Spurning hvort að stjórnvöld Ungverjalands hafa fundið leið til að takmarka svokallað ólöglegt niðurhal?

Það vekur athygli nýstárleg skattlagning stjórnvalda Ungverjalands, sem er nýr skattur lagður á "hvert gígabæt af niðurhöluðu." Skv. frétt þá jafngildir skattur á hvert gígabæt 66 centum, eða eða 80 ísl.kr. Skatturinn er nánar tiltekið - - settur á internet þjónustuaðila. Sem má reikna fastlega með síðan að þeir leggi síðan á notendur sinnar þjónustu.

Hungary to impose world’s first internet tax

"Mihály Varga, economy minister, on Wednesday unveiled the plans, which include a charge of Ft150 (62 US cents) for each gigabyte of internet data consumed. Mr Varga said the tax – to be paid by internet service providers – was a logical extension of levies on phone calls and text messages the government announced in 2011." - "...state secretary, estimated would raise Ft20bn next year."

Ég velti fyrir mér hvernig íslenskum netnotendum mundi líka við það - - að slíkur skattur væri lagður á niðurhalið hjá þeim?

Það mundi þíða að niðurhöluð kvikmynd mundi kosta 800kr. í skatt - ef hún væri 10 gíg.

  • Mig grunar persónulega, þegar tillit er tekið til þess að verðlag er umtalsvert lægra í Ungverjalandi en hér - - að það verð gæti verið nokkuð nærri verði á DVD mynd út úr verslun.
  • Ísl. stjv. gætu þá sett sambærilegan skatt, en t.d. miðað við það að hvert gíg kostaði 200kr. t.d. sem mundi leiða til þess, að niðurhöluð kvikmynd upp á 10 gíg mundi kosta 2000kr. í skatt. Það mætti einnig hugsa sér - - 500kr. per gíg, þannig 5000kr.

Ég veit ekki nákvæmlega hver er tilgangur laganna í Ungverjalandi - - yfirlýstur er að afla ríkinu fjármagns.

En mér dettur í hug, að hagsmunaaðilar hafi barist fyrir slíkum skatti - - t.d. þeir sem selja DVD myndir á diskum, eða músík á diskum, eða leiki á diskum eða jafnvel bækur á diskum.

  1. Því kemur mér til hugar, að ef reynslan í Ungverjalandi er sú - - að skatturinn nær að "takmarka niðurhalað gagnamagn."
  2. Þá geti það vel hugsast, að önnur lönd muni veita þeirri reynslu eftirtekt - - og a.m.k. íhuga að taka upp sambærilega skattheimtu.
  3. Einnig kemur mér til hugar, að hagsmunaaðilar þeir sömu ég nefndi í öðrum löndum, geti dottið í hug að berjast fyrir slíkri sambærilegri skattlagningu.

Mér dettur alveg í hug, að þessi aðferð geti verið nokkuð áhrifarík í því - - að minnka niðurhal.

Auðvitað mundi hún einnig "skaða löglega sölu á efni" sem er síðan "niðurhalað."

 

Niðurstaða

Boð og bönn virðast ekki virka - ekki heldur það atferli að loka síðum sem bjóða upp á "ólöglegt" - niðurhal. En mundi slík skattlagning ef til vill vera til muna áhrifaríkari - - með því að auka til muna kostnað notenda sem niðurhala? Mig grunar að það gæti haft þau áhrif, að draga úr niðurhali.

Því velti ég fyrir mér þeim möguleika, að nýstárleg skattheimta Ungverja - - geti átt eftir að breiðast til annarra landa.

Ef slík skattheimta mundi minnka almennt í heiminum niðurhal hverskonar - þá gæti hún verulega breytt netnotkun.

  • Hvað segja íslenskir netnotendur um þetta?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband