21.10.2014 | 20:16
Óvinsælasta tillaga allra tíma?
Eins og við þekkjum eru vandræði hjá ríkinu að ráða við verkefni sín - listinn er orðinn töluvert langur: Varðskipin eru í höfnum en ekki úti á rúmsjó, Landhelgisgæslan er ekki einu sinni með mannskap til að manna þau öll, svo mikill hefur niðurskurðurinn verið. Hafrannsóknarstofnun hefur nýverið kynnt, að öll rannsóknarskipin verði í höfnum, líklega stefnir í að Hafró í náinni framtíð geti ekki heldur mannað þau því fjölda manns hefur verið kynntar uppsagnir.
Þarna erum við að tala um - mjög mikilvæg grunnverkefni séu í hættu; eftirlit með Landhelginni, að sjófarendur fylgi reglum og lögum, skip innlend sem erlend virði takmarkanir og landhelgi - ekki litlir hagsmunir í húfi. Síðan í annan stað, þá erum við að tala um sjálfa "grunnauðlind landsmanna" að haldið sé uppi nægum rannsóknum á henni, til þess að "veiðistýring" geti farið fram með sæmilega vitrænum hætti - en rangar ákvarðanir þar um geta haft töluverðar afleiðingar, síðan er það einnig það að - mikilvægt er að stunda rannsóknir almennt á hafinu ekki síst vegna þess að enn þann dag í dag er mjög margt sem ekki er nákvæmlega vitað um botndýralíf við landið, síðan að sjálfsögðu dúkka upp öðru hvoru nýjar fiskigöngur sbr. makríl - - með öðrum orðum, þ.e. virkilega þörf fyrir öflugar hafrannsóknir.
Flestir þekkja vandræðin í heilbrigðisgeiranum, sérstaklega að meginsjúkrahús landsins er í byggingum sem hafa hlotið alltof lítið viðhald til margra ára, sem hefur leitt til alvarlegs ástands nokkurra þeirra - það má vera að ein meginbygginganna gömlu sé í reynd ónýt. Ef þetta er ekki nóg, þá hefur ríkið ekki getað greitt starfsfólki þau laun sem það getur sætt sig fyllilega við, þannig að - erfiðlega gengur að ráða lækna og þeim fer heldur en hitt, fækkandi. Okkur helst ekki á hæfileikafólki - þeir sem eru eftir, eru of hlaðnir störfum - þetta á víst einnig við um hjúkrunarfræðinga. Þetta er ástand - sem getur ekki gengið til lengdar, samt er engin lausn í augsýn.
Það hefur einnig verið mjög verulega skorið niður í löggæslu, of fáir lögregluþjónar eru á vakt hringinn í kringum landið. Veik löggæsla - er klassískt áhættuatriði, því þá geta glæpir grasserað.
Það má bæta við - viðhald vega og samgöngumannvirkja sem rétt svo heldur í horfinu.
Óánægja er innan skólanna, hún er í svipuðum tón, að erfiðlega gengur að halda í hæfileikafólk.
Spurning er því ef til vill kominn, hvort Ísland þurfi ekki að skera niður -stóra kostnaðarliði-
Eins og ljóst er af upptalningunni, vantar annað af tvennu - mikið fé. Eða, það þarf að afnema eitthvað sem kostar mikið, færa það fé í aðra hluti.
- Vaxtabætur.
- Leigubætur.
- Þetta eru sannarlega stórir kostnaðarliðir.
- Og það er unnt að leggja þá niður með pennastriki.
Augljóst kemur þetta við marga - en þannig gildir það alltaf um "niðurgreiðslur."
Sem dæmi, þá hafa stjórnvöld í Úkraínu lengi - niðurgreitt í öllu landinu "gas" til heimilisnota. Þar eru stjórnvöld nú tilneytt til að falla stórum hluta frá þeim, og þá auðvitað bitnar það á "almenningi."
Á sama tíma, hafa stjórnvöld verið í útgjaldavandræðum af margvíslegu tagi - mjög margt í niðurníðslu, að stór hluti útgjalda fari beint til að niðurgreiða gas, hefur auðvitað átt sinn þátt í þeim vanda.
Á Indlandi hafa hrísgrjón verið niðurgreidd og vatn til landbúnaðar, þó víða sé vatnsskortur. Í Venesúela, er eldsneyti selt til almennings, á mjög niðursettu verði. Þetta eru nokkur dæmi.
Punkturinn er auðvitað sá:
- Niðurgreiðslur eru ávalt settar á af góðum hug.
- Það er yfirleitt mjög erfitt síðar meir, að afnema þær - vegna andstöðu þeirra sem njóta.
- Þær hafa tilhneigingu til að "blása út" og þar með, minnka þ.s. ríkið hefur aflögu til annarra mála. Ekki síst vegna þess, að gjarnan er "pólit. aðlaðandi" að lofa aukningu slíkra greiðsla - - atkvæðavænt.
Ísland er augljóslega engin undantekning - alveg eins hér, að niðurfelling niðurgreiðsla - mun koma illa við marga.
Ég held að enginn vafi sé um, að ef það fé sem fer í dag í "vaxtabætur" og "leigubætur" væri þess í stað, fært yfir á "heilbrigðiskerfið" - - væri unnt að gersamlega laga allt það þar sem miður er.
Ég held einnig að unnt sé að koma til móts við þá sem minna mega sín með öðrum hætti
Ég held að það losni það mikið fé, að það þurfi ekki allt - - að fara í heilbrigðiskerfið. Það eru auðvitað "valkostir."
- Einn möguleiki væri að - - hækka skattleysismörk. Hækkun þeirra mundi geta töluvert vegið á móti fyrir marga.
- Annar möguleiki væri að - - hækka lágmarkslaun.
- Svo er það sá möguleiki - - að koma til móts við almenning í gegnum heilbrigðiskerfið, t.d. með lækkun "kostnaðarþátttöku" - koma aftur á frýjum skólatannlækningum.
Ég hugsa að það komi ekki til greina, að framkvæma þessa breytingu - - án einhverra slíkra "mótaðgerða."
Sem dæmi, væri skynsamlegt - - að lækka, jafnvel afnema, þátttöku almennings í kostnaði við notkun þjónustu heilbrigðiskerfisins, að auka til muna kostnaðarþátttöku ríkisins í lyfjum o.s.frv.
En heilbrigði þjóðarinnar er mikilvægt - - mig grunar að, meiri skynsemi sé í því, að halda kostnaðarþátttöku almennings á þeim sviðum í lágmarki. En að niðurgreiða "vexti" eða "leigu."
Heilsan sé enn mikilvægari þáttur. Dýrt sé fyrir þjóðfélagið, að setja mál upp þannig - - að fátækt fólk hafi ekki efni á að nota þjónustu heilbrigðiskerfisins.
Niðurstaða
Ég man eftir því að á 9. áratugnum rak Ísland 4 varðskip, 3 -stór, eitt lítið. Þau voru í meira eða minna stöðugri notkun. Hér voru í meira eða minna stöðugum rekstri, 3-hafrannsóknarskip, þar af 2 stór. Berið þetta saman við ástandið hér. Þegar Landhelgisgæslan hefur eingöngu í seinni tíð verið að halda úti einu að öllu jafnaði. Á ekki áhafnir lengur á öll 3. Eða, að á nk. fjárlagaári - verður ekkert hafrannsóknarskip rekið.
Ísland - - er ekki fátækara í dag, en það var ca. 1980.
Það virðist alveg ljóst - - að einhvers staðar er verið að nota fjármagn með röngum hætti.
Hafið í huga, að þessi vandi er ekki alfarið nýr - hans var farið að gæta á sl. áratug, fyrir hrun. Það bendir til þess, að "einhver stór fjárlagaliður hafi sennilega verið að draga til sín það mikið fjármagn" að þrátt fyrir "vaxandi skatttekjur" hafi þá þegar verið farið að þrengja að mikilvægri starfsemi ríkisins. Síðan kom auðvitað hrunið - - og allt varð svo miklu mun erfiðara.
Nú virðist mér Ísland statt þar, að eitt smávegis efnahagsáfall til viðbótar.
Gæti skapað alvarlegt hrun á mikilvægum sviðum starfsemi ríkisins.
Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Við þurfum að hætta einhverju sem er dýrt. Sú ákvörðun mun óhjákvæmilega koma við kaunin á mörgum.
Ég hef bent á 2-þætti sem hægt væri að leggja af. Og nota það fjármagn í staðinn innan mikilvægra fjársveltra sviða. Bæta þar með þjónustu við almenning.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning