Frekari upplýsingar hafa komið fram um ógeðfellda meðferð "Islamic State" á minnihluta trúflokki Yazida

"Islamic State" - virðist hafa endurvakið "þrælahald." Upplýsingar um þetta athæfi hefur reyndar legið fyrir um nokkurn tíma. En "Human Rights Watch" hefur sent frá sér skýrslu - þ.s. sagt er frá gríðarlega alvarlegum mannréttindabrotum "IS" gegn Yazidi fólkinu.

  • Það sem er nýtt við þetta, er "frásögn Islamic State af athæfinu" - þ.e. með hvaða hætti þeir fjalla sjálfir um þær aðfarir.

Ég bendi á þessa frétt Reuters:

Islamic State seeks to justify enslaving Yazidi women and girls in Iraq

Það eru sannarlega til fordæmi þess í Kóraninum, að "skilgreindir óvinir" séu hnepptir í þrældóm. Það er rétt að halda á lofti. Að í kringum 630 e.k. - þá var þrælahald ekki álitið rangur hlutur. 

Það hafði tíðkast í árþúsundir, það voru gamlar venjur að baki því, þótti ofur eðlilegt - að hneppa fólk frá sigruðum hópum í þrældóm.

Þ.e. einnig rétt að árétta, að þ.e. ekki fyrr en á 19. öld. Að hreyfing gegn þrælahaldi nær það mikilli útbreiðslu. Að þjóðir fara að banna það athæfi - hver á eftir annarri.

  • Í því ljósi, er ágætt að við rifjum það upp, að sennilega voru fáir stórtækari í þrælahaldi, en nýlenduþjóðir hinnar kristnu Evrópu.
  • Þó svo að við tökum tillit til alls þessa, þá er það ákaflega "sérstakt" svo rosalega vægilega sé tekið til orða, að ætla að "endurvekja siðvenjur er tíðkuðust fyrir öldum."

"Islamic State" - - er eins og uppvakningur frá fornöld!

 

Skv. lýsingu Islamic State samtakanna

  1. Þá var fjölskyldum Yazida sem þeir náðu á sitt vald, skipt upp á milli hermanna "IS" sem þátt tóku í aðgerðinni, er lyktaði með töku þorpa Yazid-anna.
  2. "Islamic State" tók skatt af "sölunni."
  3. En fólkið var "selt."

Þ.e. "börn" - "gamalmenni" - "karlmenn sem enn voru lifandi" og sérstaklega "konur."

Konurnar eru þá í reynd "sex slaves" þeirra sem þær voru seldar til.

Abu Bakr al-Baghdadi  - - leiðtogi samtakanna, hefur hvorki meir né minna en - lýst sig trúarleiðtoga allra múslima.

Sem slíkur, virðist hann hafa tekið sér rétt, sem maður verður að jafna við þann rétt, sem Múhameð á sínum tíma - - sem þá óskoraður trúarleiðtogi allra Múslima og einnig boðandi trúarinnar -- hafði.

En hann virðist "skilgreina alla Múslima sem berjast gegn hans stríðsmönnum" - - sem "gengna af trúnni."

Það virðist vera ástæða þess, af hverju "Islamic State" afhöfðar hermenn sem eru yfirbugaðir eftir bardaga.

Það að berjast gegn þeim - - þíði að þú sért "réttdræpur."

  • Að auki, virðist hann beita þessu sem "hótun" að skilgreina aðila "gengna af trúnni."
  • Liður í ákveðinni "ógnarstjórn" sem samtökin virðast reka á svæðum sem þau hafa tekið.

Öll andstaða sé bæld niður með miklum ofsa. Og skipulögð andstaða - - er alltaf í hættu að vera skilgreind "gengin af trúnni" og því samstundis - - réttdræp.

Það er þ.s. menn þurfa einnig að muna eftir - - að hann beitir einnig "aðra Múslima ofsóknum" ef þeirra trú eða afstaða til trúarinnar - - er önnur en sú sem er viðurkennd af, Abu Bakr al-Baghdadi.

 

Það sem ég verð að árétta, að skv. Kóraninum eru kristnir eða gyðingar, ekki trúleysingjar!

Þetta lá alveg skýrt fyrir t.d. í tíð Tyrkjaveldis, sem stóð yfir í nokkrar aldir. En Tyrkjaveldi fylgdi Kóraninum mjög nákvæmlega, þegar kom að "meðferð Kristinna og Gyðinga."

  1. Skv. Kóraninum, má Kristinn halda sinni trú, og það sama má Gyðingur.
  2. Kristnir eru skilgreindir, sem "trúað fólk" þ.e. ekki trúleysingjar. Þó Kristni og Gyðingdómur sé einnig skilgreind sem "trúvilla."
  3. Skv. þeim reglum sem giltu í Tyrkjaveldi soldánanna, sem voru í fullu samræmi við lög Kóransins; þá var Kristnum og Gyðingum, bannað að gegna opinberum embættum.
  4. Að auki, þurftu þeir að borga "sérstakan skatt" sem er - skilgreindur í Kóraninum.
  5. En hann er sérstök kvöð - - sem lögð er á "villutrúarfólk."

Kristnir máttu halda kirkjum sínum, Gyðingar sýnagógum - - og báðir hópar sínum bókum. Meðan þeir greiddu þennan skatt - - það ásamt annarri mismunun hélt þeim hópum fátækari.

Skv. þessu, er Gyðingum og Kristnum - auðsýnt verulegt misrétti. Ef ákvæðum Kóransins er framfylgt.

  • En punkturinn er sá, að aðfarir -Abu Bakr al-Baghdadi- að lísa Kristna og Gyðinga "ekki villutrúarfólk" heldur "skurðgoðadýrkendur" og "trúleysingja" - - > er þá brot á ákvæðum Kóransins.

Ef þessi lýsing mín væri ekki rétt - - þá hefði það ekki verið mögulegt fyrir Kristna og Gyðinga, að lifa með Múslimum í margar aldir. T.d. ríktu Tyrkja soldánar yfir Balkanskaga í nokkrar aldir.

Það án þess, að þær þjóðir þar sem "eru kristnar" - - væru neyddar til þess að ganga af trúnni.

 

Niðurstaða

Málið með "Islamic State" og Abu Bakr al-Baghdadi - - er að í margvíslegum atriðum. Er hann og hans liðsmenn, að boða þ.s. miðað við það hvernig Íslam var boðað í aldir í Tyrkjaveldi; er trúvilla.

En soldánarnir fóru yfirleitt frekar nákvæmlega eftir ákvæðum Kóransins. Þó ekki í persónulegu líferni, enda varð Tyrkjaveldi alræmt fyrir spillingu.

Á hinn bóginn, var þrælahald ávalt til staðar í Tyrkjaveldi. Þrælahald var ekki afnumið í Mið-Austurlöndum, fyrr en eftir Fyrra Stríð. Þegar Vesturveldi eiginlega - - neyddu þá útkomu fram.

Þetta er þó í fyrsta sinn - - sem ég frétti af því. Að nútíma trúarleiðtogi meðal Múslima - - lofsyngi þrælahald. Það sé þá enn eitt atriðið sem seti Abu Bakr al-Baghdadi í nokkurn sérflokk. 

  • En hann virðist mér þó ekki vera að boða það Íslam sem boðað var öldum áður, miðað við boð hans um meðferð á kristnum og gyðingum. Sem virðist hans uppfinning.
  • Hann er þá - - þvert á móti. Að boða nýtt form af Íslam. Eiginlega nýja "sértrú" af meiði Súnní.
  • Einhvers konar "haturs Íslam."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband