Hvet ríkisstjórnina að hætta alfarið við skattahækkunaráform sín

Þþað voru margir stóryrtir út í skattahækkanir síðustu ríkisstjórnar. Og það hefði sannarlega verið galað hátt af þáverandi stjórnarandstöðu - núverandi stjórnarflokkum, ef sú ríkisstjórn hefði lagt til sambærileg áform - þ.e. hækkun álagningar virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í annað af tvennu 11% eða 12%.

Ég samþykki ekki þau rök að það sé gagnleg aðgerð, að minnka bilið milli efra og neðra skattþreps.

Ég sé ekki að það skipti nokkru máli, að bilið sé breitt sem þ.e. meðan matarskattur er 7%, eða það sé mjókkað með því að hækka hann í 11% eða 12%.

Ég sé ekki hvaða meinta hagræði það hefur í för með sér.

  • Ef menn vilja lækka skatta.
  • Samtímis einfalda skattkerfið.
  • Væri það sannarlega skattalækkun, og samtímis kerfiseinföldun - að fella niður vaskálagningu alfarið á matvæli.
  • Það er, 0% í stað 7%.

Sem mundi vissulega vera vinsæl aðgerð, líklega til að auka fylgi ríkisstjórnarinnar.

 

Fylgiskönnun MMR

Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina

Leiðréttingin skilar Framsókn ekki auknu fylgi

1411 fylgi 01

Ég bendi fólki á að ríkisstjórnin er ekki að uppskera neitt sérdeilis mikið fyrir - leiðréttingu lána.

Fylgi hennar upp 2%, á sama tím og Framsóknarflokkurinn sá sem lofaði leiðréttingu - og stóð síðan við það loforð; er ekki beint að uppskera verulega fylgisaukningu.

  1. Það er augljóst, að hækkun matarskatts er óvinsæl aðgerð.
  2. Ég vil frekar að ríkisstjórnin loki þessum fjárlögum með "halla" en að láta matarskattinn ganga í gegnum þingið.
  3. Þetta er of dýru verði keypt fylgislega - - en fólk upplifir þetta, að ríkisstjórnin sé að "gefa" og "taka" þ.e. önnur höndin gefur / hin höndin tekur.
  4. Ég er alveg viss að mörgum finnst tvískinnungur í þeim aðgerðum.

Ef spár um hagvöxt nk. árs standa - verða fjárlög öruggugglega hallaus, síðar meir. En ríkisstjórnin hefur enn 2-viðbótar ár til að skila hallalausum fjárlögum.

 

Niðurstaða

Hættið við matarskattinn, svo að fylgi ríkisstjórnarinnar - rýrni ekki frekar. En ef mótstreymið frá andstöðunni við matarskattinn er slíkt, að Framsóknarflokkurinn uppsker ekki neina umtalsverða fylgisaukningu vegna "leiðréttingu lána" þó sá flokkur hafi verið potturinn og pannan að baki því loforði - þá ætti það blasa nægilega vel við að hafna þessu áhugamáli Sjálfstæðisflokksins sem hækkun matarskatts er.

En ég trúi því ekki, að "mótaðgerðir" verði slíkar að þessi skattahækkun, skili ekki tekjum í ríkiskassann.

Þ.e. augljóst tilgangur - að sækja aukið fé, ergo skattahækkun.

Það síðasta sem ég mundi skattleggja sérsaklega - eru matvæli.

Þ.e. skemmtilegt að ryfja upp, að þegar Davíð Oddson fór fyrir Sjálfstæðisflokknum, þá var það eitt árið baráttumál flokksins, að ná fram - lækkun matarskatts. Áhugavert að undir núverandi forystu sé sami flokkur á alfarið öndverðri skoðun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir: þínir !

Burt séð - frá óráðsíu núv. / og þeirri ósvinnu fyrrverandi ísl. stjórnmálamanna í, að kafa dýpra og dýpra ofan í vasa skattgreiðenda í landinu - vil ég þakka þér fyrir drengileg aðvörunarorð þín til þessa liðs:: sem með völdin fer hérlendis / og sem skirrist ekki við að sýna meiri ósvífni - hvern einasta dag.

Hafðu beztu þakkir fyrir - Einar minn.

Í sumum tilvika - getum við átt það til: að róa á sömu miðin hugmyndafræðilega / síðuhafi knái - þó öðru gegni um ýmis utanlands mál / eins og gengur.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 00:18

2 Smámynd: Kristinn Geir Briem

ebgin furða að sjálfstæðisflokkuein græði lofuðu skattalækkunum en framsókn ekki það virðist vera að gjaldskrárhækkanir séu ekki skattahækkanir. svo við skulum hjálpa sjálfstæðisflokknum að verða stæri skýrum virðsaukaskattin upp á nýtt og köllum hann virðisaukagjald þá munu skattar eflaust lækka um hekmíng og fylgi sjálfstæðisflokks aukast 

Kristinn Geir Briem, 27.11.2014 kl. 08:30

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég verð að segja, að mér líst ekki á hvert leiðtogi Rússlands er að teyma sitt land - óttast mjög framtíð hans lands af þess völdum. En þ.e. utan þess sem ég hef nokkra möguleika til að hafa áhrif á.

Annað gildir kannski um "matarskatt" á Íslandi - ef nægilega margir Íslendingar láta í sér heyra, er alveg möguleiki enn að ekki verði af honum. Svo ég hvet ykkur til að láta einnig í ykkur heyra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2014 kl. 11:41

4 identicon

Sælir - á ný !

Kristinn Geir !

Nákvæmlega: hártoganir og útúrsnúningar / eru Ær og Kýr ísl. stjórnmála liðsins - svo sannarlega.

Einar Björn !

Þér að segja: hugðist ég nú hvergi - flækja umræðuna um ''matar skatts'' hneisuna hérlendu saman við þróun málefna austur í Rússlandi og nágrenni þess - ég hefði þá nefnt það hér ofar: síðuhafi góður.

Fremur lítið samhengi - þar.

En - ég var víst búinn að lofa þeim vestur í Hádegis móum (Mbl. fólkinu), að tjá mig sem minnst um íslenzk málefni / svo síða mín gæti haldist opin í framtíðinni: þar sem ég hefi þókt fremur gróf- og stóryrtur í garð stjórnmálaflanna hér / að mati einhverra umkvörtunar samra.

Þannig að - ég mun lítið skrifa um ísl. málefni á næstunni / en hvet ykkur Kristin Geir til - að halda ykkar strikum í þem efnum: aftur á móti.

Mín sjónarhorn - munu beinast frekar / að sérsviði mínu: Málmiðnaði svo og ýmissa utanríkismála - þegar ég hefi tóm til: Einar Björn.

Svo - fram komi: klárt og quitt.

Ekki síðri kveðjur - öðrum og áður /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband