Vesturlönd virðast hafa samþykkt að fjármagna gaskaup Úkraínu af rússneska orkurisanum Gazprom

Skv. fréttum, með milligöngu ESB, hefur orkumálaráðherra Úkraínu handsalað samkomulag við orkumálaráðherra Rússlands, sem felur í sér að - - GAZPROM er greitt fyrirfram fyrir gas út þetta ár annars vegar og hins vegar samþykkt að greiða uppsafnaða skuld Úkraínu við GAZPROM.

Russian Energy Minister Alexander Novak shakes hands with Ukraine's Energy Minister Yuri Prodan (R) after gas talks between the European Union, Russia and Ukraine at the European Commission headquarters in Brussels October 30, 2014.  REUTERS/Francois Lenoir

"Russian Energy Minister Alexander Novak shakes hands with Ukraine's Energy Minister Yuri Prodan (R) after gas talks between the European Union, Russia and Ukraine at the European Commission headquarters in Brussels October 30, 2014." -  - fólk ætti þekkja Barroso í bakgrunni!

Ukraine, Russia, EU agree to natural gas supply deal

Russia and Ukraine reach gas deal

Skv. frétt nemur heildarupphæð samkomulagsins 4,6 milljörðum dollara. Sem felur í sér 1,5 milljarðs dollara fyrirframgreiðslu - - svo að íbúum Úkraínu verði ekki kalt í vetur.

Skv. frétt, þá hefur ESB samþykkt - - einstæða lánveitingu til Úkraínu fyrir þeirri upphæð. Á sama tíma og fengist hafi vilyrði AGS fyrir því að stjórnvöld Úkraínu mættu nota fé sem AGS hefur þegar samþykkt að lána Úkraínu - - til þess að greiða 3,1 milljarða dollara skuld við GAZPROM.

 

Ég held þessi útkoma komi engum á óvart

Það var ekkert hægt að gera til að þvinga Rússa til þess að opna fyrir gasstreymi til Úkraínu, án þess að gengið væri frá greiðslum. Á sama tíma hefur lengi legið fyrir að stjórnvöld Úkraínu eru algerlega fjárvana því ófær um að standa straum af þeim greiðslum.

  1. Samningar hafi - - í reynd staðið um verð.
  2. Eftir að GAZPROM eða Rússar samþykktu að slá af sinni upphaflegu kröfu, þá virðist samþykki Vesturvelda hafa fengist fyrir að fjármagna þessi gaskaup - - á hinu "niðurprúttaða" verði.

"Ultimately, Ukraine agreed to pay $378 per thousand cubic metres until the end of the year, then $365 until March. Russia dropped its demanded price from an original $485."

Ég held að Vesturlönd séu ekkert að tapa á þessu - en höfum í huga hvað annars gat gerst.

Það blasti við að íbúar Úkraínu mundu verða að kinda með - - einhverju öðru. Þegar haft er í huga, að bardagar í Donetsk og Luhansk héröðum, þ.s. uppreisnarmenn ráða enn verulegum svæðum; hafa skert mjög verulega aðgang Úkraínu að - - kolum, sem hefði tæknilega verið unnt að nota í staðinn. 

Þá voru bersýnilega mjög fáir kostir eftir!

Mig grunar að Vesturlönd hafi séð fram á, að betra til muna væri að fjármagna þessi gaskaup, heldur en að fá ef til vill yfir sig - - milljónir flóttamanna frá Úkraínu.

  1. Þetta breyti ekki heildarstöðunni, þ.e. deilan milli Vesturlanda og Rússlands hættir ekki - - meðan Rússland heldur en Krímskaga.
  2. Og hættir ekki að styðja uppreisnarmenn í A-Úkraínu.

Refsiaðgerðir halda þá áfram, og það verður áhugavert að sjá, hversu slæm efnahags áhrif þeirra aðgerða verða á Rússland - - sennilega á nk. árum.

En þessi deila lítur ekki þannig út, að hún hætti á næstunni. Þ.e. að líklega verði ástandið - - varanlegt a.m.k. til næstu ára. 

Það á eftir að koma í ljós, hvernig Rússlandi gengur með sinn olíuiðnað undir refsiaðgerðum, en eins og útskýrt var í fréttum á miðvikudag - - þá hefur rússn. olíuiðnaðurinn verið umtalsvert háður vestrænni tækni síðan 1991: Rússland getur lent í vandræðum með olíunýtingu á næstu árum, ef refsiaðgerðir Vesturvelda halda áfram

Það virðist líklegt, að nýting nýrra svæða sbr. undir botni  Karahafs og svokallaðs Bazhenov svæðis þar sem gríðarleg auðæfi í formi olíu og gas er bundið í leirsteinslögum; muni tefjast.

Á meðan eru olíulindir Rússa á landi, farnar að tæmast hægt en örugglega, þ.e. það dregur úr framleiðslu ár frá ári.

Refsiaðgerðirnar alveg algerlega án vafa, valda Rússlandi miklu meira tjóni - - en það fé sem GAZPROM fær fyrir samning um sölu á gasi til Úkraínu.

 

Niðurstaða

Ef samningurinn um greiðslur fyrir gas sýnir fram á eitthvað. Þá er það - sem allir þegar vissu. Að Vesturlönd muni á næstu árum halda Úkraínu á floti. Þó það verði kallað lánsfé, virðist afar ólíklegt að Úkraína greiði það fé til baka. Það verður áhugavert þó að sjá hvernig það mun ganga með AGS lánin - - en reglum AGS skv. þá er aldrei veittur afsláttur á greiðslum af lánsfé frá AGS. Þannig að sennilega þarf þá e-h 3-aðili að hlaupa undir bagga. Og lána eða "gefa" Úkraínu fé til að greiða AGS.

Ég hugsa að Vesturlönd líti á Úkraínu sem - - langtímafjárfestingu.

Þannig að þau hafi ekki áhyggjur af því, þó það tapist einhverjir milljarða tugir hvort sem það fé er talið í evrum eða dollurum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband