Af hverju hefur NATO lagt svo mikla áherslu á að Frakkar hætti við að selja Rússum 2-stór herskip?

Málið er auðvitað að ef Rússar fá þessi 2-Mistral Class skip, liðlega 20þ. tonna fley - þá mun það hafa mjög veruleg áhrif á hernaðarjafnvægi við Svarta-haf. Þessi skip eru gjarnan kölluð "þyrlumóðurskip" á íslensku - en réttara er að nefna þau innrásarskip.

Það skilgreinir betur þeirra tilgang!

En hann er sá, að flytja hersveitir - sem geta síðan gert snöggar árásir inn á land af hafi, eiginlega hvar sem er og hvenær sem er.

Þá held ég að fólk skilji betur - af hverju í ljósi spennunnar gagnvart Rússlandi, NATO þjóðir hafa verið að þrýsta á Frakka - - að hætta við að selja Rússum skipin 2.

 

Lykilatriðið liggur í stórri skutrennu sem skipin hafa!

http://leo4mare.nazwa.pl/4mare.pl/wp-content/uploads/mistral_klasse.jpg

Á þilfarinu sem er neðan við stóran Þyrlupall og þyrluþylfar, er unnt að koma fyrir margvíslegum hernaðartækjum, skv. Wikipedia: Mistral-class amphibious assault ship

  1. Á bilinu 450 - 900 hermenn. Fer eftir lengd siglingar á árásarstað.
  2. 40 skriðdrekar sambærilegir við M1 Abrahams. Rússn. drekar eru ívið minni, og þá hugsanlega geta þeir verið e-h fleiri.
  3. Eða allt að 70 bryndrekar af smærri gerð, t.d. til liðsflutninga.
  4. 4 stór láðs og lagar farartæki, til að flytja tækin eða hermennina á land.
  • Ekki má gleyma 16 - 35 árásarþyrlur, fer eftir stærð.

Það er þessi geta "Mistral class" innrásarskipa, að geta flutt herlið beint að strönd lands X, þannig að það geti hafið "tafarlausa atlögu" sem að sjálfsögðu - sannarlega hræðir menn.

Haft hefur verið eftir rússneskum herforingja, að ef Rússland hefði haft Mistral class skipin þegar stutt stríð varð milli Rússlands og Georgíu - - þá hefði Rússland að sögn þess herforingja getað bundið endi á það stríð á "nokkrum mínútum."

Mig grunar t.d. að 2-Mistral Class skip, gætu "tæknilega" flutt nægilega öflugt herlið - til þess að taka hafnarborgina Odessa - - svo dæmi sé nefnt.

  • Rússneski flotinn ræður ekki yfir sambærilegum skipum í dag.

 

Það var áhugavert að lesa frétt FT um málið, þegar fréttir bárust af því að Frakkar væru búnir að frysta ótímabundið afhendingu skipanna!

France suspends delivery of Mistral warship to Russia

Það sem vakti athygli mína - er hve kurteisir Rússar voru þegar þeir brugðust við ákvörðun franskra yfirvalda.

Það skein -virtist mér- í gegn að Rússar eru að leitast við að móðga ekki Frakka.

"Alexei Pushkov, chairman of the international affairs committee in the Duma, the lower house of parliament..." - "...said France wanted to maintain a balance between its obligations to the EU and Nato and those towards Russia."

“We need to try to find avenues for talking to each other and understanding each other again,” said one foreign policy official. “This should be possible with France, as it should with Germany.”

"Yuri Borisov, deputy minister of defence"... "that Moscow would “wait patiently”. However, he added that the Russian government expected eventual fulfilment of the contract and would sue and impose penalties if France failed to deliver at all."

Það bersýnilega blasir við - að Rússar vilja ólmir fá þessi skip.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé ljóst, að Frakkar munu ekki afhenda Vladivostok né Sevastopol sem skipin 2-sem Rússar hyggjast kaupa hafa verið nefnd. Rússn. áhöfn Vladivostok kvá hafa verið þjálfuð að hluta a.m.k., þó ekki um borð í skipinu. En það má þó vera, að Hollande bíði lengi með það að formlega ákveða að afhenda þau ekki. Á meðan muni Rússar halda áfram að vera varfærnir í orðavali, þegar kemur að samskiptum þeirra við Frakkland.

Einfaldast er að franski flotinn taki við þeim. Þó hann hafi ekki skilgreind not fyrir 2-viðbótar skip akkúrat núna.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú skrifar stundum svo einkennilega Einar.

"Það bersýnilega blasir við - að Rússar vilja ólmir fá þessi skip"

Það er nú kannski ekki einkennilegt þar sem þeir eiga annað skipið alveg og hitt að mestu leiti og það átti að afhenda annað þeirra fyrir einum mánuði.

Ekki er með öllu óhugsandi að Putin láti sækja skipin þegar seinna skipið er tilbúið,hann hefur gert annað eins.

Málið er alls ekki einfalt fyrir frakka þar sem á annan veginn hafa bandaríkjamenn sem hafa hótað að leggja efnahag Frakklands í rúst ef þeir afhenda skipin og á hinn veginn hafa þeir indverja sem bíða með að undirrita stórann samning við frakka um flugvélakaup þangað til skýrist hvernig skipunum reiðir af.  Indverjar segja að sjálfsögðu ekkert í þessa átt opinberlega,leika bara biðleiki ,en Indiatoday hefur eftir heimildum úr varnarmálaráðuneytinu að þeir  fylgist grannt með framvindu mála.

Þetta er megin ásæðan fyrir að frakkar hafa ekki hætt við afhendingu heldur frestað henni.

Það er einkennilegt að sjá hversu eðlilegt og sjálfsagt þér finnst að svíkja rússa í viðskiftum.Undirliggjandi svona hugarfari er þessi aldagamla trú evrópubúa á að þeir hafi einhverskonar rétt til að svifta íbúa þessa landsvæðis lifibrauði sínu og drepa þá ef þeir snúast til varnar með einhverjum hætti.Þú talar gjarnan fjálglega um nauðsyn þess að styrkja hernaðarlega ,ríkisstjórn sem er að drepa rússneska íbúa landsins að ástæðulausu.

Að baki þessu liggur svo þessi trú að rússar séu ekki menn á sama hátt og aðrir,sennilega hefur Hitler útskýrt þetta best þegar hann gaf rússum tegundarheitið hálfmenni.

Núna stendur einmitt yfir herferð af þessu tagi sem hófst 2004 þegar Putin stoppaði af skefjalaust arðrán á rússnesku þjóðinni af hendi vestrænna og rússneskra oligarka.

Nýlega var rússneska ríkið dæmt af vestrænum dómstóli til að greiða ólígarka tugi milljarða bandaríkjadollara í bætur fyrir að hafa stoppað hann af í að selja úr landi fyrir eigin reikning lífsafkomu að minnsta kosti tug þúsunda ef ekki hundruð þúsunda samborgara sinna. Þú sem réttsýnn maður hlýtur að átta þig á að það er eitthvað bogið við þetta.Þetta er upphafspunktur þeirrar herferðar sem nú stendur yfir gegn rússnesku þjóðinni. 

Ég þykist vita að vita að þú brygðist illa við ef Samherji og Síldarvinnslan mundu selja kvótana sína til Spánar.

Herferðir af þessu tagi hafa alltaf leitt hörmungar yfir innrásarlandið og stundum alla Evrópu og það mun einnig gerast núna.

Borgþór Jónsson, 27.11.2014 kl. 00:57

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er/hvar er hvíti kóngurinn á skákborði lífsins?

Hvorum megin telja Frakkar sig vera á skákborði lífsins?

Jón Þórhallsson, 27.11.2014 kl. 16:01

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar horft er til þess hverskonar skip þetta eru þá er ljóst að þau eru ekki til varna. Þau gagnast best þeim sem hyggja á innrás í önnur lönd.  

Auðvita geta Rússar smíðað svona skip sjálfir, en Putin virðist liggja á og hvar skyldi hann hyggja á starandhögg?    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2014 kl. 21:26

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það lítur út fyrir að Putin ætli ekki að láta stela af sér skipunum.Fimm dögum eftir að það átti að afhenda skipin hélt norðurfloti rússa úr höfn í Svermorsk og lónar nú við strendur Frakklands.

Ég sem var hálfpartinn að vona að mín kynslóð slyppi við stríð í Evrópu.

Það er kannski frekar ólíklegt að þessi atburður hrindi af stað stríði,en það er augljóslega gríðarleg stigmögnun í gangi og einhvern daginn verður atburður sem hrindir þessu í gang.

Einhvern daginn kemur upp staða sem hvorugur aðilinn telur sig ekki geta bakkað út úr með sæmd og þá er fjandinn laus.

Hugsanlega eigum við eftir að sjá stríð milli vesturveldanna annarsvegar og Kína og Rússlands hins vegar.

Borgþór Jónsson, 29.11.2014 kl. 00:39

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tók ekki eftir þessari umræðu - en eins og utanríkisráðuneytið rússn. benti á, þurfa Frakkar að finna jafnvægi milli sinna skuldbndinga sem NATO land og annarra skuldbindinga svo sem þessa tiltekna sölusamnings.

Ég geri ráð fyrir því, að Frakkar hætti við söluna, út af þeirri spennu sem hefur komið til - þeirri totryggni um fyrirætlanir Rússa með þau skip, sem sú spenna hefur framkallað.

Á hinn bóginn muni Frakkar geri ég ráð fyrir, borga Rússum fullar fébætur. Þ.e. ekki möguleiki að Rússar beiti Frakka þrýstingi með sínum flota - - ég hugsa að þessa dagana sé franski flotinn öflugari þ.e. ofansjávar. Neðansjávar eiga Rússar sennilega flr. skip.

En það mun aldrei koma til greina að Rússar fari í hart um þetta mál.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.12.2014 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband