Hagvöxtur á evrusvæði einungis 0,8% í ár

Skv. nýrri hagspá Framkvæmdastjórnar ESB verður hagvöxtur á evrusvæði 0,8% í ár -> 1,1% 2015 - > 1,7% 2016. Rétta að hafa í huga að þessi spá er lægri en sú sem kom fram fyrr á árinu er Framkvæmdstjórnin spáði 1,2% vexti á evrusvæði á þessu ári.

Einna mesta athygli vekur mikil lækkun í áætluðum hagvexti þessa árs í Þýskalandi, þ.e. 1,3% í stað 1,8% sem áætlað var fyrr á árinu. Á næsta ári er hagvöxtur áætlaður 1,1% í stað áður áætlað 2%.

Spá fyrir Frakkland er einnig lakari en áður, þ.e. 0,3% í stað 1%. Hagvöxtur nk. árs í Frakklandi er einnig færður niður, þ.e. í áætlaðan 0,7% í stað 1,5%.

Ítalía hefur ekki neinn hagvöxt í ár, samdrátt upp á 0,3% í stað 0,6% vaxtar.

Verðbólga er áætluð 0,5% þetta ár og 0,8% 2015.

European Commission cuts forecasts, euro zone recovery delayed

E.U. Lowers Growth Forecasts

European Commission slashes eurozone forecasts

 

Deilan við Rússland á einhvern þátt í þessu

Þó svo að Rússland sé eitt af meginviðskiptalöndum ESB megin hluta vegna gríðarlegra viðskipta með gas og olíu - þá er útflutningur töluverður til Rússlands. Þó Rússl. sé ekki eitt af 10 stærstu útfl. löndum ESB.

Þannig að það má vel vera að minni hagvöxtur upp á 0,3% heilt yfir - áberandi að Þýskaland verði fyrir mesta áfallinu; sé deilunni við Rússland að kenna.

Mönnum sýnist auðvitað sitt hvað um orsakir þeirrar deilu - - en minn skilningur er sá, að það hafi verið Rússland er hóf þá deilu. Set upphafspunkt við það er Pútín beitti fyrrum forseta Úkraínu þrýstingi m.a. í formi efnahagsrefsiaðgerða til þess að fá Úkraínu til þess að falla frá samningi sem var fullfrágenginn við ESB.

Við þá aðgerð hafi deilan farið af stað og staðið yfir æ síðan, þó hún hafi gengið nú í gegnum nokkra fasa.

Mín skoðun er sú, að þetta hafi verið afskaplega röng ákvörðun af Pútín fyrir hagsmuni Rússlands. En til stóð af hálfu ESB að hefja viðræður um nánari viðskiptatengsl við Rússland - - í kjölfar þess að samn. v. Úkraínu væri frágenginn.

Rússlandi stóð til boða, dýpri efnahags tengsl við Vesturlönd - - ég get ekki skilið ákvörðun Pútíns með öðrum hætti. En hann hafi tekið þá ákvörðun að "slíta á þau tengsl" að miklu leiti.

En hann gat vart reiknað með öðru en því, að Vesturlönd mundu beita mótaðgerðum í tengslum við Úkraínumálið - sem síðan hafa færst stig af stigi, eftir því sem deilan hefur undið upp á sig.

Það verður að koma í ljós hvernig þessi deila á eftir að þróast - þ.e. auðvitað góð spurning við hvað akkúrat Pútín var hræddur, er hann virðist hafa ákveðið að - - fjarlægast Vesturlönd með svo eftirminnilegum hætti.

En ef hann óttaðist of mikil efnahags áhrif Vesturlanda innan Rússlands - - þá er ég ekki viss um að hann sé ekki að færa Rússa frá öskunni í eldinn, er hann þess í stað velur nánari viðskipti við Kína. En Kína er nú vaxandi mæli drottnandi yfir Mið-Asíu þ.s. áður Rússar réðu öllu. Og mig grunar að efnahags áhrif þeirra innan A-héraða Rússlands fari hratt vaxandi.

Og Kína hefur 10-faldan fólksfjölda Rússlands - ef ég væri Rússi mundi ég meta ógnina stærri frá Kína.

En ég sé fyrir mér þann möguleika að A-svæði Rússlands, sem eru ákaflega strjálbýl en auðlindarýk, geti orðið að kínv. svæðum í framtíðinni - - ef Rússland heldur sig við þ.s. ég tel mundi þróast í drottnunartengsl v. Kína.

Ég virkilega held að Pútín hafi tekið arfa slaka ákvörðun fyrir hönd rússn. þjóðarinnar, er hann ákvað að hefja slaginn við Vesturlönd - - og þar með koma af stað mestu milliríkjadeilu Vesturlanda og Rússa síðan í tíð Kalda Stríðsins.

  • Útkoman getur í versta falli endað í Kreppu í Evrópu.
  • En ég sé ekki að Vesturlönd geti bakkað í málinu, án þess að tapa trúverðugleika - þannig að ég sé ekki fyrir mér neitt bakk.
  • Þegar er orðið umtalsvert lífskjarahrap í Rússlandi. Ef Pútín hefði ekki hrundið þeirri deilu af stað, hefði það hrap kjara almennings í Rússlandi - ekki orðið. Rússar hefðu getað staðið frammi fyrir áframhaldandi hagvexti, í nánara sambandi við Vesturlönd.

Það eina sem ég er viss um - er að Pútín var ekki að verja hagsmuni almennings.

Þeir sem líklega mest græða á þessu, eru Kínverjar. En þeir hafa þegar grætt mjög hastæðan viðskiptasamn. um sölu á gasi, sem kvá vera á mjög hagstæðum kjörum - því að sama skapi óhagstæðum fyrir Rússa. Síðan verða kínv. fjárfestar nánast þeir einu sem Rússlandi muni bjóðast. Sem skýrir af hverju mér finnst eins og að Pútín hafi fært Kínverjum Rússland á silfurfati. Spurning sem ég velti upp - er Pútín að vinna fyrir Kínverja?

 

Eins og ástandið sýnir þá er ESB mjög nærri stöðnun

Þetta er talið geta skapað vandræði fyrir Hollande forseta Frakklands, því að skv. spá Framkv. stjv. fyrir nk. ár í Frakklandi - - er hagvöxtur áætlaður það ár lakari en franska ríkisstjórnin miðar við. Sem þíðir að sennilegt er að Framkv.stj. ESB - krefji franska ríkið um aukinn útgjaldaniðurskurð vegna þess að annars sé útlit fyrir að hallinn á franska ríkinu verði nær 5% en 4,3% sem franska ríkið miðar við. En áður hefur Framkv.stj. krafið franska ríkið um endurskoðun á útistandandi en ósamþykktum fjárlögum - - sjálfsagt þarf Hollande að skera meir niður en hann hafði fram að þessu ráðgert. Þá er auðvitað spurning hvort að vöxtur nk. árs verði ekki enn lakari en nú er spáð.

Með þetta lítinn vöxt - - þá minnkar lítt atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB.

Óánægja meðal atvinnulausra er því líkleg að halda áfram að hlaðast upp.

Fylgi jaðarflokkar mun því sennilega halda áfram að vaxa.

 

Niðurstaða

Það er alveg hugsanlegt að deilan milli Rússlands og Vesturlanda, megni að ýta ESB aftur inn í kreppu og evrusvæði í verðhjöðnun. En vegna þess hve vöxturinn var lítill fyrir, verðbólgan lág fyrir - - mátti hvorugt við stóru áfalli.

Ef svo verður getur málið endað með því að bæði Rússland og ESB verði í kreppu á nk. ári.

Þó það þurfi ekki að fara með þeim hætti.

Eitt virðist víst að líklega slær ekki á næstunni á fylgisaukningu jaðarflokka innan aðildarríkja ESB. En til þess að sú sveifla snúist við - - þurfa ríkisstj. aðildarríkjanna að skapa atvinnulausum von um betri framtíð. En án vonar þá hallar sá hópur sér að hinum pólit. jaðri.

Ef það ástand heldur áfram, gæti það alveg farið svo, að jaðarflokkar nái völdum í einhverju aðildarlandi evru - - sem gæti vel skapað nýja krísu. En fólk gæti ákveðið að kjósa slíka flokka til valda, í von um að "hrista upp í ástandinu."

Þetta er auðvitað af hverju, það liggur á að skapa atvinnulausum nýja von.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Einar, þú ert ekki Pútin, og þar að leiðandi skilur þú ekki rússneska þjóðarsál.

Líklegast vegna þess að þú ert Íslendingur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2014 kl. 16:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held ég skilji meir en þú heldur. En Rússland virðist um margt minna á Þýskalands ca. 1929 rétt áður en djúpa kreppan hófst í Þýskalandi. En þá voru þjóðverjar ekki vanir lýðræði, það var nýtt fyrir þeim. Þeir upplifðu að lýðræðisöflin hefðu brugðist.

Svipaðar tilfinningar virðast hafa bærst í Rússum, sem flykkjast um Pútín. Þó hann sé enginn Hitler. Þá virðist hann beita dæmigerðum popúlisma trixum - sbr. að skapa deilur við utanaðkomandi lönd til að þjappa heimamönnum utan um sig. Það trix hefur oft verið notað, hver man ekki eftir hershöfðingjunum í Argentínu er héldu að Bretar væru lyddur en Magga Thatcher sýndi þeim fram á annað - - hershöfðjingjarnir fengu miklar skammtímavinsældir meðan þjóðin þjappaði sér um þá er stríðið virtist ganga vel; en þeir töpuðu völdum mjög skömmu eftir að Bretar tóku Falklandseyjar að nýju.

Ég held að Pútín hafi einungis aflað sér "skammtíma vinsælda" - - bendi þér á að það stefnir í að rúblan hafi gengisfallið um 30% á árinu. Það þíðir verulegt lífskjarahrap íbúa Rússlands.

Þó það verði sennilega enginn álíka dramatískur ósigur eins og hjá argentínsku hershöfðingjunum, þá grunar mig að það geti samt fljótlega farið að þynnast á þessum vinsældum - - nú þegar kreppir að kjörum landsmanna í Rússlandi.

Vinsældirnar hrapi kannski ekki eins snögglega eins og hjá argentínsku hershöfðingjunum, en þær muni örugglega samt síga - og sennilega halda því áfram svo lengi sem Rússland helst í þeirri kreppu "sem refsiaðgerðir Vesturlanda hafa kallað fram."

Hver veit - - eftir 2-3 ár af kreppu, gæti það vel gerst að Rússar rísi upp og skipti um stjórnendur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.11.2014 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband