Draghi lofar að Seðlabanki Evrópu muni auka verðbólgu á evrusvæði

Ekki hans nákvæma orðalag, en í ræðu sem Draghi flutti á fundi sem haldinn var í Washington þá lofaði hann því, að "óhefðbundnum aðferðum yrði beitt eftir þörfum" og að "eignasafn Seðlabanka Evrópu því stækkað í samræmi við það." En ekki síst því, að verðbólga yrði aukin.

  1. "Let me be clear: we are accountable to the European people for delivering price stability, which today means lifting inflation from its excessively low level. And we will do exactly that.
  2. "The Governing Council has repeated many times, even as it was adopting new measures: it is unanimous in its commitment to take additional unconventional measures to address the risks of a too prolonged period of low inflation."
  3. "This means that we are ready to alter the size and/or the composition of our unconventional interventions, and therefore of our balance sheet, as required.

Þessi yfirlýsing virðist beind gegn vaxandi ótta að evrusvæði sé á leið í verðhjöðnun.

Opening remarks by Mario Draghi, President of the ECB, Brookings Institution, Washington, 9 October 2014

Draghi vows to fight eurozone deflation

 

Orð Draghi benda sannarlega til þess að stuðningur við víðtæka prentunaraðgerð fari vaxandi innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu

Ég bendi sérstaklega á orð hans, að hann túlkar nú hlutverk bankans að stuðla að "verðstöðugleika" með þeim hætti - - að það hlutverk kalli nú á aðgerðir til þess að auka verðbólgu úr núverandi stöðu 0,3%.

Það er ákaflega "sterk yfirlýsing" - þó hún sé ekki eins sterk og yfirlýsing Seðlabanka Japans um að auka verðbólgu í 2%, þá a.m.k. lofar Draghi því að Seðlabanki Evrópu muni koma verðbólgu á evrusvæði upp úr núverandi fari.

Þetta er ekki síst merkileg yfirlýsing, þegar hún er höfð í samhengi við það loforð - - að eignasafn Seðlabanka Evrópu verði stækkað eftir þörfum.

Ekki síst, hans orð, að bankaráðið sé á einu máli í stuðningi við þessar fyrirætlanir.

Það er einnig áhugaverður punktur á öðrum stað í ræðunni - "I expect credit to pick up soon next year."

Ég get vart annað en túlkað það svo, að hann reikni með því - að fyrirhugaðar "kaupaðgerðir" Seðlabanka Evrópu, muni flýta það mikið fyrir "hreinsun eignasafna banka" að aukning verði í lánveitingum á nk. ári.

  • Seðlabanki Evrópu, getur sannarlega skapað slíkt ástand, með nægilega stóru kaupa prógrammi.
  • En annað fyrirhugað kaupa prógrammið, virðist sniðið að þörfum bankanna - tilboð til þeirra, að kaupa eignir í formi lána til einkaaðila, á afleiðuformi.
  • Með því að kaupa slíkar afleiður af bönkum í Evrópu, getur Seðlabanki Evrópu flýtt stórfellt fyrir "hreinsun eignasafna banka" með því - - að taka "slæm lán" yfir og þannig taka taka áhættuna af þeim lánum, af bönkunum - yfir á Seðlabanka Evrópu.

Eins og Draghi sagði - - verði óhefðbundin prógrömm eins stór, og þörf er fyrir.

Þannig að Draghi skv. þessu -ef ég skil hann rétt- ætlar að tryggja að bankakerfi Evrópu verði endurfjármagnað með þessum hætti, svo að "lánveitingar geti aukist á nk. ári."

 

Niðurstaða

Ég get ekki skilið orð Draghi með öðrum hætti, en sem loforð um "um mjög stórt kaupa prógramm" - "fjármagnað með prentun" - sem muni stækka stórfellt eignasafn Seðlabanka Evrópu. Áður hafði Draghi talað um að stækka eignasafnið um 1.000 ma.€. En nú skv. hans orðum, að eignasafnið verði stækkað eftir þörfum. Þá gæti það allt eins stækkað um 2.000ma.€ jafnvel 3.000ma.€.

Það verður auðvitað að koma í ljós, hvort stuðningur við þessi loforð Draghi - er eins einhuga og hann segir þann stuðning vera.

En þ.e. áhugavert - - að hann efnir ekki 2% sem viðmið. Heldur segir, að Seðlabankinn muni lyfta verðbólgunni upp úr núverandi fari. Sem getur þítt, að þó hann sé búinn að fá samstöðu um verulega mikil kaup og stóra seðlaprentun - - sé enn til staðar einhver andstaða gagnvart því að kaupa prógrammið verði virkilega rosalega stórt.

En þegar kemur að því "síðar meir" má vel vera, að Draghi muni geta teigt og togað prógrammið yfir í að verða alfarið sambærilegt að umfangi, við prógramm það sem "US Federal Reserve" hefur keyrt í gegnum kreppuna í Bandaríkjunum. Sem virðist í hraðri rénun á þessu ári.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband