Ég velti fyrir mér, hvað ef - - Ebola berst til Kína eða Indlands?

Ákvað að lesa aðeins um Ebola sjúkdóminn - Ebola virus disease. Ebóla sjúkdómurinn virðist vera náttúrulegur sjúkdómur á röku hitabeltissvæðunum í Afríku Suð-Vestanverðri. 

Á hitabeltis svæðum Afríku virðist svokallað "bush meat" vinsælt, þ.e. kjöt af dýrum sem veidd eru í regnskógunum.

  1. Helsta kenningin virðist sú, að ef -viðkomandi dýr hefur verið sýkt af Ebola- þá geti meðhöndlun kjöts -þegar þ.e. hrátt- og eða -blóðs- og eða annarra -vökva- af dýrinu. 
  2. Ef viðkomandi vökvar eða kjöt komast í snertingu við bert hörund viðkomandi, eða kjötsíns er neytt án þess að það sé steikt eða soðið alveg í gegn - - - leitt til þess að sýkillinn berist í manneskju
  • Síðan getur manneskja sem er sýkt, borið sýkinguna áfram í aðra sem viðkomandi þekkir.

Skv. því sem fram kemur á Wikipedia síðunni:

  1. Þá eru lík þeirra sem látast af sjúkdómnum -- hættuleg. Það má ekki snerta þau með beru hörundi. Sennilega þarf að vera í mjög góðum vatnsheldum hönskum. Og líklega að auki fatnaði sem einnig er algerlega vatni heldur.
  2. Svo fylgir sjúkdómnum hár hiti - fyrir utan almenna vanlíðan, séu stundum blæðandi sár, oftar innvortis blæðingar, það má reikna með - svita. Helsta dánarorsök - - of lágur blóðþrýstingur. Eða með öðrum orðum, viðkomandi blæðir út. Oftast nær sjáist það ekki, því innri blæðingar séu mun algengari.

Hvernig dreifist sjúkdómurinn milli manna?

  1. Bein snerting eingöngu - - því miður geta hlutir sem sýkt persóna hefur snert berum höndum verið hættulegir, t.d. hurðarhúnar eða hvað annað t.d. borðbúnaður.
  2. Að snerta sýkta persónu er hættulegt, hvort sem sýkt persóna snertir af fyrra bragði eða ósýkt snertir sýkta.
  • Að vera í sömu flugvél og sýkt persóna - eða í sömu bifreið; er ekki endilega hættulegt.
  • Ef aldrei fer bein snerting fram, hvorki við sýkta persónu eða nokkurt af því sem sýkt persóna snerti.

Sýkt persóna sem fer um borð í flugvél - t.d. veit ekki að sá eða sú er sýkt; sýkir því sennilega ekki alla um borð.

Ég velti fyrir mér, hvað sá eða sú sem grunar að vera sýktur getur gert? Til að sýkja ekki þá sem eru nærri.

  • Ætli það væri ekki helst það, að fara í "fullan regngalla" - "vatnsheld stígvél" - "vatnsheldir hanskar" - "vatnsheldar buxur" og "vatnsheldur jakki" - - gæta þess að bert hörund snerti hvergi.

Af hverju kemur mér til huga, að Ebola gæti verið vandamál fyrir Indland eða Kína?

Það kemur til af því, að bæði löndin - - hafa enn mikið af svæðum þar sem heilsugæsla og uppbygging er ekki enn komin á sambærilegt stig við þ.s. tíðkast í þróuðustu löndum heims. Enn sé mikið af fátæku fólki, sem ekki hafi aðgang að - - góðri þjónustu í stærri borgum.

Indland sé töluvert verra hvað þá þætti varðar. 

Kína sé með mikið af starfsemi í Afríku - - Indland hefur þó aldalanga sögu viðskipta við lönd Afríku við Indlandshaf.  

Í báðum tilvikum séu Kínverjar á reglulegu flakki á milli í viðskiptaerindum og Indverjar.

Kína sé þó með umtalsvert meiri viðskipti í dag, að auki eru starfandi stórfyrirtæki á vegum Kínverja í dag í nokkrum fjölda Afríkuríkja - - með fjölda kínv. starfsmanna.

Ég gerir ráð fyrir því, að það sé hreyfing á þeim starfsmönnum, milli Kína og Afríku.

Mér virðist því - - þessi möguleiki fyrir hendi.

  1. Málið er - að ég er alveg viss um það, að Evrópulönd, lönd N-Ameríku, Japan, Ástralía, S-Kórea, Nýja Sjáland - - svo þróuðustu svæðin séu nefnd. Muni ágætlega geta höndlað hættuna af - Ebólu.
  2. En ég er ekki eins viss um Kína eða Indland.


Niðurstaða

Ég held að Ebóla sé ekki líkleg til að verða alvarlegt vandamál á Vesturlöndum. En hún gæti hugsanlega orðið að vandamáli "fyrir heimshagkerfið" ef hún berst til annarra af risalöndunum tveim - - þ.e. Indlands eða Kína. Sérstaklega Kína er það stórt orðið í heimhagkerfinu, að vandræði þar hafa hnattræn áhrif. 

Þessi 2-lönd eru sennilega líka það stór.

Að þau verða að sjá um sig sjálf. 

Önnur lönd séu ekki fær um að bjarga þeim.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að fólk borði meira grænmeti; frekar en kjöt ef þess er kostur.

Er ekki offjölgun í heiminum?

=Mætti ekki segja að þetta sé "svar náttúrunnar" til að hægja á offjölguninni?

Jón Þórhallsson, 20.10.2014 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband