Mýtan um stöðugleikann sem fylgi einræði

Það er töluvert vinsæl kenning í dag, að rétt sé að "styðja til valda að nýju einræðisstjórnir í löndum eins og Líbýu - Sýrlandi og Egyptalandi. Því að einungis "ófrelsi einræðis geti haldið við stöðugu ástandi í þessum löndum."

  1. Vandinn við þessa kenningu er sá, að einræðisstjórnir eru ekki stöðugar
  2. Annars hefðu einræðisstjórnir í Líbýu, Túnis, og Egyptalandi - ekki fallið eftir allt saman.

Þeim þarf alltaf að halda saman með valdi - því þær búa við andstöðu fjölmennra hópa. Að auki hafa þær yfirleitt ekki "réttmæti" eða "lögmæti" í nútímaskilningi, sem grefur undan stuðningi við þær. En ekki síst, er vandinn sá, að einræði leiðir ávalt til "óskaplegrar spillingar" og þ.e. ekki síst hún, sem grefur undan stuðningi við þær. Á endanum falla þær, þegar spilling hefur veikt þær nægilega innan frá, til þess að hinir fjölmögru andstæðingar þeirra heima fyrir "þori að rísa upp í byltingu."

  1. Ástæða þeirrar óreiðu sem finna má í löndum, eins og Sýrlandi og Líbýu - má örugglega rekja til þeirra ára, sem þau lönd hafa verið "einræðis lögregluríki."
  2. En einræði hefur tilhneigð, vegna þess að slíkar stjórnir byggja á valdi eingöngu - vegna þess að þær verða smám saman mjög spilltar; að skapa ástands hatur innan samfélagsins.
  • Þetta hatur brýst síðan upp á yfirborðið þegar stjórnin á endanum fellur.
  • Þá tekur við uppgjör milli þeirra hópa sem landið byggja.
Það fer þá eftir því, hve lengi einræðisstjórnin hefur verið við völd áður en hún féll, hve harkalega hún kom fram - - hve djúpstætt þetta hatur er, hve harkalegar afleiðingarnar verða þegar það loks brýst fram.

 

Franska byltingin

Það er ágætt í ljósi þessara atburða, að minnast byltingarinnar í Frakklandi - sem hófst á falli svokallaðrar Bastillu. Sem var alræmt fangelsi og ákaflega hatað.

Það gekk einmitt mjög mikið á í frönsku byltingunni - - Frakkland fékk á tímabili "ógnarstjórn" uppreisnarmanna, sem gengu mjög hart fram í "morðæði" er einstaklingar er tilheyrðu elítunni í Frakklandi, voru eltir uppi hvar sem til þeirra náðist - og þeir leiddir fyrir fallöxina.

Síðar fékk Frakkland, "einræði Napóleóns" - og Napóleóns stríðin. Ef það var ekki nóg, þá var konungsdæmið endurreist í nokkur ár að afloknum Napóleóns stríðunum. Þar til að því varð bylt - og gerð tilraun með lýðræði. En eins og þekkt er, þá endaði sú tilraun í nýju einræði - Napóleón III.

Lýðræði var síðan endurreist eftir fall Napóleóns III, eftir að í nokkra mánuði ríkti svokölluð Parísarkommúna yfir París og nágrenni - en Napóleón III féll eftir að hann tapaði stríði við Prússland.

  • Þá eru liðin nærri 90 ár eftir upphaf frönsku byltingarinnar.
  • Og það var ekki fyrr en með 3-lýðveldinu. Sem Frakkland fékk loksins sæmilega stöðugt lýðræði.

Í dag er 5-lýðveldið. En eftir Seinni Styrjöld, var lýðræði endurreist og það kallað 4-lýðveldið. Það féll síðan í óeirðum í Frakklandi kenndar við 1968 kynslóð.

Það sem margir gleyma - - er hve erfið saga lýðræðis hefur verið í þeim löndum mörgum hverjum, sem í dag eru velheppnuð lýðræðisríki.

Hægt væri að taka dæmi nær í tíma, t.d. Brasilíu eða Chile, en í báðum löndum féll lýðveldið í valdaráni hersins -- og var ekki endurreist fyrr en mörgum árum seinna.

Þó að báðar þjóðir hafi búið við ógnarstjórnir - þá sýnir endurreisn lýðveldis í báðum löndum. Sem í dag eru stöðug lýðræðisríki. Að fólk gefst samt ekki upp. Það missir ekki vonina.

  1. Ég segi þetta, ekki síst til að svara þeim, sem staðhæfa að "lýðræði sé ekki fyrir lönd eins og Egyptaland svo dæmi sé tekið.
  2. En það hefði verið ákaflega auðvelt, að draga sambærilegar ályktanir af sögu Frakklands á 19. öld.
  3. Eða þegar menn voru að skoða aðstæður í S-Ameríku á 8. áratugnum, en þá voru herforingjastjórnir í nánast hverju landi.

Það eru nefnilega - afskaplega mörg þau dæmi. Að lýðræði falli, sé endurreist, það falli aftur, og síðan sé það endurreist aftur - - kannski eru þetta margar tilraunir sbr. Frakkland.

Þó að lýðræði hafi ekki tekist í fyrstu tilraun í Egyptalandi - sé brokkgengt í Túnis, Líbýa sé fallin í borgaraskærur milli fylkinga.

Þá þíðir það ekki, að engin von sé þess, að lýðræði verði endurreist síðar - kannski áratug seinna, eða jafnvel, tveim eða þrem eða fjórum. 

Og þó það gangi ekki upp í - fyrsta sinn, eða jafnvel annað eða þriðja, getur það virkað samt fyrir rest.

Eins og saga Frakklands - Portúgals - Spánar - Argentínu - Brasilíu og Chile - -> Sýnir.

Þá gildi að - - gefast ekki upp.

Heldur reyna aftur, og aftur og aftur.

 

Niðurstaða

Ég hef alltaf tekið mikið mark á orðum Churchill þess efnis. Að lýðræði sé ákaflega gallað fyrirkomulag. Samt það skásta sem við þekkjum. Það er enginn vafi á að lýðræðislönd, eru oft skammsýn því þ.e. eðli lýðræðis, og þau gjarnan endurtaka sambærilega efnahagskreppur - því eftir allt saman er minni kjósenda ekki langt og fólk kýs þá sem endurtaka sambærileg mistök og áður, gjarnan.

Á hinn bóginn, sýnir reynslan - að einræði er enn gallaðra fyrirkomulag. Hrun einræðis, fylgir einmitt gjarnan - - borgaraátök. Þó ekki alltaf.

Átökin í Líbýu, Sýrlandi, Írak - - sína í reynd fram á galla einræðis.

Það að einræði, safnar upp spennu innan samfélaganna, meðan það er við völd.

Það leyfir ekki þjóðfélagsumræðu, það leysir ekki deilur - heldur frekar skapar þær, spennan og hatrið hleðst síðan upp; þannig að þegar hún fellur. Brýst uppsafnaða spennan og hatrið gjarnan út í átökum.

Franska byltingin er að sjálfsögðu - þekktasta dæmið. En þannig séð, má alveg líkja átökunum í Sýrlandi við uppreisnina í Frakklandi "hvað hefði gerst ef konungsstjórnin hefði haldið velli í París og nágrenni en á sama tíma ekki getað kveðið uppreisnina niður?"

Að styðja aftur einræði til valda - - er í reynd að endurtaka leikinn sem gerðist á undan. Og lyktaði síðan með uppreisn og innanlands átökum. Það virðist ákaflega rökrétt, að sú rás atburða fari líklega í endurtekningu - - en eftir að 100.000 mann hafa verið drepnir 8 milljónir hraktar frá heimilum innan Sýrlands er hatrið sennilega það mikið meðal íbúa á stjórnvöldum að nær óhugsandi virðist, að unnt verði að færa klukkuna í Sýrlandi til baka í "einræði sem mundi líta stöðugt út á yfirborðinu."

  • Sýrland mun örugglega skiptast. Ég sé ekki það land, hanga saman.
  • Mig grunar einnig, að það sé hugsanlega í farvatninu í Lýbíu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Grikkir vildu meina að lýðræði leiddi alltaf til einræðis á endanum.

Mig grunar að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Allt sekkur niður í spillingu að lokum. Mishratt, en það gerist.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2014 kl. 19:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er reyndar svo, að "öll lýðveldi fyrri alda enduðu sem einræði." Á hinn bóginn, þá voru "lýðveldi" eldri tíðar - ekki eins vel skipulögð og lýðveldi seinni tíma.

T.d. fyrirbærið stjórnarskrá, óháðir dómstólar, 3-skipting ríkisvalds.

Bandar. hafa verið stöðug "sæmilega" í 200 ár. Bretland hefur haft sitt kerfi a.m.k. eins lengi.

Holland - - varð innrás Napólóns að bráð. Annars má vel vera að gamla hollenska lýðveldið, hefði staðist tímans tönn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2014 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband