20.10.2014 | 21:34
Liggur kannski kynslóða slagur að baki vanda Evrópu?
Ég setti inn athugasemd um þennan möguleika á blogg Wolfgang Münchau, Eurozone stagnation is a greater threat than debt, og mér fannst undirtektir sæmilega góðar. En þetta er annar póll á það, af hverju Evrópa er í þessu ástandi - að vera stórskuldug, það ekki bara einstök ríki, heldur samfélögin sjálf, atvinnulíf til viðbótar, og sveitastjórnir að auki - samtímis að mikil og hörð andstaða er við svokallaða verðbólguleið. Samtímis að álfan sem heild virðist stefna í verðhjöðnun.
Hvernig gæti kynslóða slagur skipt máli?
Útgangspunkturinn er; hvernig meta einstaklinga sem eru á eftirlaunum sína hagsmuni?
- Mig grunar, að ellilífeyrisþegar, séu í eðli sínu - andvígir verðbólgu. Því hún gæti skaðað þeirra sparnað, þar með grundvöll þeirra tekna, þar með þeirra kjör.
- Að auki, gæti verið að þeim mundi hugnast - verðhjöðnun. Því að slíkt ástand, mundi sennilega auka "raunverðmæti" þeirra ellisparnaðar, þar með kaupmátt þeirra lífeyris, þar með þeirra lífskjör.
Þá er seinni útgangspunkturinn sú spurning; hvort að - - ellilífeyrisþegar séu ef til vill orðnir það fjölmennir í samfélögum Evrópu, að þeirra sjónarmið geti ráðið ferð?
Gæti það skýrt andstöðu -sem er sérstaklega áberandi í Þýskalandi- gegn verðbólgu, að Þýskaland er án efa - - einna hlutfallslega elsta samfélag Evrópu?
Að auki virðist töluverður stuðningur við þau sjónarmið innan Þýskalands -að verðhjöðnun sé alls ekki slæm.
Aldraðir séu líklega til að grundvalla lífskjör sín á peningalegum eignum
Það skapar líklega aðra grunnhagsmuni, en hjá - yngra fólk á vinnumarkaði, sem skuldar hlutfallslega mun meira, á hlutfallslega minna af peningalegum eignum.
- Kenningin gæti þá verið sú, að ef aldraðir eru nægilega margir til þess að geta hindrað, að beitt verði þeim úrræðum, að "auka verðbólgu" - til að berjast við skuldakreppu og skort á hagvexti.
- Þá gæti niðurstaðan orðið akkúrat sambærileg þróun á við þá sem gerðist í Japan - - sem ath, er einnig ákaflega aldrað samfélag. Sú að nægileg andstaða sé innan samfélagsins gagnvart leiðum til þess að efla verðbólgu - - til þess að "þróun í átt til verðhjöðnunar verði ekki stöðvuð."
- Síðan séu aldraðir, ef þeir eru orðnir nægilega fjölmennir, líklegir til að - líta ekki neikvæðum augum á þá verðhjöðnun. Þannig líklegir til þess, að leitast við að hindra að úrræðum verði beitt til þess, að lyfta samfélaginu úr því ástandi.
Grunnhagsmunir yngra fólks, séu aftur á móti, að - - létta undir skuldum. Í þeirra augum, "er verðhjöðnun hræðileg því þá hækkar raunvirði skulda stöðugt" - samtímis því, að yngra fólk ætti að vera líklegt -sinna hagsmuna vegna- að styðja það að lánum sé eytt upp í verðbólgu.
Af því, að lækkun skuldabyrði leiðir til bættra kjara þess hóps.
- Á milli aldurshópanna - séu líkur á reipitogi. Þegar skuldakreppa geisar. Og andstæðir hagsmunir koma þá fram.
Niðurstaða
Ef þessi kenning er rétt. Að kynslóðaslagur gæti legið að baki - andstöðu við það að vinna á mjög lágri verðbólgu, ástandi sem stefnir að því er virðist, í átt að verðhjöðnun. Að í skuldakreppu, sé líklegt að gjósa upp á yfirborðið - - mismunandi hagsmunir aldurshópa innan samfélaga.
Þá geti ráðið niðurstöðu - - hlutfallsleg skipting hópanna meðal íbúa.
Ef þ.e. allt rétt - - þá getur það verið, að ef aldraðir eru mjög fjölmennir, að þá verði mjög erfitt að ná fram samstöðu um aðgerðir gegn ástandi - verðstöðnunar, jafnvel verðhjöðnunar.
- Þá geti íbúasamsetning verið mikilvæg skýringarbreyta fyrir því, af hverju samfélag - - endar í japönsku gildrunni.
- Það gæti einnig hugsanlega gefið vísbendingu um það - - að slík samfélög geti verið lengi í því ástandi, eða þangað til að íbúasamsetning fer að breytast að nýju - - yngri hópunum í hag. Eftir því sem aldraðir enda ævina.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ESB ríkin eru í hræðilegum vanda. Vanda sem verður ekki leystur í bráð.
Þjóðirnar eru sjálfstæðar en samt ekki . Hendur ríkisstjórnana eru bundnar.
Forsætisráðherrarnir eru eins og geldingar í kvennabúri. Geta ekki, mega ekki, fá ekki.
Að taka af skarið og rífa þjóð upp úr sleninu er „þjóðernisrembingur“ og það er ljótt.
Að ætla að ráðast gegn einhverjum vanda ,rekst á við reglugerð.
Ráð til að vinna bug á allt of miklu og rándýru atvinnuleysi eru ekki finnanleg. Það veldur vonleysi.
Þótt lán fáist svo til vaxtalaus eru þau lítið tekin til uppbyggingar atvinnulífs. Það veldur vonleysi.
Velferðarkerfin eru að verða lítt viðráðanleg vegna þess að íbúarnir hafa átt allt of fá börn í marga áratugi og öldrunarvandamálið því orðið stórmál. Lífeyriskerfin eru ekki góð.
Að þjóð megi ekki hafa stjórn á landamærum sínum skapar endalaus vandamál og Það veldur reiði.
En NÚ er komið alveg nýtt vandamál !!! Það eru að myndast nýir stjórnmálaflokkar sem vilja breyta.
Þeir eru allir kallaðir öfgaflokkar og sumir eru það en allir hafa það að stefnumáli að endurskoða veru þjóðar sinnar í ESB.
Svar Rússa við efnahagsrefsingum USA og ESB hefur auðvitað valdið minni sölu hjá ESB löndum á öllum sviðum og eikur vandan enn frekar.
Snorri Hansson, 21.10.2014 kl. 02:03
Þú hafnar þá alfarið samanburði við Japan! Varðandi ESB - sé ég ekki að það liggi í eðli ESB að leiða fram tiltekna efnahagsstefnu öðrum framari. Það sé ekkert tæknilega sem hindri það að sameiginleg stefna sem virkar komi fram. Nema að meðal a.m.k. sumra aðildarríkja sé andstaða uppi. Þá er þess vert að skoða, hvað geti legið að baki slíkri andstöðu í þeim aðildarríkjum. Sem leiðir hugann að samanburði við Japan - - en Japan var eftir allt saman á 10. áratugnum samfélag á leið djúpt inn í öldrun. Eins og Evrópa í dag, Þýskaland er með þeim hætti mjög svipað Japan á 10. áratugnum. Það getur alveg hugsast að aldraðir Japanir og aldraðir Þjóðerjar, og aðrir aldraðir í Evrópu - - hugsi líkt þegar kemur að stefnu í efnahagsmálum. Svipaðir grunn hagsmunir - leiði fram svipaða stefnumótun. Enda er merkilega margt líkt með efnahagsstefnu ESB í dag og efnahagsstefnu Japans á fyrri hl. 10. áratugarins. Og Japan á fyrri hl. hans, var einmitt í efnahagsl. kyrrstöðu og últra lágri verðbólgu. Er fór lækkandi - - verðhjöðnunin kom síðar. Þetta leiði sem sagt hugann, að hugsanlegum sameiginlegum skýringarþáttum. Eins og hugsanlega þeim er ég nefni að ofan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2014 kl. 08:27
Það getur meira en verið að þú hafi margt til þíns máls. En ég get ekki ímyndað mér að aldraðir hafi veruleg áhrif. Að þeir séu samstilltari hópur en annar almenningur.
Þjóðverjar reyndu að fá líf í tuskurnar með því að greiða niður nýja bíla fyrir nokkrum árum og auðvitað virkaði það um stund.
Mismunurinn á þjóðunum er orðin allt of mikill þ.e.a.s. það eru svo mörg sem hanga á horriminni. Það hefur lamandi áhrif.
Bara það að ótrúlega margir foreldrar eru með fullorðna afkomendur hálfpartinn eða alveg á framfæri vegna atvinnuleysissins ,hefur lamandi áhrif.
Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki ástæður slensins hjá Japanum. Ef til vill voru launin orðin of há, þannig að samkeppnishæfnin við Koreu og nú Kína varð lakari.
Snorri Hansson, 22.10.2014 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning