Islamic State - virðist notfæra sér frelsið í Túnis, til að útbreiða boðskap sinn og afla sér fylgismanna

Rakst á þessa áhugaverðu grein í NYTimes: New Freedoms in Tunisia Drive Support for ISIS. En í þeirri grein eru birt viðtöl við nokkurn fjölda ungra Túnisa. Þar gæti bersýnilega töluvert "barnalegra viðhorfa" gagnvart "IS" samtökunum - sbr. þá trú, að "IS" séu baráttusamtök fyrir réttindum allra Múslima, og samtímis virðist útbreidd sú trú að fréttir af ógnarverkum "IS" - séu lygar erlendra fjölmiðla.

"Islamic State" - virðist takast að notfæra sér, útbreidda tortryggni gagnvart Vestrænum fjölmiðlum - annars vegar og hins vegar - útbreidda tortryggni gagnvart stjórnvöldum almennt í Arabaríkjum, sem og stofnunum þeirra landa. 

Hin almenna sýn virðist að stofnanirnar séu til þess að vernda "spillingu" og séu óvinir fólksins.

  • Þegar slík viðhorf tortryggni ríkja - þá virðist mörgum "Islamic State" sem segist vilja sópa í burtu núverandi arabalöndum, skipta þeim út fyrir eitt - - - íslamskt ríki.
  • Vera boðberi framtíðar - sem þess sé verð að berjast fyrir.
Skv. fréttinni hefur ekkert -erlent- land aflað "IS" fleiri fylgismanna, heldur en einmitt Túnis.
  1. Mér finnst þetta dálítið minna á þá útbreiddu trú á kommúnismann, sem áður var til staðar í Vestrænum samfélögum.
  2. En kommúnismi -að einhverju leiti eins og Islamic State gerir- setti fram framtíðarsýn, sem var einmitt þ.s. laðaði að flesta fylgismenn.
  3. Þegar Kalda Stríðið var í gangi, þá naut Kommúnismi alltaf stöðugt umtalsverðs fylgis meðal V-evrópskra landa. Ungir róttækir menn og konur, sem voru óánægð með eigin samfélög. Gjarnan leituðu í marxisma síðan Kommúnisma.
  4. Þeir Túnisar sem leita til "IS" - virðast leita til þeirra samtaka af nokkuð sambærilegum ástæðum. Þ.e. "almenn óánægja með eigin samfélög" - "með þær stofnanir sem eru til staðar" og "vantrú á því að venjuleg pólitík megni að skapa betra ástand."

Trú ungra V-evr. kommúnista var mjög oft ákaflega "naív." Eins og skv. viðtölum trú margra ungra Túnisa á "Islamic State" virðist vera.

 

Túnis er samt sem áður merkileg tilraun

Túnis var vagga svokallað "vors" í Mið-Austurlöndum, þegar ungt fólk reis upp í nokkrum fjölda landa og bylti þeim ríkisstjórnum er fyrir voru. Síðan hefur herforingja gagnbylting í Egyptalandi snúið málum aftur til baka til fyrri vegar - þ.e. til baka í lögregluríkisástand. Í Líbýu geisar nú borgarastríð milli tveggja megin fylkinga - - en það má vera þó, að önnur þeirra sé að nálgast sigur. 

  • Einungis í Túnis - - virðist lýðræðistilraunin enn í fullum gangi.
  • Á næstunni verður kosið til þings, í annað sinn frá því að byltingin varð.
  • Og það skv. nýrri stjórnarskrá, sem sæmilega víðtæk sátt virðist um.

Punkturinn við það að gera samanburð á "Islamic State" og "kommúnisma" er sá að benda á það, að ungir Túnisar hafa fulla ástæðu til að vera óánægðir.

Ég er þá einnig að meina, að Kommúnismi hafi í engu verið "vitrænni stefna" heldur en sú, er "Islamic State" rekur. 

Þannig því, að sú staðreynd að "Islamic State" í Túnis sé sennilega með nærri því eins mikið fylgi og t.d. Alþýðubandalagið á Íslandi hafði á sínum tíma á Íslandi.

Sanni ekki að Túnisar séu vitlausari heldur en Íslendingar á árum áður, þar sem merkilega margir - - flykktust um stefnu heims kommúnismans.

Munið einnig, að sennilega drap engin stefna í sögu mannkyns fleira fólk, heldur en heims kommúnisminn. Þannig að samanburðurinn við "Islamic State" er alls ekki út úr korti.

  • Þessi samanburður getur líka gefið ákveðna vísbendingu um líklegt fylgi "Islamic State" meðal ungs óánægðs róttæks fólks í Mið-Austurlöndum.

Róttæk samtök hafa afskaplega sjaldan - - meirihlutafylgi. En í ástandi þ.s. fátækt er útbreidd, atvinnuleysi er mikið - - er þekkt að róttæk samtök geta náð fjöldafylgi.

Upprisa nasista á 4. áratugnum var full sönnun þess.

Túnis er fátækt land, þar er atvinnuleysi mjög mikið - - þó að í dag sé lýðfrelsi þar. Hefur efnahagsástand ekki a.m.k. enn batnað að neinu ráði, það sé þó vaxandi skilningur meðal nýrra stjórnenda landsins. Að þörf sé virkilega á því að efla efnahag landsins.

Við skulum vona að Túnis verði ekki "öfgamönnum" að bráð, eins og Þýskaland 4. áratugarins.

Að samfélaginu takist að skapa sér framtíðar farveg, þ.s. lýðfrelsi ríkir.

  • Það sem getur hafa bjargað Túnis hingað til. Er ef til vill það. Að Túnis sé ekki nægilega mikilvægt í augum utanaðkomandi landa. Að ástæða sé til að búa þar til "enn eitt proxy stríðið."

 

Niðurstaða

Ég held að sama gildi um baráttuna gegn kommúnismanum og um baráttuna gegn "Islamic State" - að einn megin lykillinn í þeirri baráttu. Verði uppbygging þeirra samfélaga þ.s. "IS" hefur vaxandi fylgi. Þó það ráði þar ekki a.m.k. enn.

Þ.s. styrki "IS" sé ekki síst, hve mörgum landanna sé stjórnað af spilltum og lítt hæfum stjórnendum.

Og samtímis að efnahags uppbygging í Mið-Austurlöndum þegar olíulöndum er sleppt, hefur hingað til verið meira eða minna í skötulíki.

Gríðarleg spilling hafi ekki síst, staðið henni fyrir þrifum.

Það sést á viðhorfum þeirra stuðningsmanna "IS" sem blaðamenn ræða við. Að baki stuðningi þeirra við "IS" stendur einmitt "vantrú á eigið samfélag" - "vantrú á stofnanir þess" og "vantrú á eigin stjórnendur."

Fólk þarf að öðlast trúa á framtíðina. Annars sé þessi hætta til staðar. Að fólk laðist að öfgasamtökum, tja - - eins og gerðist í Þýskalandi á 4. áratugnum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband