskistofu

"Meirihluti fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að flutningur Fiskistofu til Akureyrar kosti alls 209 milljónir. Þar af verði 175 milljónir greiddar á næsta ári."

"Samkvæmt breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið verða 70 milljónir teknar af byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar, 60 milljónir verða greiddar úr ríkissjóði og loks verða 45 milljónir teknar af fjárveitingum til Fiskistofu. Afgangurinn, 34 milljónir, verður svo greiddur árið 2016."

Þetta virðist vera - slæm meðferð á almennu fé, ekki síst í ljósi þess að ríkið er að berjast við það verkefni að ná niður hallarekstri, og að á sama tíma er alvarlegur fjárskortur víða að finna í rekstri ríkisins.

Svo tel ég vera unnt að efla landsbyggðina með miklu mun skilvirkari hætti!

 

Færsla opinberra stofnana er sennilega versta mögulega leið sem unnt er að fara, til þess að efla starfsemi á Landsbyggðinni

Það deilir enginn um að til staðar er aðstöðumunur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins - að opinber störf leita þangað frekar, að margvíslegur resktur þrífst þar frekar.

Ekki síst að launakjör eru almennt betri á SA-horninu.

En það eru til aðrar aðferðir en þessi - til þess að rétta hlut landsbyggðarinnar.

  1. Að færa störf frá einu sveitarfélagi til annars, eins og til stendur, er nánast fullkomin uppskrift að deilum - - þ.e. milli sveitafélaga, milli landshluta. En ekki síst, við opinbera starfsmenn, sem ætlast er til að færi sig og sínar fjölskyldur.
  2. Höfum í huga að auki, að ímynd Framsóknarflokksins ætti einnig að skipta flokkinn máli - þ.e. hver hún er hér á SA-horninu ekki síður en það skipti flokkinn hver hún er í öðrum landshlutum. Ef fólk á SA-horninu upplifir að flokkurinn - sé þeim andstæður, þá grunar mig að það dragi úr líkum á stuðningi við hann á þessum fjölmennasta landshluta landsins.

Það sem ég hef að auki við þessa leið að athuga, er að hún virðist fela í sér þá hugsun - - að sækja björgina til ríkisins.

  • Það tel ég, bæla niður sjálfbjargarviðleitni.
  • Sem ég vil miklu frekar - byggja á, og efla.

Það sem ég er að pæla í, er þ.s. Sigmundur Davíð hefur stundum orðið tíðrætt - - þ.e. þá þörf að skapa jákvæða hvata.

Þ.e. einmitt í þá átt, að skapa jákvæða hvatningu - að efla sjálfsbjargarviðleitni - - > Sem mínar sjónir beinast.

 

Hvað legg ég þá til í staðinn? Svar-skattaleg úrræði!

  • Ég er að tala um, lægri tekjuskatt almennings í skilgreindum jaðarsvæðum, sem getur verið - stiglækkandi.

En ég mundi leggja til, að svæði landsins verði greind. Síðan skv. þeirri greiningu, sveitafélögum skipt upp í hópa skv. greinanlegum viðmiðum. Hugmyndin að hópaskipting fari eftir greiningu á - stigversnandi óhagræði, sbr. gæði samganga - smæð vs. stærð atvinnusvæðis - hvort um sé að ræða svokallað "kalt svæði" eða ekki - fjarlægð frá kjarna landsfjórðungs með öðrum orðum hversu afskekkt.

  • Ég geri einnig ráð fyrir því, að tekjuskattur fyrirtækja - geti verið lægri, a.m.k. á einhverjum hinna skilgreindu svæða.

Málið með skattaleg úrræði er einmitt - að þau hafa þau áhrif að "auka það fé sem verður eftir í vösum fólks" sem og "fyrirtækja."

Það þíðir, að slík úrræði fela það í reynd í hendur hvers og eins, sem og hvers og eins rekstraraðila - - að hagnýta sér þau bættu tækifæri sem úrræðin fela í sér.

  • Það er ekki verið - - að sækja úrræðin til ríkisins.
  • Eða sækja björgina - - til einhvers "bjargvætts."

Heldur væri þetta, almenn aðgerð, sem einmitt mundi gera þ.s. SDG hefur sjálfur talað um á góðum dögum, skapa jákvæða hvata.

  1. Með "skattalegum úrræðum" er hægt að mæta því vandamáli, að laun eru ívið lægri almennt á landsbyggðinni en á SA-horninu.
  2. Að auki er unnt að bæta fólki upp viðbótar galla t.d. á "köldum svæðum" með því að hafa afslátt á tekjuskatti ívið hærri þar.
  3. Að auki er unnt að hvetja til atvinnu-uppbyggingar á landsbyggðinni með skattalegum úrræðum, hvetja til fjárfestinga þar, og þar með fjölgunar starfa. Sem á endanum mundi einnig bæta lífsskilyrði og laun þar.

Í stað þess að færa einstaka stofnanir - - með miklu rifrildi í hvert sinn.

Væri málið leyst með einum rykk - - í almennri aðgerð. Og í leiðinni, efling atvinnulífs sett í hendur fólksins sjálfs sem býr úti á landi.

Ég held að það sé vel unnt að fá samþykki fyrir því að skattalegt umhverfi komi til móts við landsbyggðina - - ef málið er sett fram með nægilega sannfærandi hætti.

Þá meina ég, eftir greiningarvinnu, þ.s. sýnt væri fram á tiltekin mælanleg einkenni, sem unnt væri að hafa sem -óumdeild viðmið.-

Skiptingu einstakra sveitafélaga milli skilgreindra "hópa" væri unnt að láta sæta endurskoðun t.d. einu sinni per áratug, eða einu sinni annan hvern áratug.

 

Niðurstaða

Ég að sjálfsögðu er sammála því að það þurfi að draga úr aðstöðumun milli SA-hornsins og landsbyggðar. Á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að unnt sé að gera það með betri aðferð heldur en þeirri. Sem felst í því að færa eintakar stofnanir með stjórnvaldsákvörðun út á land.

Ég er ekki hrifinn af þeirri aðferð, vegna þess að ég tel hana skapa deilur, að auki er ég ekki hrifinn af þeirri hugsun - að sækja björgina til ríkisins.

Ég vil ég mun frekar beita þeirri aðferð, að skapa jákvæða hvata.

Með öðrum orðum, beita almennu úrræði sem mundi vera tilraun til þess, a.m.k. draga úr því forskoti sem SA-hornið hefur á restina af svæðum landsins.

Ég á ekki von á því, að unnt verði að "núlla" það forskot algerlega af. En það ætti hið minnsta að vera mögulegt, að minnka þann aðstöðumun og það umtalsvert - með einni almennri aðgerð.

Sem þá væri til muna skilvirkari leið, heldur en að færa stöku stofnanir milli landshluta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Best væri bara að leggja fiskistofu alveg niður.  Spara þannig fullt af pening.  Vegna þess að þetta er hrein blýantanagstofnun, full af fólki sem væri ódýarara fyrir alla að hafa á atvinnuleysisbótum.

Til þess að hleypa lífi í atvinnuvegina, þarf ríkið bara einfaldlega að hætta að liggja á fólkinu eins og mara, og sjúga úr því alla nennu til að vinna.

... sem er einmitt það sem verður aldrei gert.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2014 kl. 22:56

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei ég er ekki sammála því, hún er eftirlits aðili eins og Bankaeftirlitið hefur eftirlit með bönkum, og lögregla viðhefur almenna löggæslu, síðan Landhelgisgæsla eftirlit með því að landhelgi sé virt, og skatturinn hefur eftirlit með skattsvindli.

Þó að eftirlit finni langt í frá alla þrjóta, þá dregur það úr svindli á aflaskýrslum að þeir sem vinna þær, vita af því að það verður farið yfir þær - og það kannað eftir föngum hvort upplýsingar upp gefnar standist skoðun miðað við önnur fyrirliggjandi gögn.

Ég held að fáir leggi það til, að skatteftirliti væri hætt, þó að vitað sé að engin von sé til þess að það útrými skattsvindli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.12.2014 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband