7.11.2014 | 20:14
3/4 þeirra unglinga sem áróður "ISIS" kveikir í eru "athei-istar"
Tók eftir þessu á vef Der Spiegel, í viðtali við franska konu sem rekur "hjálparlínu" í Frakklandi sem fólk getur hring í, til að segja frá sorg sinni yfir eigin börnum sem hafa gengið í lið með "ISIS" -- "Now three-quarters of them come from atheist families."
--------------------------------------
The Lost Children: France Takes Stock of Growing Jihadist Problem
"In the spring, when cases of minors who had secretly left the country were mounting, Bouzar set up a hotline for family members seeking advice. About five new families call the hotline every week. But Bouzar also receives calls from young girls wanting to know what to do about female friends who have stopped wearing makeup and no longer want to go to the movies. Instead, they say, the girls are now covering their entire bodies with loose-fitting robes."
- "Radicalization used to be limited to the poor and the uneducated, says Bouzar. Immigrants from Muslim backgrounds were usually the ones who joined jihadist groups. But the situation has changed today, she explains. "Now three-quarters of them come from atheist families."
- They include Christians and Jews, and almost all are from the middle class, with some coming from upper-class families, the children of teachers, civil servants and doctors. Bouzar is even familiar with a case involving an elite female university student. It also appears that more and more girls and young women are fantasizing about jihad."
- "The process of brainwashing usually follows the same principles, not unlike the approach taken by sects.
- First the victim, be it a boy or a girl, is isolated from his or her surroundings.
- The young people are pressured to sever all ties to family and friends.
- Then the indoctrination begins, through videos about genetically engineered food or alleged conspiracies.
- The goal is to make the victims believe that the world is evil and that only they have been chosen to make it a better place."
- "As a result of this brainwashing, the young women and men gradually lose their connection to everyday life and their old identities. Once a new identity has been created, they often see themselves as members of a chosen group of fighters for a better world."
- "Bouzar has found that the radicalized young women have a common trait: They are all interested in careers in social work or humanitarian aid."
- "As soon as these aspirations become apparent, through such channels as a Facebook profile, the Islamists begin casting their nets.
- They masquerade as "sisters in spirit" and become friends with the young women.
- During this initial phase, the conversations do not revolve around religious issues, but around an emotional world that is being created.
- The recruiters foster feelings of dismay, using images of children gassed by the Syrian regime, for example.
- Only when the victims have become sufficiently unsettled, and when they begin to question their current world and way of life, does Islam come into play."
"The extremists use the religion to lead their victims to believe in a higher, "godly" objective, she explains. And girls like Sahra, confused and disgusted by the supposed decadence of the West, believe what they hear."
"Extremism expert Bouzar has found that boys and men who join the jihadists do it for different reasons than girls and women. They too often fit the profile of the humanitarian and starry-eyed idealist, but it is less pronounced than the belief that they are "knights" with a mission. Many men become fighters to satisfy their fantasies of omnipotence."
- ""It's a question of playing God, of being in control of life and death," says Bouzar."
- "Others are simply motivated by a desire to belong, to be part of a group, a clique."
--------------------------------------
Eins og þið vonandi tókuð eftir - þá virðist algengt fórnarlamb vera ung kona eða ungur maður, sem er óánægður eða óánægð með heiminn - upplifir heiminn ósanngjarnan; vildi gjarnan geta breytt honum til hins betra!
Íslamistarnir notfæra sér þessar tilfinningar - hefja fyrst verkið með því að "vingast" við unglingana í gegnum netmiðla - svo þeim sé treyst.
Síðan hefja þeir verkið í smá skömmtum, að "upplýsa" unglingana um það "hve heimurinn er vondur" - - íta að þeim efni um illsku margs þess sem gert er.
En nóg er af illsku í heiminum.
Síðan auðvitað má mistúlka og fara rangt með efni - sem sýnir vondan atburð, með þeim hætti sem þjónar málstað íslamistanna.
Enda vilja þeir efla með unglingunum "hatur" á það samfélag sem þau ólust upp í.
Ekki fyrr en unglingurinn er orðinn nægilega reiður út í eigið samfélag - út í eigið land, út í vonsku heimsins.
Sé hafið að tengja Íslam inn í myndina, löngu eftir að unglingurinn er farinn að treysta íslamista "vini sínum" - sé viðkomandi sagt að "ISIS" sé í reynd baráttusamtök gegn illsku heimsins.
Niðurstaða
Þetta er það sem margir skilja ekki, að "ISIS" er ekki bara vandamál fyrir lönd þar sem til staðar er kjarni múslima, hluti íbúa eru múslimar. Þvert á móti virðist "ISIS" skipulega leggjast á viðkvæm og leitandi ungmenni -almennt. Ungmenni sem sé ekki sama um heiminn. Ungmenni sem hafa skoðanir. Ungmenni sem gjarnan vildu bæta heiminn.
Slíkum óskum um betri heim, þátttöku í slíku starfi - - sé umsnúið í þátttöku í grimmdarverkum, fjöldamorðum, fjöldanauðgunum - þátttöku í útbreiðslu haturs.
- Það áhugaverða er - - að kommúnistar á sínum tíma, höfðuðu mjög gjarnan til svipaðrar manntegundar - þ.e. "unga mannsins" eða "ungu konunnar" sem vildi breyta heiminum.
Það virðist að fólk sem er sjálfhverfara, sé veraldlegra í hugsun - - sé ekki í sambærilegri hættu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2014 kl. 12:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisverðar upplýsingar sem þú miðlar hér, Einar, sem oftar.
En setningin ívitnaða:"Now three-quarters of them come from atheist families," er jafnvel enn meira sláandi en fyrirsögn þín ("2/3 ...").
Af þessu má ráða, að ungt fólk án trúarlegrar staðfestu kristindóms, en gruflandi í guðleysi, sé í mun meiri hættu á að ánetjast öfgaislamisma heldur en ungt kristið fólk. Undirstaðan er í raun ekki góð, þegar menn eru, oft í uppreisn eða óþreyjufullri leit, hringlandi milli veraldlegra og annarra alheimslausna.
Ætli þeir hafi hugsað út í þetta félagarnir í Vantrú?
Jón Valur Jensson, 8.11.2014 kl. 02:45
Auðvitað rétt, rétta fyrirsögnin er 3/4. Það er auðvitað ákveðin kaldhæðni í því, ef unglingar í uppreisn gegn eigin foreldrum sem eru "vantrúar" leita inn í hættulega ofsatrú af slíku tagi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2014 kl. 12:07
Liðið í "vantrú" virðist vera mjög staðfast í sínu trúleysi.
Lausnin virðist felast í einhverju fyrir fólk að gera - devil makes work for idle hand, ein sog þar stendur - og þá þarf að muna (og þetta gleymist í 100% tilfella) að ekki eru allir í stuði fyrir fótbolta, Íþróttaálfinn, KFUM og að spila með hljómsveit.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2014 kl. 18:11
Það er ekki ætlun mín að fara að fjalla um trúmál, enda hef ég ákveðna virðingu fyrir þeim sem leggja á sig að trúa á eitthvað sem aldrei sést eða hefur verið sannað að sé til.
Sjálfur er ég trúlaus svo það komi fram, enda þakka ég trúarkreddum ýmissa manna/kvenna sem urðu þess valdandi að ég misti trúna.
Annars að efninu.
Það efa ég að trúlausir fari að berjast fyrir trúarsamtök, ef hægt er að kalla hryðjuverkahópinn IS því nafni. Þessi öfgasamtök segjast vera að berjast fyrir Islam og það eitt ætti að vera til að varna því að inn komi trúlausir. Réttur og sléttur trúlaus maður gengur ekki um og predikar trúleysi enda væri hann þá í raun að predika að truleysi sé trú í sjálfu sér.
Unglingar sem koma frá trúlausum fjölskyldum eru ekki endilega trúlausir sjálfir enda í þessu tilfelli búið að vígja unglingana til Islamstrúar, semsagt orðnir trúaðir einstaklingar.
Ég sem trúlaus maður predika ekki trúleysi, held þessu fyrir mig að mestu, en leyni því heldur ekki ef ég er spurður. Ég læt ekki ánetjast af glórulausum pistlum sem sagðir eru í nafni trúar eða því líku. Ég treysti á að til séu góðir einstaklingar og einnig slæmir, geri greinarmun þar á milli. Sjálfur á ég vini og kunningja úr mörgum trúarhópum, kristna, múslíma, kaþólska, og fleiri, ég ber virðingu fyrir þeim og þeirra trú en trúi ekki sjálfur á þessar kreddur.
Miðað við þetta þá þykir mér frekar klént að vera að koma fram með alhæfingu þess efnis að maður "verði að vera kristinn" ef maður vill sleppa við að vinna með hryðjuverkamönnum og/eða slíkum, get nefnilega ekki séð að kirkja kristinna hafi gegnum tíðina verið skárri en islamistarnir hjá IS. Er þetta ekki bara svona svipað og krossferðir kristinna á öldum áður? Munurinn er að nú eru það Múslímar og það er árið 2014 þar sem atburðirnir eiga sér stað.
Það finna sér allir einhvern málstað til að berjast fyrir, ef ekki fyrir trúnna, þá eitthvað annað. Þröngsýnir virðast vilja kenna um svona látum að hinn hópurinn sé ekki rétttrúaður, en er það eitthvað öðruvísi hjá mótaðilanum? Er það ekki frekar þannig að mannskepnan er blóðþyrst villidýr sem getur ekki séð hvert annað í friði? Það vilja allir deila og drottna yfir hinum, því fer sem fer.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 8.11.2014 kl. 19:07
Ólafur, ég er í sjálfu sér ekki með nokkra skýringu á þessu - smá ódýrt samt að afgreiða unglingana sem ekki lengur trúlausa, þeir hafa bersýnilega verið sem slíkir aldir upp, þeir komast í kynni við íslamistana "eins og frá er sagt" án þess að þeir kynni sig sem íslamista eða trúaða - áður en "indoctrination" hefst. Fyrstu skref hennar felast "eins og frá er sagt" ekki í kynningu á trúarlegum hugmyndum - heldur í því að sá reiði og hatri inn í huga þeirra. Það sé ekki fyrr en jarðvegur huga þeirra hafi með þeim hætti verið undirbúinn - unglingurinn telja þeir treysti frásögnum þeirra. Að þeir afhjúpa trúarlega afstöðu sína.
-----------------------
Eins og frá þessu er sagt, virðast þetta útpældar "indcotrination" aðferðir.
Ég -eins og ég sagði- hef enga sérstaka skýringu á því, af hverju þetta hátt hlutfall ungmenna séu trúlausir -til að byrja með- þ.e. af trúlausu foreldri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2014 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning