Lækkun olíuverðs, ætti að skoðast sem "góðar fréttir" fyrir efnahag heimsins. Undanfarna daga hafa verið verulega lækkanir á mörkuðum, ekki síst í Evrópu

Það hefur kannski farið framhjá einhverjum, en undanfarna daga - hafa verið mestu lækkanir gengis verðbréfamarkaða --> Síðan 2011. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum, virðast hafa misst alla þá hækkun sem orðið hefur á "þessu ári" og gott betur.

Lækkun hefur verið mest dramatísk í Evrópu, sjá: Fears About Eurozone Economy Hammer Markets

Umfang lækkunar er í stærðum, sambærilegt við þ.s. sást í evrukrísunni 2011.

Það sem -getur verið í gangi- er að markaðir séu farnir að fyllast "efasemdum" um þá "sögu" sem þeir hafa trúað um framtíð efnahags Evrópu, og evrusvæðis sérstaklega. Þeir séu þó ekki enn a.m.k. - í fullri paník. En þegar efasemdir eru komnar, er paník - - ekki endilega langt undan.

  • Traust markaða á Mario Draghi, sem myndaðist sumarið 2012 er hann setti fram sitt "fræga" loforð, um að gera hvað sem í hans valdi væri - til að bjarga evrunni.
  • Sé kannski farið að fölna.

En menn eru ef til vill, byrjaðir að fyllast efasemdum um það, að Draghi - - geti staðið við sitt fyrirheit er hann setti fram fyrir tveim árum.

Þeir séu þó ekki enn, komnir í fullt "vantrúar ástand." En trúin sé nú komin undir álag.

Þ.s. menn eru að bíða eftir - biðja um, er full prentunaraðgerð af hálfu "ECB."

Hún er ekki hafin enn, en gögn þau sem hafa hrannast inn, sem sýna að hagvöxtur í Evrópu hefur dalað síðustu mánuði, og sýnir ekki neinar skýrar vísbendingar um neinn viðsnúning frá þeirri hreyfingu. Og að auki, að verðbólga sé mæld að meðaltali einungis 0,3%.

Knýja sennilega á um þessar - - efasemdir.

Eins og ég hef margoft áður á bent, þá var það -trúin á Draghi- sem endaði evrukrísuna júlí 2012 þegar menn voru að óttast yfirvofandi hrun hennar - - > Vonin sem hann bjó til með sínu fræga loforði.

Þessi von, hafi síðan lifað sterkt með fjárfestum, skilað þeim miklu hækkunum á hlutum í Evrópu er hafa skilað sér síðan síð sumars 2012, auk þess að vaxtakrafa aðildarríkja evrusvæðis -flestra hverra- hefur aftur fallið niður undir þau mörk er hún var í; fyrir upphaf krísunnar.

  • Það auðvitað blasir við, að ef þessi tiltrú slökknar, þá tja - geta menn að nýju staðið frammi fyrir sömu spurningu; ásamt sama ótta -- > og síð sumars 2012.

Þetta er auðvitað ekki orðið enn - - Seðlabanki Evrópu hefur enn einhvern tíma, til viðbragða.

Ef nægilega sannfærandi prentunaraðgerð, skilar sér - - munu markaðir í Evr. líklega róast að nýju.

 

Lækkandi olíuverð eru góðar fréttir

Citigroup Sees $1.1 Trillion Stimulus From Oil Plunge

Ég held það sé rétt hjá greinendum "Citi" að lækkun olíuverðs um rúmlega 20% miðað við meðalverðlag sl. 3-ára, geti skilað þetta miklum áhrifum.

Þá má vænta þess að jákvæð áhrif taki nokkra mánuði að skila sér inn í heimshagkerfið - - olía hefur reyndar ekki verið eina hrávaran sem hefur lækkað.

Málmar hafa einnig lækkað - -einna helst rakið til minnkandi hagvaxtar í Kína.

Og sennilega eins og "Citi" spáir, lækka þeir enn frekar - vegna áhrifa lækkunar olíuverðs. 

Eins og gjarnan er -eins dauði er annars brauð- þá tapa hrávöru útflutningslönd sbr. Rússland og Ástralía. Þau lönd eru mörg fleiri, en þessi 2-eru ákaflega áberandi hrávöru útflytjendur.

Rússland - - olía og gas. Ástralía - - málmar af margvíslegu tagi.

En á móti, þá græða lönd sem framleiða úr málum. Og lönd sem neyta olíu og olíutengdra vara. Svo má ekki gleyma því, að kostnaður við - - flutninga minnkar. Það virkar -innan landa, utan landa, í flugi, á landi, og á sjó.

Þannig að til lengdar litið - þá ætti lækkun á olíu að stuðla að aukinni heimsverslun. Sem og að bæta efnahag þeirra landa, þ.s. samgöngur treysta mikið á olíuafurðir.

  • Þannig að þó að verðfall markaða, ekki bara í Evrópu - - heldur einnig í Bandar. og Asíu.
  • Sýni að markaðir eru að endurmeta framvinduna í ljósi nýs mats á aðstæðum.

Þá gefur verðfall á olíu - - heimshagkerfinu nýja von.

Auðvitað, þegar hagvaxtaráhrifa gætir frá því, þá mun það á endanum skila sér í auknum væntingum um neysluaukningu á olíu - - og þar með hærra verði.

Þannig gengur þetta - hring eftir hring eftir hring.

 

Niðurstaða

Ég held að fáir séu að óttast heimskreppu enn. En ef Seðlabanki Evrópu getur ekki hrint í framkvæmd nægilega öflugum aðgerðum til að snúa stöðugri lækkun verðbólgu við, sem síðast mæld er mæld sem 0,3%. Höfum í huga, að ef "Citi" hefur rétt fyrir sér - - þá mun lækkun olíuverðlags. Stuðla að frekari lækkunum á öðrum hrávörum sbr. málmum og matvælum. Sem mun skapa enn frekari verðhjöðnunar áhrif. Sem alveg -getur dugað til þess að ýta Evrópu niður fyrir verðhjöðnunar þröskuldinn.

Þá gæti ný hræðsla um stöðu skuldugra landa á evrusvæði, orðið það sterk. Að sá ótti gæti yfirskyggt þau annars jákvæðu áhrif á heimshagkerfið sem lægra olíuverð ætti annars að hafa.

---------------------------------

PS: Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur nýtt verðfall orðið á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í morgun, þetta kemur m.a. fram hjá Financial Times: 

US and Europe stocks resume slide

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Það er gott að olíuverðið hafi lækkað eitthvað í öllum þessum erfiðleikum, Rússafóbíu og Rússahatri. Nú og skv. yfirlýsingu frá Evrópuráðinu (Council of the European Union) í gær, þá erum við Íslendingar hérna að styðja við auknar refsiaðgerðir gegn Rússum, og hugsanlega eigum við núna von á einhverjum refsiaðgerðum frá Rússum, ekki satt? 

“EU candidate countries Norway, Iceland, Montenegro, Albania and Lichtenstein, as well as Ukraine and Georgia have joined the third package of sanctions against Russia, according to the European Union. The candidate countries, former Yugoslav Republic of Macedonia, Montenegro, Iceland, and Albania, and the EFTA countries Liechtenstein and Norway, members of the European Economic Area, as well as Ukraine and Georgia align themselves with this decision,” says the statement from the Council of the European Union published on October 15."

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 12:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rússar tapa þó óhjákvæmilega á þeirri lækkun, og eins og ég benti á í gær, þá væntanlega þíðir það - að þrýstingur á Rússland að semja við Vesturveldi skv. þeirra vilja þá vex. Rússar geta eftir allt saman losnað við þær refsiaðgerðir með því að bakka með sína afstöðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.10.2014 kl. 12:42

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn
Ég hef nú ekki trú á þessum refsiaðgerðum, en hvað vilja menn fá með öllum þessum refsiaðgerðum? Nú og hvað eiga þetta eftir að vera margar refsiaðgerðir í viðbót gegn Rússum, því að þetta er alls ekkert að virka? En hvernig er það eru menn hér á landi ekki bara spenntir eftir þessa þriðju lotu refsiaðgerða og/eða bíða núna spenntir eftir að Rússar svari með öðrum eins refsiaðgerðum gegn okkar fisk- og landbúnaðarútflutningi?
 
Menn eru á því að þetta sé allt skv. gamla planinu hans Zbigniew Brzezinski eða hérna “strategy of weak spots” 

“The CIA decided that the most vulnerable spot in our country was its economy. After making a detailed model US specialists established that the Soviet economy suffered from excessive dependency from energy exports. Then, they developed a strategy to provoke the financial and economic insolvency of the Soviet state through both a sharp fall in budget income and significant hike in expenditures due to problems organized from outside,”

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2014 kl. 14:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Refsiaðgerðir taka alltaf tíma að skila sínum áhrifum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.10.2014 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband