Styð eindregið innleiðingu "náttúrupassa"

Tek fullkomlega undir rökstuðning ráðherra: Telur náttúrupassa vera sanngjarna leið. Sammála henni, að það sé kostur við -náttúrupassa- að þá sé ekki verið að skattleggja eina tegund af ferðaþjónustu umfram aðra, heldur felist í -náttúrupassanum- almenn álagning á ferðamenn, og því að - - > Auknar tekjur af ferðmamönnum skila sér til að fjármagna uppbyggingu aðstöðu á ferðamannastöðum. Mér skilst að gjaldið eigi að renna í sameiginlegan sjóð, sem síðan fjármagni einmitt framkvæmdir á ferðamannastöðum. Rétt til að fjá fé úr þeim sjóði, eigi þá allir ferðaþjónustuaðilar - - fyrir utan þá sem viðhafa eigin gjaldtöku.

Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um náttúrupassa var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar rétt í þessu.

Af hverju Náttúrupassa?

Þeir sem hafa ferðast erlendis hafa væntanlega veitt því athygli, að víðast hvar þarf að greiða aðgang að þekkum náttúruvættum. Mér vírðist því sá ótti, að upplifun erlendra ferðamanna mundi bíða hnekki ef aðgangur að vinsælum náttúruvættum hérlendis væri ekki lengur frír - ástæðulaus með öllu.

Það sem virðist standa að baki, sé ákveðin "frelsishugmynd" þ.e. Íslendingar hafa verið vanir því, að hér sé aðgangur frír og við getum hegðað okkur með okkar eigið land eins og okkur sínist, vafrað hvar sem er - hvenær sem er og ekki þurfa að borga nokkrum fyrir.

Á hinn bóginn, með milljón erlenda ferðamenn, þá er álagið á vinsæla staði orðið slíkt - - að mikið þarf til að kosta svo að aðstaða sé -ásættanleg, eða jafnvel, staðurinn sé ekki -lífshættulegur.

Íslenska ríkið einfaldlega ræður ekki við það verkefni, að fjármagna svo vel sé aðstöðu á ferðamannastöðum - - ég veit að tekjur eru af ferðamönnum umtalsverðar nú þegar; en hvernig sem okkur líkar, þá er ríkið í vandræðum með fjármögnun fjölmargra atriða.

  1. Við höfum öll heyrt um ástandið á sjúkrahúsum landsins, að byggingar Landspítala séu í alvarlegu ástandi, sumar jafnvel -ónítar-.
  2. Þ.e. mikil óánægja með kjör hjá starfsfólki heilbrigðiskerfisins, kröfur um bættar tekjur.
  3. Fyrir nokkrum vikum síðan, kynnti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, að engin hafrannsóknarskip verði rekin á nk. ári, þeim öllum lagt - - > Hugsa sér, þetta er sú stofnun sem sér um að fylgjast með heilsu okkar helstu auðlindar.
  4. Landhelgissgæslan rekur nú bara eitt af þrem skipum, á ekki lengur einu sinni mannskap til að manna flr. en tvö af þeim - aðalþyrlan er mánuðum saman erlendis að sinna leiguverkefnum svo gæslan hafi enfi á að halda henni.
  5. Aðhald og niðurskurður er hvítvegna í ríkiskerfinu - - samt berst ríkið í bökkum við það að ná endum saman.

Við þessar aðstæður, þá er algerlega augljóst, að ríkið er ekki að verja fjármagni í uppbyggingu ferðamannastaða. Ekki þegar sumar byggingar Landspítalans eru að verða ónítar.

Þá er ekki um annað að ræða, en að sækja það fjármagn sem til þarf - - til ferðamannanna sjálfra.

Þessi aðferð, gjaldtaka í formi sölu á náttúrupassa, sem myndar sameiginlegan sjóð, sem aðilar í ferðaþjónustu geta fengið fé úr, svo fremi sem aðgangur að viðkomandi ferðastað er þeim takmörkunum háður að viðkomandi þarf að framvísa "náttúrupassa" til að fá aðgang - - > Virðist mér sanngjörnust.

  • Þá er ekki rukkað við inngang, einungis beðið um að framvísa passanum.
  • Passinn er þá væntanlega keyptur þegar við komuna til landsins.

Síðan fjármagna ferðamenn uppbyggingu aðstöðu við náttúruvætti sem þeir vilja sjá.

Það einmitt þykir mér eðlilegt, að þeir borgi sem vilja sjá.

Eðlilega gildir reglan um náttúrupassa fyrir alla - ég hef ekki kynnt mér nýju lögin, en ég sé ekki að nokkur önnur leið sé fær, því að á EES gildir almenn jafnræðisregla sem þíðir að öll mismunun er bönnuð.

Þá þurfa Íslendingar einnig að kaupa "náttúrupassa" ef þeir vilja fara inn á þá staði, sem njóta styrkja úr sjóð þeim sem fé fyrir náttúrupassa rennur í.

Mig grunar að það atriði, skýri að stórum hluta andstöðu, þ.e. fólk sé pyrrað yfir því að þurfa að borga aðgang, þegar það hefur svo lengi verið vant því að þurfa ekki að borga.

  1. Ég prívat og persónulega, lít á það sem hina eðlilegu og sanngjörnu aðferð.
  2. Að þeir sem vilja sjá, fjármagni aðstöðu þá sem þarf að vera, svo þeir sem vilja sjá geti farið um staðinn, án þess að vera persónulega í hættu, eða að þeir traðki viðkvæman gróður - skemmi náttúruvættið sjálft.

 

Niðurstaða

Ég er einmitt á því, að unnendur íslenskrar náttúru ættu að fagna "náttúrupassanum" því að með tilkomu þess sjóðs sem til verður, muni fjármögnun uppbyggingar nauðsynlegrar aðstöðu verða til muna tryggari. Sem ætti að leiða til þess að aðstaða á stöðum batni í framtíðinni. Þannig að þar með minnki sú hætta sem orðin er umtalsverð, að vaxandi ásókn í íslensk náttúruvætti valdi óbætanlegu tjóni einmitt á þeim náttúruvættum.

Þetta séu því góðar fréttir fyrir náttúruvernd á Íslandi.

----------------------------

Bendi á það atriði, að "náttúrupassi" er tegund af skatti sem fólk þarf ekki að borga nema það vilji skoða þá staði, þangað sem ætlast er til að fólk hafi passa. Það þíðir með öðrum orðum, að ef þú velur að skoða þá staði sem verða áfram utan þess kerfis - þá getur þú notið þeirra í staðinn og valið að sleppa við þetta gjald eða skatt.

Þetta er atriði sem gerir þessa tegund skattlagningar sanngjarnari en flest form af skattlagningu - að geta valið að borga ekki.

Önnur skattlagning sbr. gistináttagjald - gjald af flugmiðum, er þá annars eðlis. En þá hefur viðkomandi ekki val að borga það ekki - ef um erlendan aðila er að ræða sem ætlar t.d. að ferðast hingað í viðskiptaerindum, eða koma hingað til að hitta ættingja. 

Eina valið væri að - sleppa því að koma hingað.

Það síðasta sem við viljum er að fæla gestina frá - - það getur einmitt gerst ef við gerum gistingu dýrari, jafnvel flugerðir einnig. 

Náttúrupassi ætti ekki að hafa þannig fælingaráhrif. Því að hann hækkar ekki gistingarkostnað né gerir hann ferðalög hingað dýrari - - og þ.e. margs að njóta hér annars ef viðkomandi vill ekki kaupa sér náttúrupassa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir þínir !

Ertu ekki - að tala þarna: þvert um huga þér / sé mið tekið af andstöðu þinni við ''matarskattinn'': Einar minn ?

Ragnheiður Elín - er Kommúnisti í dularklæðum / en það er einmitt það lið - ásamt krötunum sem sækir af áfergju í vasa samborgara sinna.

Skattheimta - þessa liðs: sem þú lýsir nú aðdáun mikilli yfir: er purrkunarlaus Einar Björn.

Hvernig yrði því tekið - ef við: ég og þú færum að laumast í vasa samborgara okkar eftir peningum - í tíma og ótíma Einar Björn ?

Ekkert - ekkert: réttættir yfirgengilega og móðgandi átroðzlu ísl. stjórnmálamanna á hendur sinna samborgara - á sama tíma og hin viðkomandi valdaöfl sigla lygnan sjó sjálftöku og alls lags fríðinda: Á OKKAR HINNA KOSTNAÐ EINVÖRÐUNGU: síðuhafi góður.

Með kveðjum samt: úr gjólunni - héðan af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 16:25

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gaman að sjá hvað er að marka Sjálfstæðismenn og skattahatur þeirra.

Nú standa þeir fyrir grófum skattahækkunum á matvæli og fyrstir flokka til að skattleggja náttúruna.

yell

Að Einar Björn styðji þetta segir meira en mörg orð.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.11.2014 kl. 18:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar, nei andstaða mín við matarskatt snýst ekki um prinsippaða afstöðu gegn skattlagningu, heldur um andstöðu við skatt "sem maður gerir sér grein fyrir að kemur sérdeilis illa við lág launað fólk - en allir þurfa að kaupa mat eftir allt saman" - það tel ég gera þann skatt "ranglátan." Ég skil því fullkomlega af hverju hann er ákaflega óvinsæll.

Ég á hinn bóginn lít á þ.s. réttlætismál, að þeir sem vilja skoða náttúruna beri kostnað af uppihaldi þeirrar aðstöðu er þarf að vera á hverjum stað þ.s. eftirsótt náttúruvætti er að finna - - svo að áhugi þeirra til að njóta þeirra staða orsaki ekki á þeim tjón.

Ég lít því á þann skatt sem - réttlætismál. 

Þ.e. með þeim hætti séu skattgreiðendur þvert á móti varðir, þ.e. hagsmunir innlendra skattgreiðenda - - en annars lendir þessi kostnaður á þeim með öðrum hætti - en þ.e. þ.s. vinstri menn vilja að ríkið standi undir þessu í gegnum aðra skattheimtu; meðan að fjölmargir þeirra sem vilja njóta náttúrunnar borga þá með engum hætti fyrir þá nauðsyn sem þeirra áhugi skapar í formi uppbyggingar á hverjum stað.

    • Náttúrupassinn - ver ísl. skattgreiðendur, með því að dreifa kostnaði af uppihaldi náttúruvætta, milli ísl. skattgreiðenda -en þ.e. þá þeirra val að borga en í gegnum almenna skattheimtu hafa þeir ekkert val sjáðu til- og þeirra útlendinga er hingað koma og vilja njóta sömu staða.

    Það fer síðan saman við náttúruvernd, þ.e. þá þörf að vernda þessa staði gegn því að átroðningur valdi á þeim skemmdum.

    Ég sé því ekki nokkra neikvæða hliða á þessu er máli skiptir.

      • Ég mundi gjarnan vilja að Jón Ingi útskýrði aðeins hvað hann á við með skattlagningu á náttúruna - - þ.e. eftir allt saman eingöngu verið að skattleggja þá sem koma til að njóta hennar; ekki náttúruna sjálfa - - og um leið fjármagna verndun þeirrar náttúru. Hann ætti þvert á móti að fagna þessu - því með þessari aðgerð verða stigin stór skref í verndun þeirra náttúruvernda sem ég er viss að hann vill vernda. 

      En ég er fremur viss, að hann sé að berjast fyrir því - að allur kostnaður lendi á ísl. skattgreiðendum í gegnum það að ríkið standi undir þessu með því væntanlega hækka aðra skatta -sem enginn innlendur þá getur valið að borga ekki- en með náttúrupassa þá borgar þú engan "skatt" ef þú ferð á þá staði þangað sem ekki er óskað eftir náttúrupassa..

      Þetta sé afar þrönsýn afstaða hjá honum. Það sem hann berjist gegn sé ekki skattheimta sem slík standi undir þessu kostnaði.

      Heldur því að kostnaðinum sé dreift stórum hluta á aðra en Íslendinga.

      Þannig innlendum skattgreiðendum stórum hluta hlíft.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 30.11.2014 kl. 20:34

      4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

      Náttúrupassinn verður gróðrarstía spillingar.  Vittu til.

      Ef endilega þarf að rukka, því þá ekki bara að rukka við hevrt náttúrufyrirbæri - af þeim sem þar fer með eignarhald, ef vilji er til?

      Það væri sanngjarnt.  Þannig myndu peningar skila sér til réttra aðila.

      Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2014 kl. 21:34

      5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Af hverju ætti hann að vera frekar spillandi en hvert annað form af skattlagningar - á Íslandi eru rekin mörg kerfi sem felast í því að dreifa skattfé til aðila? Kosturinn við passann er að þá þarf ekki að rukka á hverjum stað. Það þíðir sparnaður í rekstri per stað sem annars þarf viðbótar starfsmenn til að sjá um rukkunina og halda utan um peningana. Sá kostnaður auðvitað telur þegar við erum að tala um marga staði.

      Ég sé enga augljósa spillingarhættu frekar en t.d. af Lottóinu, sem einnig dreifir fé til aðila sem hafa rétt á þeim peningum.

      Það þurfa að vera viðmiðunarreglur um úthlutun sem gilda jafnt um alla sem fá úthlutað. Þá er vel unnt að framkv. þetta án spillingar.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 30.11.2014 kl. 21:41

      6 identicon

      Komið þið sælir - á ný !

      Einar Björn !

      Þeir: Jón Ingi og Ásgrímur hafa all umtalsvert - til sinna mála.

      En - réttlætiskennd þín er ærið broguð Einar minn / viljir þú rjúfa þá hefð - sem ríkt hefir frá Landnámstíma 7. - 9. alda í landinu: að fólk skyldi fara óhinmdrað ferða sinna um landið: sinna erinda.

      Þú getur einfaldlega ekki - mælt því í mót Einar Björn: að hér er á ferðinni grímulaus forræðishyggja spillingaraflanna: í anda Ogmundar Jónassonar og hans nóta.

      Kannski - það verði næst: að þau Ragnheiður Elín og Ögmundur leggi saman í púkk ?

      Ekki: svo ýkja mikill munur á 1984 (Stóra bróðurs) viðhorfum þeirra - svo sem / hugmyndafræðilega.

      Það er hörmung - að þú skulir fylgja þessarri ósvinnu Einar minn.

      Svo - ekki sé fastar að orði komist.

      Með sömu kveðjum sem seinustu - snöggtum betri þó: til þeirra Jóns Inga og Ásgríms vitaskuld:: unz / þú endurskoðir afstöðu þína Einar Björn / 

      Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 23:04

      7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Ég er ekki sammála því, að það sé réttlætisatriði að fólk megi vafra um eins og því sínist, án þess að taka tillit til þess að -átroðningur veldur tjóni- sem kostar að laga, eða að tryggja þá aðstöðu sem það krefst að sé til staðar, sem einnig -kostar fé.-

        • Ég kalla það sjálfselsku að neita að borga.

        Einstaklingar hafi enga réttlætiskröfu þess, að samfélagið borgi þann kostnað sem fylgi þeirra átroðningi eða réttlætiskröfu þess efnis að samfélagið borgi fyrir þá aðstöðu sem þarf að vera til staðar svo einstaklingar geti verið sæmilega öruggir er þeir heimsækja þau náttúruvætti er þeir vilja skoða.

          • Það má segja, að þetta snúist um það prinsipp - - að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér.

          • Mér finnst það merkilegt, ef slíkur einstaklingshyggjumaður, ert andvígur - - perónulegri ábyrgð, því að hver og einn beri kostnað þann sem fylgi athöfnum viðkomandi.

          Það er allt og sumt sem verið er að gera kröfu til, að hver sá sem vill heimsækja viðkvæm náttúruvætti - - taki þátt í þeim kostnaði, sem því fylgi að tryggja þá aðstöðu sem á þeim stöðum þarf að vera.

            • Það sé -hluti af persónulegri ábyrgð hvers og eins- að taka þátt í þeim kostnaði, sem hver fyrir sig veldur.

            Það sé ekki réttlætismál, að einstaklingar - vísi kostnaðinum af sínum persónulega áhuga; yfir á samfélagið allt.

            Þú ert í reynd að krefjast þess, að samfélagið allt sé ábyrgt - - ekki einstaklingarnir hver fyrir sig.

            Það finnst mér áhugavert, að ef slíkur einstaklingshyggjumaður er andvígur persónulegri ábyrgð.

              • Það sé þvert á móti réttlætismál, að einstaklingarnir beri kostnaðinn, í stað þess að honum sé velt á skattgreiðendur alla.

              Þannig séu hagsmunir skattgreiðenda best varðir í þessu samhengi. Áhugavert að þú viljir að skattgreiðendur borgi - - þú sem segist svo andvígur skattheimtu. En ef einstaklingarnir borga ekki, þá eru það skattgreiðendur sem það gera. Áhugavert að þú og vinstri maðurinn séu sammála um að velta þessu á skattgreiðendur. Ég bjóst þvert á móti við því, að þú mundir verja málstað skattgreiðenda.

              Kv.

              Einar Björn Bjarnason, 1.12.2014 kl. 02:30

              8 identicon

              Sælir - sem oftar !

              Einar Björn !

              Röksemdafærzla þín: missir algjörlega marks.

              Allt - frá því í Fornöldinni þekkjum við dæmi þess / að þjóðfélög hafi hrunið til grunna: þá Keisarar - Konungar og Hertogar ýmsir lögðu þvílik býsn skatta á borgarana:: svo samfélögin splundruðust.

              Alvarlegast hérna heimafyrir - eru lygar og skrúðmælgi vina þinna í stjórnmálunum: þegar þeir leggja snörur sínar og beitur fyrir þá kjósendur - sem láta glepjazt af fagurgalanum um lækkandi skatt heimtu / við kosningar: hverju sinni.

              Eitt skýrt dæmi má nefna - sem eru Bifreiðagjöldin alræmdu - þá þeir Jón Baldvin Hannibalsson (''Matarskatts'' höfundurinn illræmdi) og félagi hans: Þorsteinn Pálsson sóru og sárt við lögðu í þáverandi Kastljóss þætti Ríkissjónvarpsins Haustið 1988 (Sept./ Okt.): að Bifreiðagjöldin sem sett yrðu á í ársbyrjun 1989 stæðu EKKI lengur en fram eftir árinu 1990, t.d.

              Hverjar - urðu svo efndirnar: Einar Björn ?

              Þessi Andskotans gjöld vara ENN í dag - einstaklingum og fyrirtækjum til stórra tjóna og vandræða: sem bölvunar.

              Ég ráðlegg þér - að ganga til fundar við þessa eðal- vinkonu þína: R. E. Árnadóttur / og reyna að koma vitinu fyrir hana.

              Ofurskattheimtan hérlendis - getur ekki leitt til annarrs en stórra vandkvæða og enn frekari upplausnar - en orðin er: nú þegar.

              Varðandi bætt aðgengi almennra ferðamanna staða - væri engin Goðgá / að fækka cirka 3 - 4 Sendiherrum í Utanríkisþjónustunni / og af raksturinn mætti nýta auðveldlega - til ferðamanna staðanna.

              Nokkuð - svo fráleitt Einar minn ?

              Farðu svo - að jarðtengjast betur til þess veruleika / að ekki nærri allir samlanda þinna: eigi einhver ógrynni fjármuna í sínum fórum - til þess að uppfylla einhverjar gælu óskir og ''verkefni'' lítt greindra stjórnmálalegra vina þinna / Einar Björn.

              Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu / 

              Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 12:47

              9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

              Óskar, við erum að tala um kostnað sem - - ekki verður umflúinn. En viðkvæm svæði liggja undir alvarlegum skemmdum, ekki nema að þú viljir setja kíkinn fyrir blinda augað og láta sem þú sjáir ekki að okkar mikilvægustu náttúruvætti liggja undir stórskemmdum; þá er algerlega óábyrgt annað en að kosta meira fé til verndunar og uppbyggingar þeirra staða.

                • Þessi leið er til mikilla muna skárri - - en aðrar leiðir til boða.

                • Sem mundu fela í sér fjármögnun í gegnum beinar almennar skattahækkanir.

                • Þ.s. þ.s. vinstri menn vilja, hækka almenna skatta til að fjármagna þessa uppbyggingu.

                Þetta úrræði a.m.k. felur það í sér, að fólk getur valið að borga ekki þetta gjald.

                Þannig er þetta til mikilla muna sanngjarnara, en sú leið - almennra skattahækkana sem vinstri menn vilja fara.

                  • Þú virðist -sýnist mér- aftur á móti vilja stinga hausnum í sandinn. Og neita gersamlega -að því er ég best fæ séð- öllum úrræðum.

                  Ég get ekki samþykkt, að láta viðkvæm náttúruvætti stórskemmast.

                  Þó að fólk hafi gengið frjálst um landið síðan á fornöld, þá eru aðrir tímar í dag - á fornöld var t.d. einnig henfndarskilda, fólk sem ættlaust var gat á það á hættu að vera drepið án viðurlaga, ættir landsins gátu komið sér saman um að tiltekinn einstaklingur væri réttdræpur og hver sem er mætti taka sér vopn í hönd og vega viðkomandi - - > Það eru margar fornar hefðir sem ekki eru lengur tíðkaðar í dag. Því tímar hafa breyst og samfélagið í leiðinni.

                  Ég sé ekki nema 2-valkosti sem þú standir frammi fyrir.

                    • Aðgangstakmarkanir ásamt gjaltöku - sem ég legg til að verði í formi Náttúrupassa.

                    • Eða almennar skattahækkanir, sem getur þá falið í sér, að haldið verði í það almenna ferðafelsi sem þér er bersýnilega svo kært.

                      • Ég aftur á móti, vel það frekar, að taka upp aðgangstakmarkanir, og hafa gjald - sem hver og einn getur valið að borga ekki, með því að forðast þá staði sem eru háðir gjaldtöku.

                      Ef þú afneitar báðum kostum. Þá ertu að neita að takast á við breyttar aðstæður, sem kalla á annaðhvort "aðgangstakmarkanir" eða að kostnaðinum sé vísað á almenning allan í gegnum skattkerfið.

                      Þá mundi ég kalla afstöðu þína - þvermóðsku.

                      Að sjálfsögðu væri "náttúrupassinn" til frambúðar.

                      Kv.

                      Einar Björn Bjarnason, 1.12.2014 kl. 23:05

                      10 identicon

                      Komið þið sælir - á ný !

                      Einar Björn !

                      Virðingarverð er - viðleitni þín á vissan hátt: til þess að verja oftöku- og græðgisliðið / og sjálfsagt eftir þinni beztu og skárstu samvizku, en ... breytir ekki nokkru um mína afstöðu - sem ég hefi sett hér fram hjá þér / að ofanverðu ágæti drengur.

                      Svo - burt séð: frá mínum viðhorfum / eða þínum og annarra - er Holu hrauns gosið ein skýrasta mynd breytileika og fallvaltleik náttúrunnar / í árþúsundanna og Tuga Milljóna ára ferli sínu - eitt og sér.

                      Gaus ekki - á um 34 stöðum á Hnettinum fyrr í Haust um skeið (að meðtöldu Holuhrauninu) ?

                      Við - og okkar samtímafólk: höfum ekki viðveru hér / nema brotabrots tíma heillar Jarðar æfinnar - eins og þú veist.

                      Hví ekki - að njóta (með eða án Sjónauka hjálpar): meðan við og okkar samtíðarfólk tórir án þess að vera féflett af leiðinlegum peninga plokkurum:: Einar minn ? 

                      Um það - getum við víst verið sammála: að minnsta kosti Einar Björn. 

                      Sízt lakri kveðjur - öðrum og fyrri /

                      Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 23:22

                      Bæta við athugasemd

                      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                      Um bloggið

                      Einar Björn Bjarnason

                      Höfundur

                      Einar Björn Bjarnason
                      Einar Björn Bjarnason
                      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                      Jan. 2025
                      S M Þ M F F L
                            1 2 3 4
                      5 6 7 8 9 10 11
                      12 13 14 15 16 17 18
                      19 20 21 22 23 24 25
                      26 27 28 29 30 31  

                      Eldri færslur

                      2025

                      2024

                      2023

                      2022

                      2021

                      2020

                      2019

                      2018

                      2017

                      2016

                      2015

                      2014

                      2013

                      2012

                      2011

                      2010

                      2009

                      2008

                      Nýjustu myndir

                      • Mynd Trump Fylgi
                      • Kína mynd 2
                      • Kína mynd 1

                      Heimsóknir

                      Flettingar

                      • Í dag (20.1.): 10
                      • Sl. sólarhring: 10
                      • Sl. viku: 65
                      • Frá upphafi: 859307

                      Annað

                      • Innlit í dag: 10
                      • Innlit sl. viku: 57
                      • Gestir í dag: 10
                      • IP-tölur í dag: 10

                      Uppfært á 3 mín. fresti.
                      Skýringar

                      Innskráning

                      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                      Hafðu samband