14.11.2014 | 00:22
John Major óttast að Bretland yfirgefi ESB
Þetta kemur fram á vef Financial Times: John Major warns EU over serious possibility of UK quitting. Ef marka má FT þá metur Major helmingslíkur á brotthvarfi Bretlands úr ESB, eins og hann metur stöðuna í dag. En að hans mati, ef samningaviðræður þær sem David Cameron ætlar að hefja við aðildarríkin ganga illa - - þá telur hann líkur á "BREXIT" munu aukast.
Skv. FT eru þetta bútar úr ræðu sem Major ætlar að flytja í Berlín á næstunni.
------------------------------------
For the first time, there is a serious possibility that our electorate could vote to leave, - I put the chance of exit at just under 50 per cent.
"Sir John will urge EU states to be flexible on two points: the blocs commitment to ever-closer union and free movement of people."
Matching migrants to the size of host countries, the UK has accepted one of if not the largest population movement in peacetime European history. That is our problem.
The sheer scale of the influx has put strains on our health, welfare, housing and education services that we struggle to meet and has held down wages for many of the poorest members of our society.
------------------------------------
Vandamálið fyrir breska Íhaldsflokkinn er auðvitað gríðarlegt fylgi "UKIP" sem mælist í dag stærri en "Frjálslyndi flokkurinn." Það virðist sérstaklega vera "innflytjendamálin" sem styrr stendur um í Bretlandi.
Á sama tíma, hefur hugmyndum Breta um reglubreytingar - verið tekið afar fálega af ríkisstjórnum meðlimalanda ESB. Ekki einu sinnig Norðurlönd hafa ljáð máls á því.
Haft var eftir Merkel nýlega - að ef Bretar héldu þeim hugmyndum til streitu, þá væri hún í fyrsta sinn til í að íhuga "BREXIT."
Þannig að samningaleið lítur ekki sérlega vel út - - þó að vera má að yfirlísingar leiðtoga sé dæmi um svokallað "positioning" þ.e. setja fram ýtrustu afstöðu, áður en samningar hefjast.
- Á sama tíma eru efnahagshorfur á meginlandi Evrópu - slakar. Það er, þ.s. margir spáðu virðist vera að rætast, að meginland Evrópu sé statt í efnahags stöðnun. Sem fátt líti út fyrir að taki endi á næstunni - jafnvel ekki næstu árum.
- Þær efnahagshorfur gera það hugsanlega síður áhugavert fyrir Breta, að halda í aðildina.
- Á sama tíma, að ef fer sem horfir - - að hagvöxtur verður verulega betri í Bretlandi en á meginlandinu. Þá gæti það stuðlað að enn frekari straum innflytjenda til Bretlands frá meginlandinu.
Við þetta má bæta, að vegna efnahagsstöðnunar, grunar mig að framundan sé hægri sinnuð pópúlisma bylgja í stjórnmálum meginlandsins - - sem er alveg hugsanlegt að hrysti upp í málum þar.
En stöðnunin þíðir að atvinnuleysi helst þá mikið áfram, svo að óþolinmæði kjósenda heldur þá áfram að magnast - - þar með pyrringur þeirra út í svokölluð "hefðbundin stjórnmál."
En það eru vísbendingar þegar um fylgisbylgju til hægri sinnaðra jaðarflokka, sem hafa að mörgu leiti verulega aðra efnahagsstefnu en flokkar þeir sem ráða í dag.
Þetta getur þítt, að aðstæður í meginlandsríkjum ESB - - geti undirgengist fremur óvæntar breytingar. Á meðan gæti Bretland litið tiltölulega séð, enn betur.
Til hvers sú bylgja leiðir - - er ómögulegt um að spá. En hún a.m.k. gæti valdið því, að næsta kjörtímabil í evrópskum stjórnmálum verði áhugavert.
Það þíðir væntanlega einnig, að það sé ill mögulegt að spá því einnig, hvaða áhrif sú bylgja mun hafa á afstöðu Breta til veru í ESB.
Hver veit - - en kannski mundi hún valda því, að þróun ESB yrði nær því sem Bretar óska, og þar með minkað líkur á BREXIT. Hún gæti einnig haft öfugt áhrif, að sannfæra Breta um það að þeir vilji ekkert með ESB að hafa.
Niðurstaða
Ég efa að Major sé að fara með fleipur. Þegar fylgi UKIP er haft í huga. Þá sé það svo sannarlega að umtalsverðar líkur séu á BREXIT. Áhugamenn um ESB gjarnan koma með mjög dökkar spár um framtíð Bretlands utan ESB.
Það fer auðvitað eftir því hvað gerist á meginlandi Evrópu. En sem dæmi, ef efnahagsstöðnun væri langvarandi á meginlandinu. Þá er það langt í frá augljóst að Bretum mundi vegna verr utan - en innan.
Ef aftur á móti sú pópúlisma bylgja á hægri vængnum sem virðist vera að rísa á meginlandi Evrópu, nær völdum í einhverjum mikilvægum löndum, þá væri búið að opna "Pandórubox" og engin leið væri að spá hvaða áhrif það mundi hafa.
Það gætu þá orðið óvæntar breytingar á sambandinu. Breytingar sem eru ófyrirséðar í dag. Ég þori ekki einu sinni að gera tilraun til að spá - hverjar þær gætu líklega orðið.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nigel Farage formaður UKIP er algjör snillingur við að útskíra út fyrir Bretum hvílíkt fen þeir eru búnir að koma sér í með veru þeirra í ESB og hvaða blekkingar voru notaðar fyrir inngönguna .
Hann útskírir hlutina á mannamáli og þannig að jafnvel þeir sem hafa ekkert hugsað um stjórnmál
skilja fullkomlega alvöru málssins.
Annað sem gerir hann erfiðan andstæðing er rök hans eru rakin af þvílíkri þekkingu að það er afar erfitt að mæta honum í opinberri umræðu t.d. í sjónvarpi .
Það er rétt að innflytjandamálin vega þungt hjá Breskum almenningi . En mikill kosnaður sem er af veru í ESB er hrikalegur og þessi endalausu spor til þess að veikja stjórn aðildar ríkjanna á eigin málum . Það er skref fyrir skref verð að bræða löndin saman í eitt á öllum sviðum.
Þá er það þessi hrikalegi mismunur á afkomu aðildarlandana og hrein kúgun sem sum þeirra verða að þola.
Engin getur útskýrt vankanta ESB betur en Nigel Farage .
Þá er UKIP að fínpússa sína stefnuskrá í landsmálum og eru þegar búnir að koma upp sínu Skuggamálaráðuneyti.
Fjármál flokkssins eru þrælsterk eftir að fjársterkir stuðningsmenn Íhaldsflokksinns hafa flutt sig og styrkveitingar sínar til UKIP.
Það verður engin leið lengur að tala um UKIP sem „ populistaflokk“ eða ´“öfgafokk“ .
Hér er einfaldlega kominn nýr stjórnmálaflokkur sem er að gjörbreyta stjórnmálum Bretlands og væntanlega Evrópu .
Snorri Hansson, 14.11.2014 kl. 04:04
Takk, Einar Björn, og gott er innleggið hér frá Snorra!
Jón Valur Jensson, 14.11.2014 kl. 11:27
Full sterkt að tala um blekkingar, þ.e. fullt að fólki sem trúir í fullri einlægni að aðild sé til góðs fyrir öll Evrópulönd. Að hún feli í sér betri framtíð, að skortur á aðild feli sjálfvirkt í sér lakari.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.11.2014 kl. 14:55
Orð þín hrekja ekki setningu Snorra:
Nigel Farage formaður UKIP er algjör snillingur við að útskýra út fyrir Bretum hvílíkt fen þeir eru búnir að koma sér í með veru þeirra í ESB og hvaða blekkingar voru notaðar fyrir inngönguna.
Jón Valur Jensson, 14.11.2014 kl. 17:49
Einar. Auðvitað er "fullt af fólki" sem trúir á sambandið, enn ekki hvað?
Þeim fer samt fjölgandi sem eru farnir að efast stórlega, eins og þú veist mæta vel.
Almenningi í Bretlandi var sagt , bæði við inngöngu og þegar Lissabon sáttmálinn var samþykktur að um venjulegan viðskiptasamning væri að ræða og ekki kæmi til framkvæmda neitt valdaafsal.
Um nærstu helgi verða aukakosninga á litlu svæði í Bretlandi og þá kemur sýnishorn af því sem koma skal
Snorri Hansson, 15.11.2014 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning