30.10.2014 | 01:59
Rússland getur lent í vandræðum með olíunýtingu á næstu árum, ef refsiaðgerðir Vesturvelda halda áfram
Það virðist að Rússland hafi síðan 1991, orðið ákaflega háð vestrænum þjónustufyrirtækjum við olíuiðnaðinn. Fyrirtæki eins og Haliburton - sem hafa verið framarlega í flokki í því að þróa nýja og betri tækni - - > til olíuvinnslu. Mikið af þeim búnaði sem sé notaður, sé framleiddur af Vestrænum fyrirtækjum. T.d. búnaður til "láréttrar borunar" eða "horizontal drilling" tækni sem Vestræn olíutengd fyrirtæki hafa þróað - - sem gerir það mögulegt að auka gjarnan mjög mikið það magn olíu sem unnt er að ná úr hverri holu.
Skv. frétt ætla rússnesk stjórnvöld, að stofna "þjóðarfyrirtæki" sem verði ætlað að taka við þeirri þjónustu sem vestrænu fyrirtækin hafa veitt - - sl. 20 ár.
Mynd sýnir Bazhenov leirsteins-svæðið sem talið er innihalda ógrynni af olíu
Stóra spurningin er þó ekki síst, hvort að Rússar geta "kóperað" allan þann búnað, sem erlendu fyrirtækin hafa þróað - t.d. mjög sérhæfðan búnað sem notaður er til neðansjávarborana, og auðvitað hinn ákaflega merkilega búnað, sem er niðri í holunni og gerir það mögulegt, að stjórna borum í allar áttir út frá miðjunni sbr. "horizontal drilling."
- Minn grunur er að Rússar séu a.m.k. "hugsanlega færir um það" en að á sama tíma, verði því ekki snarað á einni nóttu.
- Heldur taki það óhjákvæmilega einhvern árafjöld, og síðan séu líkur á því að það taki tíma fyrir rússn. aðila, að ná sambærilegum gæðum og öryggi í notkun.
Það virðist a.m.k. blasa við - - að nýting Rússa á svæðum, sem ákaflega "tæknilega erfitt" er að nýta.
Muni tefjast a.m.k. um árafjöld.
Russian oil: Between a rock and a hard place
The Russification of Oil Exploration
Á Karahafi hefur fundist nýverið olía, Bazhenov svæðið er fyrir Sunnan það
- Gríðarlegar vonir eru bundnar við Bazhenov svæðið, sjá eldri umfjöllun: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!
- En það er talið innihalda mun meiri olíu heldur en Bakken leirsteinssvæðið í Bandaríkjunum, sem er meginmiðja nýja olíuævintýrsins þar.
Vandi Rússa er að þeirra olíufyrirtæki - - hafa hvorki þekkingu né reynslu af því að vinna olíu með "fracking" aðferðinni.
Sem þíðir ekki að þeir geti ekki mögulega, lært að beita henni - með þá vitneskju í bakgrunni sem fyrir liggur, en það samt sem áður hlýtur að tefja umtalsvert fyrir vinnslu Bazhenov svæðisins.
Annar vandi Rússa, er að þeir eru mun vanari að vinna olíu á landi en á hafsbotni - - þess vegna leituðu þeir til stórra vestrænna olíufyrirtækja um samstarf í tengslum við leit að olíu og vinnslu hennar á Karahafssvæðinu.
Rússar hafa a.m.k. ekki nándar nærri því eins yfirgripsmikla þekkingu á vinnslu olíu neðansjávar, og mér skilst - - engin fyrirtæki til í Rússlandi sem framleiða þann sérhæfða búnað sem til þarf fyrir neðansjávar vinnslu.
- Það er í þessu samhengi sem það skilst betur - hve skaðvænlegar fyrir rússneskan efnahag refsiaðgerðir Vesturvelda eru líklegar að vera.
- En neikvæð áhrif eru líklega að vera "cumulative" þ.e. "hrannast upp." Með öðrum orðum, versna því sem á líður.
Niðurstaða
Ég skal ekki spá því að Rússar geti ekki reddað sér fyrir horn. Með miklu þjóðarátaki þrátt fyrir refsiaðgerðir. En þ.e. a.m.k. hugsanlegt að þeim takist það ekki. Hitt virðist öruggt, að það stefni í ákaflega mögur ár í Rússlandi - - þ.e. hin besta spá. Því það mun í allra besta falli taka Rússa nokkur ár að endurtaka þá tækniþróun sem Vestræn fyrirtæki hafa gengið í gegnum sl. 20 ár. Skapa þann iðnað sem þá vantar - til að framleiða þann ákaflega sérhæfða búnað sem til þarf. Læra sjálfir án aðstoðar þeirra sem þekkja, að bora eftir olíu með "fracking" aðferðinni.
Það sé alveg hugsanlegt að Rússland mundi rétta að nýju við - - eftir um áratug t.d. Þrátt fyrir refsiaðgerðir - - en á meðan muni lífskjör almennings í Rússlandi dala sennilega mjög umtalsvert.
Það verður áhugaverður prófsteinn á vinsældir Pútins, hvort þær lifa af mögru árin framundan.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 859351
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Búnaður fyrir horizonal drilling er ekki mjög flókinn. Það vill svo skemmtilega til að ég hef tekið þátt í að setja svoleiðis búnað á vörubíl fyrir íslenskan verktaka sem notar hann í Svíþjóð.Ekki man ég eftir að segja frá þessu í smáatriðum þar sem það eru 5 ár síðan,en þetta er alls ekki flókið og slíkur búnaður er framleiddur víða.
Sá búnaður var fenginn frá bandaríkjunum og er samskonar þeim sem notaður er við "fracking" og reyndar líka til að skoða jarðlög djúft í jörðu í þeim tilgangi að leita að dýrum málmum.
Í Svíþjóð er hann notaður til að gera holur þar sem sólarorka er geymd neðanjarðar.
Borgþór Jónsson, 30.10.2014 kl. 09:55
Gott og vel, bandar. fyrirtækin búa síðan að þeirri praktísku þekkingu að vinna með olíuleirstein, þau hafa sl. ár verið að smá bæta aðferðirnar, til þess að bæta skilvirkni, ná upp meiri olíu, líka um það hvar er best að bora. Mig grunar að Rússar hafi ekki verið að leggja áherslu á að hafa "partner" sl. ár - ef þeir teldu sig ekki hafa þörf fyrir að hafa erlent félag sem slíkan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.10.2014 kl. 10:53
WE CANT KEEP ON RELEASING C02 AND OTHER GREEN HOUSE GASSES WE NEED OTHER PLANET FRIENDLY FUEL AND ENERGY SOURCES LIKE HYDRO ELECTTRICITY THE PLANET IS ALREADY WAY OF BALANCE AND CANT TAKE ANYMORE ABUSE.
Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 15:49
Deane, keep in mind that the planet has had warm epochs in the past. Around 50 million years ago - - Eozene climate maximum, I understand that's the most extreme warming event known. There were forests growing on the poles - - meaning, no tundras not just no ice. Animals comparable to hippos thrived in Greenland.
The environment isn't going to collapse due to temperature increases - -say 5-6°C. The transition would be tad rough on some. There might be some starvation here and there. Not in Europe or N-America. But I'm sure humans can ultimately weather that storm. It could even strengthen global institutions, the cooperative effort that would be needed in order to aid the worst affected countries.
In the end the global climate would find a new equilibrium.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2014 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning