16.10.2014 | 23:38
Líbýa gæti hugsanlega klofnað í 2-ríki, eftir austur/vestur línu
Borgarastríðið í Líbýu er hófst sl. sumar, virðist vera að skila skýrari markalínum milli stríðandi fylkinga. Það áhugaverða er - - að fylking kennd við "íslamista" virðist hafa að verulegu miklu leiti "haft betur" í átökunum. En skv. frétt NYTimes, ræður sú fylking Tripoli -eftir að hafa hrakið hina frá höfuðborginni í mánaðarlöngum átökum- og að auki ræður stærstum hluta strandar Líbýu.
- Það þíðir, mjög líklega, en ég hef séð fréttir þess efnis, að olíuútflutningur landsins sé aftur kominn á fullan skrið, að "íslamista-fylkingin" ráði nú yfir - - olíuhöfnunum þar með tekjunum.
Málið sé þó flóknara - en bara Íslamistar gegn þeim sem segjast ekki vera Íslamistar. Einnig sé um að ræða, að önnur fylkingin hefur innan raða fjölda berba úr fjöllunum nærri Tripoli; meðan að hin fylkingin -sú sem segist and íslamísk- sé stærstum hluta einnig "arabísk."
Þannig að átökin hafi einnig þann blæ - að vera átök "þjóðernishópa."
- Takið eftir kortinu - - skv. fréttum ræður íslamista, berba - fylkingin ströndinni alla leið að borginni Benghazi á Kýernæka skaga; sem sé í þeirra höndum!
- Meðan að miðstöð hinnar fylkingarinnar, sú sem segist "and íslamísk" en kvá einnig vera arabísk, sé með miðstöð í borginni Tobruk - nærri landamærum við Egyptaland.
Ég geri ráð fyrir að þetta hljóti að þíða, að íslamista-berba fylkingin ráði nú olíunni.
Það er auðvitað ekkert "smávegis" forskot.
Fighting erupts in Benghazi as renegade general battles Islamists
General Escalates Libya Attack
Libyan Militias Seize Control of Capital as Chaos Rises
Khalifa Hifter, sjá mynd að ofan, er leiðtogi "and íslamísku fylkingarinnar" virðist hafa stuðning herforingjastjórnarinnar í Egyptalandi - sem og "Saudi Arabíu ásamt bandamönnum Sauda við Persaflóa.
Skv. fréttum, þá tóku herþotur frá flugher Egyptalands þátt í árás Hifter á Benghazi, sem skv. fréttum - - mistókst samt sem áður. Hifter kvá ráða yfir litlum flugher, einhverjum leifum flughers Líbýu. Og einnig hefur einhver hluti af fyrrum herforingjum og hermönnum Gaddhafi - gengið í lið með honum. Hann sjálfur var herforingi í her Gaddhafis, þar til hann gekk í lið með uppreisninni gegn honum, og tók þátt í að steypa stjórn hans.
Hersveitir Hifter, virðast fá vopn og þjálfun frá Saudi Arabíu - flóa Aröbum, og Egyptalandi. Stjórnin í Egyptalandi er hvort sem er "fjármögnuð" af Saudi Arabíu og flóa Aröbum - - þannig að spurningamerki má setja við það, hvort hún sé "sjálfstæður aðili." Eða einfaldlega "þeirra liðsmaður."
- Þetta stríð hefur því a.m.k. að einhverju leiti, þann tón að vera "proxy war."
Andstæðingar Hifter og liðs hans, hafa notað það gegn honum, að með honum í liði eru margir af þeim er áður þjónuðu Gaddhafi - - sakað þá um að standa fyrir tilraun til "gagnbyltingar."
Hafandi í huga, hvaðan Hifter hefur stuðning, er það ekki endilega - - augljóslega "ósönn ásökun."
- En ef Hifter tekst að ná "Benghazi" og þar með Kýrenæka skaga öllum - - þá gæti skapast "skipting landsins" í Austur vs. Vestur.
Það slæma fyrir A-hlutann, er að "olían er í V-hlutanum."
Olíuútflutningshafnirnar - eru hafnirnar í V-hlutanum skammt frá borginni Misratah á ströndinni, sem kvá vera miðstöð hinnar fylkingarinnar.
- Líbýa gæti þannig klofnað í "Tripolitaníu" vs. - -
- Kýrenæku, sem er svæði með árþúsunda sögu.
Ég er ekkert viss um að menning þeirra, eigi mikið sameiginlegt. Líbýa er þannig séð, enn eitt landið sem búið var til af nýlenduveldunum - - án þess að tekið væri tillit til "íbúaskiptingar" eða sögu svæðisins.
Niðurstaða
Líbýa gæti verið enn eitt landið, sem stefnir í að klofna. En þegar hefur Sýrland "de facto" klofnað í umráðasvæði stjórnvalda vs. umráðasvæði sem í vaxandi mæli er undir stjórn "Islamic State." Síðan er það Írak, sem getur klofnað í "þrennt" þ.e. svæði Kúrda, svæði Shíta og svæði Súnníta sem í dag eru mestu undir stjórn "Islamic State."
Það sem getur verið að flosna upp, eru þau landamæri sem -Ítalía, Frakkland og Bretland- bjuggu til, í samkomulagi sín á milli. Án nokkurs tillits til íbúanna sem þar bjuggu.
Kýrenæka svæðið, er t.d. "fornt menningarsvæði" alveg út af fyrir sig. Að fornu voru þar forn grískar borgir og svæði undir áhrifum gríska menningarheimsins í fornöld. Það svæði sé "menningarheild út af fyrir sig" og þ.s. mig grunar, að það sé "Tripolitan" svæðið einnig í A-Líbýu.
Að auki er vísbending um, ólíka íbúasamsetningu svæðanna.
- Fyrst að andstæðingar Hifter, virðast hafa náð að mestu V-hluta landsins, strönd landsins að mestu, og þ.s. við virðist einnig blasa, olíunni.
- Þá virðist mér erfitt að sjá, hvernig "Hifter" geti haft betur, nema að Saudi Arabía og bandamenn Sauda, ásamt herforingjunum í Egyptalandi, auki til mikilla muna - stuðning sinn við herflokka Hifters.
Það verður síðan að koma í ljós, hversu róttækur Íslamismi þeirra sem ráða stærstum hluta landsins, raunverulega er.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning