Gosið í Holuhrauni er orðið að stórgosi á sögulegan mælikvarða

Mér skilst að stærð hraunsins sé a.m.k. 74 ferkílómetrar, sé orðið stærra heldur en Reykjavík + önnur sveitafélög á svæðinu sem nefnist höfuðborgarsvæðið, ef maður ímyndaði sér hraunið lagt yfir Reykjavík og nágrenni þá sennilega þekur það frá Mosfellsbæ og alla leið út fyrir álver við Straumsvík - - þetta er því virkilega stórt hraun, og gosið er ekki hætt.

Jarðfræðingar segja það sennilega orðið e-h rúmur rúmkílómetri að heildarmagni. Sem þíðir að þetta er stærra en nokkurt gos á 20 öld, Surtseyjar gos einnig, og að auki stærra en nokkurt gos á 19. öld -þar með talið gosið í Öskju er leiddi til myndunar Öskjuvatns.

Þessa áhugaverða mynd er á vef Veðurstofunnar

Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur er með aðra áhugaverða mynd

7 okt radar

Á myndinni má sjá glögglega "hraun-á" renna út úr gjánni ca. 400m x 100m þaðan sem vellandi hraunáin streymir stöðugt.

Þetta er sannkölluð -eldgjá- sem sjá má á "stórkostlegu vídeói."

Þ.e. áhugavert að horfa fyrst á "radarmyndina" og síðan á vídeóið - sem er nýlegt, tekið í nóvember.

Haraldur Sigurðsson, segir að þessi gjá - sé 4-5 gígar runnir saman.

Sjálfsagt ef gosið heldur áfram fram í -febrúar til mars- eins og sjá má á áhugaverðu spálíkani Haraldar; þá gæti -eldgjáin- mynnt á hrigg.

Hæsti hluti barmsins er þegar e-h rúmlega 100 metrar.

Ef sú spá stenst - - hafandi í huga að gosið hófst þann 29. ágúst - segjum það hætti við mánaðamótin febrúar/mars.

Þá er gosið einungis - - ca. hálfnað.

Það eru þó vísbendingar -sjá blogg Haraldar Sigurðssonar- að smá hægi á hraunrennslinu - - >En það má samt alveg hugsa sér að heildarmagn nái 2. rúmkílómetrum. Þá gæti hraunið náð 100 ferkílómetrum.

  1. Til að setja það í samhengi - - er stærsta hraun Íslandssögunnar, Þjórárhraunið mikla er rann 140km alla leið til sjávar við Eyrarbakka og Stokkseyri áætlað 30 rúmkílómetrar.
  2. Vatnaöldugosið árið 870, einkum öskugos -svokallað landnámslag- sem finnst víðast hvar um landið, magn áætlað 3,3 rúmkílómetrar af gosefnum.
  3. Hraunið sem kom úr Eldgjárgosinu 934-940, er áætlað 18 rúmkílómetrar. Þar við bætist 5-7 rúmkílómetrar af ösku - - stærsta gos sem vitað er um að tengist Kötlueldsstöðinni. Lítið hefur varðveist af sögulegum heimildum.
  4. Hekla 1104m 2,5 rúmkílómetrar af fyrst og fremst ösku. Þjórsárdalur lagðist í auðn - aska barst um nærri allt land. Það sýnir hve þakklát við getum verið fyrir að þetta gos er hraungos - ekki öskugos frá Bárðarbungu sjálfri.
  5. Öræfajökull 1362, mannskæðasta gos Íslandssögunnar -mannfall óþekkt- en gosið tók af heila sveit, flóð eyddi tugum sveitabýla, gríðarlegt öskugos þ.e. 10 rúmkílómetrar af ösku.
  6. Veiðivötn 1480, 3,5 rúmkílómetrar af ösku - en vatn var í gosrásinni.
  7. Katla 1755, ca. 1,5 rúmkílómetrar af ösku. Stærsta eiginlega Kötlugosið.
  8. Skáftáreldar 29. júlí 1783 - febr. 1784, það hraun að umfangi 565 ferkílómetrar, ca. 14 rúmkílómetrar.

Eins og sést á samanburðinum - - stenst Holuhraunsgosið samjöfnuð við söguleg "stórgos" en á sama tima, er það dvergur við hlið þeirra "risagosa" sem hér verða öðru hvoru.

Hafandi í huga, að mengun frá gosinu hefur borist alla leið til Reykjavíkur, síðan eftir vindáttum í allar áttir - - - > þá sést af því. Að öskugos að sambærilegu rúmmáli hefði dreift öskulagi um nærri allt landið. Þó það hafi minnkað nokkuð tjón, að gosið er um vetur, þá hefðu samt sem áður orðið umtalsverðar skemmdir á gróðri um landið og sveitir þess. Fyrir utan að við hér á höfuðborgarsvæðinu - hefðum fengið yfir okkur ösku eins og stærsti hluti landsins.

 

Niðurstaða

Vegna þess hve gosið í Holuhrauni er afskekkt - en það er sennilega á slóðum sem eru einna lengst frá byggðu bóli á Íslandi; þá er ekki gott fyrir marga að átta sig á því hve magnaður atburður þetta er. Að þetta sé virkilega fyrir framan augum okkar - alvöru stórgos. Þarna sé í gangi sennilega langsamlega stærsta gos sem nokkur núlifandi Íslendinga á eftir að sjá eða upplifa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband