11.10.2014 | 01:45
Mýtan um stöðugleikann sem fylgi einræði
Það er töluvert vinsæl kenning í dag, að rétt sé að "styðja til valda að nýju einræðisstjórnir í löndum eins og Líbýu - Sýrlandi og Egyptalandi. Því að einungis "ófrelsi einræðis geti haldið við stöðugu ástandi í þessum löndum."
- Vandinn við þessa kenningu er sá, að einræðisstjórnir eru ekki stöðugar.
- Annars hefðu einræðisstjórnir í Líbýu, Túnis, og Egyptalandi - ekki fallið eftir allt saman.
Þeim þarf alltaf að halda saman með valdi - því þær búa við andstöðu fjölmennra hópa. Að auki hafa þær yfirleitt ekki "réttmæti" eða "lögmæti" í nútímaskilningi, sem grefur undan stuðningi við þær. En ekki síst, er vandinn sá, að einræði leiðir ávalt til "óskaplegrar spillingar" og þ.e. ekki síst hún, sem grefur undan stuðningi við þær. Á endanum falla þær, þegar spilling hefur veikt þær nægilega innan frá, til þess að hinir fjölmögru andstæðingar þeirra heima fyrir "þori að rísa upp í byltingu."
- Ástæða þeirrar óreiðu sem finna má í löndum, eins og Sýrlandi og Líbýu - má örugglega rekja til þeirra ára, sem þau lönd hafa verið "einræðis lögregluríki."
- En einræði hefur tilhneigð, vegna þess að slíkar stjórnir byggja á valdi eingöngu - vegna þess að þær verða smám saman mjög spilltar; að skapa ástands hatur innan samfélagsins.
- Þetta hatur brýst síðan upp á yfirborðið þegar stjórnin á endanum fellur.
- Þá tekur við uppgjör milli þeirra hópa sem landið byggja.
Franska byltingin
Það er ágætt í ljósi þessara atburða, að minnast byltingarinnar í Frakklandi - sem hófst á falli svokallaðrar Bastillu. Sem var alræmt fangelsi og ákaflega hatað.
Það gekk einmitt mjög mikið á í frönsku byltingunni - - Frakkland fékk á tímabili "ógnarstjórn" uppreisnarmanna, sem gengu mjög hart fram í "morðæði" er einstaklingar er tilheyrðu elítunni í Frakklandi, voru eltir uppi hvar sem til þeirra náðist - og þeir leiddir fyrir fallöxina.
Síðar fékk Frakkland, "einræði Napóleóns" - og Napóleóns stríðin. Ef það var ekki nóg, þá var konungsdæmið endurreist í nokkur ár að afloknum Napóleóns stríðunum. Þar til að því varð bylt - og gerð tilraun með lýðræði. En eins og þekkt er, þá endaði sú tilraun í nýju einræði - Napóleón III.
Lýðræði var síðan endurreist eftir fall Napóleóns III, eftir að í nokkra mánuði ríkti svokölluð Parísarkommúna yfir París og nágrenni - en Napóleón III féll eftir að hann tapaði stríði við Prússland.
- Þá eru liðin nærri 90 ár eftir upphaf frönsku byltingarinnar.
- Og það var ekki fyrr en með 3-lýðveldinu. Sem Frakkland fékk loksins sæmilega stöðugt lýðræði.
Í dag er 5-lýðveldið. En eftir Seinni Styrjöld, var lýðræði endurreist og það kallað 4-lýðveldið. Það féll síðan í óeirðum í Frakklandi kenndar við 1968 kynslóð.
Það sem margir gleyma - - er hve erfið saga lýðræðis hefur verið í þeim löndum mörgum hverjum, sem í dag eru velheppnuð lýðræðisríki.
Hægt væri að taka dæmi nær í tíma, t.d. Brasilíu eða Chile, en í báðum löndum féll lýðveldið í valdaráni hersins -- og var ekki endurreist fyrr en mörgum árum seinna.
Þó að báðar þjóðir hafi búið við ógnarstjórnir - þá sýnir endurreisn lýðveldis í báðum löndum. Sem í dag eru stöðug lýðræðisríki. Að fólk gefst samt ekki upp. Það missir ekki vonina.
- Ég segi þetta, ekki síst til að svara þeim, sem staðhæfa að "lýðræði sé ekki fyrir lönd eins og Egyptaland svo dæmi sé tekið.
- En það hefði verið ákaflega auðvelt, að draga sambærilegar ályktanir af sögu Frakklands á 19. öld.
- Eða þegar menn voru að skoða aðstæður í S-Ameríku á 8. áratugnum, en þá voru herforingjastjórnir í nánast hverju landi.
Það eru nefnilega - afskaplega mörg þau dæmi. Að lýðræði falli, sé endurreist, það falli aftur, og síðan sé það endurreist aftur - - kannski eru þetta margar tilraunir sbr. Frakkland.
Þó að lýðræði hafi ekki tekist í fyrstu tilraun í Egyptalandi - sé brokkgengt í Túnis, Líbýa sé fallin í borgaraskærur milli fylkinga.
Þá þíðir það ekki, að engin von sé þess, að lýðræði verði endurreist síðar - kannski áratug seinna, eða jafnvel, tveim eða þrem eða fjórum.
Og þó það gangi ekki upp í - fyrsta sinn, eða jafnvel annað eða þriðja, getur það virkað samt fyrir rest.
Eins og saga Frakklands - Portúgals - Spánar - Argentínu - Brasilíu og Chile - -> Sýnir.
Þá gildi að - - gefast ekki upp.
Heldur reyna aftur, og aftur og aftur.
Niðurstaða
Ég hef alltaf tekið mikið mark á orðum Churchill þess efnis. Að lýðræði sé ákaflega gallað fyrirkomulag. Samt það skásta sem við þekkjum. Það er enginn vafi á að lýðræðislönd, eru oft skammsýn því þ.e. eðli lýðræðis, og þau gjarnan endurtaka sambærilega efnahagskreppur - því eftir allt saman er minni kjósenda ekki langt og fólk kýs þá sem endurtaka sambærileg mistök og áður, gjarnan.
Á hinn bóginn, sýnir reynslan - að einræði er enn gallaðra fyrirkomulag. Hrun einræðis, fylgir einmitt gjarnan - - borgaraátök. Þó ekki alltaf.
Átökin í Líbýu, Sýrlandi, Írak - - sína í reynd fram á galla einræðis.
Það að einræði, safnar upp spennu innan samfélaganna, meðan það er við völd.
Það leyfir ekki þjóðfélagsumræðu, það leysir ekki deilur - heldur frekar skapar þær, spennan og hatrið hleðst síðan upp; þannig að þegar hún fellur. Brýst uppsafnaða spennan og hatrið gjarnan út í átökum.
Franska byltingin er að sjálfsögðu - þekktasta dæmið. En þannig séð, má alveg líkja átökunum í Sýrlandi við uppreisnina í Frakklandi "hvað hefði gerst ef konungsstjórnin hefði haldið velli í París og nágrenni en á sama tíma ekki getað kveðið uppreisnina niður?"
Að styðja aftur einræði til valda - - er í reynd að endurtaka leikinn sem gerðist á undan. Og lyktaði síðan með uppreisn og innanlands átökum. Það virðist ákaflega rökrétt, að sú rás atburða fari líklega í endurtekningu - - en eftir að 100.000 mann hafa verið drepnir 8 milljónir hraktar frá heimilum innan Sýrlands er hatrið sennilega það mikið meðal íbúa á stjórnvöldum að nær óhugsandi virðist, að unnt verði að færa klukkuna í Sýrlandi til baka í "einræði sem mundi líta stöðugt út á yfirborðinu."
- Sýrland mun örugglega skiptast. Ég sé ekki það land, hanga saman.
- Mig grunar einnig, að það sé hugsanlega í farvatninu í Lýbíu.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grikkir vildu meina að lýðræði leiddi alltaf til einræðis á endanum.
Mig grunar að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Allt sekkur niður í spillingu að lokum. Mishratt, en það gerist.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2014 kl. 19:31
Það er reyndar svo, að "öll lýðveldi fyrri alda enduðu sem einræði." Á hinn bóginn, þá voru "lýðveldi" eldri tíðar - ekki eins vel skipulögð og lýðveldi seinni tíma.
T.d. fyrirbærið stjórnarskrá, óháðir dómstólar, 3-skipting ríkisvalds.
Bandar. hafa verið stöðug "sæmilega" í 200 ár. Bretland hefur haft sitt kerfi a.m.k. eins lengi.
Holland - - varð innrás Napólóns að bráð. Annars má vel vera að gamla hollenska lýðveldið, hefði staðist tímans tönn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.10.2014 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning