Merkilegt hvernig þetta lekamál ætlar að vera þrálátt

Eins og hefur komið fram í dag, þá voru áhugaverð samskipti í gangi milli Gísla Freys Valdórfssonar, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur - sem þá var lögreglustjóri á Suðurnesjum: Gísli Freyr bað Sigríði Björk um greinargerð um Tony Omos.

Það sem gerir þetta sérdeilis áhugavert, er að þau samskipti fara fram - daginn þ.e. 20. nóv. 2013 - er fjölmiðlar fjölluðu um nú frægan leka á gögnum er varða hælisleitandann Tony Omos.

Það sem vekur athygli mína, er hve viðbrögð Sigríðar eru gjarnan túlkuð með ofsalegum hætti af sumu fólki, eins og þarna sé - enn eitt dæmið um spillingu embættismanna, ormagryfju spillingar!

DV virðist vera að túlka rás atburða í samsærisstíl:

Þrjú símtöl á lekadegi

Hringdi í Sigríði, ræddi við ritstjóra Moggans og hringdi svo aftur

Sigríður Björk átti frumkvæði að símasamskiptum og Gísli kannast ekki við að hafa sent skilaboð

En Sigríður virðist hafa hringt í Gísla Frey um morguninn, ekki náð í hann. Ekki er þekkt "af hverju hún hringdi" - - það er ekkert því til fyrirstöðu, að hann hafi áður gert tilraun til að ná í hana. Hún frétt af því.

  • Síðan sendir hún honum gögn, þ.e. lögregluskýrslu um Omos um kvöldið.
  1. En hafið í huga, að þá er lekinn búinn að eiga sér stað.
  2. Það urðu ekki frekari lekar af neikvæðum gögnum um viðkomandi hælisleitanda, svo við verðum að gera ráð fyrir því, að skýrslan hafi ekki stutt frekari aðdróttanir gegn hælisleitanda.

Á þeim punkti - - var engin rannsókn í gangi.

En ég man ekki betur en að Omos hafi kært málið - - eftir að það komst í hámæli.

Engin kæra - engin rannsókn, akkúrat á þessum tíma.

Gísli Freyr er þá ekki undir neinni rannsókn - lögreglan hefur ekki sett hann á nokkurn lista yfir grunaða - hann er aðstoðarmaður ráðherra; þannig að ekkert er að sjá athugavert augljóslega virðist mér við samskipti lögreglustjóra og Gísla Freys þann 20. nóv. 2013.

Varðandi hvort að - hún hafi eða hafi ekki látið rannsóknaraðila vita, síðar meir um sín samskipti þennan áhugaverða dag; er atriði sem við getum ekki vitað.

En fyrir mér blasir ekki neitt augljóst við, sem bendir til þess - að hún hafi staðið sem einhver þrándur í götu réttvísi.

En samskipti milli hennar og rannsóknaraðila, hefðu augljóslega verið - í trúnaði. Óopinber með öðrum orðum, maður verður að reikna með því að lögreglumaður með langa reynslu, vinni í þágu réttvísinnar í landinu - - ekki gegn henni.

  • Ég bendi á að lögreglan hefur líklega fengið einhvers staðar að, ábendingu um að rannsaka aðstoðarmann ráðherra, en sá virðist hafa verið meginfókus rannsóknar nærri frá upphafi.
  • Slík ábending gæti hafa komið frá henni, þannig að hún hafi enginn þrándur réttvísi verið heldur þvert á móti.

 

Niðurstaða

DV má eiga það, að hafa haft rétt fyrir sér í lekamálinu. Að leki varð frá ráðuneytinu. Á hinn bóginn, grunar mig að DV sé að leita að saknæmu þar sem saknæmt sé ekki til staðar, þegar kemur að samskiptum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar.

Það a.m.k. blasir ekki við mér að neitt sé óeðlilegt við þau samskipti.

Það eitt að þau fara fram - tiltekinn dag, þegar leki kemst í hámæli. Í reynd sýnir ekki fram á nokkurn skapaðan hlut. Þ.e. sannarlega áhugavert - en getur verið áhugaverð tilviljun.

Sjálfsagt á einhver eftir að saka mig um "blindu" en þá spyr ég á móti - - hvert væri mótíf Sigríðar? Að taka þátt í aðför gegn Omos?

Getur hann talist það mikilvægur, að löreglustjóri á Suðurnesjum, væri til í að fara á svig við lög og reglu, til að klekkja á honum?

Það virðist a.m.k. afar fjarstæðukennd atburðarás, þrátt fyrir áhugaverða dagsetningu. Sannarlega var hún síðar ráðinn í annað og stærra starf. En það virðist mér einnig afar fjarstæðukennt, að henni hafi verið lofað slíkri stöðu - á þeim tíma, er enginn gat vitað að sú staða yrði laus.

  • Menn mega ekki tína sér alveg í samsæriskenningum.

Málið þarf ekki augljóslega vera stærra en svo, að Gísli Freyr hafi lekið - lekinn hafi verið skv. hans frumkvæði, ráðherra hafi ekki vitað af málinu, málið sé eins og hann síðar segir, dæmi um hans eigin dómgreindarskort þann daginn - mótíf, tja - kannski haldið að hann væri að gera ráðherra greiða - ekkert samsæri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi stjórn má heita óvenju saklaus ef lekamálið er það eina sem þeir hafa gert af sér.

Og það er farið að verða sjúklegt líka.  Þessi þráhyggja.  Eins og manneskjan hafi fundist uppí rúmi í ástaratlotum með dauðri stelpu eða eitthvað.

Fyrir bara 2 árum hefði þetta ekki þótt frásögum færandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2014 kl. 22:33

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lekamálið eins og mörg hliðstæð mál erlendis snýst ekki aðallega um lekann sjálfan heldur það hvernig málsaðilar verða aftur og aftur margsaga um málið.

Ómar Ragnarsson, 19.11.2014 kl. 00:45

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, mér virðist ekki endilega ljóst að ráðherra hafi sagt þinginu vísvitandi ósatt - ef fólk hefur ranga vitneskju þá getur því orðið það á, að frásögn þess verði fyrir bragðið - röng. Þá að sjálfsögðu ekki vísvitandi. Ráðherra hefði mátt vera mun dyplómatískari í viðbrögðum, mér virðist að bæði gagnrýnendur og hún, hafi skort þ.s. á ensku nefnist "tact" þ.e. að gæta orða sinna með þeim hætti, að forðast beitingu hástemmdrar neikvæðni gagnvart hvorum öðrum. Þingheimur virðist síðustu ár staddur í afskaplega leiðinlegu samræðuferli - þaðan sem meiðandi og andstyggilegar aðdróttanir virðast fljúga á báða bóga af minnsta tilefni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2014 kl. 01:27

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur, maður ryfjar upp Lewinsky málið í Bandar. gegn Clinton, þegar Repúblikanar reyndu í nærri heilt kjörtímabil að fá forsetann ákærðan - fyrir að hafa verið tvísaga um það akkúrat hvað hann gerði með þeirri kornungu konu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2014 kl. 01:28

5 Smámynd: Baldinn

Afhverju hringdi blessuð konan í Gísla úr leyninr. ( það eitt og sér er mjög dularfullt.) Þetta símanr er notað af fjölskyldumeðlim .  Var hún ekki orðin Lögreglustj. í Reykjavík þegar það embætti var með málið til rannsóknar og hefði hún þá ekki átt að upplýsa um sín samskipti við Gísla frekar en að láta DV grafa þetta upp.  Það er skítalygt af þessu.

Baldinn, 19.11.2014 kl. 11:44

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, þ.e. venja fólks í háum stöðum að hafa síma sem ekki eru skráðir. Íhugaðu t.d. lögreglustjóra - mundir þú vilja vera í símaskránni svo hvaða slúbbert sem lögreglan í umdæminu hefur nokkru sinni handtekið, geti hring í þig og ausað yfir þig dónaskap? Hún var ekki skipuð lögreglustjóri í Rvk. fyrr en nokkrum mánuðum síðar. Þá var rannsókn búin að standa yfir um nokkurn tíma. Við höfum engar upplýsingar um það - að hún hafi ekki látið þær upplýsingar sem hún kann að hafa búið yfir, rannsakendum í té. Að sjálfsgöðu hefði það ekki verið gert með opinberum hætti heldur í trúnaði. Það sé því ekki endilega undarlegt að hún fyrst nú sé að tjá sig, þegar það ekki lengur getur skaðað dómsrannsókn eða málarekstur. Enda dómur fallin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2014 kl. 12:02

7 Smámynd: Baldinn

 Afhverju með trúnaði.  Þetta er æðsti embætismaður lögreglunnar í RVK.  Hefði hún ekki átt að skýra frá þessu strax og sérstaklega af því að þetta snertir rannsókn málsins.  Þú vilt trúa öllu á besta veg í þessu máli.  Ég hins vegar er á hinum endanum vegna þess hvernig þetta mál hefur verið frá byrjun.

Einnig finnst mér dularfullt hvernig stóð á því að Gísli var strax dæmdur.  Eru ekki margra mánaða eða ára bið eftir því að það sé dæmt í refsimálum á Íslandi.  Þarna poppar upp mál sem var í rannsókn nokkrum dögum áður og dæmt bara einn tveir þrír.

Baldinn, 19.11.2014 kl. 12:59

8 Smámynd: Baldinn

Hérna er úr frétt Dv í dag 

"Sigríður hringdi í Gísla úr óskráðu símanúmeri, sem DV hefur sannreynt að er í notkun innan fjölskyldu Sigríðar, klukkan 08:52 að morgni þess dag."

Baldinn, 19.11.2014 kl. 13:04

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Einnig finnst mér dularfullt hvernig stóð á því að Gísli var strax dæmdur.  Eru ekki margra mánaða eða ára bið eftir því að það sé dæmt í refsimálum á Íslandi.  Þarna poppar upp mál sem var í rannsókn nokkrum dögum áður og dæmt bara einn tveir þrír."

Mjög misjafnt - - stundum eru mál tekin í forgang. Þetta mál hefur sennilega talist geta verið fordæmisgefandi.

Hafðu í huga að mál tengd spurningum um rétt viðskiptavina bankanna, t.d. dómar um gengistryggð lán - - það var ekki margra ára bið eftir þeim. Heldur fóru þau mál í forgang. Voru tekin fram fyrir biðröð.

-------------------------

"Þú vilt trúa öllu á besta veg í þessu máli.  Ég hins vegar er á hinum endanum vegna þess hvernig þetta mál hefur verið frá byrjun."

Þ.e. rétt, ég er klassískur "glasið er hálf fullt maður" og vel því að meta vafa-atriði einstaklingum almennt til tekna - ekki til tjóns.

Þá fer ég ekki í manngreinarálit. Beiti þeirri reglu almennt.

-------------------------

"Sigríður hringdi í Gísla úr óskráðu símanúmeri, sem DV hefur sannreynt að er í notkun innan fjölskyldu Sigríðar, klukkan 08:52 að morgni þess dag."

Það er mjög eðlilegt að lögreglustjóri hafi leyninúmer - þegar þú hefur í huga hve margir glæpamenn sennilega geta talið sig eiga harma að hefna. Mig grunar að símaónæði yrði mjög mikið hjá henni - ef númerið væri opinbert. Við erum að tala um ónæði sem gæti fylgt töluverður ljótleiki.

Þannig að eðlilega er hún með leyninúmer, og eðlilega er það notað af fjölskyldumeðlimum einnig.

Mér virðist DV vera að fiska eftir því sem ekkert er í þetta sinn.

--------------------

"Afhverju með trúnaði.  Þetta er æðsti embætismaður lögreglunnar í RVK.  Hefði hún ekki átt að skýra frá þessu strax og sérstaklega af því að þetta snertir rannsókn málsins. "

Mér virðist sennilegast að hún hafi einmitt gert það um leið eða fljótlega eftir að rannsókn hófst. En málið er ekki kært fyrr en nokkrum dögum eftir 20. nóv. 2013, það tekur lögreglu einhvern tíma að koma rannsókn af stað.

En einhvers staðar frá virðist lögreglan hafa fengið ábendingu um að rannsaka sérstaklega aðstoðarman ráðherra - - það virðist ólíklegt að Omos hafi haft þá vitneskju.

Mér finnst afar sennilegt að sú ábending um að rannsaka aðstoðarmann hafi komið einmitt frá henni - en hún virðist mér líklegasta heimildin. Enda ætti henni að hafa verið kunnugt að hann bjó yfir þeim upplýsingum.

Hún hafi aldrei gert tilraun til að leyna nokkru. Það sé ekki órökrétt að nú fyrst sé leynd aflétt, eftir að dómur hefur fallið. Eftir að dómur sé fallinn, geti afhjúpanir ekki lengur haft áhrif á dómsmál fyrir rétti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2014 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband