Heimsmarkaðsverð á olíu komið í 72,5$ fatið, ca. 37% niður miðað við verð í júní 2014

Þetta hljóta að teljast góð tíðindi fyrir efnahag heimsins. Á sama tíma - rýrna tekjur landa sem lifa á sölu olíu. Margir telja að ákvörðun OPEC að minnka ekki framleiðslu, sem þeir hafa oftast nær áður gert þegar verð á olíu hefur lækkað verulega, sé vísbending þess að OPEC vilji sverfa að keppinautum á olíumarkaði - sem hafa háan framleiðslukostnað.

Það eru ekki nándar nærri allar olíuþjóðir eins skynsamar og Norðmenn, sem hafa safnað digrum olíusjóði - og nota ekki tekjur af olíunni beint til að "jafna út fjárlagahalla."

Heldur láta Norðmenn þær tekjur renna í olíusjóðinn, halda fjárlögum samt hallalausum.

En það virðist að freysting þess að - - eyða olíutekjunum "jafnóðum," sé a.m.k. sumum þjóðum ofviða.

Mundu Íslendingar vera eins skynsamir og Norðmenn, eða mundum við taka út allar tekjurnar í lífskjörum - - strax. Og eiga síðan ekkert til mögru áranna?

Skv. upplýsingum í erlendum fréttum:

  1. Þarf Venesúela 160$ á fatið til að jafna út hallann á ríkissjóði.
  2. Íran þarf ca. 130$.
  3. Sumir olíuframleiðendur í Bandaríkjunum er vinna úr olíuleirsteini, þurfa 115$ til að halda sjó, þó að flestir sérfræðingar telja að margir hafi minni kostnað.
  4. Rússland kvá þurfa 110$ á fatið til að skila hallalausum fjárlögum.
  5. Vinnsla Kanada á olíusandi, kvá þurfa 100$ á fatið til að halda sjó.
  6. Saudi Arabía þarf 90$ á fatið til að skila hallalausum fjárlögum.
  7. Kúvæt kvá á sama tíma ekki þurfa nema 50$ á fatið til að forðast fjárlagahalla.
  8. Þeir bandarísku framleiðendur er vinna úr olíuleirsteini er hafa minnsta kostnað, kvá geta haldið velli svo fremi að verð á olíu per fat fer ekki niður fyrir 40$.

Ég veit ekki hvert "brake even" verð er fyrir norska olíuvinnslu - en þ.e. til muna kostnaðarsamara að vinna olíu úr sjó undan hafsbotni, en að vinna hana eins og flest olíulönd gera - - beint undir þurru landi.

  1. Það er því fremur sennilegt að olíuvinnsla Norðmanna, verði rekin með tapi - - ef olíuverð haldast neðan við 80$.
  2. Það mun þó sennilega ekki skaða Norðmenn að ráði, nema sá taprekstur sé lengur en örfá ár.
  • Þ.e. þó góð spurning, hvort Norðmenn - - munu lækka lífskjör?
  • Meðan olíuvinnslan er rekin með tapi?
  • Eða hvort að tappað verði af olíusjóðnum, til að halda þeim uppi - yfir rekstrartaps tímabilið?
  • Ég þekki ekki, hve miklar renturnar af sjóðnum eru - - t.d. ef þær væru allar teknar til neyslu í Noregi, án þess að ganga á sjóðinn - - hvort það mundi duga til þess að Norðmenn mundu sleppa við lífskjarahrap jafnvel þó það væri einungis tímabundið?

Ef einhver þekkir þessi mál - - má viðkomandi alveg svara þessu.

Stærð sjóðsins kvá vera 880 milljarðar USD.

Sem gera sennilega ca. 160þ. dollara á hvert mannsbarn í Noregi.

 

Niðurstaða

Olíuverðslækkun er óneitanlega góðar fréttir fyrir Ísland, en þetta ætti að lækka kostnað almennings af ferðum um landið, auðvitað einnig ef menn hafa áhuga á að fara með flugi til annarra landa. Sama gildir auðvitað um daglegan rekstur einkabíls - - sem sagt, meira verður eftir í buddunni.

Þetta getur vel verið á við nokkra launahækkun.

Svo má ekki gleyma - auknum hagnaði fiskveiða. Sem ætti að skila auknum skatttekjum af hagnaði útgerðarfélaga í ríkissjóð.

  • Þetta eru því mjög góðar fréttir fyrir okkur.

Töluvert verri fyrir Rússa, sem nú fá rekjurýrnun 2-falda þ.e. þessar miklu olíuverðs lækkanir + refsiaðgerðir + segir einn af aðaleigendum Lukoil að olíuvinnsla í Rússlandi muni dragast saman skv. spálíkani um ca. 7% nk. 4-5 ár: Lukoil executive predicts significant fall in Russian oil output. Það er slæmt er það fer saman við, lækkað verð + refsiaðgerðir.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband