Hratt lækkandi verðlag á olíu - gæti skaðað efnahag Rússlands, ofan í refsiaðgerðir Vesturvelda

Vegna þess að það blasir við að hagvöxtur í heiminum verður lakari en fyrri hagspár höfðu gert ráð fyrir. Þá hafa væntingar um eftirspurn eftir olíu - minnkað. Sem hefur leitt til þess að verðlag hefur fallið og verið fallandi síðan sl. sumar. 

En síðustu efnahags fréttir sem hafa allar verið á slæma hlið - - hafa nú ýtt verðinu niður fyrir 90 USD á fatið, sjá mynd - - þ.s. verð endaði á mánudag í 86,02 USD.

Eins og sjá má - - þá hefur verðfallið verið nokkuð skarpt síðan rétt fyrir mánaðamót júlí/júní sl.

IEA cuts oil demand forecast

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/oil_prices.jpg

Skv. frétt Financial Times - - þá hefur "International Energy Agency" eða "IEA" sagt að fleiri þættir hafi áhrif en "slæm efnahagstíðindi."

En t.d. hafi olíuútflutningur Líbýu náð sér aftur á strik - - þó að brotist hafi út borgarastríð þar. Síðan hafi stríðið í Írak ekki haft nein neikvæð áhrif á útflutning á olíu. Til viðbótar, hafi Bandaríkin aukið verulega - útflutning á olíu vegna aukningar á framleiðslu frá "oil shale." Eða leirsteinslögum er innihalda olíu.

  • Ég skal ekki segja að ég sé sérlega sorgmæddur yfir því, að þetta séu líklega slæmar fréttir fyrir Rússland.

En lækkun olíuverðs mun slá á þeirra útflutningstekjur.

Ég hef heyrt að svo mikið hafi útgjöld rússneska ríkisins blásið út, að það þurfi til verðlag per fat ca. upp á 100 USD. Svo það myndist ekki "hallarekstur."

Og rússn. ríkið er núna með "umtalsverðan viðbótar kostnað" af - - refsiaðgerðum Vesturvelda. En á rússn. ríkið, fellur kostnaður af því - - að tryggja stöðu stórra rússn. fyrirtækja í ríkiseigu eða í eigu vel tengdra aðila. Svo þau lendi ekki í vandræðum með að greiða af skuldum, vegna þess að bæði ESB og Bandar. hafa lokað á aðgang þeirra fyrirtækja af bankaviðskiptum. 

En það þíðir að þau getur skort lausafé í réttum gjaldmiðlum, til að greiða af lánum í Dollurum eða Evrum. 

  • Síðan bætist við, að lækkandi olíuverð - - eru slæmar fréttir fyrir áætlanir Rússa að bora eftir olíu langt Norður í Íshafi. En kostnaður þar er líklega það mikill, að það má vera að verðlag þurfi að vera a.m.k. 100 USD per fat.

---------------------------------

Allt setur þetta aukinn þrísting á Rússland að semja við Vesturlönd.

Með öðrum orðum, að gefa eftir deiluna sem Rússland stendur í.

 

Niðurstaða

Rússland er viðkvæmara fyrir lágu olíuverði heldur en t.d. Saudi Arabía. Vegna þess að mun kostnaðarminna er að ná upp olíu við aðstæður sem til staðar eru í Saudi Arabíu. En við aðstæður sem til staðar eru í Rússlandi.

Það þíðir að rússnesk olía hefur "hærri brake even point" þ.e. rússnesk olíuvinnsla lendir fyrr í tapi en olíuvinnsla í Saudi Arabíu. Líklega er kostnaður Sauda það lágur. Að erfitt sé að sjá olíuverð verða það lágt að hagnaður verði ekki af vinnslu Sauda.

Þetta er auðvitað -- hin hliðin á þeim pening. Að Rússland sé svo háð olíu sem Rússland er.

Að vera með öðrum orðum - - auðlindahagkerfi. Ekki ólíkt því ástandi sem Ísland býr við. 

Þó Ísland búi ekki a.m.k. enn við olíuauðlindir.

  • Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif þróun olíuverðs mun hafa á efnahag Rússlands, sem er undir þrýstingi refsiaðgerða Vesturvelda.
  • En þessi 2-faldi þrístingur gæti orðið tilfinnanlegur.
  • Spurning hvort það dugar til þess, að Rússland skipti um stefnu í megindeilu Rússlands og Vesturvelda?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband