29.11.2014 | 00:58
Sú röð mistaka sem leitti til átaka í Úkraínu og vinslita við Rússland
Ég var að lesa mjög áhugaverða grein í Der Spiegel um þau mistök sem leittu til þeirra átaka sem urðu í Úkraínu, síðan vinslita milli Vesturlanda og Rússlands. Virðist flest benda til þess að þau átök haldi áfram: How the EU Lost Russia over Ukraine.
Skv. Der Spiegel þá hafði Kreml ekki reiknað með því að Viktor Yanukovych forseta Úkraínu væri raunverulega alvara með það að gera "auka-aðildarsamning við ESB" þó hafði Úkraína verið að semja í heil 7 ár, þegar dróg nær undirskrift - - hafi stjórnvöld í Moskvu gripið til sinna mála.
Á sama tíma hafi ESB alls ekki áttað sig á því, að í augum Kremlvera, væri það "ógn" að áhrif ESB færðust sífellt nær Rússlandi - sú hugsun hafi ekki verið til í andlegum heimi teknókratanna í Brussel, þannig að það hafi aldrei hvarflað að þeim.
- Brussel hafi flotið sofandi að feigðarósi, það hafi verið mistök ESB að gera sér í engu grein fyrir því, hvernig stjórnvöld í Rússlandi væri líkleg að bregðast við - þegar þau stóðu frammi fyrir því, að Úkraína væri við það að ganga inn í mjög náið efnahags samstarf við ESB.
- Hver voru þá mistök Pútíns - þau voru sannarlega til staðar, það að hann hafi treyst á getu Viktor Yanukovych, til að halda völdum í Úkraínu - eftir að hann var búinn að sannfæra Viktor Yanukovych -í bland með hótunum, í bland með loforðum um efnahagsaðstoð- um að, hætta við samninginn við ESB - - ganga þess í stað inn í "Asíubandalag Rússlands" eða "Eurasian Union." Sem er tollabandalag sem Pútin hefur haldið að löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Sumir halda að með því, sé Pútín að gera tilraun til þess - að endurvekja "áhrifasvæði" Rússlands.
- Þ.s. Pútín hafi síðan boðið "Brussel" hafi verið, að "Asiubandalagið" og "ESB" mundu semja beint sín á milli, um nánari viðskiptatengsl.
- Vandinn var, að þessi áætlun gekk ekki upp, þ.s. Viktor Yanukovych tapaði völdum í Kíev. Og byltingarstjórnin lísti strax því yfir - að aðildin að "Asíubandalaginu" væri ekki til staðar, að hún væri til í að klára samninginn við ESB eins fljótt og auðið er.
Hvað á ég við, þegar sé segi að Pútín hafi beitt hótunum við Viktor Yanukovych til að fá sitt fram?
Þetta kom fram í fréttum Vestrænna fjölmiðla á þeim tíma, sem ég fylgdist með - - en Spiegel í umfjöllun sinni -hlekkjað á að ofan- birtir glefsur í eldri fréttir, m.a. lýsingar á því hvernig Úkraína var beitt þrýstingi - - > Að ganga inn í Asíubandalag Pútíns.
- Stig eitt í refsiaðgerðum Rússa á Úkraínu, var að "heilbrigðiseftirlit Rússlands lísti yfir banni á tilteknar tegundir af úkraínsku sælgæti af heilbreigðisástæðum:"
"Two days later, the Kremlin-aligned news agency Interfax issued a news alert warning Russian consumers against consuming Ukrainian candies and chocolates. The article quoted Gennadiy Onishchenko, Russia's chief sanitary inspector at the time, who had just imposed a sales ban on candy by Variete, Montblanc pralines and Ukrainian milk chocolate because of alleged quality and safety problems."
- Síðan smátt og smátt fjölgaði vörutegundum sem rússn. heilbrigðis eftirlitið setti undir tímabundið bann - - skemmtileg aðferð, því "tæknilega voru þetta ekki efnahagslegar refsiaðgerðir."
- Athygli vakti viðvera Sergey Glazyev, náins ráðgjafa Pútíns, í Kíev - þ.s. hans helsta hlutverk virtist vera, að beita persónulegum sannfæringarkrafti á forseta Úkraínu - enginn veit nákvæmlega hvað fór fram á fundum hans með Yanukovych, en hann er talinn hafa verið þar til staðar svo hann unnt væri að útskýra nákvæmlega fyrir Yanukovych akkúrat hverju hótanir stjv. í Kreml fælust - - það flugu síðan margvíslega yfirlísingar frá honum í fjölmiðlum, um meint stórtjón Úkraínu af því að ganga í efnahagssamband með ESB. - ""The association agreement is suicide for Ukraine," he said."
"During Putin's meetings with Yanukovych in Sochi and Moscow, Putin promised subsidies and economic benefits worth around $12 billion annually, including discounted prices for oil and natural gas." - "Conversely, he also threatened to launch a trade war that would drive an already fragile Ukrainian economy to ruin."
- Þegar Yanukovych undirritaði sáttmála um aðild að "Asíusambandi" Rússlands - þá var samtímis undirritaður samningur um "efnahagsaðstoð" upp á 13 milljarða USD. Og var ríkisstjórn Yanukovych afhent þá fljótlega - fyrstu 3-milljarðarnir.
Við vitum náttúrulega ekki, hvernig það hefði gengið fyrir sig - ef áætlun Pútíns hefði gengið eftir
En eins og fram kemur í umfjöllun Der Spiegel - þá sendi Pútín skömmu eftir að Yanukovych undirritaði - tilboð til Brussel um viðræður um viðskipti milli samtakanna tveggja.
Það hefði mátt hugsa sér, að slíkar viðræður hefðu hafist - og þeim lyktað eftir X tíma, með samkomulagi um nánari viðskipti.
- En þetta varð ekki - - við getum einungis spekúlerað um það hvernig það hefði getað gengið fyrir sig.
- Því að íbúar Úkraínu - - tóku málin í sínar eigin hendur, og steyptu ríkisstjórn landsins, og neyddu Yanukovych til að flýja land.
Mín skoðun er enn sem fyrr sú - að Pútín hefði aldrei átt að hefja þá vegferð, sem hann hóf með því að "beita Yanukovych þrýstingi til að fá hann til að hætta við samninginn við ESB."
Hitt vitum við, hvernig hann brást við - er ósigur áætlunar hans blasti við.
- Þ.e. yfirtaka á Krím-skaga, með rússnesku herliði frá herstöðinni á Sevastopol. Síðan kosning sem augljóslega var ósanngjörn þ.s. andstæðingar sameiningar við Rússland fengu ekki að keppa um hylli kjósenda, úrslit sem auki standast ekki tölfræðilega þ.s. rússn.mælandi voru einungis milli 50-60% að hlutfalli sé ég ekki hvernig það getur verið rétt að 90% skv. 81% þátttöku hafi samþykkt. Og svo innlimun skagans í Rússland.
- Þar næst, stuðningur Rússland við þ.s. virðast vera hreyfingar rússneskumælandi þjóðernisöfgamanna, sem með stuðningi stjórnvalda í Kreml hófu uppreisn gegn byltingarstjórninni í Kíev, og hefur að því er flest bendir til, verið vopnaðar frá Rússlandi.
Það að taka -Krímskaga- er eitt, hafandi í huga að sú aðgerð var án blóðsúthellinga, þá held ég að flestir hefði fyrirgefið Rússum það, ef ekkert frekar hefði síðan fylgt á eftir.
En þ.e. stuðningur við hreyfingu þjóðernisöfga-afla til að hefja uppreisn, sem síðan hefur kostað a.m.k. 4000 mannslíf, og gríðarlegt eignatjón - auk mikils fjölda flóttamanna; sem mun erfiðar er að fyrirgefa.
Þ.e. sérstaklega seinni aðgerð stjv. Rússland - sem skapar þau vinslit er hafa orðið.
Við erum að tala um vinslit, því að 2013 voru áætlanir um viðskiptaviðræður við Rússland, á dagsrá ESB. Slíkar viðræður standa ekki lengur til, litlar líkur á þeim héðan í frá.
Þess í stað er nú vaxandi spenna, og nú beinast sjónir manna að Moldavíu - - þar eru kosningar nk. sunnud
Kortið frá Der Spiegel er áhugavert - en það sýnir "Transnistriu" sem ásamt svæðum í A-Úkraínu undir stjórn rússn. studdra uppreisnarmanna, eru 2-svæði í Evrópu sem rússn. stjv. beinlínis halda uppi - - í óþökk stjórnvalda viðkomandi lands, en í báðum tilvikum eru svæðin ekki alþjóðlega viðurkennd.
Moldova voters face stark choice between east and west
- Áhuga vekur að stjv. í Kreml, virðast beita Moldavíu nú - um margt svipaðri taktík, og þau beittu Viktor Yanukovych.
- Þ.e. viðskiptaþvingunum, og hótunum um alvarlegar efnahags afleiðingar fyrir Moldavíu, ef landið heldur áfram á sinni braut markaðri af núverandi ríkisstjórn landsins, í átt að nánari viðskiptatengslum við ESB.
- Á sama tíma, er því lofað - að efnahagssamstarf við Rússland munu fylgja gull og grænir skógar, og auðvitað - engar viðskiptaþvinganir.
"Moscow...has imposed bans in the past year on Moldovan wine, one of the countrys biggest exports, vegetables and meat." - "The damage has been estimated at about $150m, a considerable toll for a poor country of just 3.5m people."
"Many Moldovans rely on money earned in Russia by relatives. Studies estimate that about 40 per cent of the countrys working age population lives overseas, mostly in Russia. Their remittances account for about a quarter of the countrys $8bn GDP."
Þetta er svipuð saga og á við Úkraínu - en fjölmargir Úkraínumenn vinna í Rússlandi, og það fé sem það fólk sendir til sinna fjölskylda í Úkraínu er atriði sem um munar.
- Ég held, að Rússland sé í báðum tilvikum að sekt um alvarlegt axarskaft - - að beita þvingunum.
- Því þvinganir, skapa reiði og andúð.
Þ.e. sennilega að það hafi ekki síst verið vegna þvingana, að Úkraínumenn urðu þetta mikið reiðir, að þeir risu upp og steyptu forsetanum og ríkisstjórninni.
Það verði líklega - einmitt þvinganir sem Rússland er einnig að beita Moldavíu, sem líklega sannfærir kjósendur um það, að veita ríkisstjórninni umboð til að halda áfram sinni vegferð á sunnudaginn.
- Með öðrum orðum; að fortölur án þvingana, hefðu verið mun líklegri til árangurs.
- En ef út í þ.e. farið, hafði Rússland alveg "case" í Úkraínu, varðandi mikilvægi Úkraínu fyrir efnahag Rússland og Rússlands fyrir efnahag Úkraínu.
- En Rússland hafi skemmt fyrir sér - - með beitingu efnahags þvingana. Skapað reiði almennings.
- Og ég get vel trúað því, að sagan endurtaki sig nú í Moldavíu. Að þó svo að margir íbúa landsins taki mark á fortölum Rússa - þá ráði reiði vegna efnahagsþvingana líklega meira um ákvörðun íbúa.
Pælið í því hve reiðir Íslendingar urðu þegar Holland og Bretland beittu Ísland þvingunum og hótunum út af Icesave?
Það er einmitt þannig, að þvinganir og hótanir virka öfugt.
Niðurstaða
Ég held -þegar ég fer aftur yfir málið- að stóru mistök Pútín i Úkraínumálinu, hafi verið aðferðafræðileg mistök - þ.e. beiting hans á efnahagsþvingunum stigvaxandi, síðan að lokum hótunum um að neita að endurnýja lán til Úkraínu sem var að nálgast gjalddaga.
Með svipuðum hætti, er hótanir og þvinganir Breta og Hollendinga - sköpuðu reiðibylgju á Íslandi.
Hafi hótanir og þvinganir Pútíns, verið undirrót þeirrar miklu reiðibylgju almennings í Úkraínu, sem hafi á endanum - - beinst að forseta landsins og ríkisstjórn þess.
Er forsetinn og ríkisstjórnin, lét undan þeim hótunum fyrir rest.
Svo hafi ofsafengin viðbrögð Pútíns, er hann brást við falli Viktor Yanukovych og stjórnar hans, með "töku Krímskaga" og síðan með því að styðja hópa rússnesku mælandi þjóðernisöfgamanna til uppreisnar gegn stjv. í Kíev - -> framkallað "vinslit" við Vesturlönd.
Refsiaðgerðir Vesturlanda, séu ekki óeðlileg viðbrögð, ef út í þ.e. farið - séu þær aðgerðir "væg viðbrögð."
En ef ég stjórnaði málum - - hefði ég sent her til Úkraínu af hálfu NATO. Látið þann her taka sér varnarstöðu á svæðum sem eru meirihluta byggð Úkraínumönnum, til að forða þeim möguleika að stríðið breiðist til svæða sem eru meirihluta byggð Úkraínumönnum.
Það hefði engin ástæða verið að ætla, að því fylgdi hætta á stríði. En það hefði gefið mjög skýr skilaboð til Moskvu. Að Vesturlönd sættu sig ekki við frekari hernaðartilburði gegn Úkraínu.
Ég er -þannig séð- fremur vonsvikinn yfir veikum viðbrögðum Vesturvelda fram að þessu. Hefði brugðist mun harðar við.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning