Ef eftirfarandi er rétt eftir haft - þá er afstaða Pútíns til skiptingar Póllands 1939 -er her nasista annarsvegar og hinsvegar her Sovétríkja Stalíns, réðst inn í Pólland úr sitt hvorri áttinni og mættust í miðju skv. samkomulagi er utanríkisráðherrar beggja höfðu áður undirritað- - > vægt sagt áhugaverð.
Putins defence of Soviet-Nazi pact ramps up security tensions
Pútín: They continue to argue over the Molotov-Ribbentrop pact and accuse the Soviet Union of dividing Poland. - Serious research has shown that such methods were part of foreign policy at that time. The Soviet Union signed a non-aggression pact with Germany. They say: Oh, how bad. What is wrong here if the Soviet Union did not wish to fight? What is wrong with this?
Það er auðvitað áhugavert að hann láti eins og að það hafi verið - eðlilegasti hlutur í heimi, að plotta við Hitler um að "ráðast á annað land" - "hernema það með öllu" - og - "afnema sjálfstæði þess."
- Hann virðist réttlæta þetta með því, að Sovétríkin hefðu kosið að ekki að berjast við Hitler - - en á þessum tíma höfðu Sovétríkin margfalt fjölmennari her en Þýskaland og að auki margfalt fleiri skriðdreka og ekki bara það, í engu lakari.
- En Þýski herinn var 1939 enn ekki nema kominn í besta falli hálfa leið með hervæðingu, flestir þýskir skriðdrekar voru "úreltar týpur" - framleiðsla fullkomnari gerðanna var enn skammt á veg komin.
- Ályktun: ekki séns að Hitler hefði ráðist á Sovétríkin 1939 eða 1940.
Það sem þarf að hafa í huga er að - - Stalín með því að plotta við Hitler; vonaðist til þess að Hitler hæfi stríð við V-Evrópu. Sem gekk eftir sannarlega.
En síðar réðst hann samt á Sovétríkin?
- Var það þá skynsamleg ráðstöfun að semja við Hitler um skiptingu Póllands?
- Og þannig hjálpa Hitler að hefja Seinna stríð?
- En með því að "aðstoða" þ.s. 1939 var veikur her nasista við það verk að ráða niðurlögum Póllands.
- Þá alveg örugglega flýtti Stalín fyrir því að Hitler mundi hefja stríð.
Það má vel vera að Stalín hafi alls ekki reiknað með því að Nasistar mundu sumarið eftir vera eldsnöggir að ráða niðurlögum, Frakklands - Belgíu - Hollands - Noregs - Danmerkur. Þau lönd væru öll gersigruð fyrir upphaf vetrar 1940. Svo Hitler gat þá þegar hafið undirbúning innrásar í Svoétríkin.
- Þetta sýnir að stríð getur verið ákaflega - - óútreiknanlegt.
Rússland eða Sovétríkin hefðu farið miklu betur út úr þessu - ef þau hefðu gert það sem Frakkar og Bretar reyndu að sannfæra þau um; að mynda bandalag með þeim gegn Hitler.
Hitler hefði aldrei þorað að ráðast gegn svo sterku bandalagi.
Það hefði sennilega aldrei orðið neitt stríð.
Það að Pútín viðhafi þessa söguskoðun er samt sem áður áhugaverð í ljósi atburða í Úkraínu
En hann virðist bersýnilega segja - að það hafi verið fullkomlega réttlætanlegt af Stalín, að plotta með Hitler gegn Póllandi, um að ráðast á það land - í þeim tilgangi að leggja það undir sig.
Þessi sýn hans á 20. aldar sögu Evrópu - - verður virkilega áhugaverð í ljósi rásar atburða í Úkraínu.
En það verður þá afar freistandi að álykta svo, að hann væri fær um að réttlæta það að Rússland færði landamæri Rússlands til "með valdi" þannig að viðbótar héröð sem nú tilheyra Úkraínu lendi að baki landamærum Rússlands.
En hann hefur talað um það áður, að stór svæði í Austur og Suður Úkraínu, ættu með rétti tilheyra Rússlandi.
Það er áhugavert að hugsa einnig þá hugsun í ljósi nýlegra ummæla skipaðs forsætisráðherra "Donetsk alþýðulýðveldisins" þess efnis - - að uppreisnarmenn væri tilbúnir til þess að hrekja stjórnarher Úkraínu frá svæðum sem stjórnarherinn ræður í A-Úkraínu, hvenær sem er. Að hann væri að bíða eftir því að Poroshenko mundi afhenda borgir á valdi stjórnarhersins til uppreisnarmanna án bardaga.
- Í ljósi ummæla Pútíns.
- Og ummæla leiðtoga Alýðulýðveldisins Donetsk.
Veltir maður fyrir sér - - hvort skammt sé í að vopnahléi ljúki í A-Úkraínu.
Og það verði með þeim hætti, að uppreisnarmenn hefji allsherjar árás á búðir stjórnarhers Úkraínu.
Niðurstaða
Í ljósi ummæla Pútíns. Getur það vel verið að dragi til tíðinda í A-Úkraínu á næstunni. Sterkur orðrómur hefur verið uppi þess efnis. Að miklar vopnabyrgðir hafi verið fluttar yfir á svæði uppreisnarmanna meðan vopnahléið hefur staðið. En málið með vopnahlé, er að -þau þurfa ekki endilega vera upphaf að friði- þau geta einnig verið einungis "pása í stríði" - þ.e. aðilar geta allt eins notað eitt slíkt til að safna kröftum til frekari átaka.
Pútín er varla að tjá þessa skoðun sína á aðgerð Stalíns á sínum tíma, af tilviljun einnig.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pútín hefur rétt fyrir sér.
Þetta var fullkomlega eðlilegt og rökrétt.
Stalín var ekki mikið fyrir hernað - lærði það af Lenín, sem var áður búinn að reyna að gera innrás í Pólland, með frekar slökum árangri. Það var helst að hann pirraði Pólverjana.
Það var miklu auðveldara að vera einræðisherra í einu landi, og hafa þá full yfirráð, en að vera að reyna að leggja í einhver heimsyfirráð. (Að auki voru rússar á fullu þá að myrða borgarana.)
Svo auðvitað tók Stalín því fagnandi þegar honum var boðið að taka hluta af Póllandi, og það af manni sem var með nánast sömu hugmyndafræði og hann sjálfur. Eini munurinn var þetta með gyðingana, og þetta með lepp-fyrirtækin. Sovétríkin þurftu engin lepp-fyrirtæki. (en ég nenni ekki að útskýra sósíalíska hagfræði)
Stalín leit á þennan gaur sem vin sinn, hann var jú alveg eins. Sem aftur vekur upp spurninguna hvort Stalín sjálfur var ekki bara að bíða eftir að Hitler undirokaði evrópu til þess að hann gæti sjáfur ruðst þar inn seinna, í einskonar öfugri Barbarossa-aðgerð...? Kannski.
Annað mál er að þetta var ekki upphaf fyrri heimstyrrjaldarinnar - nema hérna megin á hnettinum. Það var þegar byrjað - hafði reyndar verið í gangi síðan 1932, í Kína. (Sumir vilja frekar miða við 1936.)
Það var mál sem var til komið vegna vöruskorts í Japan, viðskiftabanns á þá, svo og hruns keisaraveldisins í Kína. Það gerðist samtímis. Japanir voru að leggja strandlengjuna undir sig til þess að komast yfir olíu, gúmmí og fleira sem vanhagaði um.
Rætur þess vandamáls eru einangrunarhyggja þeirra sjálfra, sem orsakaði að það voru engin viðskifti milli þeirra og útlanda.
Þessi hluti stríðsins náði alla leið til Indlands, Ástralíu og Hawaii, eins og frægt er orðið.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.11.2014 kl. 14:49
Stalín hafði þann möguleika að koma í veg fyrir stórstyrrjöld í Evrópu. Ef hann hefði valið það bandlag sem Bretar og Frakkar buðu honum upp á, á sama tíma. En ef Hitler hefði staðið frammi fyrir bandalagi þeirra 3-ja, sem í sameiningu hefði líst yfir því að árás á Pólland eða e-h annað land af hálfu Hitlers væri "act of war" gegn þeim þrem samtímis. Þá hefði Hitler ekki þorað í stríð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.11.2014 kl. 20:17
Hafðu eitt annað í huga, að án stríðs í Evrópu. Hefði Japan vegnað mun verr. Líklega ekki lagt í að hefja stríð við Bandar. í fyrsta lagi. En það var sú vitneskja Japana að Bretar - Frakkar og Hollendingar, væru ekki færir til viðbragða. Sem gerði Japönum kleift að ímynda sér það að með því að leggja bandar. flotann í Rúss. Þá gætu þeir náð öllu svæðinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.11.2014 kl. 20:35
Mig grunar að Stalín hafi verið að reyna að komast yfir evrópu ódýrt. Í bandalagi með bretum og frökkum var ekkert möguleiki á neinu svoleiðis. Hitler hinsvegar, var með ansi svipaða hugmyndafræði, sem hefði alveg verið hægt að sameina.
Japan, án stríðs í evrópu, hefði orðið að hugsa þetta öðruvísi - það er til dæmis ekkert víst að þeim hefði dottið í hug að ráðast á Perluhöfn. En á móti - gaurarnir sem þeir voru að berjast við áttu til að ráða af dögum leiðtoga þeirra, og japanski herinn hegðaði sér mjög undarlega. (löng saga - stutt útgáfa: þeir eru alveg eins og íslendingar)
Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2014 kl. 18:20
Það má vera, hitt er þó rétt eins og ég benti á, að Stalín -ef til vill- án þess að ætla - valdi þá leið, sem leiddi til stríðs í Evrópu og síðan stríðs við Hitler. Hann mat stöðuna rang.
Það er einmitt þ.s. ég tel Pútín hafa gert. Hann hafi metið stöðuna rangt. Hann hefur kannski eins og Stalín - sýn á Vesturveldi sem fyrst og fremst sína andstæðinga. Hann er ef til vill að endurtaka mistök Stalíns, með því að velja bandalag við Kína - - sem fljótt á litið virðist að stjórnarfari líkara Rússlandi í dag undir stjórn Pútíns.
En hann eins og Stalín - - er sennilega að velja rangt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2014 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning